Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Afhjúpaður verður á morgun, sunnu-
dag, minningarskjöldur um jökulinn
Ok í Borgarfirði. Haustið 2014 lá fyrir
að hann væri ekki lengur til sem slík-
ur, það er að snjór var hættur að falla
undan eigin fargi. Sú skilgreining
ræður því hvort um sé að ræða jökul
eða það sem fræðimann kalla dauðís.
Okjökull, kúpull í 1.198 metra hæð,
blasti við víða úr Borgarfirði og var
þekkt kennileiti. Um aldamótin 1900
var jökullinn 15 km² að flatarmáli.
Hafði svo um árið 1950 minnkað um
helming og var 0,7 km² í síðustu mæl-
ingu árið 2012. Þessi þróun líkist því
sem gerist við ýmsa aðra jökla lands-
ins. Til samanburðar má nefna að
Snæfellsjökull er nú 10 km² að flat-
armáli, en var 22 ferkílómetrar árið
1910. Haldi svo fram sem horfir gæti
Snæfellsjökull verið horfinn um miðja
þessa öld og koma þar til áhrif lofts-
lagsbreytinga, segja vísindamenn.
Að uppsetningu skjaldarins á Oki
standa Cymene Howe og Dominic
Boyer, mannfræðingar og rann-
sóknafólk við Rice háskóla í Texas í
Bandaríkjunum. Einnig koma að
málum Oddur Sigurðsson jöklafræð-
ingur og Andri Snær Magnason sem
er höfundur texta á minningarskild-
inum sem ber yfirskriftina Bréf til
framtíðar. Vænst er fjölmennis við af-
hjúpunina á Oki á morgun. Meðal við-
staddra verður Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra.
Í texta Andra Snæs á skildinum
segir að búast megi við að á næstu
200 árum fari allir jöklar sömu leið og
Okjökull. Hvarf hans geti verið upp-
hafið að öðru og meira. „Samkvæmt
líkindareikingi vísindamanna á Veð-
urstofunni og Háskóla Íslands verður
þróunin svona. Þarna eru í breytunni
stærð jökla og loftslagsbreytingar,
það er að andrúmsloftið hlýni um
tvær gráður á öld,“ segir Oddur Sig-
urðsson um þróun mála.
Morgunblaðið/RAX
Náttúra Horft yfir Okið, fönnina sem þar til fyrir fáum árum var hægt að kalla jökul. Myndin er tekin úr norðvestri og í baksýn blasir við Þórisjökull sem er kúpulaga rétt eins og Okjökull var.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skjöldur Frá vinstri talið Cymene Howe og Dominic Boyer, mannfræðingar
við Rice háskóla í Texas í Bandaríkjunum. Andri Snær Magnason rithöf-
undur, höfundur textans á skildinum góða, er hér lengst til hægri.
Okið er upphafið
Minningarskjöldur um jökulinn sem hvarf afhjúpaður á
morgun Allir jöklarnir hugsanlega horfnir eftir 200 ár
Áhrif mennta- og menningarsetra í
dreifbýli eru umfjöllunarefni á mál-
þingi á Hólum í Hjaltadal í Skaga-
firði dag. Til þess er efnt samhliða
Hólahátíð, sem haldin er nú um
helgina samkvæmt venju á sunnu-
degi í 17. viku sumars.
Dagskrá hátíðarinnar hefst í dag,
laugardag, með helgistund í Grafar-
kirkju á Höfðaströnd. Að henni lok-
inni verður haldið í pílagrímagöngu
og gengið heim að Hólum. Þegar
þangað verður komið er gengið til
kirkju, skírnin endurnýjuð og altar-
issakramentisins neytt. Fyrr um
morguninn gefst fólki kostur á að
ganga upp í Gvendarskál í Hóla-
byrðu, en þar er fornt altari. Sagnir
herma að Guðmundur Arason bisk-
up hinn góði hafi farið þangað reglu-
lega til bænahalds.
Á fyrrgreindu málþingi, sem hefst
kl. 17, ræða fræðimenn vítt og breitt
um stöðu menntasetra og stöðu
þeirra í hinum dreifðu byggðum
landsins, meðal annars um hlutverk
háskóla í mótun samfélaga. Má þar
meðal annars tiltaka erindi Vífils
Karlssonar hagfræðinga sem ber
yfirskriftina Grasrótin og gervi-
greind. Hann mun þar velta upp
þeirri spurningu hvort menninga-
stofnanir geti fleytt landsbyggðinni
inn í framtíðina.
Á morgun, sunnudag, hefst dag-
skráin með orgeltónleikum í Hóla-
dómkirkju en þar mun Rögnvaldur
Valbergsson leika orgeltónlist allt
frá Bach til Bítlanna og Freddie
Mercury. Hátíðarmessa verður kl.
14 þar sem séra Gísli Gunnarsson,
sóknarprestur í Glaumbæjarpresta-
kalli í Skagafirði, prédikar.
Sigrún Magnúsdóttir, þjóðfræð-
ingur og fv. borgarfulltrúi og ráð-
herra, flytur Hólaræðuna, í athöfn
sem hefst kl. 16. Í lokin flytur vígslu-
biskupinn á Hólum, sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir, ávarp.
Ræða menntun
og menningu
Fjölbreytt dagskrá á Hólahátíð
Hólar Pílagrímamerkið fremst og
dómkirkjan mikla er í baksýn.
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN
Álfabakka 12, 109 Rvk • s. 557 2400 • bjorg@bjorg.is • Opið virka daga kl. 8-18