Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 68

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 68
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201668 Atvinnuhúsnæði til leigu á Akranesi Til leigu er atvinnuhúsnæði við Smiðjuvelli. Samanlagt er húsnæðið um 150 fm. Sameiginlegur inngangur með bílasölunni. Fundarsalur, verslunarrými, lagerpláss og kaffiaðstaða. Á efri hæð er ca. 35 fm sem hægt er að nýta sem skrifstofuaðstöðu. Getur t.d. hentað fyrir snyrti- eða hárgreiðslustofur. Laust strax. Upplýsingar á Bílás. Sími: 431-2622, 863-2622 eða 893-2621 SK ES SU H O R N 2 01 6 Norðurálsvöllur Allir á völlinn ÍA - Þróttur Sunnudaginn 5. júní kl. 19:15 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er S K E S S U H O R N 2 01 6 Af því tilefni býður Norðurál öllum frítt á völlinn. Oft var þörf en nú er nauðsyn að styðja við bakið á strákunum! Vinnueftirlitið óskar eftir að ráða eftirlitsmann til starfa við véla- og tækjaeftirlit á Vesturlandi með aðsetur á Akranesi Helstu verkefni eru: Vinnuvéla- og tækjaeftirlit, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Fræðsla á námskeiðum. Menntunar- og hæfniskröfur: Tæknimenntun, t.d. vélfræði- eða iðnmenntun (vélvirkjun/bifvélavirkjun). Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu, s.s vinna við stjórn og/ eða viðgerðir vinnuvéla. Skipulagshæfni, sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi. Sveigjanleiki og mikil hæfni í mannlegum samskiptum. Góð íslenskukunnátta og þjálfun í framsetningu ritaðs máls. Kunnátta í ensku og/eða Norðurlandamálum er æskileg. Tölvufærni. Reynsla af fræðslu- og kynningarstarfi kostur. Um er að ræða 100 % starf með aðsetur að Stillholti 18, Akranesi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið. Vinsamlegast sækið um á vef Vinnueftirlits ríkisins eða á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til og með 20. júní nk. Nánari upplýsingar um starfið fást hjá Guðjóni Einarssyni hjá vinnuvéla deild (gauie@ver.is), s.550 4600. Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum nr. 46/1980. Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu www.vinnueftirlit.is. Frumkvæði - Forvarnir - Fagmennska SK ES SU H O R N 2 01 6 Körfuboltabræðurnir Þorgeir og Sig- urður Aron Þorsteinssynir eru búsett- ir í Borgarnesi. Bræðurnir eru efni- legir spilarar og hafa báðir verið við- loðandi yngri landslið Íslands undan- farin ár. Þorgeir er fæddur árið 1999 og er því 17 ára gamall en Sigurður er tveimur árum yngri. Báðir leika þeir stöðu miðherja og hafa hæðina með sér. Þorgeir er 205 sentímetrar en Sigurður er 197 sentímetrar. Þeg- ar blaðamaður ræddi við bræðurna á dögunum kom á daginn að mið- herjastaðan hefur verið áberandi í fjölskyldunni. Fyrst ber að nefna afa drengjanna, Sigurð Má Helgason. „Afi var í landsliðinu og alltaf mikið í kringum körfubolta. Hann var með- al annars einn af stofnendum körfu- knattleiksdeildar Vals,“ segir Þor- geir. Næst nefna bræðurnir móður- bróðurinn Flosa Sigurðsson, sem fór til Seattle í Bandaríkjunum og lék á háskólastyrk á áttunda ártugnum. „Síðan er það auðvitað bróðir pabba, Gunnar Þór Þorsteinsson, eða Gunni bóndi, eins og hann var kallaður. Hann spilaði lengi með Skallagrími og er einn af þekktari leikmönnum liðsins,“ segja bræðurnir. Allir voru ættingjarnir miðherjar og ef til vill átti það því fyrir bræðr- unum að liggja að leggja körfubolt- ann fyrir sig. „Ætli þetta sé ekki bara í blóðinu. Við höfum alltaf verið í kringum körfubolta,“ segja þeir. „Við vorum aldrei mikið fyrir fótbolta en prófuðum líka badminton og spiluð- um það í mörg ár með körfunni. En Borgarnes er mikill körfuboltabær og körfuboltinn var alltaf skemmtileg- astur,“ segir Þorgeir. Afi, Dirk og Raggi Nat Báðir voru bræðurnir ungir þeg- ar þeir stigu sín fyrstu skref á körfu- boltavellinum. Þorgeir hefur æft frá sex ára aldri, með árs hléi þó. Sigurð- ur byrjaði á sama aldri og hefur einn- ig þurft að gera hlé á æfingum. „Ég tók mér pásu í eitt og hálft ár vegna meiðsla. Ég stækkaði mjög hratt, var með mikla vaxtaverki og gat ekki æft,“ segir hann. Erfiðleikar geta alltaf gert vart við sig hjá ungum íþróttamönn- um. En bræðurnir höfðu það mikinn áhuga á körfunni að þeir sneru aftur til æfinga eftir hlé. Ætla þeir að halda áfram að leggja stund á körfuboltann meðan áhuginn er fyrir hendi. Þegar bræðurnir eru spurðir um fyrirmyndir sínar í boltanum stend- ur ekki á svörum. „Það er afi, ekki spurning,“ segja þeir en nefna að er- lendis líti þeir mikið upp til Dirk No- witzki, leikmanns Dallas Mavericks í NBA deildinni. „Einnig höfum við horft mikið til Ragga Nat [Ragnars Nathanaelssonar]. Það er alltaf verið að kenna honum nýja hluti og hjálpa honum að bæta sig. Hann er dálítið okkar maður,“ segja þeir. Aðspurðir hvað sé skemmtilegast við körfuna segir Þorgeir að það sé líklega félagsskapurinn. „En það er líka mjög gaman þegar maður nær að gera eitthvað kúl. Skora fallega körfu eða blokka einhvern út úr húsinu,“ bætir Sigurður við og brosir. En þó tilþrif og taktar geti verið eftirminni- legir fer minnstur tími íþróttaiðkunar í þau augnablik. Mestum tíma er allt- af varið í æfingar og bræðurnir leit- ast stöðugt við að bæta sig. „Ég er að vinna í því að bæta stökkkraftinn hjá mér,“ segir Þorgeir „og ég þarf að bæta pósthreyfingarnar mínar og er að vinna í þeim núna,“ bætir Sig- urður við. Erfitt en gaman með landsliðunum Hér að ofan var fullyrt að bræðurn- ir teldust efnilegir körfuknattleiks- menn og nú skal það stutt með rök- um. Þorgeir varð á liðinum vetri Ís- landsmeistari með ÍR í drengjaflokki og hafnaði í öðru sæti í bikarkeppn- inni. „Við mættum Njarðvík í báðum úrslitaleikjunum. Það var mjög súrt að tapa fyrir þeim í bikarnum í vet- ur en jafnframt mjög sætt að vinna þá síðan í leiknum um Íslandsmeistara- titilinn,“ segir hann. Liðinu var síð- an í vor boðið á Scania Cup í Sví- þjóð, ásamt öðrum bestu drengjalið- um Norðurlandanna. Sigurður lék með 9. flokki Skalla- gríms í B deild Íslandsmótsins í ár en segir að liðið hafi ekki unnið til verð- launa í vetur. Hann var aftur á móti valinn í U15 ára landsliðið fyrir Co- penhagen Invitational og hélt til æf- inga með hópnum um síðustu helgi. „Það er góð tilfinning að vera valinn í landsliðið, að vera í topp 12 í sín- um aldursflokki á landsvísu. Gam- an að geta sagt öðrum frá því líka,“ segir hann og hlær við. „Það er allt- af mikið hrós að vera valinn í lands- liðsverkefni,“ bætir Þorgeir við sem þekkir þá tilfinningu. Hann fór sjálf- ur með U15 ára landsliðinu til Kaup- mannahafnar á síðasta ári og hafnaði í öðru sæti. Árið eftir fór hann með U16 ára landsliðinu á Norðurlanda- mótið en komst ekki í hóp fyrir Evr- ópumeistaramótið seinna um sumar- ið. „Þannig að við höfum báðir verið viðloðandi landsliðin og það er mjög gaman. Erfitt, en mjög gaman,“ seg- ir Þorgeir. kgk „Höfum alltaf verið í kringum körfubolta“ Bræðurnir Sigurður Aron og Þorgeir Þorsteinssynir. Þorgeir varð á liðnum vetri Íslands- meistari með ÍR í drengjaflokki. Sigurður á æfingu með U15 ára landsliði Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.