Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Sumir eru í miklu uppnámi vegnaþriðja orkupakkans. Rósa
Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður
VG og stundum stuðningsmaður
ríkisstjórnarinnar, sagði til dæmis í
gær að ummæli
Arnars Þórs Jóns-
sonar héraðsdóm-
ara væru móðgun
við sig og aðra
nefndarmenn utan-
ríkismálanefndar
þingsins.
VarnaðarorðArnars Þórs,
sem setur mál sitt
jafnan fram af hóg-
værð og rökfestu,
um að fullveldið
yrði takmarkaðra
við orkupakkann,
auk fleiri atriða sem þingmenn
þurftu að heyra, olli uppnáminu.
Silja Dögg Gunnarsdóttir, þing-maður Framsóknarflokksins,
móðgaðist líka að eigin sögn þegar
Arnar Þór benti á að Alþingi ætti
að fara með löggjafarvaldið hér en
ekki erlend nefnd og að við „eigum
ekki að lúta því að sameiginlega
EES-nefndin fái tak á löggjafar-
valdinu hér, bara af því að við þor-
um ekki að fara þarna inn og biðja
um undanþágur eða mótmæla og
gæta okkar hagsmuna með sóma-
samlegum hætti“.
Þetta er sérkennilegt og ótrú-verðugt uppnám. Ekki er trú-
verðugra þegar fólk sem vill orku-
pakkann segir að samþykki
Íslendingar hann ekki þá sé hætta á
að EES-samningurinn verði í upp-
námi.
Hvernig má það vera? Við höf-um heimild samkvæmt samn-
ingnum til að segja nei. Hvers
vegna ætti samningurinn að kom-
ast í uppnám við það?
Rósa Björk
Brynjólfsdóttir
Ótrúverðugt
uppnám
STAKSTEINAR
Silja Dögg
Gunnarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Friðrik Rafnsson þýðandi flytur erindi í Hlöð-
unni að Kvoslæk í Fljótshlíð á sunnudag þar
sem hann fjallar um Milan Kundera og Ís-
land. Friðrik mun ræða almennt um skáldsög-
ur hins tékknesk/franska rithöfundar og við-
tökur þeirra hérlendis.
Milan Kundera fæddist árið 1929. Hann og
Vera kona hans hafa margoft komið til Ís-
lands og hafa íslenskar bókmenntir haft áhrif
á bækur hans, að því er segir í tilkynningu
um erindið.
Kundera hefur búið í Frakklandi frá 1975
og eru flestar bækur hans skrifaðar á
frönsku. Hann hefur skrifað á annan tug
bóka og hefur Friðrik Rafnsson þýtt þær
allar á íslensku og kynnst honum persónu-
lega.
Metsölubók Kundera, Óbærilegur léttleiki
tilverunnar, 1984, kom út á íslensku 1986 og
varð einnig metsölubók hér á landi.
Fyrirlesturinn er á sunnudag klukkan 15.
Hann er öllum opinn og að honum loknum
verður boðið upp á kaffi.
Fjallar um Kundera í Fljótshlíð
Þýðandinn Friðrik
Rafnsson flytur erindi
Morgunblaðið/Kristinn
Þýðandi Friðrik Rafnsson fjallar um verk Milans
Kundera og Íslandsáhuga hans í fyrirlestri.
Að minnsta kosti 400 einstaklingar
af Róma-uppruna búa í dag hér á
landi. Þetta staðfestir Sofiya Za-
hova, rannsóknarsérfræðingur við
Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í
erlendum tungumálum og aðal-
skipuleggjandi árlegrar ráðstefnu
Gypsy Lore Society, alþjóðlegra
samtaka um málefni Rómafólks,
eða sígauna. Ráðstefnan hefur nú
staðið yfir frá því á fimmtudag í
Veröld – húsi Vigdísar en henni
lýkur formlega í dag. Er ráðstefnan
sú stærsta sem haldin er í heim-
inum; flestir sérfræðingar heims í
málefnum Rómafólks sækja ráð-
stefnuna og þar verða 140 þátttak-
endur frá 33 löndum.
Sofiya, sem er sjálf túlkur fyrir
samfélag Rómafólks á Íslandi, segir
að líklega séu töluvert fleiri en 400
af Róma-uppruna á Íslandi. Segir
hún að samfélag Rómafólks hér á
landi hafi lítið sem ekkert verið
rannsakað og segir fólk af þessum
uppruna vera eins konar huldufólk.
Það sé ósýnilegur hópur sem komi
til landsins í leit að vinnu og vilji
síður láta uppruna sinn í ljós vegna
fordóma.
Segir Rómafólk á Ís-
landi vera huldufólk
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Ráðstefna 140 þátttakendur frá 33 löndum sækja ráðstefnuna í Veröld.
4ra herbergja raðhús með bílskúr, sólpalli og heitum potti.
Akurskóli og leikskólar í göngufæri.
Stærð eignar 133,7 m2
Verð kr. 44.800.000
Akurbraut 12, 260 Reykjanesbæ
Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is