Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 karakter_smaralind verslunin.karakter Smáralind NÝ GLÆSILEG HAUSTSENDING FRÁ AF SÖNGLEIK Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Söngleikurinn We Will Rock You, sem skrifaður var í kringum helstu smelli hljómsveitarinnar Queen, var frumsýndur í Dominion- leikhúsinu á West End í London ár- ið 2002 og lauk sýningum rúmum 12 árum síðar. Höfðu þá rúmlega 6,6 milljónir miða verið seldar á yf- ir 4.600 sýningar í leikhúsinu. Söngleikurinn er fyrir vikið einn sá vinsælasti í sögu West End sem er býsna merkilegt í ljósi þeirra hörm- ungardóma sem hann hlaut í upp- hafi. Aðalframleiðandi sýningar- innar hafði áhyggjur af því að fara á hausinn eftir fámennið á frum- sýningardag. Þær áhyggjur reynd- ust óþarfar. Óvægin gagnrýni Breskir gagnrýnendur eiga það til að vera óvægnir og spöruðu þeir ekki stóru orðin í garð Queen- sýningarinnar. Dagblaðið The Guardian sagði söngleikinn minna á menntaskólasýningu, götublaðið The Daily Mirror sagði réttast að skjóta höfundinn, Ben Elton, og The Daily Telegraph sagði öruggt mál að söngleikurinn myndi drepa fólk úr leiðindum. Þeir gagnrýnendur sem héldu að We Will Rock You myndi drepa fólk úr leiðindum höfðu heldur bet- ur rangt fyrir sér. Til viðbótar fyrri tölum um aðsókn hafa yfir 16 millj- ónir manna séð verkið í upp- færslum víða um heim og talan fer hækkandi með hverjum degi. Hvað veldur? Jú, í fyrsta lagi sívinsæl tónlist Queen sem fólk virðist aldrei verða leitt á. Í öðru lagi er þetta hreinræktuð af- þreying, tæplega þriggja klukku- stunda löng skemmtun sem er ekk- ert að reyna að vera jafngáfuleg og Vesalingarnir. Sagan er algjört bull og klisja, dystópía með syngjandi og dansandi kristsgervingi í miðið og satanísku illmenni. Segir af heimi þar sem eitt fyrirtæki hefur öll völd yfir mannkyni, leitt af Kill- er Queen, drápsdrottningunni sem Ragga Gísla leikur. Hennar hægri hönd er Kasoggí, leikinn af Birni Jörundi. Hans helsta hlutverk er að halda aftur af andspyrnuhreyfingu og passa að hún flytji ekki tónlist eða leiki á hljóðfæri. Aðeins stein- geld tónlist alvaldsins er leyfð í þessum framtíðarheimi og engar upplýsingar að fá um veröld sem var. Spádómar segja þó að „hinn eini“ muni finna falið hljóðfæri og vekja tónlistina til lífsins á ný. Rokkið á að bjarga heiminum. Fagnaðarlæti Auðvitað er þetta algjör þvæla og kjánahrollur hríslaðist um mig af og til. Það skiptir þó litlu máli því fólk skemmti sér vel og fagnaðar- lætin voru mikil á frumsýningunni í fyrrakvöld í Háskólabíói. Átta ára sonur minn, mikill Queen-unnandi, var alsæll þótt sýningin væri í lengsta lagi fyrir hann. Þrátt fyrir tæknilega örðug- leika (hljóðnemar duttu út hjá leik- urum nokkrum sinnum og ójafn- vægi var í hljóðstyrk milli söngs og hljóðfæraleiks) gekk allt vel á heildina litið. Mikið mæddi á döns- urum, sem voru glæsilegir, og það sama má segja um aðalleikarana, mjög svo misreynda á sviði. Laddi kitlaði hláturtaugarnar og hljóm- sveitin rokkaði vel. Lagatextarnir voru líka lipurlega þýddir. Engin ástæða til að skjóta þann þýðanda, ekki frekar en höfundinn Elton. Rokkið bjargar heiminum Fjör Það gengur mikið á í söngleiknum We Will Rock You sem frumsýndur var í fyrrakvöld í Háskólabíói. Laddi, Króli (Kristinn Óli Haraldsson), Katla Njálsdóttir og Björn Jörundur stóðu sig vel. »Mikið mæddi ádönsurum, sem voru glæsilegir og það sama má segja um aðalleik- arana, mjög svo mis- reynda á sviði. Ljósmyndir/Brynjar Snær Þrastar Háskakvendi Dansarar í We Will Rock You með drápsdrottningunni, Killer Queen, sem Ragga Gísla leikur. Teknófiðludúóið Geigen & plötu- snúðatvíeykið Dj Dominatricks sameina krafta sína í rave-gjörningateitinni Geigen Galaxy #4 í Tjarnarbíói í kvöld kl. 21. Geigen mun hefja ferðalagið með „magnþrungnum hljóðum fiðl- unnar sem breytast í rafbylgjur og stjörnuryk með þeim afleiðingum að rýmið verður að svartholi“, eins og því er lýst í tilkynningu. Þá taka Dj Dominatricks við og flytja gesti á milli sólkerfa með dynjandi takti og hreyfimyndum. Geigen skipa Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggerts- son og Dj Dominatriks eru Arna Beth og Melkorka Þorkelsdóttir. Geigen Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggerts- son skipa fiðluteknótdúettinn. Teknófiðludúó og plötusnúðatvíeyki Listagalleríið Stokkur Art Gallery verður opnað á morgun kl. 15 með sýningu Margrétar Loftsdóttur. Galleríið er rekið af listamönnum og sýnir Margrét útskriftarverk sem hún gerði við University of Cumbria ásamt nýjum viðbótum. Framtíðin nefnist sýning Mar- grétar og segir hún að með því að blanda saman sakleysi barnsins og grófum málarastíl sé leitast við að ná fram ákveðinni þversögn í mál- verkinu. Stefán Hermannsson og Arn- fríður Einarsdóttir hafa verið bú- sett á Eyrarbakka um skeið og standa að galleríinu. Þau munu auk sýninga standa fyrir viðburðum á borð við tónleika og upplestra úr bókum. Frekari upplýsingar má finna á stokkurartgallery.is. Listamaðurinn Margrét Loftsdóttir. Framtíðin í galleríinu Stokki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.