Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 „Aldrei er svo bjart yfir öðlings- manni að eigi geti syrt eins sviplega og nú,“ orti Matthías Jochums- son. Þessar línur komu mér í hug er ég frétti skyndilegt og sorg- legt fráfalls góðs vinar og sam- starfsmanns til áratuga, val- mennisins Sigurvins Bjarna- sonar. Í gamalli sögu segir frá pilti sem steig niður til Heljar, hitti þar Dauðann sjálfan og fékk að líta flöktandi lífskerti foreldra sinna. Var annað næstum út- brunnið en hitt logaði enn á löngum kveik. Taldi drengurinn Dauðann á að skipta á kertum foreldranna. Feginn hefði ég vilj- að afla mannbaldrinum Sigurvini lengra og lífvænlegra kertis en þess er svo snöggt slokknaði! Samgangur okkar spannaði þrjá áratugi – hefði þó betur ver- ið langtum lengri og tíðari – og féll þar aldrei skugga á. Aldrei sá ég hann öðruvísi en kátan og hressan, með spaugsyrði á vörum. Hann horfði á lífsins björtu hliðar, glettist og sló á létta strengi, góður félagi hvar sem var. Hreinn var hann og beinn í framgöngu, titlatog og tá- tyllur voru honum fjarri; „Allt hefðarstand er mótuð mynt, en maðurinn gullið, þrátt fyrir allt!“ Aldrei máttum við svo hittast að ekki tækjum við að yrkjast á. Gengu ljóðmælin á milli óaflát- lega og þóttumst við báðir yrkj- endur að meiri – eins þótt skáld- in Jónas og Einar Ben hefðu við engu því viljað gangast sem frá okkur kom. En þetta stytti marga stundina og varð okkur Sigurvin Bjarnason ✝ SigurvinBjarnason fæddist 22. júlí 1955. Hann lést 27. júlí 2019. Útför Sigurvins fór fram 15. ágúst 2019. uppspretta ómældr- ar ánægju. Minnis- stæðir er mér dagar sem við eyddum saman í Bruxelles fyrir allmörgum ár- um og heimsókn okkar í bíla- og flug- safn þar í nágrenni borgarinnar. Þar lék Sigurvin á als oddi og smitaði okk- ur ferðafélagana eins og honum var lagið. Það voru ánægjulegar stundir og flugu fljótt eins og allar þær sem vel er varið. Þýski heimspekingurinn Wil- helm von Humboldt tók svo til orða að þegar allt komi til alls séu það samskiptin við aðra sem veita lífinu gildi. Lífsauður af því tagi fólst í þessum manni. Mikils hefur hópurinn misst í honum! En vinir fara fjöld – og nú einnig hann, þessi fallegi sviphreini drengur með bjarta og karl- mannlega róminn. Líkt og aðrir sem hjarta eru og huga kærir mun hann þó lifa í okkur sem honum kynntumst; glettið auglit hans og rómur munu óma fyrir innri hlustum um ókomna tíð. Ekki má minna vera en ég kveðji þennan öðling með hinstu vísu: Megi allt það sem prýddi þig; þinna kosta sjóður, farsældar þér fylgja á stig, félagi minn góður! Fjölskyldu hans votta ég alla samúð mína. Jón B. Guðlaugsson. Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. (Sálm. 119:105) Í tæpa tvo áratugi heimsóttum við Sigurvin öll tíu ára börn í Grandaskóla í Reykjavík. Þar sagði hann þeim frá því þegar hann var lítill polli og verið var að byggja Vesturbæjarlaug. Þá voru göng meðfram sundlauginni og nokkur kýraugu sem hægt var að lauma sér inn um. Þar sem laugin var í byggingu voru þessi göng dimm og varhugaverð og auðvelt að reka sig í eða detta, nokkuð sem kom fyrir hann. Þarna hefði verið gott að hafa vasaljós meðferðis. Í framhaldi af þessari sögu sagði Sigurvin svo börnunum frá því að í lífinu mætti finna nokkurs konar vasa- ljós sem lýsti okkur veginn áfram. Þetta ljós er Biblían, sem leiðbeinir okkur hvert og hvernig sé best að ganga til að farnast vel í lífi og starfi. Sigurvin var trúfastur þátt- takandi í starfi Gídeonfélagsins og naut þess að heimsækja bekk- ina og skólann, enda var unun að sjá börnin fylgjast með frásögn hans, þegar hann sagði þeim sög- ur frá heimaslóðum þeirra. Hann hafði mikla persónutöfra, var hlýr og ávallt jákvæður, enda breiddist yfirleitt út bros og gleði þegar hann gekk inn, hvort sem það var í kennarastofuna í fyrrnefndum skólaheimsóknum, í KFUM-samhengi, hjá Gídeon- félaginu eða bara úti við, á Afla- grandanum þar sem hann bjó. Allir þekktu hann og alltaf var stutt í hlátur og smitandi glað- lyndi. Við fjölskyldan nutum þess að vera nágrannar Sigurvins, Svan- hildar og fjölskyldu frá árinu 2001, sem varð til þess að oft var stoppað á leiðinni út götuna og spjallað. Lífsgleði og útgeislun Sigurvins höfðu mikil áhrif á börnin okkar og urðu synir okk- ar báðir virkir þátttakendur í starfi KFUM eftir að hafa kynnst því, í gegnum það hverf- astarf sem Sigurvin leiddi. Við erum afar þakklát fyrir þau já- kvæðu áhrif sem hann hafði á börnin okkar og fjölskylduna alla. Það féllu mörg tár þegar frétt um ótímabært fráfall Sigurvins barst okkur. Það er dýrmætt að eiga minningar um tryggan og góðan vin, trúbróður og ná- granna. Við biðjum Drottin að umvefja fjölskyldu Sigurvins með kærleika og frið, styrkja hana og blessa. Við vottum Svan- hildi, börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvin- um okkar innilegustu samúð. Sveinbjörn, Linda og fjölskylda. Á lífsins göngu hittum við marga samferðamenn sem hafa mismikil áhrif á okkur. Einn af þeim sem hreif okkur öll er Sig- urvin Bjarnason. Hann lýsti upp umhverfi sitt með góðmennsku, glettni, kærleika og hlýju. Að starfa með honum voru mikil for- réttindi því allar stundir með honum voru bæði skemmtilegar og kærleiksríkar. Æviskeið Sigurvins varð ekki langt en á leiðinni stráði hann fræjum góðmennsku, glæsileika og fagmennsku í hvert sitt fót- spor og því verður minningu hans haldið á lofti um ókomna tíð af starfsfélögum hans og öllum þeim er báru gæfu til að ganga með honum spölkorn á lífsleið- inni. Fjölskyldu Sigurvins og vin- um vottum við okkar dýpstu samúð. Við þökkum fyrir þá ánægju- legu samleið sem við áttum með þessum öðlingi og heiðursmanni og kveðjum hann með eftirfar- andi ljóðlínum: Uppi í himinhvolfi háu hefur flug á bólstri bláu blíður engill, flestum kær, fingurkoss frá oss hann fær. Hann gaf úr sínum gæskubrunni göfug ráð og öllum unni. Við honum færum þakkirnar fyrir allt sem eitt sinn var. (Í. Dungal) Níels Dungal Guðmundsson, Kristinn Páll Guðmundsson, Magnús Snorri Ragnarsson, Íris Dungal. Með sorg í hjarta kveðjum við elsku Sigurvin Bjarnason, ynd- islegan og kæran fjölskylduvin. Við kynntumst Sigurvin, Svan- hildi og börnunum þeirra á Kei- lugrandanum þar sem við bjugg- um í sama stigagangi. Fyrstu æskuminningar okkar systkina eru þaðan og tengjast leik og vin- áttu ungu fjölskyldnanna þar. Alla tíð síðan hefur fallegur og góður vinskapur haldist enda Sigurvin og Svanhildur afar kær vinahjón foreldra okkar. Það var ávallt gaman að hitta Sigurvin á förnum vegi í hverf- inu. Á barnaskólaárum bræðr- anna hélt hann ásamt fleirum ut- an um KFUM-starfið í Frostaskjóli. Það var alltaf skemmtilegt þegar Sigurvin sá um fundina enda hafði hann létt- leika og húmor í fyrirrúmi og gaf mikið af sér. Það var dýrmætt að hitta Sig- urvin í heimboðum hjá foreldrum okkar. Hann var manna hress- astur og með einstaklega góða nærveru. Ekki var annað hægt en að líða vel í návist hans og hann tók alltaf á móti okkur með bros á vör. Þeir pabbi kepptust við að segja fimmaurabrandara og skemmtisögur og tóku bakföll af hlátri. Inn á milli var spilað og sungið með Magga Páls. Gleði- sveitin hefur átt stóran sess í hjörtum foreldra okkar og er stórt skarð höggvið í þann góða hóp. Léttleiki, jákvæðni og góð- mennska einkenndu Sigurvin. Hann sýndi því sem við systkinin tókum okkur fyrir hendur mik- inn áhuga. Þegar María hóf störf hjá Icelandair samgladdist hann innilega og fylgdist vel með hvernig gekk. Sigurvin var mik- ilsmetinn í fluginu og ljóst að hann hafði mikla ástríðu fyrir starfinu sem hann sinnti af heil- indum og alúð. Árin sem bræð- urnir bjuggu í Ameríku heim- sótti Sigurvin þá oftar en ekki í stoppum. Hversdagslegt spjall varð áhugavert þar sem Sigurvin bjó yfir hafsjó upplýsinga um til dæmis bíla, tækni og flugatvik. Gaman var að hlusta á frásagnir hans. Nokkrum sinnum hittist svo vel á að Sigurvin var flug- stjóri í ferðum okkar yfir hafið og eru það eftirminnilegar ferðir. Tíðindi af slysinu voru okkur systkinum mikið áfall. Við eigum bágt með að trúa að svona hafi þurft að fara. Yndislegur maður er fallinn frá. Við huggum okkur við að vita að Sigurvin er nú á góðum stað hjá himnaföðurnum. Við vottum elsku Svanhildi, Jóni Þór, Berglindi, Kristínu Björgu, tengdabörnum og barna- börnum okkar dýpstu samúð. Megi dýrmætar minningar um dásamlegan mann ylja ykkur í sorginni. María Björg, Kristinn Jó- hannes, Sigurður Pétur og Björn Jakob Magnúsarbörn. Það er með nístandi sorg í hjarta sem við skrifum minning- arorð um okkar hjartkæra vin Sigurvin Bjarnason flugstjóra. Hann var einstakur gæðamaður og má segja að hann hafi verið allra. Honum fylgdi hjartahlýja, glaðværð og sterk réttlætis- kennd. Samviskusemi var honum líka í blóð borin. Hann var úr- ræðagóður og nærvera hans var einstaklega þægileg og þess nut- um við meðal annars á ferðalög- um bæði innanlands og erlendis. Sigurvin var frábær ferðafélagi, fróður um svo margt í náttúrunni og miðlaði af þekkingu sinni. Alltaf var stutt í grínið. Minningarnar streyma fram í huga okkar, allar góðar og dýr- mætar. Þar er fyrst til að nefna yndislegar stundir á heimili þeirra hjóna þar sem veitt var af miklum rausnarskap næringu bæði fyrir sál og líkama. Þau hjónin voru höfðingjar heim að sækja og var alltaf jafn greini- legt hversu kærleiksríkt sam- band þeirra var. Leiðtogahæfileikar Sigurvins voru ótvíræðir og við nutum þeirra meðal annars þegar finna þurfti sameiginlega niðurstöðu eða velja réttu leiðina. Ógleym- anleg er ferð sem tvö okkar fór- um með Sigurvini til New York fyrir um áratug, en þangað höfð- um við ekki komið áður. Sigurvin gjörþekkti borgina og sá til þess að við nutum ferðarinnar ákaf- lega vel og náðum að fara á marga markverða staði eftir hans tilsögn. Sigurvin hafði mjög gaman af tónlist, spilaði á gítar og söng. Hann var mjög lagviss og vorum við öll hluti af hópi söngelsks fólks sem ber nafnið Gleðisveitin. Nefna má að Sigurvin samdi upphaf lagsins „Þú ert minn Guð“, sem eitt okkar og Gleði- sveitin fullgerði og við sungum við ýmis tilefni. Lagið er samið við texta úr 4. Davíðssálmi. Ein- læg trú á Jesú Krist einkenndi líf Sigurvins allt. Á ferðum okkar um landið nutum við útiveru í fallegri nátt- úru og var þá farið í styttri eða lengri gönguferðir og oftast voru hljóðfæri með í för. Ferðir í Skaftafell og Bæjarstaðaskóg eru sérstaklega eftirminnilegar og gjarnan var komið við í Prestsbakkakirkju á Síðu þar sem Gleðisveitin hélt tónleika. Ungur kynntist Sigurvin KFUM og dvöl hans í Vatna- skógi mótaði lífsviðhorf hans, en þar starfaði hann sem foringi nokkur sumur. Hann náði vel til barna á öllum aldri, sem sýndi sig vel í barna- og unglingadeild- um félagsins þar sem hann starf- aði með sumum okkar. Leiftr- andi frásagnargleði kom skýrt í ljós, ekki síst þegar hann sagði sögur úr Biblíunni. Hann var einnig félagi í Gídeonfélaginu. Þá naut Sigurvin sín í fullorðins- starfi KFUM og KFUK, ekki síst í karlakór KFUM. Sérstak- lega minnisstætt er vel heppnað ferðalag kórsins til Færeyja í júní síðastliðnum. Fráfall Sigurvins er okkur öll- um mikill harmur. Svanhildur okkar syrgir ástríkan eiginmann, börnin og barnabörnin kærleiks- ríkan föður og afa, móðir og faðir yndislegan son og systkini hans frábæran bróður. Við vottum fjölskyldunni allri dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að veita þeim huggun og styrk í sorginni. Guð blessi minningu Sigur- vins. Magnús og Sigurlína, Magnús og Laura. Það var mikið áfall að heyra af fráfalli Sigurvins Bjarnasonar. Hann hafði tekið þátt í starfi KFUM frá unga aldri og margir okkar sem undanfarið höfum sungið með honum í Karlakór KFUM kynntumst honum á yngri árum og eigum sjóð minn- inga um hann, hvort sem það var úr deildastarfi KFUM, fé- lagsstarfi kristilegra skólasam- taka eða úr Vatnaskógi. Hann tók þátt í öllu þessu félagsstarfi af lífi og sál. Það duldist fáum sem þekktu Sigurvin að hann átti trú á Jesú Krist sem frelsara sinn og það litaði allt líf hans og eðlisfar. Hvar sem hann kom bar hann með sér einstaka persónu- töfra og gleði og ljúfleiki hans hafði áhrif á alla sem hann um- gekkst. Hann var einstakur fé- lagi og vinur og vakti gleði og von í hjörtum þeirra sem áttu samskipti við hann. Hann bar nafn sitt með rentu. Söknuður kórfélaga og sorg yfir fráfalli hans eru mikil. Samtímis minn- umst við með gleði þeirrar sann- færingar sem hann átti í trúnni á Jesú um tilgang lífsins, fyrir- gefningu syndanna og eilíft líf sem hann ræddi um við okkur í kórnum í æfingabúðum í Ölveri fyrir nokkru. Þar velti hann upp mörgum spurningum um rök til- verunnar og tilgang þessa lífs. Svarið hafði hann fundið í trúnni á Jesú. Um það söng hann af mikilli gleði í karlakórnum sem og annars staðar og munum við kórfélagar heiðra minningu hans með því að syngja þann söng áfram. Blessuð sé minning Sig- urvins Bjarnasonar. Við vottum Svanhildi og fjölskyldu dýpstu samúð okkar. Guðlaugur Gunnarsson, formaður stjórnar Karlakórs KFUM. Mig langar til að minnast í ör- fáum orðum vinar míns Sigur- vins Bjarnasonar flugstjóra. Ég man fyrst eftir Sigurvini í Kristi- legum skólasamtökum og í Vatnaskógi, síðar unnum við saman hjá Flugfélagi Íslands úti á Reykjavíkurflugvelli í nokkur ár. Sigurvin hafði lengi stefnt að því að verða atvinnuflugmaður og var mikið í sambandi við föður minn, sem var flugstjóri, varð- andi það. Á þessum árum var ekki hlaupið að því að komast í þannig starf ólíkt því sem hefur verið síðustu árin. Sigurvin fékk síðar starf sem flugmaður, ég fylgdist með honum úr fjarlægð og leit upp til hans. Undanfarin ár höfum við Sigurvin verið með- limir í Karlakór KFUM og þar áttum við stundum gott spjall um heima og geima. Við höfum þekkst í nærri fimmtíu ár, sem er langur tími, og þótt samskipt- in hafi kannski ekki verið mikil á köflum var gott að eiga hann að vini. Það er erfitt að missa náinn ættingja, veit ég, ég hef upplifað það á eigin skinni. Við svona áfall eins og andlát Sigurvins er er gott að eiga trúna á Drottin Guð sem gefur styrk og ekki síður von, við getum lifað í þeirri sann- færingu að eftir að þessu lífi lýk- ur hér á jörð taki við eilíft líf á himnum hjá Drottni Guði okkar. Í Bíblíunni standa þessi orð: „Sá sem trúir hefur eilíft líf.“ Við get- um lifað í þeirri von og trú að við eigum eftir að hittast aftur síðar á himnum. Þig, vinur kæri, kveð ég nú að kynnast þér var gott, við getum nú, í von og trú, vænst þess að hittast oft. (PÁ 2019) Mig langar að votta Svanhildi og fjölskyldu Sigurvins samúð mína. Pétur Ásgeirsson, Hafnarfirði. Boðberar kærleikans eru jarðneskir englar sem leiddir eru í veg fyrir fólk til að veita umhyggju, miðla ást, fylla nútíðina innihaldi og tilgangi, veita framtíðarsýn vegna tilveru sinnar og kærleiksríkrar nærveru. Þeir eru jákvæðir, styðja, uppörva og hvetja. Þeir sýna hluttekningu, umvefja og faðma, sýna nærgætni og raunverulega umhyggju, í hvaða kringumstæðum sem er án þess að spyrja um endurgjald. (Sigurbjörn Þorkelsson) Sigurvin var einn af þessum jarðnesku englum. Hann var boðberi kærleikans af Guðs náð enda helgaður honum frá unga aldri og tók sem ungur maður meðvitaða ákvörðun um að vera lærisveinn Jesú Krists sem þjón- aði fólki af alúð, hlýju og gleði í hvaða kringumstæðum sem var án þess að spyrja um endurgjald. Sigurvin var einstakt ljúf- menni og fáheyrður öðlingur. Einbeittur en glaðlegur hug- sjónamaður. Mikil hetja og fyr- irmynd í augum svo margra. Hann var leiðtogi í yngri deild KFUM í Laugarnesinu þegar ég tók að trítla á fundi þangað 8-9 ára gamall. Hann sýndi mér þá þegar mikinn áhuga og um- hyggju og þannig hefur verið all- ar götur síðan. Umhyggju sem veitir manni uppörvun og vængi út í baráttu daganna. Hann fór ekki um með látum og var ekki endilega að kveða sér hljóðs eða að príla upp í ræðustóla en hann átti það til að hringja í mann og spyrja um líðanina og á manna- mótum til að taka svipað spjall undir fjögur augu. Árið 1988 naut ég síðan þess heiðurs að fá að bjóða hann vel- kominn þegar hann gekk til liðs við Gídeonfélagið á Íslandi á há- tíðlegum aðventufundi. Hann kom strax sterkur inn sem öfl- ugur liðsmaður við gjafir á Nýja testamentum enda var honum sérlega lagið að nálgast og tala við börn og ungmenni. Sigurvin fór snemma að læra flug og dáðumst við sem þekkt- um hann að honum. Hann var farsæll í lífi og starfi. Bæði í einkalífi og sem flugmaður og flugstjóri í áratugi hjá Icelandair og síðar flugþjálfari. Eða þar til óhappið sorglega varð á Hauka- HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.