Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 4
Undirbúningur fyrir hina árlegu
gleðigöngu Hinsegin daga sem
fara mun fram í dag var í fullum
gangi í gær, en Páll Óskar Hjálm-
týsson er einn þeirra sem munu
taka þátt í göngunni og verður
hann á sérhönnuðum trukk sem
var verið að útbúa í gær. Í samtali
við Morgunblaðið sagði Páll Óskar
að undirbúningurinn hefði fengið
vel og allt væri á áætlun, en hann
var að búa sig undir prufukeyrslu
á trukknum þegar blaðamaður gaf
sig á tal við hann. Að þessu sinni
eru 40 atriði skráð til þátttöku í
göngunni og hafa aldrei verið
fleiri.
Gleðigangan mun að þessu sinni
leggja af stað frá Hallgrímskirkju
klukkan 14. Þaðan verður gengið
eftir Bankastræti, Lækjargötu og
Fríkirkjuvegi og mun hún enda við
Hljómskálagarðinn þar sem taka
við glæsilegir útitónleikar.
Páll Óskar mun svo halda hið ár-
lega „Pride Party“ ball síðar um
kvöldið í Austurbæ við Snorra-
braut og stjórna stuðinu frá 23 til
3. Að sögn Páls Óskars er stað-
urinn með leyfi fyrir 1.000 manns
og er þetta í fyrsta sinn sem ball
er haldið á staðnum. rosa@mbl.is
Bjartsýni
yfir gleði-
göngunni
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Gætu krafist milljarðs frá Skúla
Aðeins 3 milljónir króna á reikningum WOW við gjaldþrot Ekkert fæst upp í almennar kröfur
Kostnaður við skipti búsins nemur 121 milljón Skipti gætu dregist í nokkur ár, segir skiptastjóri
Alexander Gunnar Kristjánsson
alexander@mbl.is
Þrotabú WOW air hefur höfðað eitt riftunar-
mál á hendur Títan, félagi Skúla Mogensen,
þar sem þess er krafist að 108 milljóna greiðsla
til félagsins vegna kaupa WOW á félaginu
Cargo Express verði rift. Greiðslan var innt af
hendi tæpum þremur mánuðum fyrir eindaga
þrátt fyrir að félagið hefði á þeim tíma verið í
miklum fjárhagserfiðleikum. WOW var orðið
gjaldþrota er greiðslan var á gjalddaga, í lok
apríl.
Þetta kom fram á skiptafundi WOW, þeim
fyrsta, sem var haldinn á Hótel Nordica í
Reykjavík í gær.
Þá greindu skiptastjórar einnig frá því að
þeir hefðu til skoðunar 8 milljónir dala, um
milljarðs króna, greiðslu WOW til Títans
vegna kaupréttar á flugvélum sem Títan hafði
sjálft tryggt sér kauprétt að án endurgjalds.
Voru þessar greiðslur einnig inntar af hendi
áður en þörf var á, eða um ári áður en WOW
keypti vélarnar og bar að greiða.
Áður hefur mbl.is greint frá því að kröfur
Skúla og félaga sem tengjast honum, í þrotabú-
ið, hljóði upp á 3,8 milljarða króna.
Orðið ógjaldfært um mitt ár 2018
Fram kom á fundinum að fjárhagsstaða
WOW hefði um hríð verið verri en talin var, og
er það mat endurskoðunarfyrirtækisins Delo-
itte, sem vann úttekt fyrir skiptastjóra, að fé-
lagið hafi verið orðið ógjaldfært eigi síðar en
um mitt síðasta ár, áður en boðað var til
skuldabréfaútboðs þar sem um 50 milljónir
evra söfnuðust.
Við gjaldþrot nam lausafé WOW air hf. að-
eins þremur milljónum króna, en eftir sölu
eigna úr þrotabúi er eigið fé búsins nú 1,1 millj-
arður. Það hrekkur skammt því kröfur í búið
nema 151 milljarði. Þar af eru forgangskröfur
um fimm milljarðar og samanstanda þær að
mestu af launakröfum, auk þóknunar skipta-
stjóra og starfsmanna þeirra. Kostnaður við
skipti búsins stendur nú í 121 milljón kr. en þar
af eru rúmar 33 milljónir tilkomnar vegna
skiptastjórnanna tveggja, sem rukka 29.500
kr. á tímann að viðbættum virðisaukaskatti.
Sögðu skiptastjórar það berum orðum á
fundinum að engar líkur væru á að neitt fengist
upp í aðrar kröfur og hefði því ekki verið haft
fyrir því að taka afstöðu til þeirra.
Spurt um tengsl við Ballarin
Í samtali við mbl.is segir Sveinn Andri að
vinna skiptastjóra geti staðið yfir í 3-4 ár ef til
umfangsmikilla málaferla kemur, þótt vissu-
lega hægist fljótlega um hjá skiptastjórum.
Í máli Þorsteins Einarssonar, annars skipta-
stjóra, kom fram að þær eignir sem eftir er að
selja væru fyrst og fremst tölvukerfi og vöru-
merki gjaldþrota félags. Ef einhverjir tugir
milljóna fengjust upp í það væri slíkt gleðiefni,
en upphæðirnar sem um ræðir væru ekki jafn-
stórkostlegar og einhverjir vildu vera láta.
Tilefni athugasemdarinnar var fyrirspurn
frá kröfuhafa sem spurði um tengsl Sveins
Andra Sveinssonar, annars skiptastjóra, við
fjárfestinn Michel Ballarin, sem hyggur á kaup
á eignum WOW og vörumerki þess. Benti
kröfuhafinn á að lögmaður Ballarin og Sveinn
Andri hefðu aðstöðu í sama húsi í Grjótaþorp-
inu í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórar höfn-
uðu því alfarið að þeir hefðu nokkur tengsl við
Ballarin og bentu á að gengið hefði verið að til-
boði hennar, sem síðar var reyndar rift vegna
vanefnda, þar sem hún hefði boðið best. Ít-
arlegri umfjöllun um skiptafund WOW er að
finna á mbl.is.
Erla María Markúsdóttir
erla@mbl.is
„Það fer ekki saman að ætla að veita
þjónustu af öryggi og miklum gæð-
um á sama tíma og mikill niður-
skurður er. Þarna er hárfín lína á
milli og við munum fylgjast með
því,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, for-
maður Félags íslenskra hjúkrunar-
fræðinga.
Fyrirhugaðar eru breytingar
vegna rekstrarhalla Landspítalans
en þær voru kynntar fyrir fulltrúum
heilbrigðisráðuneytisins á fimmtu-
dag. Í breytingunum felst meðal
annars að framkvæmdastjórum á
Landspítalanum verður fækkað um
nær helming og sviðsskrifstofum úr
níu í tvær til þrjár í þeim tilgangi að
ná samlegð.
Hvorugt félag fékk kynningu
Hvorki Félag íslenskra hjúkrun-
arfræðinga né Læknafélag Íslands
hefur fengið formlega kynningu á
breytingunum sem Guðbjörg segir
ekkert annað en niðurskurð.
Reynir Arngrímsson, formaður
Læknafélags Íslands, segir að eðli-
legt hefði verið að Læknafélagi Ís-
lands, Félagi íslenskra hjúkrunar-
fræðinga og fleiri fagfélögum hefði
verið boðið að sitja kynningarfund-
inn sem haldinn var á fimmtudag.
„Breytingar á skipuriti geta haft
mikil áhrif á öryggi og starfshætti á
spítalanum og eðlilegt að það sé gert
í nánu samstarfi, eða að félögunum
sé haldið upplýstum á öllum stigum,“
segir Reynir.
Guðbjörg segir augljóst að spítal-
inn þurfi meira fjármagn. „Þetta er
viðkvæm þjónusta og það þarf að
vanda mjög til verka við breytingar.
En breytingar geta líka verið af hinu
góða og við skulum leyfa þeim að
vinna betur úr þessum drögum. En
eftir stendur að Landspítali er al-
gjörlega undirfjármagnaður.“
Heilbrigðisráðherra þótti ekki
tímabært að tjá sig um fyrirhugaðar
skipulagsbreytingar þegar mbl.is
leitaði hennar viðbragða.
„Breytingar á skipuriti geta
haft mikil áhrif á öryggi“
Varlega þurfi að fara í breytingar á Landspítalanum
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sævarsson
Formaður Guðbjörg segir öryggi og
niðurskurð ekki ákjósanlegt par.
English for All – Let’s speak English
Skipuleggjumeinnig námsferðir til Englands fyrir fullorðna og 13-16 ára
Nánari upplýsingar á
www.enskafyriralla.is
Enskunámskeið í Hafnarfirði fyrir byrjendur og lengra komna
Á hverri önn sækja um 200 nemendur enskunám í skólanum,
langflest konur á aldrinum 35 ára og eldri.
• 10 getustig með áherslu á tal
• Öllu lesefni fylgja hljóðdiskar
• Styrkt af stafsmenntasjóðum
Skráning stendur yfir í síma 891 7576 og erlaara@enskafyriralla.is