Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Við vitum hvað þín eign kostar Það kom að því að sigur-ganga Magnúsar Carlsenvar stöðvuð og það gerðistá skákmótinu í St. Louis í vikunni þegar fjórða mótið í syrpu móta sem kallast Grand Chess Tour fór fram, en „túrinn“ er nokkurs konar blanda úr þremur keppnis- greinum skákarinnar; kappskák, at- skák og hraðskák. Magnús Carlsen hafði unnið átta skákmót í röð þegar keppnin hófst, þar af fyrstu tvö mótin, á Fílabeins- ströndinni og í Króatíu, og almennt var búist við því að sigurgangan héldi áfram. En svo bregðast krosstré sem önnur tré. Norski heimsmeistarinn náði sér aldrei á strik. Í atskákarhlutanum hlaut hann hann fjóra vinninga af níu mögulegum og í hraðskákarhlutan- um, þar sem keppendurnir tefldu tvöfalda umferð var hann með níu vinninga af 18 mögulegum, eða 50%. Hvað varðar tímamörk í St. Louis er aðeins brugðið frá því sem viðgengst annars staðar og gætir þar áhrifa Kasparovs; í hraðskákinni eru þau t.d. 5 3 Bronstein, sem er mun „þægilegra“ tempó en 3 2 sem notað er í heimsmeistaramótinu í hrað- skák. Magnúsi gekk alveg sérstaklega illa gegn kínversku skákmönnunum Ding Liren og Yu Yangyi og í sex skákum gegn þeim hlaut hann að- eins 1½ vinning. Tónninn var gefinn strax í byrjun atskákhlutans: St. Louis 2019 1. umferð: Liren Ding – Magnús Carlsen Magnús lék síðast 42. ... Df7xh5 og hafði vonast eftir 43. c8(D) Dd1+ og hann nær þráskák. En þá heyrð- ist í fjarska gamalkunnur bjöllu- hljómur og síðan kom „kínversk drottningarfórn“. 43. Dxg7+! Kxg7 44. c8(D)+ Kf6 45. Dd8+! – og svartur gafst upp, 45. ... Ke5 er svarað með 46. Dd4 mát og eftir 45. ... Kg6 46. De8+ fellur drottn- ingin á h5. Magnús virtist vera búinn að rétta hlut sinn nokkuð í hraðskákinni en á lokasprettinum tapaði hann hins vegar þrem skákum í röð. Mótið var mikill sigur fyrir Arm- enann Levon Aronjan sem hlaut 22 vinninga (eða stig) samanlagt, 13 í atskákinni þar sem hver vinningur gilti tvöfalt og níu vinninga í hrað- skákinni. Í 2-4. sæti komu Ding Liren, Yu Yangyi og Maxime Vachier-Lagrave með 21½ vinning. í 5. sæti varð Sergei Karjakin með 19½ vinning og Magnús Carlsen varð svo í 6. sæti með 17 vinninga. Hann heldur þrátt fyrir allt for- ystunni á Grand Chess Tour með 38 stig úr þremur mótum en Vachier- Lagrave kemur næstur með 33,3 stig úr fjórum mótum og síðan Ar- onjan. Þá er Norðmaðurinn einnig efstur á peningalistanum en ljóst er þó að hann heldur ekki lengur efsta sæti á stigalistanum í öllum þremur keppnisgreinunum. Í dag hefst svo kappskákmótið sem fram fer með hefðbundnum um- hugsunartíma, hið svonefnda Sin- quefield Cup, en þar eru keppendur tíu talsins, þ. á m. Magnús Carlsen. Vignir Vatnar með góðan árangur á EM ungmenna í Bratislava Vignir Vatnar Stefánsson náði bestum árangri íslensku keppend- anna sem tóku þátt í EM ungmenna sem lauk í Bratislava í Slóvakíu um síðustu helgi. Vignir vann skák sína í síðustu umferð og hlaut 6 vinninga af 9 mögulegum. Hann varð í 8.-22. sæti af 127 keppendum í flokki kepp- enda 16 ára og yngri . Nokkrir aðrir náðu góðum árangri en mestu stiga- hækkanir komu í hlut Birkis Ísaks Jóhannssonar, sem tefldi í flokki keppenda 18 ára og yngri og hækk- aði um 81 Elo-stig, og Benedikts Þórissonar, sem tefldi í flokki kepp- enda 14 ára og yngri og hækkaði um 68 Elo-stig. Sigurganga Magn- úsar Carlsen stöðvuð í St. Louis Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Chess.com Sigurvegari Levon Aronjan, til hægri, að tafli í St. Louis. Sergei Karjakin situr andspænis honum. Jón Árnason fæddist 17.8. 1819 á Hofi á Skagaströnd, sonur séra Árna Illugasonar, f. 1754, d. 1825, og 3. k.h., Stein- unnar Ólafsdóttur, f. 1789, d. 1864. Jón lauk stúdentsprófi frá Bessastaðaskóla. Hann var bókavörður 1848-1887, fyrst á Stiftsbókasafninu en þegar safnið fékk titilinn Landsbóka- safn Íslands árið 1881 varð hann fyrsti Landsbókavörður Íslands. Hann var einnig fyrsti forstöðumaður Forngripasafns Íslands, síðar Þjóðminjasafnið, þegar það var stofnað árið 1863. Lengi vel sá hann einn um bæði söfnin. Jón varð fyrir áhrifum frá Grimmsbræðrum og fór að safna þjóðsögum og ævintýrum í samstarfi við Magnús Gríms- son. Þeir gáfu út Íslenzk æfin- týri árið 1852. Sú útgáfa hlaut dræmar viðtökur. Þeir tóku aftur upp söfnun sagna vegna hvatningar frá Konrad Maurer. Magnús dó 1860 en Jón hélt söfnuninni áfram. Á árunum 1862 til 1864 kom svo út stórvirki hans, Íslenzkar þjóðsögur og æfintýri í tveimur bindum og var það prentað í Leipzig með liðsinni Maurers. Kona Jóns var Katrín Þor- valdsdóttir Sívertsen. Þau áttu einn son sem dó ungur. Jón Árnason lést 4.9. 1888. Merkir Íslendingar Jón Árnason Í meðferð Alþings á þriðja orkupakkanum gegnir lögfræðileg álitsgerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefáns- sonar þýðingarmiklu hlutverki. Álitsgerð þeirra fjallar um stjórn- skipuleg álitamál tengd framsali ríkisvalds til stofnana ESB/EFTA vegna þriðja orkupakka ESB. Samandregið lýsa höfundar í áliti sínu hættu á árekstrum við stjórnar- skrá. Þeir lýsa hvernig erlendum að- ilum eru falin áhrif á skipulag, ráð- stöfun og nýtingu orkuauðlinda þjóðarinnar verði lagður sæstrengur að landinu. Tala þeir um a.m.k. óbein áhrif í þessu sambandi. Þeir vara við hættu á samningsbrota- og skaða- bótamálum. Gildi lagalega fyrirvarans að þjóðarétti Höfundar tvítaka í áliti sínu þá nið- urstöðu að verulegur vafi leiki á um hvort ráðgert valdframsal til Evr- ópustofnana rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Nánar tiltekið segja þeir að verulegur vafi leiki á um hvort framsal ákvörðunarvalds til ESA samkvæmt 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009 rúmist innan ákvæða stjórnarskrárinnar. Megintillaga höfunda sýnist vera að Ísland fari fram á undanþágur frá tveimur tilgreindum reglugerðum í orkupakkanum í heild, m.a. á þeirri forsendu að hér fari ekki fram raf- orkuviðskipti milli landa, og eigi fyrr- greindar reglugerðir því ekki við um aðstæður hér á landi. Kosturinn við þessa aðferð, segja þeir, að hún er til- tölulega einföld í framkvæmd. Af hálfu höfunda er bent á aðra lausn og sýnist hún, eins og lesa má í 6. kafla álitsgerðar, komin til eftir að utanríkisráðuneytið lét í té nokkrar athugasemdir. Lausnin er að þriðji orkupakkinn verði innleiddur í ís- lenskan rétt en með lagalegum fyrir- vara um að ákvæði hans um grunn- virki yfir landamæri (sæstreng), t.d. 8. gr. reglugerðar nr. 713/2009, öðlist ekki gildi, enda er slíkum grunn- virkjum ekki fyrir að fara hér á landi. Grunnforsenda þessarar lausnar væri sú að þriðji orkupakkinn legði ekki skyldur á Ísland til að koma á fót grunnvirkjum yfir landamæri, heldur yrði ákvörðun um það alfarið á for- ræði Íslands. Form skiptir máli Höfundar tilgreina í álitinu efni lagalega fyrirvarans. Í álitinu er hins vegar ekki tilgreint á hvaða formi hann þyrfti að vera til að gildi hans að þjóðarétti væri tryggt. Kalla þarf eftir áliti lögfræðilegra ráðunauta ríkisstjórnarinnar um hvaða formkröfur þurfi að gera til slíks lagalegs fyrirvara til að hann þjóni því markmiði að ákvörðun um sæstreng sé að öllu leyti á forræði Ís- lands. Þá er ekki ljóst hvaða aðkoma, ef einhver, þarf að koma til frá stofn- unum EES-samningsins og ESB til að tryggja að slíkur lagalegur fyrir- vari hafi gildi að þjóðarétti. Hætta á samningsbrota- og skaðabótamálum Í bréfi til utanríkisráðherra 10. apríl sl. segja höfundarnir tveir að þeir telji mjög ósennilegt að ESA muni gera athugasemdir við þá leið sem ráðgerð er. Þetta álit höfunda af- markast við hvað ESA taki sér fyrir hendur að eigin frumkvæði. Í áliti sínu ræða Friðrik Árni og Stefán Már hvernig stofnunin brygð- ist við kæru frá aðila sem teldi á sig hallað vegna ófullnægjandi innleið- ingar orkupakkans. Þeir benda á að synji Orkustofnun umsókn fyrirtækis um raforkutengingu gæti fyrirtækið snúið sér til ESA með kæru sem gæti endað með samningsbrotamáli gegn Íslandi. Segja þeir að slík staða gæti reynst Íslandi erfið. Fimm hæstaréttarlögmenn og héraðsdómari hafa opinberlega tekið undir þetta álit. Upplýsa þarf um hættuna á málum af þessu tagi, um aðild að slíkum málum, hugs- anlegar varnir af hálfu ríkisins, skilyrði bóta- skyldu og hvaða þættir gætu helst haft áhrif á fjárhæð skaðabóta. Nýleg dæmi eru um háar skaðabætur úr ríkissjóði í krafti niðurstöðu EFTA-dómstólsins um ófullnægjandi innleiðingu Evr- ópureglna um matvæli. Lagalegur fyrirvari í reglugerð ráðherra? Fram hefur komið að samþykki Al- þingi þingsályktunartillögu utanrík- isráðherra um þriðja orkupakkann og forsetinn staðfesti áformar ríkis- stjórnin að taka upp hinar umdeildu Evrópureglur þriðja orkupakkans í íslenska löggjöf með reglugerð iðnað- arráðherra. Drögum að þeirri reglu- gerð hefur verið dreift meðal þing- manna. Í reglugerðardrögunum segir að áðurnefnd Evrópureglugerð 713/2009 skuli öðlast gildi hér á landi. Er áformað að texti Evrópureglugerðar- innar sem þannig á að lögfesta verði birtur sem fylgiskjal með reglugerð- inni. Segir í drögunum að ákvæði um- ræddra Evrópureglna um raforku- tengingar milli landa komi ekki til framkvæmda meðan slíkri tengingu hefur ekki verið komið á. Hefur reglugerðin fullnægjandi lagastoð? Loks segir í fyrirhugaðri reglugerð iðnaðarráðherra, sem hefur það hlut- verk að innleiða hinar umdeildu Evr- ópureglur í íslenska lagasafnið, að hún sé sett með stoð í 45. gr. raf- orkulaga og öðlist þegar gildi. Blasir þá við að spyrja: Hversu traust er þessi lagastoð fyrir setningu reglu- gerðar sem á að innleiða Evrópu- reglur í landsrétt? Í 45. gr. raf- orkulaga segir að ráðherra sé heimilt að setja nánari ákvæði um fram- kvæmd raforkulaganna í reglugerð. Spyrja má hvort það teljist þáttur í framkvæmd raforkulaga að veita lagagildi hér á landi í Evrópureglum um nýtt svið í raforkumálum. Hér má til hliðsjónar skoða með hvaða hætti evrópskar almanna- tryggingarreglur eru lögfestar hér á landi. Í lögum um almannatryggingar er skýrt tiltekið í 71. gr. að ráðherra sé heimilt að innleiða með reglugerð Evrópureglur á þessu sviði sem sam- ið hefur verið um að taka upp á grundvelli EES-samningsins. Áður- nefnd 45. gr. raforkulaga er í engu sambærileg og hefur engin slík ákvæði. Iðnaðarráðherra hlýtur því að þurfa að upplýsa Alþingi um hvaða lögfræðilegar álitsgerðir liggja fyrir um að 45. gr. raforkulaga feli í sér nægilega styrka lagastoð fyrir því að veita umræddum orkupakkareglum lagagildi hér á landi með útgáfu reglugerðar. Málsmeðferð í framhaldinu Alþingi kemur á ný saman til funda 28. ágúst næstkomandi til að ræða orkupakkann. Mikilvægur þáttur í meðferð Alþingis er fundir í nefndum áður en þingfundir hefjast. Kalla þarf til sérfræðinga sem gætu varpað ljósi á ofangreindar spurningar. Fleiri efni þarf að ræða, eins og líklega þróun raforkuverðs verði þriðji orkupakk- inn samþykktur. Alþingi ber að taka upplýsta ákvörðun í málinu. Eftir Ólaf Ísleifsson »Mikilvægum spurn- ingum er ósvarað. Ólafur Ísleifsson Höfundur er þingmaður Mið- flokksins. olafurisl@althingi.is Alþingi ber að taka upplýsta ákvörðun Atvinna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.