Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hverfisgata Þjóðleikhúsið er afgirt frá götunni vegna framkvæmdanna.
Aðgengi er lokað frá Hverfisgötu
Nýtt leikár að hefjast í Þjóðleikhúsinu Leikhúsið var ekki látið vita af seinkun framkvæmdaloka
„Það er ekki nokkur leið að komast
að Þjóðleikhúsinu frá Hverfisgötu.
Menn þurfa að fara krókaleiðir frá
Lindargötu og það getur verið erfitt,
ekki síst fyrir prúðbúna frumsýning-
argesti og dömur á háum hælum,“
sagði Ari Matthíasson þjóðleikhús-
stjóri. Hann sagði að nýtt leikár hæf-
ist mánudaginn 19. ágúst með setn-
ingarathöfn. Um leið verður miða-
salan opnuð. Margir koma þangað að
kaupa kort, einkum eldra fólk sem
kaupir ekki á netinu. Fyrsta frum-
sýning leikársins á stóra sviðinu,
Brúðkaup Fígarós, verður 7. sept-
ember. Það að loka Þjóðleikhúsið af
með framkvæmdum við Hverfisgötu
í upphafi nýs leikárs er grafalvar-
margir börn og fólk sem á erfitt með
að komast um. Þess vegna er mikil-
vægt að við séum vel upplýst. Mögu-
lega verðum við fyrir tjóni vegna
þess að fólk kemst ekki til að njóta
þess sem við höfum kynnt með ærn-
um tilkostnaði.“ Tekið skal fram að
upplýsingafulltrúi frá Reykjavíkur-
borg hafði samband við Ara í gær.
„Ég hef líka ítrekað rætt við
Reykjavíkurborg um hvað svæðið í
kringum Þjóðleikhúsið er illa lýst
upp, bæði á dauflýstri Lindargötu og
Hverfisgötu. Nú fer að verða dimmt
á kvöldin og mjög mikilvægt að
svæðið sé vel upplýst svo gestir leik-
hússins komist greiðlega um,“ sagði
Ari. gudni@mbl.is
legt, að mati Ara. „Það er skylda
okkar að tryggja að sjúkra- og
slökkvibílar hafi greiðan aðgang að
húsinu þegar sýningar hefjast. Ég
veit ekki hvernig það á að vera hægt
við þessar aðstæður,“ sagði Ari.
Hann kvaðst árum saman hafa
verið í sambandi við Reykjavíkur-
borg og sagt í hvert skipti að upplýsa
þyrfti leikhúsið tímanlega um allar
framkvæmdir. Síðast hafði hann
samband í vor og var sagt að fram-
kvæmdunum lyki um Menningar-
nótt. „Þjóðleikhúsið fékk engar upp-
lýsingar um breytingar á þeim
áætlunum. Ég las um þær í blöðun-
um,“ sagði Ari. „Það koma 120.000
gestir í Þjóðleikhúsið á hverju ári,
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
það byrjar allt með fjórum fræjum
ENN HOLLARI OLÍA
OMEGA 3 & 6
+ D- & E-VÍTAMÍN
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Snörp orðaskipti urðu á fundi um þriðja orkupakkann í
utanríkismálanefnd Alþingis í gær á milli einstakra þing-
manna og héraðsdómarans Arnars Þórs Jónssonar.
Hann hafði lagt minnisblað fyrir fundinn þar sem með-
al annars er talað um að lögun að regluverki Evrópusam-
bandsins í orkumálum feli í sér „takmörkun á fullveldi
þjóðarinnar í raforkumálum“. Í minnisblaðinu segir Arn-
ar einnig að það að innleiða andmælalaust erlendar regl-
ur sé að gangast við óbeislaðri „útþenslu setts réttar“ í
„viljalausri þjónkun“. Það grafi undan tilverurétti lög-
gjafarþings Íslendinga.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri
grænna og varaformaður utanríkismálanefndar, sagði
málflutning Arnars móðgun við sig og aðra nefndar-
menn. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsókn-
arflokksins, tók í sama streng.
EES-samningi stefnt í uppnám
Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður og sérfræðingur í
orkurétti, kom fyrir fundinn og sagði að beinlínis væri
erfiðara að skylda Ísland til að leggja sæstreng ef Ísland
innleiddi þriðja orkupakkann en ella.
Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans
í Reykjavík og einn þriggja höfunda álitsgerðar um laga-
legar afleiðingar synjunar orkupakkans, sagði að synjun
samningsins myndi stefna EES-samningnum í uppnám.
Hún sagði ekkert ákvæði í þriðja orkupakkanum sem
skyldaði íslensk stjórnvöld til að leggja sæstreng eða
heimila lagningu hans.
Gestir fundarins höfðu flestir áður komið fyrir utanrík-
ismálanefnd eða atvinnuveganefnd. Aðrir höfðu tjáð sig
nokkuð um þriðja orkupakkann í opinberri umræðu.
Arnar var sá eini sem kom fyrir nefndina sem varaði við
samþykkt hans. Boðað er til annars fundar í nefndinni
um orkupakkan næstkomandi mánudag.
Deilt á fundi um orkupakka
Alþingismenn sögðu málflutning héraðsdómara móðgandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Utanríkismálanefnd Nokkrir gestir komu á fundinn.
Gefin var út skýrsla í gær á vegum
sérfræðinefndar Orkunnar okkar
um „áhrif inngöngu Íslands í Orku-
samband Evrópusambandsins“.
Niðurstaða skýrslunnar er helst
sú að Alþingi eigi að hafna upptöku
þriðja orkupakkans þar sem innleið-
ing hans sé „skaðleg fyrir íslenska
þjóð, efnahag hennar og náttúru“.
Í skýrslunni kemur einnig fram
að innleiðing þriðja orkupakkans
verði til þess að óhjákvæmilega
skapist þrýstingur á Íslendinga að
leggja sæstreng.
Skýrslan er rituð „í ljósi þess að
Alþingi og íslensk þjóð standa nú
frammi fyrir því að taka eina þá
stærstu ákvörðun sem þjóðin hefur
staðið frammi fyrir í sögu íslensks
lýðveldis og jafnvel mun lengur,“ að
því er fram kemur í inngangi
skýrslunnar.
Ritstjórar skýrslunnar eru Jónas
Elíasson prófessor, Stefán Arnórs-
son prófessor og Haraldur Ólafsson,
prófessor og veðurfræðingur.
Haraldur sagði í samtali við
mbl.is í gær að innleiðing orku-
pakka eitt og tvö skuldbyndi Ísland
ekki til að innleiða þann þriðja líka.
Eðlilegt væri þó, að mati Haralds,
að „bakka út úr“ orkupakka eitt og
tvö.
Innleið-
ing sögð
skaðleg
Orkupakka-
skýrsla komin út
Tveggja daga sumarfundi forsætisnefndar Al-
þingis, sem haldinn var á Hólum í Hjaltadal, lauk
í gær. „Þetta var starfsamur fundur og gagn-
legur,“ sagði Steingímur J. Sigfússon, forseti Al-
þingis, í samtali við Morgunblaðið. Á Hólafundi
var kynnt vinna við endurskoðun kosningalaga
og þingskapa Alþingis. Einnig var farið yfir ný
upplýsingalög, að því marki sem þau taka til
stjórnsýslu þingsins. Þá greindu umboðsmaður
Alþingis og ríkisendurskoðandi, forsvarsmenn
undirstofnana þingins, frá starfi og stöðu sinna
stofnana. Einnig var farið yfir starfsáætlun Al-
þingis, en starf hefst með þriggja daga sumar-
þingi í ágústlok. Hinn 10. september verður 150.
löggjafarþingið svo sett. sbs@mbl.is
Forsætisnefnd Alþingis á Hólum í Hjaltadal
Ljósmynd/Gylfi Jónsson
Ræddu breytingar á starfsumhverfi og þingstörfin fram undan á sumarfundi