Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta er eins konar þekkingar- vottun innan bjóriðnaðarins,“ segir Hjörvar Óli Sigurðsson, 25 ára bar- þjónn á Brewdog Reykjavík við Hverfisgötu. Hjörvar varð á dögunum fyrsti Ís- lendingurinn sem getur kallað sig „certified cicerone“. Þann titil hljóta þeir sem ljúka öðru stigi af fjórum í fræðunum hjá alþjóðlegu vottunar- fyrirtæki. Eftir langan og strangan undirbúning gekkst Hjörvar undir fjögurra klukkustunda próf í Stokk- hólmi og stóðst það með ágætum. „Fyrst er þriggja tíma skriflegt próf þar sem þú þarft til dæmis að geta borið kennsl á 72 mismunandi bjórstíla. Svo kemur smakkkafli þar sem maður þarf að þekkja spilli- bragð í bjór. Það er mjög praktískt, maður þarf að þekkja þetta í bjór- bransanum. En þetta var djöfullega erfitt próf og á að vera það,“ segir Hjörvar. Hjörvar segir að orðið cicerone komi úr latínu og þýði leiðbeinandi. Þessi vottun sé að einhverju leyti hliðstæð við að vera lærður vínþjónn, sommelier. Hann segir aðspurður að nokkrir Íslendingar hafi lokið fyrsta stigi cicerone-prófsins enda geri Brewdog kröfu um að starfsfólk sitt geri það. Hann kveðst vona að fleiri feti í fótspor sín og auki við þekk- inguna með þessum hætti. „Það er mikil þörf á þessu myndi ég segja. Flestir veitingastaðir á Íslandi hefðu gott af því að láta starfsfólk fræðast um bjór enda margir komnir með fjölbreyttan bjórlista. Bjórfram- leiðsla er flott á Íslandi en það má bæta hana. Þetta kerfi er að mínu mati rosalega góð leið til þess.“ Hjörvar er að norðan og segir að áhugi á bjór hafi lengi fylgt sér. „Mér hefur alltaf fundist bjór ansi góður. Þegar fólk potaði að mér nýjum bjór vildi ég fræðast um hann. Ég er bara þannig gerður, ég er nörd. Hvort sem það er um bjór, tónlist eða kaffi. Ég fór að nördast í þessu og það þró- aðist og vatt upp á sig.“ Hjörvar starfaði á R5 á Akureyri fyrir þremur árum og fann að hann hafði gaman af því að miðla af bjór- þekkingu sinni. „Þessi hugmynd um að geta átt sér einhvers konar feril í bjór fór þá að verða skarpari og skarpari. Ég var að læra sálfræði í Háskólanum á Akureyri en hætti því og einbeitti mér að þessu. Svo flutti ég suður gagngert til að vinna á Brewdog Reykjavík fyrir ári.“ Fyrsti íslenski bjórsérfræðingurinn Morgunblaðið/Árni Sæberg Leiðbeinandi Hjörvar Óli Sigurðsson er fyrsti íslenski „cicerone“-inn, sér- fræðingur um bjór. Hann segir þörf á fræðslu um bjór í veitingageiranum.  Hjörvar Óli sótti sér gráðu Draga má þá ályktun af niðurstöðum loftgæðamælinga við Hof á Akureyri að útblástur svifryks, niturdíoxíðs og brennisteinsdíoxíðs frá skemmti- ferðaskipum hafi ekki haft heilsu- farsleg áhrif á fólk í miðbæ Akur- eyrar eða allra næsta nágrenni, samkvæmt niðurlagi minnisblaðs Verkfræðistofunnar EFLU sem kannaði niðurstöður loftgæðamæl- inga þar hluta ársins 2018. Umhverfisstofnun (UST) og Akur- eyrarbær eru með sjálfvirkan loft- gæðamæli við menningarhúsið Hof. Það er rúman kílómetra frá þar sem skemmtiferðaskip leggjast að bryggju. Hafnasamlag Norðurlands fékk EFLU til að taka saman minnis- blað um niðurstöður loftgæðamæl- inga við Hof frá mars til 11. júlí 2018. Mælingar á styrk svifryks, nitur- díoxíðs og brennisteinsdíoxíðs sýndu að „áhrif útblásturs af völdum skemmtiferðaskipa í miðbæ Akur- eyrar voru mjög lítil og vart merkjanleg, utan við örfáa toppa fyr- ir þessa mæliþætti sem eru þó allir vel undir heilsuverndarmörkum“. EFLA benti á að strompar skemmti- ferðaskipanna væru hátt uppi og út- blásturinn bærist því hátt upp í loft. Mögulega næmi mælistöðin við Hof ekki þennan útblástur nema að litlu leyti. Mælir mengun frá umferð Þorsteinn Jóhannsson, sérfræð- ingur í loftgæðum hjá UST, sagði að mælirinn við Hof hefði verið staðsett- ur þar fyrst og fremst til að mæla mengun frá umferð. Hann sagði að væri horft á vindrós fyrir Akureyr- arbæ sæist að sjaldan stæði vindur frá bryggjunum sem skemmtiferða- skipin leggjast að beint að mælinum. „Mælirinn er staðsettur þannig að hann er ekkert endilega að grípa mengunina frá skipunum,“ sagði Þorsteinn. „Vindáttin á Akureyri stendur yfirleitt inn eða út fjörðinn. Mengunin frá skipunum fer í raun- inni mjög sjaldan á Hof nema kannski ef algjört logn er.“ Hann sagði að töluverð mengun gæti borist frá skemmtiferðaskipum, en þau væru mjög há og loftgæðamælir í tveggja metra hæð við Hof væri lík- lega ekki kjörstaður til að mæla mengunina frá þeim. Ef settur væri upp loftgæðamælir til að mæla þessa mengun sérstak- lega þyrfti að staðsetja hann með til- liti til ríkjandi vindáttar og hafa hann t.d. í íbúðarbyggð, við skóla, sjúkra- hús eða aðra starfsemi 0,5-1 kíló- metra frá skipunum. „Okkur finnst kannski ekki endilega marktækt að mæla mengunina á hafnarbakkanum. Þar býr enginn og þar er hvorki skóli né leikskóli,“ sagði Þorsteinn. Mengun fylgir hafnarstarfsemi Fjórar loftgæðamælastöðvar eru í Reykjavík. Stöðvar UST hafa verið við Grensásveg og Húsdýragarðinn árum saman. Sú síðarnefnda er um 1,8 km frá Skarfabakka, þar sem stór skemmtiferðaskip leggjast að bryggju. Enginn loftgæðamælanna í Reykjavík er sérstaklega staðsettur til að vakta mengun frá skipum. „Ég get varla sagt að maður hafi séð samband við skemmtiferðaskip í mælingunum, en mælirinn er nátt- úrulega talsvert langt frá,“ sagði Þorsteinn. Hann sagði það hafa verið nefnt meðal sérfræðinga að það gæti verið áhugavert að mæla loftgæði í Sundahöfn og við Gömlu höfnina. „Hafnir eru svæði þar sem búast má við talsverðri mengun. Þar eru skipin, mikið af vinnuvélum og flutn- ingabílum. Almennt talað eru þetta mengaðir staðir,“ sagði Þorsteinn. gudni@mbl.is Engir loftgæðamælar við hafnir  Mengun frá skemmtiferðaskipum vart merkjanleg í miðbæ Akureyrar  Loftmengun frá skipum í höfn ekki sérstaklega mæld  Almennt talað eru hafnir mengaðir staðir  Þar eru margar vélar í gangi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Akureyri Stór skemmtiferðaskip leggjast að bryggju rétt við miðbæinn. Loftgæðamælir við Hof, rúman kílómetra frá skipalæginu, hefur mælt mjög litla mengun frá skipunum og langt undir heilsuverndarmörkum. Guðni Th. Jó- hannsson, forseti Íslands, mun heimsækja Skagafjörð um helgina og hafa viðkomu á nokkrum stöð- um. Í dag, laug- ardag, setur hann landbún- aðarsýninguna og bændahátíðina Sveitasælu, sem verður í reiðhöllinni Svaðastöðum við Sauðárkrók. Á sunnudag heimsæki forsetinn svo sýninguna 1238: The battle of Iceland. Það er stafræn upplif- unar- og sögusýning á Sauðár- króki sem tileinkuð er helstu stór- atburðum Sturlungaaldarinnar í Skagafirði. Síðdegis á sunnudeg- inum opnar forsetinn svo sýn- inguna Á söguslóð Þórðar kakala í Kakalaskála í Kringlumýri í Blönduhlíð og er það síðasti dag- skrárliðurinn í þessari Skagafjarð- arferð. sbs@mbl.is Forseti Íslands í heimsókn í Skaga- firði nú helgina Jóhanna Hjaltadóttir fagnar hundr- að ára afmæli sínu í dag. Mun hún fagna afmælinu með garðveislu á heimili sínu ásamt börnum og barna- börnum. Jóhanna fæddist í Eyjafirði en foreldrar hennar voru Hjalti Gunnarsson, bóndi á Ytri-Bakka í Eyjafirði og síðar kaupmaður í Reykjavík, og kona hans Ásta Ás- geirsdóttir. Þess má geta að faðir Jó- hönnu var bróðir Jóhannesar Gunn- arssonar, biskups rómversk-- kaþólsku kirkjunnar, og móðir hennar systir Ásgeirs Ásgeirssonar, fyrrverandi forseta Íslands. Jóhanna giftist lýðveldisárið Birni Helgasyni frá Hnausakoti í Vestur- Húnavatnssýslu, en hann er sam- vinnuskólagenginn. Saman eignuð- ust þau fimm börn og eru fjögur þeirra enn á lífi. Sjálf útskrifaðist Jó- hanna úr Kvennaskólanum og tók að honum loknum kennarapróf árið 1939. Jóhanna er prjónahönnuður og hefur í gegnum tíðina hannað ótal prjónamunstur fyrir ýmis fyrirtæki. Hún segist enn stunda prjónaskap af kappi. „Þótt ég sé lögblind, þá kann ég þetta utan að,“ segir Jóhanna, sem segist enn vera með prjónaupp- skriftirnar og mynstrin greypt í minnið. „Líka smákökuuppskriftir, en nú bakar unga fólkið bara fyrir mig,“ segir hún og hlær. „Þeim þykir gaman að því eins og mér þótti þetta gaman á meðan ég sá betur.“ Jóhanna þakkar langlífi sitt því að hafa alltaf borðað hollan mat og ver- ið reglusöm. Hún segist hlakka til afmælisveisl- unnar og vonast eftir góðu veðri og segir að yfirleitt sé gott veður á af- mælisdaginn. rosa@mbl.is Lögblind en kann prjóna- uppskriftirnar utan að Ljósmynd/ Jóhanna Kristín Andrésdóttir 100 ára Jóhanna ætlar að verja deginum með fjölskyldunni. Guðni Th. Jóhannesson Námskeið að hefjast Ármúla 38 | Sími 691 6980 | pianoskoli@gmail.com pianoskolinn.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.