Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 17.08.2019, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. ÁGÚST 2019 Í FOSSVOGI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Fylkiskonur unnu gríðarlega mik- ilvægan 2:0-sigur gegn HK/Víkingi þegar liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max- deildinni, í 14. umferð deildarinnar á Víkingvelli í Fossvogi í gær. Sigur Árbæinga þýðir að nýliðarnir eru svo gott sem öruggir með sæti sitt í efstu deild á næstu leiktíð. Staða HK/Víkings heldur áfram að versna og liðið er nú sex stigum frá öruggu sæti í deildinni. Fylkiskonur hafa oft spilað betur en þær gerðu í gær. Árbæingar voru í talsverðum vandræðum með öfluga hápressu HK/Víkings og miðjumönnum liðsins gekk oft á tíð- um illa að færa boltann upp völlinn. Eftir að liðið komst hins vegar yfir var í raun aldrei spurning hvorum megin sigurinn dytti. Þá voru mið- verðir liðsins, þær Berglind Rós Ágústsdóttir og Kyra Taylor, mjög öflugar í öftustu línu og gáfu engin færi á sér. Þær eru orðnar eitt öfl- ugasta miðvarðapar deildarinnar, þrátt fyrir að vera báðar miðjumenn að upplagi. HK/Víkingur fékk fyrsta færi leiksins þegar Svanhildur Ylfa Dag- bjartsdóttir þrumaði í stöng fyrir nánast opnu marki. Leikurinn hefði getað þróast öðruvísi ef Svanhildur hefði skorað en eins og svo oft áður í sumar var þetta stöngin út. Þá sátu alltaf fimm leikmenn til baka hjá lið- inu, allan leikinn, sem var óskilj- anlegt enda þurfti liðið á þremur stigum að halda. Að sama skapi var HK/Víkingsliðið að vinna með löng innköst en það voru aldrei fleiri en tveir leikmenn liðsins mættir inn í teig til að taka á móti boltanum. Fylkiskonur voru að vinna sinn fimmta leik í röð í deildinni og Kjartan Stefánsson hlýtur að koma til greina sem einn af þjálfurum árs- ins fyrir það eitt að ná að halda þessu unga og efnilega liði uppi í efstu deild. Að sama skapa hafa þjálfaraskiptin hjá HK/Víkingi ekki gert neitt fyrir liðið. Liðið er lélegra eftir að Þórhallur Víkingsson var rekinn og leikplanið er undarlegt. Þú liggur ekki til baka í stöðunni 2:0-undir, þegar þú ert í neðsta sæti deildarinnar. Nýliðarnir nánast öruggir með sætið  Þjálfarateymi HK/Víkings steinsofandi Morgunblaðið/Arnþór Barátta Ungstirnin Ída Marín Hermannsdóttir og Eygló Þorsteinsdóttir eig- ast við á Víkingsvelli. Þórdís Elva Ágústsdóttir fylgist vel með gangi mála. Þór/KA mun skipta um þjálfara að keppnistímabilinu loknu í Pepsí Max-deild kvenna í knattspyrnu. Þór/KA greindi frá því í gærkvöldi að Halldór Jón Sigurðsson muni ekki sækjast eftir endurráðningu en stýrir liðinu út tímabilið eins og samningur hans kveður á um. Halldór, sem er gjarnan kallaður Donni í knattspyrnuhreyfingunni, er á sínu þriðja keppnistímabili með liðið en undir hans stjórn varð Þór/KA Íslandsmeistari árið 2017. Halldór mun að líkindum flytjast búferlum til Svíþjóðar. Halldór hættir hjá Þór/KA í haust Ljósmynd/Þórir Tryggvason Hættir Halldór Jón Sigurðsson gæti verið á förum til Svíþjóðar. Arnþór Ingi Kristinsson, miðjumað- ur knattspyrnuliðs KR, verður frá næstu vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í undanúrslitum bikarkeppninnar gegn FH í Kapla- krikavelli í vikunni en þetta stað- festi hann í samtali við mbl.is í gær. Arnþór var borinn af velli á 34. mínútu en hann fór í myndatöku á fimmtudag sem kom ágætlega út. „Það er ekkert slit sem er jákvætt þannig að þetta er bara slæm togn- un. Læknirinn á von á því að ég verði frá í þrjár vikur,“ sagði Arn- þór. bjarnih@mbl.is Skakkaföll hjá toppliðinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Meiddur Arnþór Ingi Kristinsson. 0:1 Marija Radojicic 28. 0:2 Bryndís Arna Níelsdóttir 65. I Gul spjöldSvanhildur Ylfa Dagbjarts- dóttir, Eygló Þorsteinsdóttir (HK/ Víkingi), Marija Radojicic (Fylki). Dómari: Helgi Ólafsson, 6. Áhorfendur: Á að giska 210. MM Margrét Björg Ástvaldsóttir (Fylki) HK/VÍKINGUR – FYLKIR 0:2 M Berglind Rós Ágústsdóttir (Fylki) Kyra Taylor (Fylki) María Björg Fjölnisdóttir (Fylki) Marija Radojicic (Fylki) Bryndís Anna Níelsdóttir (Fylki) Gígja Valgerður Harðardóttir (HK/ Víkingi) Hugrún María Friðriks- dóttir (HK/Víkingi) Karólína Jack (HK/Víkingi) Eygló Þorsteinsdóttir (HK/Víkingi) Manchester City og Tottenham eru tvö af þremur liðum sem talin eru líklegust til að berjast um enska meistaratitilinn í fótbolta í vetur og þau mætast í Manchest- er síðdegis í dag, í sannkölluðum stórleik 2. umferðar. Fjörið og dramatíkin var með hreinum ólíkindum þegar liðin mættust á Etihad-vellinum í vor í seinni leiknum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar, þegar Tott- enham sló City út, en City vann svo 1:0-sigur í leik liðanna í deild- inni þremur dögum síðar. „Við fengum að kynnast því á síðustu leiktíð við ýmis tilefni hve góðir þeir [Tottenham-menn] eru. Þeir eru með næstbesta lið Evr- ópu,“ sagði Pep Guardiola, knattspyrnustjóri City, og vísaði til þess að Tottenham komst í úr- slitaleik Meistaradeildarinnar. „Frá því að ég kom til Eng- lands hafa þeir getað barist um titilinn á hverri einustu leiktíð. Fyrsta tímabilið enduðu þeir í 2. sæti og þeir hafa alltaf verið þar eða þar nálægt,“ sagði Guardiola. Tottenham er enn án Deles All- is og Ryans Sessegnons vegna meiðsla, og þeir Son Heung-min og Juan Foyth eru í banni. City er án Benjamins Mendys og Lero- ys Sanés en Fernandinho gæti spilað sinn fyrsta leik á tímabilinu. Umferðin hefst á leik Arsenal og Burnley í hádeginu þar sem Jó- hann Berg Guðmundsson verður í eldlínunni. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton mæta Wat- ford kl. 14 og þá mætast einnig meðal annars Southampton og Liv- erpool. Á morgun mætast Shef- field United og Crystal Palace og Chelsea og Leicester en umferð- inni lýkur á mánudag með leik Wolves og Manchester United. sindris@mbl.is Mögulega lykilleikur í titilbaráttunni AFP Frábær Raheem Sterling skoraði þrennu fyrir Man. City í 1. umferð. Stórsniðugur skammtari fyrir stórsekki ! Hentar fyrir : FÓÐUR - ÁBURÐ - FRÆ - SAGKÖGGLA - SALT FB Selfossi Austurvegur 64a 5709840 FB Hella Suðurlandsvegur 4 5709870 FB Hvolsvelli Ormsvöllur 2 5709850 15% AFSLÁTTUR Tilboð gildir til 1.9.2019 KNATTSPYRNA Bikarkeppni kvenna, Mjólkurbikar: Laugardalsvöllur: Selfoss – KR.............L17 Úrvalsdeild karla, Pepsi Max-deild: Hásteinsvöllur: ÍBV – KA.......................S16 Mustad-völlurinn: Grindavík – HK........S17 Kaplakrikavöllur: FH – Fylkir...............S18 Samsung-völlurinn: Stjarnan – ÍA ....S19.15 1. deild karla, Inkasso-deild: Grenivíkurvöllur: Magni – Afturelding.L16 2. deild karla: Vogaídýfuv.: Þróttur V. – Leiknir F.L13.30 Sauðárkróksvöllur: Tindastóll – KFG...L15 Olísvöllurinn: Vestri – Fjarðabyggð......L15 Húsavíkurvöllur: Völsungur – Víðir ......L16 3. deild karla: Skallagrímsv.: Skallagrímur – Sindri....L14 Fagril.: Augnablik – Höttur/Huginn .....L14 Vopnafj.v.: Einherji – Vængir Júpiters.L14 Ólafsfjarðarvöllur: KF – KV ..................L15 4. deild karla: Hrafnagilsv.: Samherjar – Björninn .....L16 Stykkishólmsvöllur: Snæfell – Afríka ...L16 Blönduósvöllur: Kormákur/Hvöt – ÍH..L16 Tungubakkavöllur: Álafoss – Hörður Í.L16 Þróttarvöllur: Kóngarnir – KFS............L14 Helluvöllur: KFR – Elliði .......................L14 1. deild kvenna, Inkasso-deild: Sauðárkróksv.: Tindastóll – Augnablik .S15 2. deild kvenna: Leiknisvöllur: Leiknir R. – Sindri..........S14 Húsavíkurvöllur: Völsungur – Grótta....S16 HANDKNATTLEIKUR Reykjavíkurmót karla: Origo-höllin: Valur U – ÍR.................L18.15 Reykjavíkurmót kvenna: Dalhús: Fjölnir – ÍR................................L14 UMSK-mót karla: Kórinn: Stjarnan – Grótta ......................L13 Kórinn: Afturelding – HK ......................L17 UMSK-mót kvenna: Kórinn: Grótta – Stjarnan ......................L11 Kórinn: HK – Afturelding ......................L15 Í KVÖLD! Útlit er fyrir að handboltamark- vörðurinn Stephen Nielsen gangi til liðs við Stjörnuna frá ÍR fyrir kom- andi leiktíð, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Stephen hefur þó æft með ÍR í sumar en hann lék með ÍR á síðustu leiktíð. Stephen hefur einnig leikið með ÍBV, Val og Fram hér á landi og var um tíma að láni hjá AIX í Frakk- landi frá ÍBV. Hann er íslenskur ríkisborgari og lék sinn fyrsta landsleik fyrir Ísland 2016. Sveinbjörn Pétursson hefur varið mark Stjörnunnar síðustu þrjú ár en neyddist til að hætta í sumar vegna bakmeiðsla. Stephen til Stjörnunnar?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.