Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Þín gullnu spor
um ævina alla
hafa markað
langa leið.
Skilið eftir
ótal brosin,
og bjartar minningar
sem lýsa munu
um ókomna tíð.
(Hulda Ólafsdóttir)
Elínborg frænka hefur alltaf
verið einstaklega dýrmæt í mín-
um huga. Ég var litla frænka,
ellefu árum yngri, hún stóra
frænka og barnapían mín.
Hennar heimili var mitt annað
heimili. Hún alltaf þolinmóð, blíð
og góð, leyfði mér að skoða
dúkkur og skart og gaf mér
gjarnan eitthvað skemmtilegt að
taka með mér heim. Elínborg
Elínborg Ása
Ingvarsdóttir
✝ Elínborg ÁsaIngvarsdóttir
fæddist 17. apríl
1950. Hún lést 5.
ágúst 2019.
Útför hennar fór
fram 16. ágúst
2019.
frænka sem ung
kona var alger pæja
með túberað hár,
bleikan varalit og í
ljósblárri buxna-
dragt, hún leyfði
mér að prófa nagla-
lakk og varaliti.
Ég ætlaði að
verða alveg jafn
flott og hún. Elín-
borg frænka sem
ung móðir og eigin-
kona í Grindavík, ég sóttist í að
fá að vera hjá henni í nokkra
daga á sumrin. Það var mér
ógleymanleg samvera, mikið
stuð og gaman, mjög ólíkt rólega
heimilinu mínu á Skagaströnd.
Þegar ég eignaðist mín börn
dvaldi ég oft um helgar hjá El-
ínborgu frænku og fjölskyldu
hennar en við áttum börn með
13 daga millibili.
Ég mitt fyrsta og hún sitt síð-
asta, okkur fannst það skemmti-
leg frænkusameining. Þá fékk
ég kennslu í matargerð og sjald-
an fór ég tómhent heim af ein-
hverju matarkyns.
Elínborg frænka var góð í öll-
um hlutverkum hvort heldur var
sem eiginkona, móðir, amma,
systir, frænka, mágkona, vin-
kona og eða vinnufélagi. Á sinn
hægláta hátt lét hún öllum líða
vel í kringum sig, hún var góður
hlustandi, ljúf og tillitssöm með
einstaklega góða nærveru.
Andlát Elínborgar frænku er
sannarlega ótímabært en hve-
nær dauða okkar ber að garði er
víst eitt af þeim atburðum sem
við fáum lítt við ráðið. Um það
hvernig við lifum lífinu ráðum
við einhverju um og það má með
sannni segja um Elínborgu
frænku að hún lifði sínu lífi á fal-
legan og góðan hátt sem einstök
fjölskyldumóðir, hún var góð og
gegnheil manneskja.
Ég og fjölskylda mín þökkum
Elínborgu frænku hlýju og
gæði.
Fjölskyldu hennar sendum
við okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ásdís Björg
Þórbjarnardóttir.
Í dag kveðjum við hana Ellu,
sem alla tíð hefur verið hluti af
okkar lífi. Hún var með okkur
þegar við vorum börn og ung-
lingar í Mánagerðinu, þegar við
stofnuðum fjölskyldur okkar og
á meðan við byggðum upp fyrir-
tækið, þar sem við höfum unnið
saman í áratugi. Það er því ein-
kennileg tilfinning að mæta til
vinnu í dag og átta sig á að hún
er ekki lengur til staðar.
Fyrirtækjamenning skapast
af því fólki sem þar vinnur. Þá
áratugi sem Ella sá um eldhúsið
í Vísi var þar mikil gróska og
kraftur.
Hvort sem fólk kom í kaffi-
stofuna til að hvílast, nærast,
slaka á eða takast á um málefni
líðandi stundar fundu þar allir
sína fjöl. Grunnurinn var nær-
vera Ellu.
Með sinni móðurlegu um-
hyggju á hún stóran þátt í þeim
starfsanda sem hefur skapast og
gerir það að verkum að fyrir-
tækinu helst vel á starfsfólki.
Þetta gerði hún án þess að hafa
sjálfa sig mikið í frammi en það
er eitt einkenni þeirra sem
hugsa fyrst um aðra áður en þeir
hugsa um sjálfa sig.
Mjög hefur fækkað í hópi
þeirra sem lengst hafa notið
kaffistofunnar hennar Ellu.
Samstarfsmenn hafa kvatt einn
af öðrum, sumir allt of snemma.
Það minnir okkur á að við
skulum vera þakklát fyrir þann
tíma sem við þó fáum með okkar
góða samferðafólki í lífinu. Og
við þökkum fyrir þær stundir
sem við fengum með henni Ellu.
Lífið leggur misþungar byrð-
ar á fólk. Ella fékk sinn skammt
af erfiðleikum og tókst á við sín
áföll af æðruleysi og yfirvegun.
Jafn sárt og það er að sjá á eftir
henni þá vitum við að vel verður
tekið á móti henni. Í nýju kaffi-
stofunni hennar fær hún vænt-
anlega svör við þeim spurning-
um sem enginn gat svarað hérna
megin veraldar.
Guð blessi minningu Ellu og
gefi Gauja, strákunum og fjöl-
skyldum þeirra styrk til að tak-
ast á við sorgina.
Pétur H. Pálsson, systkini,
fjölskyldur og starfsfólk
Vísis hf. í Grindavík.
✝ Ævar Ár-mannsson
fæddist á Stöðvar-
firði 2. október
1958. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Uppsölum á Fá-
skrúðsfirði 31. júlí
2019.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Sól-
mundsdóttir, fædd
í Laufási á Stöðv-
arfirði 19. ágúst 1932, og Ár-
mann Jóhannsson, fæddur á
Kirkjubóli í Fáskrúðsfirði 1.
ágúst 1928.
Systkini Ævars: Ómar Ár-
mannsson, f. 4.9. 1956, Óttar
Ármannsson, f. 25.8. 1957,
Örvar Ármannsson, f. 1.3.
1962, Guðrún Ármannsdóttir, f.
19.6. 1963, Ásdís Ármanns-
dóttir, f. 23.5. 1967, Hlynur Ár-
mannsson, f. 26.1. 1975.
Á tvítugasta aldursári hóf
starfaði sem húsasmíðameistari
á Stöðvarfirði til dánardægurs
auk þess sem hann gerði út
línu- og handfærabáta í nokkur
ár. Hann og Helena kona hans
áttu meirihluta í og ráku gisti-
húsið Söxu á Stöðvarfirði frá
2010 til 2019. Ævar var virkur
í sveitastjórn Stöðvarfjarðar og
seinna Austurbyggðar og sinnti
nefndarstörfum fyrir Fjarða-
byggð síðustu árin fyrir ævi-
lokin. Hann kom að smíði og
endurbótum margra bygginga
á Stöðvarfirði og í nágranna-
byggðum.
Ævar var víðlesinn og átti
mikið safn bóka af ýmsu tagi.
Hann lagði mikla rækt við
veiðar, einkum lax- og silungs-
veiðar. Á yngri árum æfði
hann knattspyrnu og var í
vörninni hjá knattspyrnuliði
Súlunnar í yfir áratug. Þá vann
hann til margra verðlauna hjá
Bridgesambandi Austurlands
og víðar.
Útför Ævars fer fram frá
Stöðvarfjarðarkirkju í dag, 17.
ágúst 2019, klukkan 14.
Ævar sambúð með
Helenu B. Hannes-
dóttur og kvæntist
henni árið 1986.
Þau byggðu sér
hús að Borgar-
gerði 2 á Stöðvar-
firði og bjuggu
þar þangað til
Ævar lést.
Fyrir utan fjög-
ur fyrstu æviárin á
Fáskrúðsfirði ólst
Ævar upp á Stöðvarfirði. Að
loknum barnaskóla lá leiðin í
Alþýðuskólann á Eiðum, þar
sem hann var við nám í tvo
vetur. Að því loknu tók við
einn vetur í Menntaskólanum á
Akureyri. Ævar fór á samning
hjá Ágústi Sörlasyni húsa-
smíðameistara á Stöðvarfirði
og lauk námi í húsasmíði við
Iðnskólann í Reykjavík. Árið
2002 fékk hann svo löggildingu
sem húsasmíðameistari. Ævar
Ég man vel eftir Ævari frá
uppvaxtarárum hans, þrátt fyrir
að verulegur aldursmunur væri á
okkur. Hann varð fljótt kræfur
fiskimaður og um afburðahæfi-
leika hans við stangveiði síðar
meir mætti hafa mörg orð. Hann
undi sér vel við leiki með félögum
og vinum en gat samt verið ein-
rænn og dreyminn, líklega undir
áhrifum frá bókum, sem hann
sótti snemma í, enda hentaði það
lunderni hans vel að gleyma sér
með bók við hönd.
Eitt sinn sagði Ævar mér frá
því að hann hefði mjög ungur að
árum stolizt að heiman til fjalla í
því skyni að kanna fjalllendið of-
an við þorpið að leita merkja um
ránsferðir Tyrkja um fjörðinn,
samanber örnefnið Tyrkjaurð
undir svonefndu Stórkeraldi.
Hann komst að urðinni og byrjaði
að fikra sig upp. Skjótt var hann
kominn upp í neðsta hluta Stór-
keraldsins en treysti sér ekki nið-
ur gjótuna aftur. Var þá fátt til
ráða. Hann þarna staddur án
þess að nokkur vissi um ferðir
hans og við blöstu illfærir hamrar
fyrir ofan. Ekki var annað til ráða
en að fikra sig upp á við. Upp
komst þessi smái en knái snáði og
hélt stoltur til byggða. Hann
kvaðst þó ekki hafa haldið afreki
sínu á lofti af ótta við að fá bágt
fyrir.
Ævar er í hópi eftirminnilegra
nemenda frá kennaraferli mínum
á Stöðvarfirði. Hann var afburða
námsmaður eins og þau systkini
öll en skorti þó stundum metnað
hinna. Öflugur varð hann fljótt í
íþróttum, bæði hinum vinsæla
skotbolta og einnig knattspyrnu.
Í þeirri íþróttagrein gekk hann
fram af krafti og tók þátt í að
skapa hið öfluga lið Umf. Súlunn-
ar. Á þeim árum má segja að hálft
liðið hafi verið „Logalandsættin“,
þ.e. þeir bræður og mágur þeirra.
Eins og títt er um ungt fólk
getur það verið óráðið um hvað
það ætlar að taka sér fyrir hend-
ur á lífsleiðinni. Ævar réðst ung-
ur til starfa hjá húsasmíðameist-
ara sem þá bjó á Stöðvarfirði og
fljótlega lá fyrir að hann lærði til
verka í þeirri iðngrein. Meðal
verkefna hans í heimabyggð voru
viðbygging Grunnskólans og ný-
bygging Stöðvarfjarðarkirkju í
upphafi síðasta áratugar liðinnar
aldar. Reyndi þar bæði á útsjón-
arsemi hans og verkkunnáttu.
Við Ævar áttum farsælt sam-
starf að sveitarstjórnarmálum
meðan báðir bjuggu á staðnum.
Hið sama gilti um stjórnarsetu
okkar í stærsta atvinnufyrirtæk-
inu þar.
Ævar hélt ótrauður áfram að
vinna byggðarlaginu vel eftir að
Stöðfirðingar sameinuðust öðru
og síðar öðrum byggðarlögum.
Þeim þætti í starfsævi hans
munu aðrir gera skil.
Ævar fór ungur að spila bridds
og vorum við oft félagar við
græna borðið, m.a. nokkra und-
anfarna mánuði. Þegar vel gekk
brosti hann gjarnan, hógvær á
svip, en stundum sauð á keipum.
Hið vinalega bros, sem náði
einnig til fagurra augna hans,
sýndi hann mér í þau skipti sem
ég heimsótti hann á Hjúkrunar-
heimilið Uppsali. Þar náðum við
að fara saman yfir gamlar minn-
ingar og rifja upp áratuga langt
samstarf okkar. Þannig kýs ég að
muna þennan góða vin og félaga.
Um leið og við hjónin þökkum
góð og ánægjuleg kynni sendum
við eiginkonu hans, systkinum og
öllum vinum þeirra samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning Ævars
Ármannssonar.
Björn Hafþór Guðm.
Meira: mbl.is/minningar
Góður vinur og félagi, Ævar
Ármannsson, er fallinn frá langt
um aldur fram.
Viljum við með nokkrum orð-
um minnast Ævars.
Þá fyrst og fremst lýsa þakk-
læti fyrir að hafa átt með honum
samleið á vettvangi sveitar-
stjórnamála með Fjarðalistanum
um árabil. Samstarfið með hon-
um var einkar ánægjulegt og lær-
dómsríkt. Ævar var mikill tals-
maður jafnréttis-, velferðar- og
atvinnumála hér í samfélaginu
fyrir austan og alltaf tilbúinn að
ræða málin með festu og heiðar-
leika að leiðarljósi.
Við minnumst hans með hlýju
og söknuði.
Við sendum eiginkonu Ævars
og fjölskyldu okkar innilegustu
samúð á erfiðum tímum.
Fyrir hönd Fjarðalistans,
Eydís Ásbjörnsdóttir.
Ævar Ármannsson
Elsku hjartans
Steinar Páll, það er
ólýsanlega erfitt að
skrifa kveðjuorð til
þín. Þú átt alltaf stað í hjarta
mínu, sérstaklega þar sem ég
passaði þig lítinn fallegan snáða.
Þið María Lindin mín voruð eins
og tvíburar, enda einungis sex
mánuðir á milli ykkar, og var ég
oft spurð hvort ég ætti þessa fal-
legu tvíbura. Mikið var ég þá
stolt. Ófáar ferðir fórum við í
útilegur, sumarbústaði að
ógleymdri Aðalvíkinni okkar þar
sem sælureitur okkar stórfjöl-
skyldunnar er og ylja þessar
minningar og margar aðrar í
gegnum lífið þitt mér nú þegar
sorgin er óbærileg. Þú varst ein-
staklega fallegur og glæsilegur
ungur maður, góðhjartaður og
kærleiksríkur. Ég sakna þín
mikið og bið algóðan Guð að um-
Steinar Páll
Ingólfsson
✝ Steinar PállIngólfsson
fæddist 10. febrúar
1990. Hann lést 26.
júlí 2019.
Steinar Páll var
jarðsunginn 6.
ágúst 2019.
vefja þig og fylgja
þér, þar sem við
fjölskyldan getum
ekki fylgst með þér
lengur. Heilagi andi
huggarinn veri með
ykkur elsku yndis-
lega Sif, Ingólfur,
Þorbjörg Hekla,
Jón Örn og Helgi
Valur.
Þú baðst mig að
senda þér engil með unað,
með ástúð og hlýju og himneskan
frið.
Með indælu brosi víst gat mig það
grunað
að gæfan hún myndi þá blasa þér við.
Ég fyllti mitt hjarta af alúð og yndi
og ákvað að senda það síðan til þín,
með blíðu í huga ég bað um að myndi
þá birtast þér ljúfasta hugsunin mín.
Er hjartað mitt fagnaði sólskini sínu,
ég sendi þér fegursta engilinn minn,
nú situr hann uppi á þakinu þínu
og þú getur auðvitað hleypt honum
inn.
(Kristján Hreinsson)
Þín frænka,
Björg.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Magnús Sævar Magnússon,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför okkar
heittelskuðu dóttur, systur, mágkonu
og frænku,
ÖRNU SVEINSDÓTTUR,
Hátúni 4 og Flókagötu 67,
Reykjavík,
sem lést 15. júní.
Sérstakar þakkir fá þeir sem komu að hjúkrun hennar
og umönnun.
Erna Valsdóttir Sveinn Skúlason
Skúli Sveinsson Sigríður Hrund Guðmundsd.
Brynjar Sveinsson
og bróðurbörn
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför ástkærrar
móður, tengdamóður, ömmu, langömmu
og langalangömmu,
SIGRÍÐAR BJÖRNSDÓTTUR,
Vestmannaeyjum.
Okkar innilegustu þakkir til starfsfólks
dvalarheimilisins Hraunbúða fyrir góða umönnun og hlýju.
Elías Björn Angantýsson og fjölskylda
Edda Angantýsdóttir og fjölskylda