Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Er stærsti framleiðandi sportveiðarfæra til lax- silungs- og sjóveiða. Flugustangir og fluguhjól í úrvali. Gott úrval af fylgihlutum til veiða stólar, töskur, pilkar til sjóveiða, spúnabox margar stærðir, veiðihnífar og flattningshnífar. Abulon nylon línur. Gott úrval af kaststanga- settum, fyrir veiðimenn á öllum aldri, og úrval af „Combo“ stöng og hjól til silungsveiða, lax veiða og strandveiða. Flugustanga sett stöng hjól og lína uppsett. Kaststangir, flugustangir, kast- hjól, fluguhjól, gott úrval á slóðum til sjóveiða. Lokuð kasthjól. Úrval af flugustöngum, tvíhendur og hjól. Balance Lippa, mjög góður til silungsveiða „Original“ Fireline ofurlína, gerfi- maðkur sem hefur reynst sérstaklega vel, fjölbreitt gerfibeita fyrir sjóveiði og vatnaveiða, Berkley flattnings- hnífar í úrvali og úrval fylgihluta fyrir veiðimenn. Flugnanet, regnslár, tjaldhælar, og úrval af ferðavörum Helstu Útsölustaðir eru: Veiðivon Mörkinni Vesturröst Laugavegi Veiðiportið Granda Veiðiflugur Langholtsvegi Kaupfélag Borgfirðinga Borgarnesi Kassinn Ólafsvík Söluskáli ÓK Ólafsvík Skipavík Stykkishólmi Smáalind Patreksfirði Vélvikinn Bolungarvík Kaupfélag Steingrímsfjarðar Hólmavík Kaupfélagi V-Húnvetninga Hvammstanga Kaupfélag Skagfirðinga Sauðárkróki SR-Bygginavöruverslun Siglufirði Útivist og Veiði Hornið Akureyri Veiðiríkið Akureyri Hlað Húsavík Ollasjoppa Vopnafirði Veiðiflugan Reyðarfirði Krían Eskifirði Þjónustustöðvar N1 um allt land. Axelsbúð Akranesi Dreifing: I. Guðmundsson ehf. Nethyl 1, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar um þessar vörur má fá á eftirfarandi vefsíðum: www.purefishing.com - www.abugarcia.se - www.kuusamonuistin.fl - www.coghlans.com. Þekktustu veiðivörumerkin eru seld í öllum „Betri sportvöruverslunum landsins“ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Í sumar hafa staðið yfir framkvæmdir í nokkrum skól- um Reykjavíkur. Ekki mun takast að ljúka öllum fram- kvæmdum áður en skólastarfið hefst í næstu viku. Hins vegar verður hægt að kenna öllum bekkjum innan skól- anna nema í Ártúnsskóla og Seljaskóla. Á aukafundi í skóla- og frístundaráði var gefið yfirlit yfir stöðu mála í einstökum skólum.  Ártúnsskóli. Við úttekt á loftgæðum skólans kom í ljós að loftgæðavandamál eru í hluta af húsnæði hans og hefur þeim hluta skólans nú verið lokað þar til end- urbætur á húsnæðinu hafa farið fram. Búið er að finna orsök vandans. Skipta þarf um þak á þeim hluta skólans og er unnið að undirbúningi útboðsgagna vegna þakvið- gerða. Einnig er verið að vinna í tveimur kennslu- stofum. Gengið hefur verið frá því að 7. bekkur skólans fær inni í Árbæjarskóla á meðan á framkvæmdum stendur. Gert ráð fyrir að það geti orðið jafnvel til ára- móta.  Breiðholtsskóli. Átta kennslustofum var lokað síð- astliðið vor. Fjórar verða tilbúnar fyrir skólabyrjun en seinni fjórar kennslustofurnar verði tilbúnar í nóv- ember 2019. Öll kennsla fer fram innan skólans.  Dalskóli. Mötuneyti skólans verður tilbúið um ára- mótin. Til bráðabirgða verður tveimur lausum kennslu- stofum, sem verið hafa við Dalskóla, komið fyrir annars staðar á lóðinni og þær nýttar sem skólamötuneyti.  Fossvogsskóli. Endurbætur vegna rakaskemmda innanhúss og endurnýjun á þökum eru í fullum gangi. Austurálma og miðálma verða tilbúnar fyrir skólabyrj- un en vesturálma verður tilbúin um áramót. Húsnæðis- mál skólans verða leyst með tilfæringum innan hans. Því þarf ekki að kenna í húsnæði KSÍ og Þróttar/ Ármanns í Laugardal eins og á síðasta skólaári.  Seljaskóli. Í kjölfar bruna þurfti að fara í meiri- háttar aðgerðir til að undirbúa skólastarf fyrir haustið 2019. Húsnæðið verður að fullu tilbúið um næstu ára- mót og verður skólastarf skipulagt út frá því. Árgangar 6. og 7. bekkja, samtals um 140 nemendur, fara í hús- næði Fellaskóla á meðan. Ekki tekst að ljúka fram- kvæmdun fyrir skólabyrjun  Hluta nemenda tveggja skóla verður kennt utan skólanna Morgunblaðið/Ómar Seljaskóli Miklar skemmdir urðu á skólahúsinu í tveimur brunum. Húsnæðið verður að fullu tilbúið um áramótin. Rósa Margrét Tryggvadóttir rosa@mbl.is Rauðberjalyng hefur fundist víðar um land en áður en tegundin hefur nú numið land í Munaðarnesi í Borg- arfirði og víðar í héraðinu. Þetta kemur fram á vefsíðu Skógræktar- innar. Líklega dreifst með fuglum Rauðber hafa hingað til fundist að- allega á Austurlandi og við Öxarfjörð og hafa aðeins á síðari árum verið tal- in til flóru Íslands. Berin eru mjög al- geng í Noregi, þar sem þau þekkjast undir nafninu tyttebær, og í Svíþjóð, þar sem þau kallast lingon, en í Skandinavíu hafa berin verið vinsæl til matargerðar. Þetta staðfestir grasafræðingurinn Hörður Kristins- son. Segist hann vita til þess að rauð- berjalyng hafi verið gróðursett fyrir nokkrum árum bæði á Suður- og Vesturlandi en telur líklegt að fuglar hafi hjálpað til við dreifingu berj- anna. Hitastig hefur lítil áhrif Segir hann hitastigið ekki hafa mikil áhrif á berjalyngið; dreifingin skipti mestu og að beit sé ekki of nærgöngul. „Hitinn kemur til með að hafa áhrif í framtíðinni en það eru ekki mikil áhrif komin fram ennþá. Það tekur langan tíma fyrir plönturnar að breiðast út af þeim ástæðum,“ segir Hörður í samtali við Morgunblaðið. Segir hann að rauðberjalyngið dreif- ist hægt ef marka megi hversu lang- ur tími líði milli nýrra fundarstaða. Í lýsingu Harðar á Flóruvefnum kemur fram að rauðberjalyng sé lág- vaxinn runni með hvít eða bleikleit blóm sem þroskist í rauð og safarík ber. Þar kemur jafnframt fram að auðvelt sé að rugla saman rauðberja- lyngi og sortulyngi sem sé svipað í útliti þrátt fyrir að vera ekki af sömu ættkvísl. Tegundirnar sé auðvelt að þekkja í sundur á bragðinu því að rauðberin séu sæt og safarík en ber sortulyngs beisk og mjölkennd. Rauðberjasulta verði algengari Á vef Skógræktarinnar er út- breiðsla rauðberjalyngs talin fagnað- arefni enda auki tegundin fjölbreytni í skógum landsins og fóðri jafnframt fjölbreytilegra fuglalíf. Þar er sagt að fuglarnir ættu að geta dreift rauð- berjum æ hraðar eftir því sem þau nemi land víðar. Rauðber hafa verið algeng til sultugerðar í Noregi og Svíþjóð. Bú- ast má því við að rauðberjasulta verði algengari á borðum Íslendinga í ná- inni framtíð, dreifist berin víðar um land. Rauðber dreifast víðar um land  Rauðberjalyng fannst í Borgarfirði Gómsæt Rauðber eru sæt og safa- rík og vinsæl til sultugerðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.