Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201610 FR U M - w w w .f ru m .is Getum við orðið að liði? – Við seljum m.a. Hótel-lín í mörgum gæðaflokkum, handklæði, baðmottur, sængur, kodda, sloppa, borðdúka og munnþurrkur. Viskastykki, microklúta, netpoka, gufustraujárn o.fl. Þvottavélar, þurrkara, strauvélar, pressuvélar, gufukatla, gufupressur, ýmis frágangstæki fyrir tau, fatnað og lín, rykmottur, tauvagna, -grindur, -poka, ýmsar rekstravörur og merkingakerfi. Frábærar vélar fyrir m.a. þvottahús, hótel og gistiheimili. Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta Ég er enn að leita af manni til liðs við okkur. Best væri að fá pípara, en maður sem unnið hefur í iðngeiranum kæmi vel til greina. Góð laun í boði fyrir rétta manninn. Er mjög vel búinn verkfærum og verkefnin eru fjölbreytt. Áhugasamir geta haft samb. í s. 820-3722 (Hilmir) eða sent mér línu á hilmirb@simnet.is. Er komin sprunga eða steinkast í framrúðuna? Við hjá SBB tökum að okkur að skipta um framrúður í öllum stærðum af bílum Jón Guðmundsson garðyrkju- fræðingur á Akranesi hefur skrifað undir samning um afnot af landi á Miðvogslækjarsvæði á Akranesi og hyggst byggja þar gróðrarstöð. „Hugmyndin er sú að fara í rækt- un á grænmeti, ávöxtum og garð- plöntum. Þetta er í raun bara út- víkkun á því sem ég hef verið að gera. Ég sé ekki endilega fyrir mér að vera að selja mikið sjálfur held- ur frekar að selja til heildsala. Fyrst um sinn verð ég bara einn í þessu en vonandi mun þetta stækka hægt og rólega hjá mér,“ segir Jón. Sem garðyrkjumaður starf- ar Jón að mestu sem verktaki en með ræktunarlandinu gæti orð- ið breyting þar á. „Ég starfa um það bil 90% sem verktaki og 10% í ræktun. Það hefur verið erfitt að sinna ræktuninni hingað til vegna aðstöðuleysis. Ég hef undanfar- ið verið að leigja mér pláss í Mos- fellsdal. Ég hef horft til þess síð- ustu sex ár að koma mér upp að- stöðu hér nálægt. Við það að fá þessa aðstöðu get ég einbeitt mér meira að ræktuninni en þó mun ég ekki segja skilið við verktakavinn- una.“ Jón hefur ekki ákveðið sig hvort hann ætli að sérhæfa sig í ein- hverju fram yfir annað í ræktun- inni við Miðvogslækinn. „Maður verður bara að sjá hvernig þetta þróast, hvað virkar og hvað ekki. Ég horfi kannski að ákveðnu leyti til berja, kirsuberja og fleira en síðan hef ég töluverða reynslu og þekkingu á garðplöntum.“ Lóðin sem um ræðir er tæplega þrír hektarar að flatarmáli og við Þjóðveg 15. Skilgreindur er bygg- ingarreitur fyrir starfsmannaaðstöðu á lóðinni, garðyrkjustöð og land til ræktunar. „Þetta verður aldrei mjög stór ræktun, það verða engin mann- virki eins og fólk hefur t.d. séð und- ir tómataræktun í Hveragerði. Þetta verður að mestu útiræktun en ég ætla mér þó að reyna að vera með 4-10 lítil gróðurhús. Það er í raun ómögulegt að átta sig á því hversu mikið land fer undir ræktunina sjálfa,“ segir Jón. Í frétt um samninginn á vef Akra- neskaupstaðar segir að öll mann- virki skulu vera færanleg og hægt að taka þau niður með litlum fyrirvara. Leigutími landsins er til tuttugu ára. Jón fær tvö ár í uppsagnarfrest ef Akraneskaupstaður ákveður að segja samningum upp. Þetta setur Jóni ákveðnar skorður. „Samning- urinn er góður að flestu leyti en ég get auðvitað ekki byggt til framtíðar vegna uppsagnarákvæðis og því þarf ég að horfa til skamms tíma í senn.“ Hann segist ætla að reyna að hefj- ast handa sem fyrst við undirbún- ing á ræktuninni. „Eins og staðan er núna þá eru hross sem hafa fengið að vera á lóðinni svo það er ekki al- veg á hreinu hvenær ég get byrjað undirbúning. En það verður líklega mjög fljótlega.“ bþb Leyfi gefið til byggingar gróðrarstöðvar Jón Guðmundsson hefur m.a. náð eftirtektarverðum árangri í eplarækt. Ljósm. úr safni. Niðurrif á Suður- götu 64 á Akranesi er langt komið. Hús- ið var þriggja hæða íbúðarhús, klætt að utan með járni. Nið- urrif hússins hef- ur tekið tvær vikur en byrjað var á bíl- skúrnum. Eftir það þurfti að rífa klæðn- ingu hússins utan af og járn af þakinu og því næst var efsta hæð hússins brotin niður ásamt bakhlið. Geng- ið verður frá svæðinu með þökulögn þeg- ar niðurrifi hússins verður lokið. grþ Húsið við Suðurgötu 64 jafnað við jörðu Suðurgata 64 var einni hæðinni fátækari þegar þessi mynd var tekin sl. mánudagsmorgun. Ljósm. ki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.