Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201628 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn „Ég fór fyrst fast á sjóinn með pabba á Skipaskagann. Hann var skipstjóri þar,“ segir Þráinn Þór Þórarinsson, smábátasjómaður á Akranesi að- spurður um upphafið af sjómennsk- unni. Þráinn er Skagamaður í húð og hár, fæddur og uppalinn á Akranesi. Hann byrjaði að sækja sjóinn um tví- tugt og var í sjö ár á Skipaskaganum. „Ég stefndi alltaf í að verða sjómaður, þetta voru flottustu karlarnir,“ seg- ir hann og brosir. Þráinn hefur alla tíð haft sjómennskuna sem aðalat- vinnu og unnið við ýmislegt á sjón- um. „Ég fór svo að vinna á trillu hjá mági mínum og var þar í tíu ár, þar til hann seldi útgerðina. Þá fór ég á tog- ara í nokkur ár og var bæði á Höfða- víkinni, Haraldi Böðvarssyni og Stur- laugi.“ Verið að smíða annan bát Fyrir fimm árum tók Þráinn við Akra- bergi SI-90. Akrabergið er þrettán brúttótonn og hraðfiskibátur af teg- undinni Siglufjarðarseigur. Þráinn veiðir þar á línu og skaki og er ánægð- ur með bátinn. „Þessi vinna á betur við mig en togarasjómennskan. Mað- ur er nær þessu öllu, meðvitaður um umhverfið, strauma og stefnur. Svo er útgerðin að fá nýjan bát núna, annan seiglubát,“ segir Þráinn. Hann segir þann nýja heldur stærri en Akraberg- ið eða 28 tonn. „Hann verður yfir- byggður með beitningarvél. Það voru smá byrjunarörðugleikar í þessu og þetta er búið að tefjast um eitt ár. Við áttum upphaflega að fá hann síðasta haust en svo var ákveðið að breyta og setja í hann beitningarvélina. Þetta verður í fyrsta sinn sem ég nota slíka vél en ég held að helsti munurinn verði sá að maður þarf ekki að flytja balana með sér um allt.“ Forðast ýsuna Alls eru tveir um borð á Akraberg- inu en einnig starfa fjórir við beitn- ingu hjá útgerðinni. Þráinn gerir út frá Akranesi yfir veturinn en í maí- mánuði færir hann sig yfirleitt norð- ur í land. „Við erum núna á Skaga- strönd þar sem við erum á þorski. Maður færir sig eftir fiskinum. Menn forðast ýsuna enda fæst ekki kvóti fyrir hana.“ Hann segir útgerðina vera með nóg af þorskkvóta. „En við leigjum ýsuna. Það er svolítið vesen, enda er ekki til skiptanna fyrir alla,“ segir hann. Fiskurinn er seldur að stórum hluta á markað en stærri fisk- urinn er í föstum viðskiptum á Ólafs- firði. Þráinn segir veturinn hafa ver- ið ágætan, sérstaklega í samanburði við síðasta ár. „Þessi vetur var skárri, það var allavega hægt að róa meira hérna sunnan til. Aflabrögð voru al- veg þokkaleg, en ekkert mikið meira en það.“ grþ V M - F é l a g v é l s t j ó r a o g m á l m t æ k n i m a n n a - S t ó r h ö f ð a 2 5 - 1 1 0 R e y k j a v í k - 5 7 5 9 8 0 0 Landsfélag í vél- og málmtækni VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn Sjómannadagurinn Færir sig eftir fiskinum Þráinn Þór ásamt hundinum Ými. Tekið um borð í Akrabergi. Nýi báturinn meðan hann var enn í smíðum.Á landleið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.