Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 36
Reykjavík Matthías Jökull Eyþórsson fæddist 19. desember 2018 kl. 15.32. Hann vó 4.370 g og var 54,5 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Harpa Hlíf Bárðardóttir og Eyþór Hauksson. Nýr borgari 36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 SKECHERS UNO DÖMUSKÓR MEÐ MEMORY FOAM INNLEGGI. STÆRÐIR 36-41 DÖMUSKÓR 14.995 70 ára Halldór er Akur- eyringur, fæddur þar og uppalinn. Hann er lærður húsasmiður og tók framhaldsnám í Vancouver í Kanada í byggingartæknifræði. Hann er húsasmíða- meistari og var með eigið fyrirtæki. Maki: Ólína Eybjörg Jónsdóttir, f. 1953, móttökuritari á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Börn: Torfi Rafn, f. 1969, Unnur, f. 1972, Fanney, f. 1973, d. 1995, Ómar, f. 1979, og Elfar, f. 1986. Barnabörnin eru orðin ellefu. Foreldrar: Rafn Magnússon, f. 1925, d. 2007, húsasmíðameistari, og Fanney Jónsdóttir, f. 1925, d. 2015, húsmóðir. Halldór Magnús Rafnsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það vantar ekki mikið upp á að þér takist að klára það verkefni sem þér hefur verið falið. Slakaðu á. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt auðvelt með að laða fram það besta í öðrum sem og að miðla málum þegar menn eru ekki á eitt sáttir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Að gefa sér forsendur getur komið þér í vandræði. Reyndu að mýkja skoðanir þínar þegar þú ert innan um við- kvæma. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það er auðvelt að vera sjálfs- gagnrýninn, en allir gera mistök svo hættu þessu væli. Einhver þér eldri gæti gefið þér óvenjulegar ráðleggingar varðandi börnin eða ástarmálin í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Finndu út hvar þú best getur komið skoðunum þínum á framfæri því þú vilt að hlustað sé á þig. Raðaðu hlutunum í for- gangsröð og taktu eitt verkefni fyrir í einu. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hvaðeina sem þú festir kaup á í dag verður hagnýtt, á góðu verði og mun að líkindum endast um langan aldur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur haft örlagaríkar afleiðingar að skipta sér af málum sem ekki eru á manns færi. Hlustaðu ekki á þá sem segja að þér sé fyrir bestu að sitja með hendur í skauti. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Settu það í forgang að verða öðrum að liði því það gefur sjálfum þér mest. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú þarft að hafa mikið fyrir hlutunum, sem er allt í lagi ef þú bara gætir þess að skila vel unnu verki. Hafðu augun opin fyrir tækifærum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú hefur unnið lengi að sér- stöku verkefni og nú er svo komið að þú kemst ekki lengra án aðstoðar annarra. Reyndu að gefa nánustu samböndum þín- um sérstakan gaum. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Eitthvað úr fortíðinni eða eitt- hvað sem tengist fólki sem er langt í burtu frá þér er ofarlega í huga þér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert eitthvað annars hugar í dag og ættir því að fara þér hægt í ákvarðana- töku. Hugsaðu um það sem þú vilt að ger- ist, það er hið gagnstæða við áhyggjur. umdeilt að borgin kæmi að þessu en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri skildi vanda miðbæjarins og að safnið væri liður í að lífga hann við. Síðustu þrjú árin sem safnið var starfrækt heimsóttu það 70.000 manns.“ Í SAFNI var stór hluti safn- eignarinnar sýndur en jafnframt voru þar settar upp um 50 nýjar sýn- ingar íslenskra og erlendra lista- manna. ánægjulegt tímabil og góður skóli,“ en sýningarrýminu var lokað 1997. Pétur og Ragna héldu áfram að safna samtímamyndlist og árið 2003 opnuðu þau SAFN samtímalistasafn á þremur hæðum sömu byggingar. Um leið seldi Pétur umboð sitt fyrir Levi’s-fatnaðinn og lokaði verslun- inni. Þau ráku safnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og var það opið al- menningi til ársins 2008. „Það var P étur Kristinn Arason fæddist 17. ágúst 1944 á Landspítalanum í Reykjavík. Hann ólst upp á Laugavegi 45, en flytur 11 ára ásamt fjölskyldu sinni í Kópavog. Pétur fór á hverju sumri í sveit og var víða, m.a. í Skagafirði og Neskaupstað. Pétur gekk í Ísaks- skóla og Æfingadeild Kennaraskól- ans og lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar Pétur fer að starfa hjá föður sínum, Ara Jónssyni í Faco á Laugavegi 37, en Ari hafði stofnað Fatagerð Ara og co., sem framleiddi herraföt og stakar buxur. Var fataverslunin skamm- stöfun á því heiti. Faco rak einnig verslanirnar Fons í Keflavík, Fönn í Neskaupstað og Fídó á Akranesi. „Þegar faðir minn deyr 1969 þá tek ég við rekstrinum ásamt bróður mín- um Fjölni.“ Faco sá um dreifingu á Levi’s-fatnaði og síðar fékk verslunin nafnið Levi’s-búðin. Um tíma var enginn maður með mönnum nema hann gengi í Levi’s-gallabuxum. „Levi’s var mjög vinsælt á tveimur tímabilum, 1973-1975 og svo á 10. áratugnum en þá varð algjört æði. Svona tískubylgjur standa samt ekki yfir nema í fjögur ár.“ Meðfram verslunarrekstri hóf Pét- ur söfnun á myndlist um 1960. „Ég fór vikulega utan í viðskiptaferðir og skoðaði þá góð söfn í Amsterdam og London og fleiri borgum og gat aukið við þekkingu mína á myndlist. Faðir minn hafði áhuga á myndlist og kveikti áhuga minn.“ Pétur fór síðan að reka sýning- arpláss sem nefndist Krókur og starf- aði í fimm ár og svo opnaði hann árið 1992 sýningarrýmið Aðra hæð, eða Second Floor, ásamt Ingólfi Arnars- syni á heimili sínu og eiginkonu sinn- ar, Rögnu Róbertsdóttur, á Lauga- vegi 37. „Þar voru aðallega sýnd verk erlendra listamanna, en þeir komu ætíð til landsins að setja upp sýning- arnar. þetta voru mjög þekkt nöfn í myndlistarheiminum eins og Donald Judd, Carl Andre, Dieter Roth, Law- rence Weiner, Dan Flavin og Louise Bourgeois. Hún var sú eina sem kom ekki til landsins en ég var í nánu sam- bandi við hana. Þetta var gríðarlega Sýningar úr safneign Péturs hafa einnig verið haldnar á öðrum söfnum eins og í Nýlistasafninu, Listasafni Íslands og Listasafni Reykjavíkur. Árið 2014 opnuðu Pétur og Ragna tvö sýningarrými; á Bergstaðastræti 52 í Reykjavík og Levetzowstrasse 16 í Berlín, og voru sýningar haldnar á þessum stöðum í nokkur ár. Pétur hefur eingöngu safnað nú- tímaverkum frá 1960. „Maður getur ekki verið í öllu, ég held mikið upp á Kjarval en á ekkert verk eftir hann. Ég á reyndar ekki mörg málverk.“ Hann hefur einnig safnað bókverkum af ástríðu og hefur haldið sýningu á þeim. Pétur er nýkominn úr Ketildölum í Arnarfirði, þar sem hann keypti eyði- býli og gerði það upp. „Maður er al- veg endurnærður eftir að hafa komist út í náttúruna.“ Fjölskylda Eiginkona Péturs er Ragna Róbertsdóttir, f. 3.4. 1945, myndlist- armaður. Þau gengu í hjónaband 1969. Foreldrar Rögnu voru hjónin Róbert Bjarnason, f. 31.10. 1917, d. Pétur Arason, fyrrverandi kaupmaður – 75 ára Morgunblaðið/Einar Falur Listunnandinn Pétur í sýningarrými sínu í Berlín, og fyrir aftan hann er verk eftir Kristján Guðmundsson. Ástríðufullur listaverkasafnari Morgunblaðið/Einar Falur Á SAFNI Pétur og Kristján Guðmundsson sem hélt síðustu sýninguna á SAFNI. 40 ára Óli Veigar er Reykvíkingur, fæddur þar og uppalinn fyrir utan tvö fyrstu árin sem voru í Hafnarfirði. Hann er með BS í sál- fræði frá HÍ og er sviðsstjóri gagna og greininga hjá Gallup. Hann situr í fram- kvæmdastjórn Já. Maki: Hilda Hrund Cortez, f. 1978, hag- fræðingur í fjármálaráðuneytinu. Börn: Álfrún Cortez Ólafsdóttir, f. 2000, Emma Cortez Ólafsdóttir, f. 2008, og Tómas Cortez Ólafsson, f. 2015. Foreldrar: Hrafn Þórðarson, f. 1953, fé- lagsliði, bús. á Álftanesi, og Ingibjörg Ólafsdóttir, f. 1952, ljósmóðir, bús. í Reykjavík. Ólafur Veigar Hrafnsson Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.