Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Nokkuð hefur hallað undan fæti hjá fyrirtækjum í veitingarekstri að undanförnu. Í gögnum Creditinfo, sem heldur utan um ársreikninga- skil íslenskra fyrirtækja, sést að af- koma fyrirtækja í veitingageiranum hefur farið ört batnandi á síð- ustu árum en út- lit er fyrir að samdráttur hafi orðið í rekstri þeirra á síðasta ári. Fréttaskýr- ing Morgunblaðs- ins frá 8. ágúst síðastliðnum undirstrikar að hin slæma þróun er enn í fullum gangi. Þar kom fram að 14 veitingahúsum hið minnsta hafi verið lokað í mið- borg Reykjavíkur frá sumrinu 2018. Lakari afkoma Kári Finnsson, viðskiptastjóri hjá Creditinfo, segir að tölurnar úr árs- reikningum fyrirtækja frá 2018 í ISAT-flokkunum „veitingastaðir“ og „krár, kaffihús og dansstaðir“, sem skilað hefur verið á árinu, bendi til þess að afkoman sé á leið niður á við. „Þetta gefur einhverja mynd af því hver stefnan er,“ segir Kári og bætir því við að í lok júlí hafi 177 fyrirtæki skilað ársreikn- ingi fyrir árið 2018 en það eru um 27% fyrirtækja úr fyrrnefndum flokkum sem skiluðu ársreikningi í fyrra. Meðalhagnaður þessara 177 fyr- irtækja fyrir skatta, afskriftir og vaxtagreiðslur (EBITDA) nam rúm- lega 18 milljónum króna og lækkaði frá 23,5 milljónum króna árið 2017. Meðalrekstrarhagnaður árið 2018 nam tæpum 14 milljónum króna ár- ið 2018 en um 19 milljónum árið 2017. Eins og sést á grafinu hér að ofan hefur rekstur þeirra veitingastaða sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2018 verið afar sveiflukenndur á undanförnum árum. Eftir jákvæða þróun frá árinu 2015 virðist afkoma veitingastaða aftur vera á leið niður á við. Einn mælikvarði á stöðugleika atvinnugreinar er að skoða hlutfall þeirra fyrirtækja sem eru í grein- inni og teljast til Framúrskarandi fyrirtækja Credtinfo. 865 fyrirtæki voru á þeim lista í fyrra, um 2% virkra fyrirtækja, en aðeins 20 þeirra teljast til ofangreindra ISAT- flokka. Eru það aðeins 2,3% af öll- um framúrskarandi fyrirtækjum á landinu. Kári segir einnig áhugavert að rýna í þróun fjölda veitingastaða á undanförnum árum. 666 fyrirtæki í geiranum skiluðu ársreikningi 2017 en af þeim voru 649 sem störfuðu árið áður. „Ég hefði búist við því að það væri meira um brottfall og nýliðun í veitingahúsageiranum á milli ára. Að meðaltali hefur verið um 4% brottfall og 9% nýliðun á hverju ári frá 2010. Eins og gögnin sýna eru þetta ekki miklar sveiflur en það verður forvitnilegt að sjá hvernig árin 2018, og sérstaklega árið 2019, þróast.“ Mun sjást vel 2020 „Afkoma veitingageirans er að mörgu leyti tengd afkomu ferða- þjónustunnar og því má ætla að fjölgun og bætt afkoma veitinga- húsa sé í takt við fjölgun ferða- manna síðustu ár,“ segir í greiningu Creditinfo. Því má gera ráð fyrir að áhrif af fækkun ferðamanna, sem nam 24% í júní á milli ára, muni sjást skýrar í gögnum Creditinfo um veitingageirann árið 2020 er árs- reikningar fyrir árið 2019 berast. Stefnan er niður á við Þróun EBITDA og rekstrarhagnaðar Fyrirtæki í veitingageiranum sem hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2018 25 20 15 10 5 0 EBITDA, meðaltal (milljónir kr.) Rekstrarhagnaður, meðaltal (milljónir kr.) 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Heimild: Creditinfo  Afkoma fyrirtækja í veitingahúsarekstri sem skilað hafa ársreikningi fyrir árið 2018 var lakari en árið áður  27% veitingastaða hafa skilað reikningi Veitingageirinn » 2,3% Framúrskarandi fyr- irtækja Creditinfo teljast til veitingahúsa, eða 20 af 865. » Tölurnar úr ársreikningum þeirra fyrirtækja sem hafa skil- að ársreikningi fyrir árið 2018 benda til þess að afkoman sé að versna á milli ára. Kári Finnsson 2,6%. Aftur á móti dróst sala á rauð- víni, sem nam 1,1 milljón lítra, sam- an um 1,2% á milli ára, frá janúar til júlí. Salan á sumarmánuðunum, maí, júní og júlí, jókst um 6,6% á milli ára. Sala á freyðivíni og kampavíni á því tímabili jókst langmest, eða um 39,3%. Sala á hvítvíni í sumar jókst um 11,5% og salan á lagerbjór jókst um 5,1%. Sala á rauðvíni í sumar dróst aftur á móti saman um 0,7%. Sé litið á vinsælustu bjórtegundirnar sést að sala á Víking í dóst saman um tæp 13% en seldir voru 728 þúsund lítrar á fyrstu sex mánuðunum en 835 þúsund í fyrra. Faxe Premium í dós er næstsöluhæsti bjórinn í ÁTVR en salan á honum nam 367 þúsund lítrum og dróst saman um 7,68% á milli ára. Sala á Stella Artois í flösku jókst langmest af bjórtegundum. Aukningin á fyrstu sex mánuðum ársins nam 58,5%, sem að stórum hluta til má rekja til verðboðs sem efnt var til vegna bjórsins fyrr á árinu er Costco reyndi að fá umboð- ið á 33 cl. Stella í gleri, sem lækkaði verðið umtalsvert í þrjá mánuði. Á fyrstu sex mánuðum ársins hefur sala áfengis aukist um 3,5% frá því sem var á sama tímabili í fyrra en alls hafa 12,9 milljón lítrar verið seldir á því tímabili. Mesta aukn- ingin á milli ára er í sameiginlegum flokki freyðivíns og kampavíns en þar nemur aukningin 32,2% þar sem seldir hafa verið um 126 þúsund lítr- ar á fyrstu sex mánuðum ársins. Sala á hvítvíni nam 693 þúsund lítrum og jókst um 7,1% og salan á lagerbjór nam 9,5 milljón lítrum og jókst um 32,2% aukning í sölu freyðivíns  Sala á rauðvíni dregst saman milli ára Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Bjór Stella Artois-bjór er vinsæll. ● Landsvirkjun skilaði 68,6 milljóna bandaríkjadala hagnaði, jafnvirði 8,5 milljarða króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Það er umtalsverð aukning frá sama tímabili árið áður þegar hagn- aðurinn nam 54,5 milljónum banda- ríkjadala, jafnvirði 6,7 milljarða króna. Þetta kemur fram í árshlutareikningi fyrirtækisins fyrir fyrri helming þessa árs. Alls námu rekstrartekjur 259,7 millj- ónum bandaríkjadala, jafnvirði ríflega 32 milljarða króna og lækkuðu um tæp- ar 10 milljónir Bandaríkjadala frá sama tíma í fyrra. Eiginfjárhlutfall fyrirtækisins undir lok júnímánaðar var 50,3% sem er lít- illeg aukning frá árinu 2018 þegar hlut- fallið var 48,6%. Hagnaður Landsvirkj- unar eykst milli ára 17. ágúst 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.34 123.92 123.63 Sterlingspund 149.38 150.1 149.74 Kanadadalur 92.52 93.06 92.79 Dönsk króna 18.431 18.539 18.485 Norsk króna 13.711 13.791 13.751 Sænsk króna 12.817 12.893 12.855 Svissn. franki 126.78 127.48 127.13 Japanskt jen 1.1655 1.1723 1.1689 SDR 169.47 170.49 169.98 Evra 137.52 138.28 137.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 166.4564 Hrávöruverð Gull 1517.65 ($/únsa) Ál 1740.5 ($/tonn) LME Hráolía 59.07 ($/fatið) Brent Hagnaður Kjötkompanís var aðeins 1,5 milljónir króna árið 2018 og dróst verulega saman milli ára. Árið áður var hagnaðurinn rétt ríflega 16 millj- ónir króna. Rekstrartekjur fyrirtækisins juk- ust um 180 milljónir króna milli ára og voru um 917 milljónir króna árið 2018. Að sama skapi jukust rekstr- argjöld Kjötkompanís um nær 200 milljónir króna frá árinu 2017, sem jafnframt olli því að hagnaður dróst saman. Kostnaður vegna seldra vara var tæplega 60% alls kostnaðar í fyrra og jókst um 110 milljónir króna frá árinu 2017. Alls námu rekstrargjöld fyrirtækisins 908 milljónum króna árið 2018 en 712 milljónum króna ár- ið áður. Eigið fé félagsins í árslok var ríf- lega 20 milljónir króna. Þar af var óráðstafað eigið fé um 19,5 milljónir króna. Eiginfjárhlutfall Kjötkomp- anís í upphafi árs 2019 var 36%. Eng- inn arður var greiddur til hluthafa á árinu og var arðsemi eigin fjár nær 8%. Kjötkompaní var stofnað fyrir tíu árum en eigandi fyrirtækisins er Jón Örn Stefánsson matreiðslumaður. Kjötkompaní sérhæfir sig í smásölu á kjöti og kjötvöru í sérverslunum auk þess að bjóða upp á vöruúrval sem miðar að því að uppfylla heild- arlausnir í matarinnkaupum við- skiptavina. Samtals voru starfsmenn Kjöt- kompanís 23 talsins árið 2018. aronthordur@mbl.is Hagnaður Kjötkompanís 1,5 milljónir króna í fyrra  Rekstrartekjur fyrirtækisins jukust verulega milli ára Morgunblaðið/Styrmir Kári Eigandi Jón Örn er eigandi sæl- kerafyrirtækisins Kjötkompanís. ● Icelandair Group hefur tilkynnt að fé- lagið geri nú ráð fyrir að Boeing 737- MAX vélar félagsins fari ekki í loftið fyrr en í fyrsta lagi á nýju ári. Áður var gert ráð fyrir því í áætlunum félagsins að kyrrsetningu vélanna yrði aflétt í byrjun nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir hina breyttu áætlun mun sætaframboð á veg- um félagsins í nóvember og desember aukast um 3% miðað við sama tímabil í fyrra. Félagið hefur ekki lagt mat á hvað kyrrsetning vélanna í nóvember og des- ember muni kosta en áður hefur verið greint frá því að félagið telji kostnað sinn af kyrrsetningunni fram til loka október- mánaðar nema um 140 milljónum doll- ara, jafnvirði 17,3 milljarða króna. Max-flotinn verður kyrr- settur fram á nýtt ár STUTT PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.