Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur
Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að skáldverki fyrir
börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun
Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í annað sinn í apríl 2020.
Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit.
Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af
menningar-, íþrótta- og tómstundaráði, Reykjavík bókmenntaborg UNESCO og
Rithöfundasambandi Íslands.
Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann
ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit
fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella
verðlaunaafhendinguna niður það árið.
Handritum skal skila undir dulnefni, en nafn og símanúmer höfundar fylgi með í
lokuðu umslagi.
Handrit berist í síðasta lagi 9. janúar.
Utanáskrift:
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur
b.t. Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO
Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík
Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar
Helgadóttur veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna- eða ungmennabók. Bergrún
Íris Sævarsdóttir hlaut verðlaunin árið 2019 fyrir handritið að bókinni Kennarinn sem
hvarf.
Það eru nokkur ár síðan pilt-arnir í Hjálmum sendusíðast frá sér breiðskífu enhafa samt unnið sleitulaust
að tónlist og sent frá sér lög nær ár
hvert. Þeir eiga jafnframt að baki
frábæra samvinnu með finnska
listamanninum Jimi Tenor sem skil-
aði sér í afar vönduðu verki, Dub of
Doom, árið 2014. Þar að auki hafa
liðsmenn Hjálma unnið að plötum
og tónleikaferðum Ásgeirs Trausta í
nokkur ár svo það hefur síður en
svo verið rólegt í þeirra herbúðum.
En nú er biðin á enda og komin út
tíu laga plata sem inniheldur ný lög
í bland við þau lög sem eingöngu
voru fáanleg rafrænt áður.
Það sem er sérstaklega undarlegt
við þessa nýju Hjálma-plötu er að
hún skuli ekki vera eiginleg „best-
of“-plata, því næstum öll lögin
hljóma eins og þau eigi heima á
slíkri plötu. Það er alls ekki alltaf
betra að plata sé of grípandi við
fyrstu hlustun, því þá eldast lög
ekki eins vel, en hér er það fyrst og
fremst styrkur. Styrkur Hjálma er
lagasmíðarnar, spilamennskan og
svo hinn einstaki hljómur bandsins
sem nær manni á
fyrstu nótum
upphafslagsins,
„Hvað viltu
gera?“, eftir Þor-
stein Einarsson.
Siggi og Kiddi
hafa unnið saman að hljómi sveitar-
innar frá því á fyrstu Hjálma-
plötunni, Hljóðlega af stað, sem
kom út fyrir fimmtán árum. Sú
plata var talin hljóma firnavel á sín-
um tíma og ákvað ég því að bera
hana saman við þá nýjustu, mér til
gamans. Það er hárrétt að fyrsta
Hjálma-platan hljómar vel, en sú
nýjasta gersigrar hana samt. Annað
væri jú skrýtið, þar sem Kiddi og
Siggi hafa, ásamt allri sveitinni,
styrkst og þjálfast í hverju því sem
kemur að lagasmíðum, upptökum,
hljómblöndun og tónjöfnun. Einnig
munar mikið um blástursútsetn-
ingar Samúels Jóns Samúelssonar
og blásturssveitina, sem klæðir lög-
in í skikkjur og leggur niður hlýjar
mottur, rétt eftir því sem við á.
Það er erfitt að nefna til sögunnar
lög sem væru raunverulega betri en
önnur á plötu eins og þessari, sem
er svo vel til þess fallin að hlusta á í
einu samhengi. Ég hef líka á tilfinn-
ingunni að Hjálma-aðdáendur séu
margir og mismunandi og muni því
fjöldamörg lög plötunnar lifa áfram,
og þó kannski af mismunandi ástæð-
um. Titillagið, „Allt er ekkert“, er til
dæmis ljúft og rómantískt með
fögru ástarljóði á meðan æsispenn-
andi og heitur taktur og bakraddir
sem minna á Afríkustrendur eru
ríkjandi í laginu „Græðgin“, en þar
er kominn minn uppáhaldstexti
plötunnar, eftir Einar Georg Ein-
arsson.
Þrjú lög og textar eru eftir Sigurð
Guðmundsson og öll eru þau hress-
andi og andrík, hvert á sinn hátt:
„Hættur að anda“ inniheldur ljóm-
andi skemmtilegan spilakafla í lok
lags þar sem rytmaparið Helgi
Svavar Helgason og Valdimar Kol-
beinn Sigurjónsson fær aðeins að
spreyta sig. „Undir fót“ er skotheld-
ur og dansvænn diskóslagari með
yndislegum ádeilutexta, og lokalag-
ið, „Tilvonandi vor“, skartar engri
annarri en Steinunni Eldflaug
Harðardóttur, sjálfri DJ Flugvél og
geimskip, sem tekur bókstaflega á
loft með lagið!
Eftir allt of margar hlustanir og
samanburðarhlustanir og vangavelt-
ur um eina merkilegustu reggí-
hljómsveit Íslands, Hjálma, er nið-
urstaðan sú að ég held að þeir hefðu
bara ekki getað gert betri plötu!
Skyldueign.
Styrkur Hjálma
Frábær „Það sem er sérstaklega undarlegt við þessa nýju Hjálma-plötu er að hún skuli ekki vera eiginleg „best-of“-plata, því næstum öll lögin hljóma eins
og þau eigi heima á slíkri plötu,“ segir gagnrýnandi um plötu Hjálma sem fær fullt hús stiga, fimm stjörnur af fimm mögulegum, og þykir frábær.
Reggí
Hjálmar – Allt er eittbbbbb
Útgáfuár 2019. 10 lög, 45,31 mínúta.
Hjálmar eru Þorsteinn Einarsson, Sig-
urður Guðmundsson, Valdimar Kolbeinn
Sigurjónsson, Helgi Svavar Helgason og
Guðmundur Kristinn Jónsson. Á plöt-
unni koma einnig fram: Samúel Jón
Samúelsson á básúnu, Kjartan Há-
konarson á trompet og Óskar Guð-
jónsson á saxófón. Í laginu „Tilvonandi
vor“: DJ Flugvél og geimskip, söngur og
hljómborð.
Hljóðritað, hljómblandað og tónjafnað í
Hljóðrita af Guðmundi Kristni Jónssyni
og Sigurði Guðmundssyni.
Aðstoð við upptökur: Friðjón Jónsson.
Blástursútsetningar: Samúel Jón Sam-
úelsson.
Upptökustjórn: Guðmundur Kristinn
Jónsson og Sigurður Guðmundsson.
Myndverk: Kristof Kintera.
Hönnun: Svavar Pétur Eysteinsson.
RAGNHEIÐUR
EIRÍKSDÓTTIR
TÓNLIST
Bandaríska kvikmyndaverið Universal hefur frestað
sýningum á ofbeldis- og ádeilumyndinni The Hunt sem
fjallar um hóp ríkisbubba sem fer á mannaveiðar, grár
fyrir járnum. Dagblaðið The Independent segir frá því
að aðstandendum myndarinnar hafi verið hótað lífláti
en ástæðan fyrir ákvörðun Universal er líklega einnig
sú að þrjú fjöldamorð hafa verið framin nýverið í
Bandaríkjunum með skotvopnum.
Í myndinni leika m.a. Hilary Swank, Betty Gilpin,
Emma Roberts og Justin Hartley og er hún sögð pólitísk
ádeila um átök stríðandi fylkinga í Bandaríkjunum,
vinstri- og hægrimanna. Mikið er um manndráp í myndinni og blandaði Do-
nald Trump Bandaríkjaforseti sér nýverið í umræðuna og sagði myndina
bæði mjög hættulega og hlaðna kynþáttafordómum. Þessi ummæli forset-
ans eru þó ekki talin ástæðan fyrir því að Universal hefur ákveðið að bíða
með að senda kvikmyndina frá sér.
Universal frestar útgáfu The Hunt
Hilary Swank
Djasskvartett
kontrabassaleik-
arans Haraldar
Guðmundssonar
heldur tónleika í
kvöld kl. 20 í
Hannesarholti.
Haraldur hefur
unnið með mörg-
um ólíkum, inn-
lendum og er-
lendum tónlist-
armönnum og gefið út fjölda
hljómplatna. Í hljómsveitinni eru,
auk hans, þrír austurrískir tónlist-
armenn, þeir Lukas Kletzander
sem leikur á píanó, Robert Friedl á
saxófón og Wolfi Reiner á tromm-
ur. Þeir munu kynna hljómplötuna
Monk Keys sem hefur að geyma
frumsamið efni eftir Harald í anda
meistara á borð við T. Monk.
Kynna Monk Keys
Haraldur
Guðmundsson
Sýningunni
Fimmfaldri sýn
lýkur í Stofunni,
Listasafni
Reykjanesbæjar,
á morgun. Þar
hafa fimm lista-
menn deilt sýn
sinni á umhverfi
og upplifanir sín-
ar af Reykjanesi,
þau Anna Hallin, Leifur Ýmir Eyj-
ólfsson, Helgi Þorgils, Olga Berg-
mann og Rósa Sigrún Jónsdóttir.
Lokadagur Fimm-
faldrar sýnar
Anna Hallin
Myndlistarmað-
urinn Þorgrímur
Andri Einarsson
opnar sýninguna
Uppbrot í Gall-
eríi Fold í dag.
„Sýningin fjallar
að hluta til um
togstreituna
milli listamanns
og málverks og
nálgast Þor-
grímur viðfangsefni sín af ástríðu
en þó án þess að tapa áherslunni á
raunsæi í teikningu, tóna- og lita-
samsetningu í bland við uppbrot og
abstraksjón,“ segir m.a. í tilkynn-
ingu um sýninguna. Henni lýkur 31.
ágúst.
Uppbrot og
abstraksjón
Þorgrímur Andri
Einarsson
Margrét Jóns-
dóttir listmálari
opnar sýninguna
Forkostulegt og
fagurt á morgun
kl. 15 í Grafík-
salnum í Hafnar-
húsi, hafnar-
megin. Hún sýnir
verk unnin á
undanförnum ár-
um ásamt nýjum.
Margrét hefur haldið á fimmta tug
einkasýninga og tekið þátt í fjölda
samsýninga hér á landi og erlendis.
Verk eftir Margréti eru í eign
helstu listasafna landsins og hefur
hún hlotið ferðastyrki og starfslaun
listamanna.
Forkostulegt og
fagurt í grafíksal
Margrét
Jónsdóttir