Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 29
MESSUR 29á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 AKUREYRARKIRKJA | Klassísk messa kl. 11. Prestur er Guðmundur Guðmundsson. Jakobskórinn syngur. Organisti er Sigrún Magna Þórsteinsdóttir. Guðsþjónusta á Hlíð kl. 14 og Lögmannshlíð kl. 15.15. Prestur er Guðmundur Guðmundsson. ÁRBÆJARKIRKJA | Sumarhelgistund kl. 11. Sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir með hugleið- ingu og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæj- arkirkju leiða sönginn. Organisti Krisztina K. Szklenár. Kaffi og spjall eftir stundina. BESSASTAÐAKIRKJA | Sameiginleg sum- armessa Garða- og Hafnarfjarðarprestakalla kl. 11. Jóhann Baldvinsson organisti leiðir lof- gjörðina og sr. Henning Emil Magnússon pré- dikar og þjónar fyrir altari. BREIÐHOLTSKIRKJA | Messa kl. 11. Prest- ur er Magnús Björn Björnsson. Organisti Örn Magnússon. Ensk bæna- og lofgjörðarstund kl. 14. Prestur Toshiki Toma. BÚSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 20. Létt tón- list. Félagar úr kór Bústaðakirkju undir stjórn Jónasar Þóris. Messuþjónar aðstoða. Sr. Pálmi Matthíasson og sr. María Ágústsdóttir þjóna fyrir altari. Fermingarbörn í Fossvogs- prestakalli og foreldrar eru sérstaklega boðin velkomin. Fundur verður með ferming- arbörnum og foreldrum þeirra eftir messuna. Heitt á könnunni í safnaðarsal. DIGRANESKIRKJA | Sameiginleg messa Digraneskirkju og Hjallakirkju með tilvonandi fermingarbörnum og foreldrum þeirra kl. 11. Prestar Gunnar Sigurjónsson, Helga Kolbeins- dóttir og Sunna Dóra Möller. Organisti Sólveig Sigríður Einarsdóttir. Hljómsveitin Sálmarinn annast tónlist og leiðir söng. Veitingar í safn- aðarsal að messu lokinni. Foreldrafundur fermingarbarna kl. 12.30. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vigilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir, Kári Þormar dómorganisti, Dóm- kórinn. Minnum á bílastæðin við Alþingi. EGILSSTAÐAKIRKJA | Messa kl. 10.30. Prestur Þorgeir Arason. Organisti Torvald Gjerde. Almennur söngur. Kaffisopi eftir messu. FELLA- og Hólakirkja | Helgistund kl. 20. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur organista. Meðhjálpari Kristín Ing- ólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Fjölskyldumessa kl. 14. Margrét Lilja Vilmundardóttir guðfræði- nemi leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Erni Arnarsyni gítarleikara. Fermingar- börn taka þátt. Fjölskyldur fermingarbarna eru hvattar til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Kaffihúsamessa kl. 11. Séra Sigurður Grétar Helgason prédikar og þjónar, Hákon Leifsson er organisti og for- söngvari leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Antonía Hevesí annast tónlistarflutning ásamt félögum úr Kirkjukór Grensáskirkju. Sr. María Ágústs- dóttir og messuþjónar þjóna. Heitt á könn- unni. Kl. 20 er væntanlegum fermingarbörn- um Fossvogsprestakalls boðið til guðs- þjónustu í Bústaðakirkju ásamt foreldrum sínum en sameiginlegt námskeið verður dag- ana 19.-21. ágúst. Skráning á heimasíðum kirknanna. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta kl. 11. Prestur Karl V. Matthíasson, organisti Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðar- kirkju syngur. Stúlka verður skírð og fermd í guðsþjónustunni. Kirkjuvörður Guðný Aradótt- ir. Kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa með einföldu formi kl. 11. Prestur Jón Helgi Þór- arinsson. Orgaisti Guðmundur Sigurðsson. Kaffisopi á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa kl. 11. Eva Björg Valdimarsdóttir héraðsprestur, prédikar og þjónar fyrir altari. Hópur messuþjóna að- stoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Björn Steinar Sólbergs- son. Alþjóðlegt orgelsumar: Tónleikar laugard. kl. 12 og sunnud. kl. 17. Johannes Geffert, konsertorganisti frá Þýskalandi leikur. Fyrir- bænaguðsþjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdeg- ismessa miðvikud. kl. 8 og tónleikar Schola cantorum kl. 12. Orgeltónleikar fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa klukkan 11. Sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Samskot dagsins renna til Blindrafélagsins. HJALTASTAÐARKIRKJA | Messa kl. 20. Um- sjón með tónlist hefur Sigríður Laufey Sigjóns- dóttir, Droplaug Dagbjartsdóttir leikur á orgel og Áslaug Sigurgestsdóttir á flautu. Forsöngv- arar leiða almennan söng. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Nánari upplýsingar á egils- stadaprestakall.is Hofskirkja á Skagaströnd | Dagana 17. og 18. ágúst 2019 verður þess minnst í Skaga- byggð og á Skagaströnd að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Árnasonar landsbókavarðar og þjóðsagnasafnara að Hofi í Skagabyggð 17. ágúst 1819. Dagskráin hefst með messu kl. 11 laugardaginn 17. ágúst í Hofskirkju þar sem Árni faðir Jóns þjónaði. Sr. Bryndís Val- bjarnar prédikar og þjónar fyrir altari, organisti er Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. HREPPHÓLAKIRKJA | Hestamannamessa kl. 14. Hópreið leggur af stað frá Hruna kl. 11 með viðkomu í Hlíð í Gnúpverjahreppi. Þá er einnig stefnt að hópreið af Skeiðunum. Kaffi- veitingar á eftir. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Samkoma klukk- an 20 með lofgjörð, fyrirbænum og lifandi pre- dikun sem Sigríður Schram flytur. Samvera og kaffi eftir stundina. KEFLAVÍKURKIRKJA | Helgistund kl. 20. Ingi Þór Ingibergsson spilar á gítar og leiðir söng og sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sigurður Arnarson sóknarprestur prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Kópavogs- kirkju syngja undir stjórn Lenku Mátéová, kantors kirkjunnar. LANGHOLTSKIRKJA | Messa við lok gleði- daga kl. 11. Grétar Einarsson predikar, Guð- björg Jóhannesdóttir þjónar. Félagar úr Kór Langholtskirkju leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar. Léttur hádegis- verður að messu lokinni. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 20. Arngerður María Árnadóttir annast tónlistar- flutning. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Athugið óhefðbundinn messu- tíma. NESKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Skúli S. Ólafsson og sr. Steinunn Arnþrúður Björns- dóttir þjóna. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhalls- son. Kaffiveitingar á Torginu að messu lokinni og í framhaldi er haldið í Heiðmörk þar sem fermingarbörn og fjölskyldur gróðursetja birki- plöntur í reit Neskirkju. SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð. Barnastarf. Túlkað á ensku. SELFOSSKIRKJA | Messa kl. 11. Hugað að uppskeru sálar. Prestur Axel Á. Njarðvík. Org- anisti Edit Molnár. Kór kirkjunnar leiðir söng. SELJAKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson predikar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safnaðarsöng. Organ- isti: Helgi Hannesson. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sóknarprestur þjónar. Organisti kirkj- unnar leikur undir almennan safnaðarsöng. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju syngja. Kaffiveitingar eftir athöfn í safn- aðarheimilinu. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Skírnir Garðarsson þjónar fyrir alt- ari og predikar. Organisti Jón Bjarnason. Orð dagsins: Hinn rang- láti ráðsmaður. (Lúk. 16) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Laugardælakirkja Er Sjálfstæðis- flokkurinn búinn að vera? Vonandi ekki. Í níu áratugi hefur flokkurinn verið kjöl- festan í íslenzku stjórnmálalífi. Hann á sér glæsta sögu og margir forystumanna hans hafa verið orð- lagðir fyrir stjórn- vizku. Flokkurinn hefur staðið vörð um frelsi og full- veldi þjóðar jafnt sem einstaklinga. Hann hefur staðið vörð um auðlind- ir þjóðarinnar og atvinnuvegi. Flokkurinn hefur stýrt öryggis- málum lands og þjóðar með þeim hætti að þeim verður vart betur fyrir komið. Hann hefur staðið fyr- ir stöðugum efnahag og hóflegri skattheimtu í krafti stefnufestu og réttsýni. Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur sameinað þjóðina og lengst af notið yfirgnæfandi fylgis. Sundr- ungin hefur fyrst og fremst verið á vinstri vængnum. Helzt mætti ásaka flokkinn fyrir fullmikla virkjanagleði, takmark- aðan áhuga á verðmætum óspilltr- ar náttúru og andvaraleysi í sam- bandi við hrunið. Það verður þó að segjast að snöfurmannlega var tek- ist á við afleiðingar hrunsins með neyðarlögum undir forystu flokks- ins þannig að nú ríkir farsæld, sem sögulega á sér líklega ekki for- dæmi. En það blása nýir vindar innan flokks. Ungt fólk með nýja sýn á þjóðmálin gefur lítið fyrir lands- fundarsamþykktir og stefnumál flokksins en hagar málum eftir eig- in höfði og að eigin geðþótta. Frelsi og fullveldi er lítils virði og sjálf- stæði þjóðar er orðið að verzlunar- vöru á altari evrópskra stórríkis- drauma. Heldur eru það raunaleg viðhorf á aldarafmæli fullveldis að gæla við þá hugmynd að verða hreppur í stórríkinu. Ekki verður annað séð en að ungliðar flokksins í ríkisstjórn daðri við þessa hug- mynd án þess að gera sér grein fyrir því hvað þeir eru að gera. Ekki nóg með það. Þingmenn flokksins fylgja ungliðunum hugs- analaust í vegferð sinni. Er nema von að Alþingi sé trausti rúið. Ljóst má vera, að undansláttur gagnvart Evrópusambandinu er ekki í samræmi við þjóðarvilja enda hrynur fylgið af flokknum. Þriðji orkupakkinn veldur hér mestu um. Hann á eftir að reynast Akkillesarhæll flokksins. Það ætti hver heilvita maður að sjá, að sæstrengur verður lagður til útlanda í fyllingu tímans. Lands- virkjun og taglhnýtingurinn Lands- net vinna að því hörðum höndum án þess að Alþingi eða ríkisstjórn blandi sér í þær athafnir svo séð verði. Í lok dags verður búið að eyða svo miklum peningum í undir- búning að það verður að fara í lagningu strengsins hvort sem það er vilji þjóðar eða ekki. Þessi að- ferð Landsvirkjunar við að koma stórframkvæmdum í gegn er löngu kunn. Orkugeggjararnir innlendu reikna þetta allt saman út með gríðarlegum hagnaði og án kostn- aðar og áhættu fyrir þjóðina. Auð- vitað verður þjóðin látin borga þennan streng með hærri gjöldum fyrir rafmagn, þegar upp er staðið. Og í reynd verður það ekki Alþingi, sem tek- ur ákvörðun um raf- streng til útlanda. Það verða í raun hinir and- litslausu orkugeggjar- ar, sem kunna að reikna barn í kellingu. Fyrir leikmann í fræðunum er máls- meðferð stjórnvalda við þriðja orkupakkann með miklum ólíkind- um. Því er haldið fram að málsmeðferðin sé vönduð. Hver heilvita maður hlýtur að sjá að hún er það alls ekki. Fyrirvararnir eru haldlausir og standast enga skoð- un. Þótt þriðji orkupakkinn fjalli ekki um beinlínis um sæstreng ger- ir samþykkt hans það óbeint því að með henni hefur ríkisstjórn mark- að stefnuna, skuldbundið sig til að standa ekki í vegi fyrir lagningu hans og þá sjá allir hvert það leiðir. Yrði það gert væru skaðabótakröf- ur yfirvofandi þótt menn í háskóla- samfélaginu haldi því fram að slík- ar kröfur eigi sér ekki stoð. Vandalaust virðist að hrekja það. Verst er þó að missa yfirráð og stjórn á auðlindinni, sem mun stór- auka þrýsting á nýjar virkj- anaframkvæmdir á kostnað náttúru landsins. Evrópa er nú þegar þjök- uð af orkuhungri og ráðandi aðilar þar munu fyrir víst gera kröfu um ríflegan skerf af okkar orku þannig að það eykur hættu á orkuskorti hér heima. Þetta ástand er nú þeg- ar yfirvofandi og mun nærtækara en hugmyndir um hamfaragos, sem verða á árþúsunda fresti og gætu truflað einhverjar virkjanir í bili og væri þá gott að geta fengið raf- magn að utan. Fylgjendur orku- pakkans grípa stundum til slíkra furðuröksemda í málefnalegri fá- tækt sinni. Leyfi mér hér í lokin að vísa í orð formanns Sjálfstæðisflokksins um þetta mál: „Hvað í ósköpunum liggur mönnum á að komast undir sameiginlega raforkustofnun Evr- ópu á okkar einangraða landi með okkar eigið raforkukerfi? Hvers vegna í ósköpunum hafa menn áhuga á því að komast undi boðvald þessara stofnana?“ Það má sannarlega taka undir þetta en því miður á víst að gera alveg þveröfugt. Sagt er að við höf- um bæði belti og axlabönd, þegar við höfum hvorugt. Og þá missum við auðvitað allt niður um okkur og lítið annað gera en að taka undir það, sem maðurinn sagði á kross- inum forðum: „Fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki hvað þeir gjöra.“ Samþykkt þriðja orkupakkans væri glapræði og dæmi um und- irlægjuhátt og dómgreindarleysi. Það er líka glapræði fyrir stjórn- málaflokk, sem vill vera tekinn al- varlega, að bregðast fylgjendum sínum með blekkingum, stefnulaus- ung, heybrókarskap og orðhengils- hætti. Er Sjálfstæðisflokk- urinn búinn að vera? Eftir Sverri Ólafsson Sverrir Ólafsson » Samþykkt þriðja orkupakkans væri glapræði og dæmi um undirlægjuhátt og dóm- greindarleysi. Höfundur er viðskiptafræðingur. sverrirolafs@simnet.is Ég vil þakka Birni Bjarnasyni og Styrmi Gunnarssyni fyrir góðar greinar á undanförnum árum. Þeir eru meðal bestu penna Morgun- blaðsins. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Góðar greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.