Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Grænlenska landstjórnin og stjórn- málamenn í Kaupmannahöfn sögðu í gær að Grænland væri ekki til sölu, eftir að bandarískir fjölmiðlar skýrðu frá því að Donald Trump Bandaríkja- forseti hefði rætt við ráðgjafa sína um hvort hægt væri að kaupa Græn- land og sagt þeim að kanna þann möguleika. „Grænland er ríkt af náttúru- auðlindum á borð við málma, hreint vatn og ís, fiskstofna, sjávarfang, endurnýjanlega orku og er nú nýr kostur í ævintýraferðaþjónustu. Við erum opin fyrir viðskiptum, en ekki til sölu,“ sagði í yfirlýsingu frá ráð- herra utanríkismála í grænlensku landstjórninni. Nivi Olsen, formaður Demókrata- flokksins á Grænlandi, telur að ekki sé hægt að taka ummæli Trumps al- varlega og þau feli í sér virðingar- leysi gagnvart landinu, að sögn grænlenska fréttamiðilsins Sermitsi- aq. „Ég segi nei, takk,“ sagði Aaja Chemnitz Larsen, önnur af tveimur þingmönnum Grænlands á danska þinginu og félagi í vinstriflokknum Inuit Ataqatigiit. „Það er líka mikil- vægt að taka fram að Grænland er ekki verslunarvara.“ Rætt af mismikilli alvöru Dagblaðið The Wall Street Journ- al skýrði frá því að Trump hefði ítrekað látið í ljós áhuga á því að Bandaríkin keyptu Grænland á fund- um með ráðgjöfum sínum, í kvöld- verðarboðum og óformlegum sam- tölum. The Washington Post og fleiri bandarískir fjölmiðlar staðfestu fréttina. The Wall Street Journal sagði að forsetinn hefði rætt málið af mismik- illi alvöru við ráðgjafa sína og hafði eftir tveimur þeirra að hann hefði óskað eftir því að hugmyndin yrði könnuð frekar. Nokkrir ráðgjafa hans hefðu stutt hugmyndina og sagt að hún væri „gott efnahagslegt út- spil“ en aðrir hefðu litið á hana sem „skammvinna hrifningu“ sem ekki yrði fylgt eftir. Blaðið sagði að Trump hefði sýnt Grænlandi mikinn áhuga á fundum sínum með ráðgjöf- unum vegna náttúruauðlinda og hernaðarlegs mikilvægis landsins. Hann mun fyrst hafa rætt hugmynd- ina eftir að honum var sagt að Dan- mörk þyrfti að veita Grænlandi mikla fjárhagslega aðstoð. Trump er að undirbúa heimsókn til Danmerkur 2.-3. september og ræðir þá við Mette Frederiksen, forsætisráð- herra Danmerkur, og Kim Kielsen, formann grænlensku landstjórnar- innar. Ekkert bendir þó til þess að möguleg kaup á Grænlandi verði á meðal fundarefnanna. „Fáránleg hugmynd“ Stjórnmálamönnum í Danmörku svelgdist á morgunkaffinu þegar þeir lásu fréttir um þennan áhuga Banda- ríkjaforseta á Grænlandi. Þeir virt- ust vera á einu máli um að þetta væri „slæmur brandari“, að sögn frétta- vefjar danska ríkisútvarpsins. „Ég vona að þetta sé spaug því að þetta er hræðileg og fáránleg hug- mynd. Ég er viss um að þetta myndi baka bæði Danmörku og Grænlandi mikið tjón,“ hafði vefurinn eftir Martin Lidegaard, formanni utanríkisnefndar danska þingsins og talsmanni Radikale Venstre í utan- ríkismálum. „Þetta hlýtur að vera 1. apríl-gabb … en á alröngum tíma,“ sagði Lars Løkke Rasmussen, formaður Venstre og fyrrverandi forsætisráð- herra. Marcus Knuth, talsmaður Venstre í málefnum Grænlands, sagði að Grænland væri ekki versl- unarvara. „Hvorki Grænland, Lá- land, Bornholm né aðrir hlutar Dan- merkur eru til sölu. Við höfum haft náið samstarf við Bandaríkin í ör- yggismálum á norðurslóðum en það er algerlega út í hött að viðra þá hug- mynd að kaupa Grænland,“ sagði hann. Karsten Hønge, talsmaður Sósíal- íska þjóðarflokksins í utanríkis- málum, sagði að hjá Trump væru mörkin á milli „raunverulegra stjórn- mála og sýruheimsins“ mjög óskýr. „Þótt hann komi úr heimi þar sem allt er falt tel ég að hann verði fyrir vonbrigðum að þessu sinni.“ „Ef rétt er að hann vinni að þessari hugmynd þá er það óhrekjanleg sönnun þess að hann sé orðinn gal- inn,“ sagði Søren Espersen, tals- maður Danska þjóðarflokksins í utanríkismálum. „Sú hugmynd að Danmörk eigi að selja 50.000 ríkis- borgara til Bandaríkjanna er alger- lega galin.“ „Snjall leikur“ Mike Gallagher, repúblikani í full- trúadeild Bandaríkaþings, sagði að hugmynd Trumps væri „snjall leik- ur“ vegna hernaðarlegs mikilvægis landsins. „Bandaríkin hafa mikilla hagsmuna að gæta á Grænlandi og þess vegna ætti þetta að vera á borð- inu,“ sagði hann. Jon Rahbek-Clemmensen, lektor við Varnarmálaakademíu Danmerk- ur, segir að stjórnvöld í Bandaríkj- unum hafi haft vaxandi áhuga á Grænlandi á síðustu árum vegna hernaðarlega mikilvægrar legu landsins. Hann bendir á að Thule- stöðin á Grænlandi gegnir mikilvægu hlutverki í eldflaugavörnum Banda- ríkjanna vegna ratsjárkerfis sem sett var upp til að geta brugðist sem fyrst við hugsanlegri eldflaugarárás. Hann segir að bandarísk stjórnvöld hafi áhyggjur af auknum umsvifum rúss- neska hersins á norðurslóðum og telji þau geta gert Rússum kleift að gera árás á Thule-stöðina. Banda- ríkjamenn hafa einnig áhyggjur af áformum Kínverja um fjárfestingar í námum og samgöngumannvirkjum á Grænlandi til auka áhrif sín á norður- slóðum, að því er Sermitsiaq hefur eftir Rahbek-Clemmensen. „Grænland er ekki verslunarvara“  Grænlendingar segja að land sitt sé ekki til sölu eftir að Trump viðraði þá hugmynd að Bandaríkin keyptu það  Bandarísk stjórnvöld hafa áhyggjur af umsvifum Kínverja og Rússa á norðurslóðum Morgunblaðið/RAX Ekki falt Segja má að það sé hundur í sumum Grænlendingum eftir að þeir fréttu af því að Donald Trump Bandaríkjaforseti vildi kaupa landið þeirra. Truman vildi kaupa Grænland » Fram hafa komið vísbend- ingar að undanförnu um að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Kína stefni að auknum um- svifum á Grænlandi og líti svo á að vægi landsins sé að aukast. » Áhugi Bandaríkjamanna á Grænlandi er ekki nýtilkom- inn. Harry Truman, þáverandi forseti, vildi að Bandaríkin keyptu landið fyrir 100 millj- ónir dala árið 1946 en Danir höfnuðu tilboðinu. » Þáverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna kann- aði þann möguleika að kaupa Grænland og Ísland árið 1867 en lítill stuðningar var við þá hugmynd á bandaríska þinginu. Einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hélt áfram eld- flaugatilraunum sínum í gær og kvaðst hafa ákveðið að hafna hvers konar við- ræðum við stjórn- völd í Suður-- Kóreu. Einræðisstjórnin kenndi leiðtogum Suður-Kóreu um þessa ákvörðun. Daginn áður hafði Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, flutt ræðu og lofað að stefna að því að Kóreuríkin sameinuðust ekki síðar en árið 2045. Hann hvatti einnig til þess að ríkin hæfu að nýju viðræður um kjarnorku- afvopnun og friðarsamning milli ríkjanna til að binda formlega enda á Kóreustríðið sem lauk með vopnahléi árið 1953. Stjórn Kims Jong-uns, einræðis- herra Norður-Kóreu, gagnrýndi sam- eiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu. Hún sagði að það væri „heimskulegt“ af Moon Jae-in að tala um frið en halda áfram heræfing- um til að búa sig undir hernað sem miðaði að því að eyða meginhluta hers N-Kóreu á þremur mánuðum. Hún gagnrýndi hins vegar ekki Bandarík- in fyrir að taka þátt í heræfingunum. Sjötta eldflaugatilraunin Norður-Kóreuher skaut tveimur skammdrægum eldflaugum í gær og þær lentu í Japanshafi. Þar með hefur hann skotið sex eldflaugum í tilrauna- skyni á tæpum mánuði. Stjórn Don- alds Trumps Bandaríkjaforseta hefur gert lítið úr þýðingu tilraunanna vegna þess að flaugarnar ógna ekki borgum á meginlandi Bandaríkjanna. Trump hefur einnig gert lítið úr ógn- inni sem stafar af kjarnorkuherafla Norður-Kóreu. Hafnar viðræðum við S-Kóreustjórn Kim Jong-un GRÆNT ALLA LEIÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.