Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
✝ Sigurjón Jó-hannesson
fæddist á Húsavík
16. apríl 1926.
Hann lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
6. ágúst 2019.
Foreldrar hans
voru hjónin Sigríð-
ur Sigurjónsdóttir,
f. 6. ágúst 1895, d.
11. janúar 1990, og
Jóhannes Guð-
mundsson, f. 22. júní 1895, d. 30.
september 1970.
Sigurjón kvæntist Herdísi
Salbjörgu Guðmundsdóttur frá
Hlöðuvík á Hornströndum 19.
júlí 1953. Hún lést 31. janúar
2012.
Börn Sigurjóns og Herdísar:
Jóhannes, f. 16. febrúar 1954.
Maki Sigríður Þórhallsdóttir.
Þau skildu. Börn þeirra Þórdís
Edda og Sigurjón. Börn Sigríð-
ar Þórhallsdóttur af fyrra
hjónabandi hennar, Kristján
Gunnar, Arnar og Guðrún Sig-
ríður, urðu ömmu- og afabörn
Sigurjóns og Herdísar og þeim
mjög kær. Sigríður, f. 16. apríl
1955. Maki Guðmundur Örn
in meðan á námi stóð vann Sig-
urjón ýmis störf svo sem í síld, í
byggingarvinnu o.fl. 1952-1953
var hann við kennslu í Keflavík.
1953-1957 var hann skólastjóri
við barnaskólann í Bolungarvík.
Haustið 1957 tók Sigurjón svo
við skólastjórastöðu við Gagn-
fræðaskóla Húsavíkur og starf-
aði við skólann til 1987. Einnig
var hann skólastjóri Iðnskóla
Húsavíkur um árabil. Sigurjón
tók einnig virkan þátt í ýmsum
félagsstörfum. Hann var for-
maður Húsavíkurdeildar Rauða
kross Íslands um árabil, ritstjóri
Árbókar Þingeyinga í mörg ár,
var í sóknarnefnd Húsavíkur-
kirkju, í sáttanefnd Húsavíkur,
sat í stjórn Kaupfélags Þingey-
inga og gegndi ýmsum öðrum
trúnaðarstörfum.
Eftir að Sigurjón hætti störf-
um sem skólastjóri kom hann að
vinnu við Sögu Húsavíkur, m.a.
með vali á myndum og ritun
myndatexta svo og sögu verka-
lýðshreyfingarinnar á Húsavík.
Á síðustu árum tók hann saman
ýmsan fróðleik sem safnast
hafði á langri ævi, einkum um
Húsavík og mannlíf þar. Gefin
hafa verið út 13 kver með þess-
um fróðleik og kom það síðasta
út fyrir jólin 2018.
Útför Sigurjóns Jóhannes-
sonar fer fram frá Húsavíkur-
kirkju í dag, 17. ágúst 2019,
klukkan 14.
Ingólfsson. Börn
þeirra: Ingólfur,
Herdís, Fjóla Krist-
ín og Sóley Björk.
Guðrún, f. 25. apríl
1957. Maki 1 Knút-
ur Árnason. Þau
skildu. Dætur
þeirra: Rún og
Hildur. Maki 2 Ein-
ar Hrafnkell Har-
aldsson. Sonur
hans er Arngrímur.
Guðmundur, f. 22. febrúar 1962.
Maki Hólmfríður Þórðardóttir.
Þau skildu. Sonur þeirra Þórður
Ingi, f. 29. apríl 1991, d. 22. sept-
ember 2007. Haraldur, f. 16.
desember 1966. Maki Sif Gylfa-
dóttir. Börn þeirra: Valgerður
og Arnar Gylfi. Dóttir Herdísar
er Jóhanna Antonsdóttir, f. 31.
janúar 1952, og gekk Sigurjón
henni í föðurstað. Maki Þórhall-
ur Þórhallsson. Þau skildu. Börn
þeirra: Ragnar, Erla og Arna.
Langafabörnin eru orðin 24.
Sigurjón ólst upp á Húsavík.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1946 og
lauk cand. mag.-prófi frá Há-
skóla Íslands árið 1952. Á sumr-
Skömmu eftir að afi minn
kvaddi í hinsta sinn dró ský fyrir
sólu á Húsavík. Í nokkra daga
rigndi uppstyttulaust. Bærinn
hans afa, bærinn sem ól hann og
nærði, syrgði með okkur. Afi skil-
ur ekki aðeins eftir sig stórt skarð
í fjölskyldunni heldur í bæjarlífinu
öllu. Maðurinn með fróðleikinn,
sögurnar og svörin. Hafi ég viljað
vita hvenær önnur eins úrkoma
var síðast á Húsavík, hefði afi
áreiðanlega getað rifjað það upp.
Hann hefði kannski reynt að telja
mér trú um að það hafi aldrei
rignt svona mikið því að veðrið er
jú alltaf best á Húsavík. En nú
þurfum við sem eftir stöndum að
venjast því að geta ekki hringt í
afa og fengið svör við öllum heims-
ins spurningum. Ljóst er að það
mun taka tímann sinn. Það eru
ekki margir sem ég þekki í jafn-
miklu sambandi við fólkið sitt og
afi Sigurjón var. Þegar ég bjó í
Austurríki og internet var ekki
enn komið á hvert heimili fór ég á
netkaffihús einu sinni í viku til að
skrifast á við afa; hann var sá eini
sem ég þekkti sem svaraði tölvu-
pósti. Nokkrum árum síðar var ég
í Asíu og fór reglulega á netkaffi-
hús og hringdi í afa á Skype; hann
var einn af fáum sem ég þekkti
sem voru með Skype. Milli
Reykjavíkur og Húsavíkur létum
við þó farsímann duga; afi var auð-
vitað kominn með farsíma áður en
hann varð almenn eign. Þessi fjar-
skipti skáka þó auðvitað ekki öll-
um góðu stundunum sem við átt-
um saman á Húsavík.
Það er eitt stærsta lán mitt í líf-
inu að heimili afa og ömmu á Ket-
ilsbraut stóð mér opið að vild frá
því ég fæddist. Ég man ekki eftir
mér öðruvísi en að afi hafi verið
einhvers staðar nærri. Honum var
í blóð borið að kenna og fræða. Ég
var ekki mjög gömul þegar ég las
mín fyrstu orð á bók í fanginu á
honum í ruggustólnum. Upp frá
því eyddi ég mörgum stundum við
bókaskápana í leit að lesefni. Ein-
hvern tíma hafði ég sótt sömu
bókina svo oft að hún var orðin
þvæld og slitin. Vandamálið var
auðleyst; afi fór með bókina upp í
bókbandið, lagaði bandið og ég las
áhyggjulaus áfram. Við fórum í
berjamó eða fjöruferð og afi þuldi
upp öll örnefni á leið okkar. Ég
lærði hjá honum kvæði og sögur
en ég lærði líka á tölvu hjá afa,
löngu áður en ég sá fyrst tölvu í
skólanum eða heima hjá mér. Þeg-
ar ég kom með allt námsefnið í ís-
lensku fyrir samræmt próf til
hans kenndi hann mér leikandi
sagnbeygingu og orðflokkagrein-
ingu margra ára á um það bil
tveimur tímum. Afi gerði aldrei
neina tilraun til að ýta mér í ís-
lenskunám en ég veit að allar
stundirnar á Ketilsbrautinni lögðu
grunninn að þeirri braut sem ég
valdi. Ég er heppin að hafa átt afa
Sigurjón að í 35 ár en nú líður mér
eins og ég þurfi að setjast í ruggu-
stólinn og læra að lesa upp á nýtt –
án afa.
Afi orti tækifærisvísur í tíma og
ótíma og þegar ég fermdist orti
hann tvær vísur til mín. Síðari vís-
an á ekki síður við nú en þá:
Hillir undir aðra tíma
óljós hvernig verður glíma.
Þér yfir góðar vættir vaki
og verndi svo þig ekki saki.
Mínar góðu vættir eru einfald-
lega amma og afi og minning
þeirra lifir um ókomna tíð með
okkur sem eftir standa.
Þórdís Edda Jóhannesdóttir.
Í dag kveðjum við Sigurjón,
föðurbróður minn, sem var slíkum
mannkostum búinn að leitun er að
öðru eins. Hann var umhyggju-
samur, hlýr, hvetjandi, fræðandi
og óþreytandi að leggja sitt af
mörkum til samfélagsins. Í yfir 30
ár, eftir að formlegum störfum
lauk, féll honum ekki verk úr
hendi. Aldrei var hugsað um
greiðslu, allt unnið í sjálfboða-
vinnu. Hann var einhver allra já-
kvæðasti maður sem ég hef
kynnst. Það var helst þegar
minnst var á pólitíska andstæð-
inga krata sem hann hafði eitt-
hvað neikvætt að segja.
Ég var svo heppin að fá að vera
á Húsavík í sjö sumur, auk þess að
vera nemandi hjá Sigurjóni í einn
vetur. Þar bjó ég hjá afa mínum
og ömmu og naut mikið hinnar
samheldnu föðurfjölskyldu minn-
ar. Þeir bræður Sigurjón og faðir
minn hafa alltaf verið einstaklega
nánir. Nú síðustu árin held ég að
þeir hafi ekki átt færri en tvö sím-
töl á dag. Þá var pólitíkin rædd og
skipst á fréttum. Þessi „frétta-
keppni“ þeirra held ég að hafi
haldið þeim báðum vel við and-
lega. Ég hef aldrei kynnst fallegra
bræðrasambandi. Eftir að form-
legu starfi var lokið hafði Sigurjón
loks tíma til að sinna hugðarefn-
um sínum. Hann fór þá að stunda
ritstörf af miklu kappi. Það var oft
gantast með það í fjölskyldunni að
Sigurjón hefði rithöfundarhæfi-
leikana, en það væri pabbi með
stálminnið sem legði honum oft til
efni. Á 93. aldursári kom Sigurjón,
af sinni miklu eljusemi, út 12. riti
sínu með sögum og sögnum úr
Þingeyjarsýslu.
Þau Sigurjón og Dísa voru með
eindæmum gestrisin og tóku öll-
um fagnandi. Ég og fjölskylda mín
höfum notið þess í fjölmörgum
Húsavíkurferðum. Heimilið á
Ketilsbraut var öllum opið og það
voru ófá skyldmenni sem bjuggu
þar um lengri eða skemmri tíma.
Það var því einstaklega ánægju-
legt að fá að vera loksins sjálf í
gestgjafahlutverki og taka á móti
þeim feðgum Sigurjóni, Gumma
og Jóhannesi þegar ég bjó í París.
Þessi heimsókn er okkur Finn-
boga afar minnisstæð. Helstu
staðir voru skoðaðir en það sem
var svo skemmtilegt voru „kvöld-
vökurnar“ við tafl og brids. Það
var sama hverju var stungið upp
á; hinn sporlétti frændi minn, sem
var þá hátt í nírætt, var til í hvað
sem var. Það var ógleymanlegt að
fylgjast með Sigurjóni er hann fór
í sína fyrstu neðan-
jarðarlestarferð. Þarna kynntist
ég í rauninni alveg nýrri hlið á
honum.
Síðasta samtal mitt við Sigur-
jón fór fram með nokkuð sérstök-
um hætti, í gegnum skráargat á
heimili dóttur hans. Hann var þá
staddur þar og einn heima. Það
var alveg sama hvernig hann
reyndi að opna fyrir mér; aldrei
gekk það. Sigurjón varð síðan
heldur betur hróðugur þegar kom
í ljós að þetta var ekki hans
klaufaskapur, heldur var skráin
ónýt.
Frændi minn sýndi mér ávallt
einstaka umhyggju og hvatti mig
til að takast á við nýjar áskoranir.
Eftir að ég fór að starfa við al-
þjóðamál hafði hann alltaf mikinn
áhuga á að ræða þau mál.
Fráfall Sigurjóns er ekki bara
missir fyrir börn hans og fjöl-
skyldur þeirra, heldur líka fyrir
Húsavík. Við Finnbogi færum
fjölskyldunni okkar innilegustu
samúðarkveðjur við fráfall þessa
mikla öðlings.
Berglind Ásgeirsdóttir.
Sigurjón föðurbróðir er fallinn
frá. Með honum er genginn einn
af merkilegri mönnum í okkar
kynnum.
Sigurjón var einn af þessum
bjartsýnu jákvæðu Þingeyingum
þar sem fátt var betra en það sem
þekktist í Þingeyjarsýslu bæði
hvað varðar menn og málefni.
Veðrið var alltaf best fyrir norð-
an, hærra hitastig en mældist á
mælum og sólin skein meira í
hans huga en annars staðar.
Hann sá alltaf björtu hliðarnar á
lífinu og bjartsýnn þrátt fyrir
þung veikindi undir lokin. Merki-
leg skrif Sigurjóns um menn og
málefni Þingeyjarsýslu endur-
spegla ást hans á heimahéraði og
gerði hann sitt ýtrasta til að koma
því á framfæri og tryggja að kom-
andi kynslóðir fengju að njóta
þess.
Í lífi og starfi ávann Sigurjón
sér mikið traust og virðingu.
Stærstan hluta starfsævi sinnar
sinnti hann skólastjórastarfi á
Húsavík. Ófáir Húsvíkingar fengu
sína menntun og hvatningu fyrir
lífið undir hans umsjón og ávann
hann sér mikla virðingu og að-
dáun meðal þeirra. Það var greini-
legt út frá viðbrögðum fyrrver-
andi nemenda þegar ég kynnti
mig sem bróðurson Sigurjóns og
var þá jafnan svarað: „Sigurjóni
skólastjóra?“ með mikilli virðingu
og vinsemd.
Fræknar sögur fóru af íþrótta-
hæfileikum Sigurjóns. Hann gætti
þess að halda sér í góðu líkamlegu
formi og er minnisstæð fjöl-
skylduganga undir forystu og leið-
sögn Sigurjóns um Reykjaheiði
frá Húsavík að Fjöllum í Keldu-
hverfi, yfir 30 km ganga, upp úr
síðustu aldamótum. Sigurjón var
vel á áttræðisaldri og blés vart úr
nös eftir þessa löngu göngu.
Í mörg ár höfum við haft það
fyrir venju að koma við hjá Sig-
urjóni á leið okkar frá Brunná í
Öxarfirði. Það var alltaf tilhlökk-
unarefni á heimleiðinni að hitta
þennan frænda sem tók okkur
opnum örmum og af miklum fögn-
uði. Alltaf spurði hann okkur út í
hagi allra í okkar fjölskyldu og var
ljóst að hann fylgdist vel með öll-
um í fjölskyldunni, hvar hver var
og hvað hver gerði. Hann var létt-
stígur þegar hann sýndi Sigur-
veigu sjóböðin á Húsavík, sem
reyndar komst í sjónvarpið, báð-
um til mikillar kátínu. Síðasta
heimsókn okkar var svo á FSA en
þá var hann innlagður með
lungnabólgu stuttu áður en hann
kvaddi. Við vorum rétt komin inn í
sjúkraganginn þegar Sigurjón,
sem var innst á ganginum, sá okk-
ur. Eins lasinn og hann var þá orð-
inn þekkti hann okkur langar leið-
ir og fagnaði af heilum hug með
orðunum: „Nei, komið margbless-
uð, mikið er gaman að sjá ykkur.“
Sigurjón var frændi sem kallaði
á ómælda virðingu og væntum-
þykju. Það er með trega og að-
dáun sem við kveðjum hann með
þessum fáu orðum. Við Sigurveig
og synir okkar vottum börnum
hans og fjölskyldum þeirra inni-
lega samúð, missir þeirra er mikill
en minningin um merkilegan
mann lifir.
Lárus og Sigurveig.
Hvað á að segja er heiti á tólfta
og síðasta kverinu sem Sigurjón
Jóhannesson móðurbróðir okkar
skrifaði um mannlíf og atburði frá
liðinni tíð í Þingeyjarsýslum. Já,
hvað á að segja að leiðarlokum um
frænda sem hefur verið svo stór
hluti af lífi okkar systkinanna frá
því að við fæddumst? Það er af
mörgu að taka. Allar sögurnar og
fróðleikurinn sem hann hefur
skráð og gefið út á prenti fellur
ekki í gleymskunnar dá, heldur lif-
ir með kynslóðum komandi ára.
Fyrir okkur fjölskylduna er
ómetanlegur fjársjóður fólgin í
minningarbókum afa okkar Jó-
hannesar, sem Sigurjón skrifaði
eftir dagbókum og frásögnum
hans. Ein er um lífsbaráttu afa frá
barnæsku og þar til örfáum árum
áður en hann lést. Í annarri eru
ljóð og vísur sem afi samdi og sú
þriðja segir frá vegagerð sem
hann vann við á Norður- og Aust-
urlandi árin 1912-1933. Þessar
bækur sýna okkur á lærdómsrík-
an hátt úr hvaða jarðvegi við af-
komendur ömmu og afa erum
sprottin og hve gott við höfum það
í dag.
Við systkinin ólumst upp við al-
veg einstaka samheldni og hjálp-
semi móðurfjölskyldu okkar,
þeirra ömmu, afa og bræðranna
Sigurjóns, Ásgeirs og Gunna
Palla. Það voru margar heimsókn-
ir þeirra í Fjöll af ýmsu tilefni og
eins áttum við alltaf skjól hjá þeim
á Húsavík. Eitt okkar systkina var
í fjóra vetur í fæði og húsnæði hjá
þeim Sigurjóni og Dísu, meðan á
námi í Gagnfræðaskóla Húsavík-
ur stóð.
Þegar komið var í Fjöll var oft-
ast farið í fótbolta við mikinn fögn-
uð okkar systkinabarnanna. Það
skipti engu máli hvort tilefni
heimsóknarinnar var hversdags-
leg heimsókn, afmæli, ferming eða
brúðkaup. Í fótbolta var farið.
Þeir bræður sýndu einstaklega
góða takta og mikið kapp í leikn-
um og voru heppnir að gul og rauð
spjöld tíðkuðust ekki í þessum fót-
boltaleikjum.
Mikill kærleikur var alla tíð
með þeim systkinum og kom það
vel í ljós eftir andlát pabba, en þá
flutti mamma frá Fjöllum og til
Húsavíkur. Þar sem ekkert okkar
systkinanna bjó á Húsavík var
gott að eiga Sigurjón að og fylgd-
ist hann vel með henni og þau Dísa
voru ætíð tilbúin að liðsinna henni.
Þau buðu henni til sín í mat og
kaffi og tóku hana með sér í bíl-
túra, verslanir og ef leita þurfti
læknis. Fyrir alla þessa hjálp er
þakklæti efst í huga okkar við leið-
arlok.
Sigurjóni þótti „mæra“ góð og
sá mamma til þess að eiga alltaf
eitthvað gott til að gleðja mætti
bróður þegar hann kom í heim-
sókn, en þarna gætti hann hófs
eins og í öðru. Systkinin rifjuðu
stundum upp þegar þau voru með
foreldrum sínum sumarlangt við
vegagerð í Vaðlaheiði og hvað
kremkexið og vínarbrauðin voru
góð í þá daga.
Það var gott að koma á Ketils-
brautina. Þar voru ætíð rausnar-
legar veitingar og málefni líðandi
stundar rædd ásamt sögum af
löngu liðnum atburðum. Sigurjón
var hagmæltur vel og þótti mjög
mikilvægt að töluð væri góð ís-
lenska. Hann leiðrétti okkur
óspart á uppvaxtarárunum ef mál-
far okkar stóðst ekki reglur mál-
fræðinnar. Hann fylgdist vel með
okkur systkinunum og fjölskyld-
um okkar til síðasta dags.
Margt fleira væri hægt að segja
um Sigurjón en við látum hér
staðar numið. Hafðu kæra þökk
fyrir samfylgdina frændi.
Við sendum innilegar samúðar-
kveðjur til frændsystkina okkar,
Jóhönnu, Jóhannesar, Sigríðar,
Guðrúnar, Gumma, Halla og fjöl-
skyldna þeirra svo og til Ásgeirs
móðurbróður okkar.
Ólafur, Sigríður,
Sigurbjörg, Jóhannes,
Guðmundur, Kolbrún
og fjölskyldur.
Þeim fækkar óðum Húsvíking-
unum sem voru í blóma lífsins
þegar við hjónin fluttum norður
fyrir 53 árum. Einn þeirra var
Sigurjón Jóhannesson, skólastjóri
Gagnfræðaskólans á Húsavík. Svo
vildi til að Sigurjón og fjölskylda
bjuggu á Ketilsbraut 19, við flutt-
um inn á Ketilsbraut 20. Fljótlega
tókust góð kynni við Sigurjón og
Herdísi konu hans, sem þróuðust í
vináttu sem ekki hefur rofnað í ár-
anna rás. Og ekki spilltu börn
þeirra fyrir þegar þau komust á
legg og eiga satt að segja drjúgan
hlut í uppeldi barna okkar. Það er
gæfa að eignast góða granna.
Út á við var Sigurjón alvörugef-
inn og bar tilfinningar sínar ekki á
torg. Hann var þó alltaf glaður og
hlýr í viðmóti, greiðvikinn og
hjálpsamur, forvitinn og fræð-
andi. Átti gott með að umgangast
fólk og því mjög vel liðinn skóla-
stjóri jafnt af samstarfsfólki sem
nemendum. Hann var grannur og
kvikur í hreyfingum, hafði alla tíð
mikinn áhuga á íþróttum, flottur
fótboltastrákur á sínum yngri ár-
um og spilaði hnit (badminton)
langt fram eftir aldri.
Um árabil vorum við félagar í
Rótarýklúbbi Húsavíkur. Fyrir
störf sín í þágu klúbbsins sæmdu
félagarnir hann orðunni Paul
Harris Fellow. Þegar Sigurjón sá
um aðalefni fundar voru erindi
hans oftast sögulegur fróðleikur
úr héraði í bland við minningabrot
hans sjálfs og föður hans, Jóhann-
esar Guðmundssonar kennara.
Fyrir utan skólamálin og fram-
vindu þeirra á Húsavík, sem lágu
honum þungt á hjarta, hafði Sig-
urjón mikinn áhuga á mannlífi og
atvinnulífi í Þingeyjarsýslum og
byrjaði snemma að viða að sér
fróðleik á þessum sviðum, t.d. með
viðtölum við fjölda fólks sem hann
skráði. Eftir starfslok fór hann að
vinna úr þessum efnivið og af-
raksturinn var fjöldi frásagna sem
hann gaf út í kverum, eins og hann
kallaði það. Þau urðu alls 13 og
það síðasta kom út á þessu ári.
Hér er um ómetanlegar heimildir
að ræða, sem bregða ljósi á lífs-
baráttu fólks, vonir þess og vænt-
ingar, sorgir þess og gleði, á fyrri
hluta síðustu aldar. Hér naut sín
jafnt frásagnargleði Sigurjóns og
gott vald hans á íslensku máli
ásamt vandvirkni, sem honum var
í blóð borin. Merkilegt innlegg í
sögu Húsavíkur og Þingeyjar-
sýslu á síðustu öld.
Sigurjón þurfti snemma að tak-
ast á við erfiðleika. Faðir hans
varð heilsulaus þegar Sigurjón
var barnungur og þá strax þurfti
hann að taka fullan þátt í að fram-
fleyta fjölskyldunni. Það er því
engin furða að Sigurjón hafi tamið
sér hófsaman lífsstíl strax á ung-
lingsárum og hélt honum alla tíð.
Af eigin rammleik varð hann að
sjá sér farborða í menntaskóla og
háskóla, engin námslán í boði,
hvað þá styrkir.
Sigurjón var gæfumaður í
einkalífi. Hann og Herdís voru
einstaklega samrýnd og samband
þeirra traust og ástúðlegt. Herdís
lést fyrir sjö árum. Eftir það bjó
Sigurjón einn. Hann hélt fullri
reisn til æviloka.
Með Sigurjóni er ekki aðeins
genginn góður vinur og nágranni,
heldur einn af bestu sonum Húsa-
víkur. Við Kata vottum börnum
hans og öllum nákomnum okkar
dýpstu samúð.
Blessuð veri minning Sigurjóns
Jóhannessonar.
Gísli G. Auðunsson.
Stórvinur minn, jafnaðarmað-
urinn og heiðursmaðurinn Sigur-
jón Jóhannesson, fyrrverandi
skólastjóri á Húsavík, er látinn.
Ég varð þess heiðurs aðnjót-
andi á mínum pólitíska ferli að
eiga Sigurjón að sem stuðnings-
mann og góðan ráð- og álitsgjafa.
Það var eins og að komast í póli-
tíska endurhæfingu að koma til
Húsavíkur og halda fundi þar með
jafnaðarmönnum og hitta Sigur-
jón. Ráð Sigurjóns voru traust og
góð og sett fram af meðfæddum
eiginleikum hugsandi og yfirveg-
aðs manns ásamt skoðunum og
trú hins víðsýna jafnaðarmanns.
Gamli góði skólastjórinn mætti
auðvitað stundvíslega á alla fundi,
var manna fyrstur á fundarstað,
og ég lærði fljótlega að gera það
sama. Koma snemma og eiga
spjall við Sigurjón um málefni
okkar jafnaðarmanna, störf og
stefnumál, og síðast en ekki síst
málefni byggðarlagsins, sem hann
bar alltaf mikið fyrir brjósti. Við
ræddum oft málefni sveitarfé-
lagsins, sama hvort það var á sviði
atvinnumála, menntamála eða
samgangna.
Sigurjón tók alltaf virkan þátt í
fundum okkar og eftir því var tek-
ið af öllum fundarmönnum hvað
Sigurjón sagði og lagði til og oft
kom hann með úthugsaðar tillög-
ur eða ábendingar sem urðu að
farsælu leiðarstefi í áframhald-
andi vinnu okkar.
Moldin er þín.
Moldin er trygg við börnin sín,
sefar allan söknuð og harm
og svæfir þig við sinn móðurbarm.
Grasið hvíslar sitt ljúfasta ljóð
á leiðinu þínu. Moldin er hljóð
og hvíldin góð.
(Davíð Stefánsson)
Við hjónin viljum að lokum
þakka Sigurjóni margra ára sam-
fylgd, vináttu og stuðning og
sendum afkomendum hans okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigurjóns
Jóhannessonar.
Oddný og Kristján L. Möller.
Vil kveðja minn góða vin, Sig-
urjón Jóhannesson, skólastjóra,
með fáeinum orðum. Aðrir munu
rekja hans langa og farsæla
starfsferil sem kennari og skóla-
stjóri, sem og hans merku ritstörf.
Sigurjón
Jóhannesson