Morgunblaðið - 17.08.2019, Side 6

Morgunblaðið - 17.08.2019, Side 6
VIÐTAL Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hjálmar Jónsson, formaður Blaða- mannafélags Íslands, segir íslenska fjölmiðla á erfiðum tímamótum. Kominn sé tími til að endurskoða skattaumhverfi fjölmiðlanna enda taki það mið af gömlu rekstrar- umhverfi sem eigi ekki lengur við. Eðlilegt fyrsta skref sé að afnema tryggingagjald og virðisaukaskatt af áskriftum og auglýsingum. Tilefnið er annars vegar tíðar upp- sagnir á íslensk- um fjölmiðlum, nú síðast hjá Sýn í vikunni, og hins vegar viðtal við Lilju D. Alfreðs- dóttur, mennta- málaráðherra, í Morgunblaðinu í gær. Boðaði ráð- herrann að RÚV færi af auglýs- ingamarkaði og að innlendir fjöl- miðlar yrðu styrktir. Veik staða þeirra væri enda mikið áhyggjuefni. Spurður um stöðu RÚV á auglýs- ingamarkaði segir Hjálmar það vera eindregna afstöðu Blaðamanna- félags Íslands að ein leið til að efla einkarekna fjölmiðla sé að tryggja jafnræði í samkeppni. Eru ekki á samkeppnismarkaði „Það liggur í hlutarins eðli að við getum ekki verið með ríkisfjölmiðil sem er á auglýsingamarkaði. Við þekkjum það frá nágrannalöndunum að reglan er að ríkisfjölmiðlar séu ekki á þeim markaði nema í mjög vel skilgreindum hólfum. Ríkissjón- varpið í Bretlandi er til dæmis ekki með auglýsingar,“ segir Hjálmar. Það sé áhyggjuefni að fréttir séu endurbirtar án endurgjalds á félags- miðlum. Taka verði hart á slíku til að verja fjölmiðla. Dýrt sé að halda úti ritstjórnum. „Markaðurinn fyrir efni fjölmiðla stækkar stöðugt. Fólk er stöðugt að deila fréttum og fréttatengdu efni á félagsmiðlum. Vandinn er að enginn vill borga fyrir fréttirnar. Það er vandi sem við sem blaðamenn sem stétt stöndum frammi fyrir og sem samfélag. Fólki finnst sjálfsagt mál að fá fréttir ókeypis. Það er hins veg- ar ekki ókeypis að afla þeirra. Það eru höfundarréttarlög í land- inu og blaðamenn eru höfundar frétta. Menn eiga að framfylgja sín- um réttindum – það gilda reglur um þetta – en að mínu viti hafa blaða- menn ekki staðið á rétti sínum eins og þeir hefðu getað. Blaðamenn vinna gjarnan langan vinnudag og það er auðvitað ófært að efni þeirra sé dreift hér og þar án þess að borg- að sé fyrir það. Þegar menn eigna sér vinnu annarra er það auðvitað þjófnaður. Það á að senda slíku fólki innheimtukröfu,“ segir Hjálmar. Ríkið horfir í tekjutapið Rætt var við Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráð- herra, í Morgunblaðinu í gær. Þar benti hún meðal annars á að hið opinbera verði af skatttekjum þegar keyptar séu auglýsingar á netinu af erlendum stórfyrirtækjum. Þær beri enda ekki virðisaukaskatt. Hjálmar kveðst hafa staldrað við þessi ummæli. „Menntamálaráð- herra talar um að ríkið sé að tapa tekjum vegna þess að þessir fé- lagsmiðlar, sem eru erlendir, séu ekki skattskyldir á Íslandi. Það er mjög athyglisvert að þá fyrst rekur ríkið upp ramakvein þegar það tapar spón úr aski sínum, í stað þess að horfa til þess að það skiptir auðvitað máli að vera með öflugt upplýs- ingakerfi, rétt eins og við viljum hafa öflugt heilbrigðis- og menntakerfi í þessu landi,“ segir Hjálmar. Fram kom á vefnum Eyjan.is í gær að Reykjavíkurborg hefði ákveðið að beina auglýsingafé vegna menningarnætur til félagsmiðla og auglýsinga hjá Google. Hjálmar segir aðspurður að slík ráðstöfun auglýsingafjár sé áhyggju- efni. Hún sé því miður ekki eins- dæmi og grafi undan fjölmiðlum. „Við erum ekki nema 360 þúsund manns sem búum á þessu landi. Það er ótrúlegt, ef horft er til síðustu 120 ára, hversu öflug fjölmiðlun hefur verið í landinu. Við gáfum út fimm dagblöð hér áratugum saman. Þessi blómlega útgáfa hlýtur hins vegar að taka enda ef tekjugrunnurinn brest- ur. Það hefur sigið mikið á ógæfu- hliðina hjá fjölmiðlum frá aldamót- um og efnahagshrunið setti auðvitað strik í reikninginn. Fjölmiðlum hefur gengið misvel að fóta sig í nýju umhverfi. Raunar er íslensk fjöl- miðlun ótrúlega öflug miðað við að ekkert hefur verið gert til að styrkja hana á almennum markaði,“ segir Hjálmar sem telur aðspurður slíka styrki ekki þurfa að skerða svigrúm fjölmiðla til að veita valdhöfum að- hald. Í því sambandi skipti megin- máli hvernig slíkt styrkjakerfi sé úr garði gert. Það þurfi að halda því eins fjarri og mögulegt er frá stjórn- málum og embættismannakerfinu. Í Bretlandi sé til dæmis gerður tíu ára samningur um rekstrarfé til BBC eftir því sem hann best viti, til að stuðla að sjálfstæði stofnunarinnar. Stofni rannsóknarsjóð „Blaðamannafélagið hefur gert tillögu um að stofnaður verði rann- sóknarsjóður blaðamanna með sam- bærilegu fyrirkomulagi og launa- sjóður rithöfunda og tónskálda. Þar gætu blaðamenn sótt um styrk til að fara ofan í ákveðin efni sem væri ein- föld og ódýr leið til að tryggja dýpri umfjöllun um marga hluti í íslensku samfélagi. Vandamálið er ekki leng- ur að finna miðil til að birta það. Menn gætu gert þetta í samvinnu við dagblöð og fjölmiðla á netinu. Allar þessar tæknibreytingar breyta ýmsum hlutföllum á mark- aðnum en skapa um leið tækifæri. Þegar ég byrjaði í blaðamennsku þurfti að eiga prentvél og dreifing- arkerfi. Þetta hvort tveggja var stærsti hluti kostnaðarins við að koma efninu á framfæri. Ný tækni býr þannig yfir miklum möguleikum og við sem samfélag eigum að vera opin fyrir að nýta þessi tækifæri.“ Skattbyrði fjölmiðla er of mikil  Formaður Blaðamannafélags Íslands kallar eftir breytingum á skattaumhverfi íslenskra fjölmiðla  Það sé áhyggjuefni ef opinberir aðilar sniðgangi innlenda fjölmiðla við ráðstöfun auglýsingafjár Brot úr sögu fjölmiðla á Íslandi Prentmiðill Ljósvakamiðill Netmiðill 1848 Þjóðólfur kemur út í Reykjavík 1896 Einar Benedikts- son stofnar fyrsta dagblaðið, Dagskrá 1919 Alþýðu- blaðið stofnað 1981 DV stofnað (Dagblaðið og Vísir sameinuð) 1913 Morgun- blaðið stofnað 1966 Ríkis sjón- varpið byrjar 1910 Dagblaðið Vísir stofnað 1930 Stofnun Ríkis- úvarpsins 1986 Stöð 2 og Bylgjan stofnuð – aukið frelsi á ljósvakamiðlum 1917 Tíminn stofnaður 1975 Dagblaðið stofnað 1994 Útgáfa Morgun- blaðsins hefst á netinu 1999 Skjár einn hefur göngu sína 1998 Mbl.is og Visir.is hefja göngu sína 1997 Frettir.is (Fjölnet) fer í loftið 2001 Frétta- blaðið stofnað 2004 Facebook stofnað í Bandaríkj- unum 2005 Youtube stofnað 2006 Twitter stofnað 2010 Instagram stofnað 2010 Frétta- tíminn stofnaður 2011 Snapchat stofnað 2013 Kjarninn.is hefur göngu sína 2015 Stundin stofnuð Auglýsingatekjur fjölmiðla 1996-2017 Vísitala 2017=100 Heimild: Hagstofan 160 140 120 100 80 60 40 20 0 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 Fast verðlag, 2017 2017=100 Breytilegt verðlag Hjálmar Jónsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Samkvæmt upplýsingum frá RÚV eru auglýsingatekjur fyrirtækisins tæpir tveir milljarðar króna á ári. Til samanburðar áætlar Hagstofa Íslands að íslenskir auglýsendur hafi varið ríflega 14 milljörðum króna til kaupa á auglýsingum á innlendum vettvangi árið 2017. Þar af væri hlut- deild RÚV 17%. Tölur fyrir 2018 hafa ekki verið birtar. Á það ber að líta að RÚV selur ekki auglýsingar á netinu. Þá gefur RÚV ekki út prentmiðla. Heimildarmaður Morgunblaðsins sagði áætlun Hagstofunnar ofmeta stærð markaðarins. Nær væri að ætla að auglýsingamarkaðurinn velti um 13 milljörðum króna. Drógust saman milli ára Þá hefur fjölmiðlanefnd áætlað að stærstu birtingahúsin á Íslandi hafi keypt auglýsingar fyrir rúma fimm milljarða króna árið 2018, borið saman við 5,4 milljarða 2017. Elfa Ýr Gylfadóttir, fram- kvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, segir nefndina áætla að þessar tölur eigi við um helming markaðarins. Það rímar við það álit viðmælenda Morgunblaðsins að tölur nefndar- innar séu mjög fjarri lagi. Þá reyndi Morgunblaðið að afla upplýsinga um hlutdeild félagsmiðla á íslenskum auglýsingamarkaði. Benti sú athugun til að engar opin- berar tölur væru til í því efni. Hins vegar taldi einn heimildar- maður að innlendir aðilar keyptu aug- lýsingar af erlendum félagsmiðlum fyrir að minnsta kosti tvo milljarða króna á ári. Annar viðmælandi taldi upphæðina umtalsvert hærri. Þessar upphæðir setja í samhengi áform um að RÚV hverfi af auglýs- ingamarkaði. Sem áður segir fær fyrirtækið um tvo milljarða í auglýs- ingatekjur á ári. Við það bætast um fimm milljarðar í opinber framlög. Viðmælendur blaðsins töldu óraun- hæft að ætla að allt þetta auglýsinga- fé – um tveir milljarðar króna – myndi sjálfkrafa renna til einkarek- inna fjölmiðla á Íslandi. Meðal annars var bent á sterka stöðu RÚV í sjón- varpsauglýsingum. Það væri allsendis óvíst hvort framleiðendur slíkra auglýsinga teldu þær svara kostnaði ef ekki yrði unnt að sýna þær í ríkissjónvarpinu. Fylgir tískusveiflum Sérfræðingur á auglýsingamarkaði benti á að íslensk fyrirtæki hefðu fylgt tískusveiflum á félagsmiðlum. Hjörðin hefði farið milli Google, Facebook, Instagram og fleiri fé- lagsmiðla á síðustu árum. Með því hefðu þau fylgt ætlaðri netnotkun notenda í tilteknum markhópum. Taldi hann svonefnda áhrifavalda sem vettvang fyrir auglýsingar hafa gefið eftir. Urðu margir vinsælir, til dæmis í gegnum Snapchat. Með áhrifavöldum er átt við vinsælt fólk sem talið er geta haft áhrif á kaup- hegðun fylgjenda sinna á netinu. Það getur birst á ýmsan hátt. Ung kona sem ræddi við Morgun- blaðið sagði fiskneyslu meðal ungra kvenna á Íslandi hafa aukist eftir að vinsæl stúlka var dugleg að elda fisk og segja frá því á netinu. Ábyggilegar tölur um félagsmiðlana skortir  Engin opinber tala um umfangið á auglýsingamarkaði Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is Fyrirtæki til sölu Ráðgjafar / eigendur Haukur Þór Hauksson, Rekstrarhagfræðingur, MBA Gsm. 8939855 Thomas Möller, Hagverkfræðingur, MBA Gsm. 8939370 • Sérhæft fyrirtæki sem vinnur aukaafurðir úr fiski og selur erlendis. Velta er um 700 mkr. og ebitda um 60 mkr. Mjög stöðugur rekstur með mikla vaxta- möguleika. Fyrirtækið er rekið í leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. • Sérhæfð gjafavöruverslun í miðborg Reykjavíkur sem hefur gengið mjög vel. Velta tæpar 100 mkr. • Fyrirtæki sem sérhæfir sig innflutningi og þjónustu við verslun iðnað og einstaklinga. Velta er rúmlega 260 mkr. Fyrirtækið er rekið í eigin húsnæði. Mjög góð afkoma og stöðugur rekstur. • Áhugavert fyrirtæki sem sérhæfir sig í yfirborðsmeðferð á málmi og þjónar fjölda viðskiptavina. Velta er um 140 mkr. og ebitda um 25 mkr. Félagið er rekið í leiguhúsnæði. Stöðugur og góður rekstur. • Veitingarekstur í einum af stærstu golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu, mjög góð aðstaða til veitingareksturs og veisluþjónustu. Reksturinn skilar um 10 milljónum í ebitda á ári. • Áhugavert fyrirtæki í gistiþjónustu á Suðurlandi sem skilar góðum hagnaði. • Sérhæft innflutningsfyrirtæki á sviði tækja og búnaðar fyrir bændur og verktaka sem hefur verið í miklum vexti. Velta 2018 tæpar 300 mkr., ebitda um 23 mkr. • Öflugt og vaxandi matvælaframleiðslufyrirtæki sem meðal annars framleiðir mjög vinsæla rétti sem seldir eru í smásöluverslunum, til mötuneyta og stærri notenda. Velta tæpar 200 mkr. Góð afkoma. • Sérhæfð verslun í Smáralind með langa sögu og ágætis afkomu. • Sérhæfð sælkeraverslun á Laugavegi með mikla sérstöðu. • Icelandic Fish & Chips í miðbæ Reykjavíkur. Góður rekstur með mikla möguleika. • Bílasprautun með hagstæða samninga við tryggingafélög og góðan tækjabúnað.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.