Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 39
ÍÞRÓTTIR 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Íslenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik tekur í dag á móti Portúgal í
forkeppni EM 2021 í Laugardalshöll-
inni. Ísland þarf á sigri að halda til að
eiga möguleika á því að vinna riðilinn
og halda voninni um að komast á EM
2021 á lífi. Leikirnir gegn Portúgal og
Sviss í riðlinum til þessa hafa verið af-
ar spennandi.
„Liðin hafa skipst á að vera með
forystuna í þessum leikjum fram og
til baka. Maður hefur því verið að far-
ast úr spennu en svona er körfubolt-
inn. Það er ofboðslega gaman að spila
svo spennandi leiki eða horfa á þá.
Boltinn fór ekki ofan í fyrir okkur á
lokasekúndunni í Portúgal en á loka-
sekúndunni í síðasta leik gegn Sviss
fór boltinn ofan í fyrir okkur. Körfu-
boltaguðirnir voru með okkur í liði í
það skiptið en við þurfum að einbeita
okkur að því að spila íslenskan körfu-
bolta,“ sagði Frank Aron Booker
þegar Morgunblaðið spjallaði við
hann á landsliðsæfingu.
„Þegar við unnum Sviss voru allir
búnir að vinna alla í riðlinum. Hver
sigur er því mikilvægur en við þurf-
um bara að sjá hvernig þetta spilast.
Við verðum að hugsa um næsta leik í
stað þess að hugsa of mikið um
hvernig fór hjá Portúgal og Sviss eða
hver lokaniðurstaðan verður í riðl-
inum. Þessi þrjú virðast bara vera
mjög jöfn að getu. Enda hafa leikirnir
spilast þannig og eins og stundum
gerist í körfuboltanum þá skipast lið-
in á að ná áhlaupi í leikjunum.“
Þakklátur fyrir tækifærið
Frank Aron á íslenska móður en
bandarískan föður. Muna körfubolta-
unnendur vel eftir honum, Franc
Booker eldri, enda var hann mjög at-
kvæðamikill með ÍR, Val og Grinda-
vík. Frank Aron lék ekki með yngri
landsliðum Íslands og gat ekki gefið
kost á sér þegar hann lék með býsna
sterku liði í bandaríska háskólabolt-
anum NCAA, Oklahoma. Leikurinn
úti í Portúgal á dögunum var því ekki
bara hans fyrsti A-landsleikur heldur
fyrsti landsleikurinn fyrir Ísland.
„Ég er mjög ánægður að geta spil-
að fyrir landið og þakklátur fyrir
tækifærið. Loksins er ég í aðstöðu til
að spila með landsliðinu en þegar ég
var í háskólanámi þá var það ekki
möguleiki. Núna get ég einbeitt mér
að landsliðinu og hugsa bara um það í
sumar.“
Spurður um hvort hann hafi fengið
mikil viðbrögð eftir að hann þreytti
frumraun sína með íslenska landslið-
inu sagði hann svo vera. „Það eru allir
í fjölskyldunni að fylgjast með og var
gaman að sjá mitt fólk í stúkunni á
móti Sviss. Ég hef aldrei spilað fyrir
framan fólkið úr móðurættinni og er
mjög ánægður með að fá tækifæri til
þess. Ég hlakka til næsta leiks á móti
Portúgal og er afskaplega ánægður.
Ég á skyldfólk á Selfossi, í Hafnar-
firði, í Garðabæ og systir mín mun
koma á leikinn að norðan.“
Fjölskyldan
fylgist með
Frank Aron lék sinn fyrsta landsleik
á dögunum Mikilvægur leikur í dag
Morgunblaðið/Hari
Nýliði Frank Aron Booker lék sinn fyrsta landsleik á dögunum.
Ég fór með Breiðabliki til Bosn-
íu á dögunum þar sem spilað var í
undanriðli Meistaradeildar
kvenna í knattspyrnu. Blikarnir
tókust þar á við alls kyns mótlæti,
eins og að spila í steikjandi hita
gegn skrautlegum andstæð-
ingum, en komust virkilega vel frá
sínu og fóru af öryggi áfram í 32ja
liða úrslit.
Ég er ekkert að ýkja þegar ég
segi að andstæðingarnir hafi ver-
ið skrautlegir. Ég hef fengið tölu-
verð viðbrögð við því að hafa blót-
að í textalýsingu í öðrum leiknum
í Bosníu þar sem mótherjinn var
Dragon, meistaraliðið frá Norður-
Makedóníu. Það hefur líka aldrei
verið ástæða til, fyrr en nú. Þeirra
leikmenn einbeittu sér að því að
sparka, hrinda, toga í treyjur og
meira að segja bíta og klóra. Já
og kýla í andlit. Blikanir hefðu
ekki getað svarað því betur og
unnu 11:0.
Öll liðin í riðlinum voru á sama
hóteli uppi í fjöllum sunnan Sara-
jevó og það var erfitt að halda aft-
ur af glottinu þegar leikmenn Dra-
gon mættu eftir leik. Það var eins
og liðið væri að koma úr stríði,
flestar voru draghaltar og mark-
vörðurinn var kominn í fatla. Þeim
var nær að spila svona.
Það sem var skrautlegast af
öllu er að í lokaleik Dragon í riðl-
inum var markvörðurinn ennþá
með umbúðir um höndina. Hún
var þá bara sett í vörnina og sú
sem spilaði í vinstri bakverðinum
gegn Breiðabliki var sett í markið!
Það er skemmst frá því að segja
að sá leikur tapaðist 7:0.
Það má hlæja að þessu, en
staðreyndin er sú að það er fullt
af svona liðum á þessu stigi
keppninnar. Það er óskandi að Ís-
land fái í framtíðinni aftur tvö
sæti fyrir kvennalið í keppninni.
Þá væri líka loksins komin ástæða
til þess að berjast ekki bara um
Íslandsmeistaratitilinn, heldur
einnig að ná öðru sætinu.
BAKVÖRÐUR
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
Kári Jónsson, landsliðsmaður í
körfuknattleik, verður fjórði ís-
lenski leikmaðurinn sem spilar í
finnsku úrvalsdeildinni í körfu-
knattleik. Helsinki Seagulls stað-
festi í gærmorgun að Kári hafi
skrifað undir samning við félagið.
Eins og fram kom hér í blaðinu í
gær höfðu þeir Antti Kanervo, sem
varð bikarmeistari með Stjörnunni
síðasta vetur, og finnski landsliðs-
maðurinn Shawn Huff gengið í rað-
ir félagsins fyrr í sumar.
Keflvíkingurinn Falur Harðarson
var brautryðjandi hvað Finnland
varðar þegar hann gekk til liðs við
ToPo árið 1999 en hann lék einnig
með Playboys Honka. Eyjamað-
urinn Friðrik Stefánsson lék með
Lappeenranta og Njarðvíkingurinn
Logi Gunnarsson með ToPo.
Þá lék Kanadamaðurinn Keith
Vassell með KTP og Porvoon
Tarmo en Vassell fékk íslenskan
ríkisborgararétt árið 2003. Við
þetta má bæta að margir banda-
rískir leikmenn hafa farið úr ís-
lensku deildinni í þá finnsku í gegn-
um árin. Er þar nærtækt að nefna
Jeb Ivey, leikmann Njarðvíkur.
Helsinki Seagulls var ekki stofn-
að fyrr en 2013 en tók þá í raun við
af ToPo og þar af leiðandi má segja
að Kári sé þriðji íslenski leikmað-
urinn sem spilar með liðinu. Með
fullri virðingu fyrir Fal, Loga og
Kára þá teljast þeir ekki frægustu
leikmenn sem komið hafa við hjá
þessu félagi. Sá heiður fellur vænt-
anlega í skaut margföldum NBA-
meisturum frá Bandaríkjunum,
Scottie Pippen og Dennis Rodman.
Pippen lék tvo leiki með liðinu árið
2008, þá 42 ára, og Rodman lék einn
leik með því árið 2005. kris@mbl.is
Kári Jóns í fótspor
Pippens og Rodmans
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Finnland Hafnfirðingurinn frá
Katalóníu til Finnlands.
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már
Magnússon, margfaldir Íslands-
meistarar í körfuknattleik, hafa
ákveðið að halda áfram körfuknatt-
leiksiðkun og taka slaginn með KR á
næsta keppnistímabili.
Böðvar Guðjónsson, formaður
körfuknattleiksdeildar KR, staðfesti
þetta við blaðið. Báðir gerðu eins árs
samning og skrifuðu undir í gær.
Jón og Helgi voru með lausan
samning og sögðust í samtali við
mbl.is að keppnistímabilinu loknu
ætla að hugsa málið í sumar varð-
andi framhaldið og hvort þeir
myndu halda áfram að spila.
Hvorugur þeirra hefur leikið fyrir
annað lið en KR hérlendis en báðir
léku þeir erlendis í mörg ár og þá
sérstaklega Jón sem var megnið af
sínum ferli erlendis eins og íþrótta-
áhugafólk þekkir.
Helgi Már hefur sjö sinnum orðið
Íslandsmeistari með KR og Jón
Arnór fimm sinnum. KR hefur unnið
síðustu sex ár eins og frægt er og
hefur Helgi tekið þátt í því fimm
sinnum.
Gamlir vopnabræður þeirra
Brynjar Þór Björnsson og Jakob
Örn Sigurðarson gengu aftur í raðir
KR í sumar sem og Matthías Orri
Sigurðarson. Á hinn bóginn er Pavel
Ermolinskij farinn í Val og Michele
Di Nunno rær á önnur mið.
kris@mbl.is
Reynsluboltarnir verða með
Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon taka slaginn með KR næsta vetur
Jón Arnór
Stefánsson
Helgi Már
Magnússon