Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 40

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201640 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Jón Snorrason í Grundarfirði fór ungur til sjós, enda segir hann fátt annað hafa komið til greina. Hann fæddist og ólst upp í Hrísey og byrjaði 14 ára gamall á handfærum, en fór svo á línu og net á trillum úr eyjunni. Þetta var árið 1958, en þremur árum síðar tók líf hans nýja stefnu á örlagaríkum fundi í Hrís- ey. „Ég var nýbyrjaður á Harðbaki, síðutogara á Akureyri. Ákveðið var að fiska í siglingu, en það var svo lélegt fiskerí að það var ákveðið að koma við í Hrísey og kaupa fisk til að sigla með. Þá hitti ég Magnús mág minn og hann spurði hvort ég vildi ekki pláss á vertíð frá Grund- arfirði og ég var til í það. Hann sagði þá að vel gæti farið að ég þyrfti að koma strax á haustsíldina, ætlaði ég að fá plássið. Ég sagði honum að senda mér skeyti, en það yrði að vera með sólarhringsfyrir- vara. Við vorum svo á heimleið úr siglingunni þegar ég fékk skeytið og var sagt að koma strax. Þetta var í september 1961 og ég er búinn að vera í Grundarfirði síðan.“ Í Grundarfirði hitti Jón siglfirska stúlku, Selmu Friðfinnsdóttur. Hún hafði nú séð hann á Sigló, en þau kynntust í Grundarfirði árið 1963 þegar þau voru saman á dansnám- skeiði. „Hún hafði gleymt skónum sínum og ég skutlaði henni heim til að ná í dansskóna. Ég heillaði hana því ekki upp úr skónum, heldur í þá. Síðan eru liðin 53 ár hjá okk- ur saman og 52 ár síðan við gift- um okkur.“ 800 tonn blóðguð Jón hóf störf á Grundfirðingi II þegar hann kom í Grundarfjörð, fyrst á haustsíld og síðan á línu og net. Árið 1964 fór hann síðan á Runólf og var þar út vorið 1966, á síld og netum. Og það var lítið um frí á þessum árum. „Þetta voru þrjú úthöld á ári. Frá áramótum til 11. maí, þá var stoppað í hálfan mán- uð, þrjár vikur, en svo farið á síld. Þá var komið heim í september og stoppað í einhverja daga, en síðan farið á síld fyrir vestan og sunn- an. Svona var þetta fram að jólum og stundum fram yfir, það var nú stundum farið út á annan í jólum og verið fram yfir áramót þegar far- ið var á net aftur. Á netunum voru engar fríhelgar, en það var bannað að róa föstudaginn langa og páska- dag. Það var ekki fyrr en seinna að það fóru að koma fríhelgar. Á síld- inni var aldrei neitt frí. Þó man ég að eitt sumarið fór ég á bát frá Reykjavík, Ásþór, og þá stoppuð- um við einu sinni eina helgi. Flug- um frá Egilsstöðum suður og fór- um heim yfir helgi. Það var eina fríið það sumarið. Það voru eng- ar sérstakar vaktir á síldinni. Þegar þeir voru að leita að síld voru menn í koju þegar ekkert var að gera. Svo var bara kallað ræs og kastað og unnið á meðan síldin var. Það réðst svo af því hversu fljótt gekk að fá í skipið hvenær farið var í land. Menn hvíldu sig bara og sváfu þeg- ar tími gafst til.“ Þetta hefur þá verið hörkupúl, spyr blaðamaður. „Það gat verið það,“ svarar Jón. „En svo gátu liðið nokkrir dagar án þess að það feng- ist nokkuð af síld. Vinnubrögð- in á vertíðunum voru heldur ekk- ert lík því sem við þekkjum í dag. Þetta voru 700-800 tonna vertíðir og það var allt bara blóðgað. Kast- að á dekkið og blóðgað, tínt upp af dekkinu og ofan í lest. Það var ekkert slægt og raðað í kör, held- ur bara í stíum í lestinni og svo var eitt löndunarmál sem hægt var að opna. Þetta var híft upp á bryggj- una og sturtað á bíl.“ Jón segir að oft á tíðum hafi lít- ið verið sofið, en menn köstuðu sér eitthvað á stímunum. „Þá var engin þvottavél um borð og ef menn ætl- uðu sér að komast í sturtu á þessum minni bátum varð að nýta brælurn- ar og sturta sig í síldarverksmiðjun- um.“ Jón man enn hve mikill lúxus honum þótti, þegar hann fór á Ás- þór árið 1964, að hafa þar sturtu bæði frammi og aftur í og þvotta- vél að auki. Krossnesið ferst Þegar síldin hvarf keypti Jón bát með svila sínum og mági. Haddur var 15 tonna og hann gerði hann út í sjö ár á línu og handfæri. Hann segir að það hafi verið voðalegt bras, fiskurinn hafi þá ekki verið uppi í landsteinunum eins og núna, enda sé sjórinn mun heitari í dag og fiskurinn gangi því grynnra. Haddur var seldur árið 1973 og þá fór Jón aftur til Sófaníasar út- gerðarmann, fyrst á Gust en síð- an yfir á Grundfirðing II sem há- seti og síðar stýrimaður. Hann tók svo við honum og var skipstjóri frá 1982 til 1989 þegar hann var seld- ur. Þá fór Jón á Krossnesið og var þar sem háseti og annar stýrimað- ur. Þar var hann 23. febrúar 1992, þegar Krossnesið fórst. Níu björg- uðust, en þrír fórust. Enn þann dag í dag veit enginn hvað gerðist þennan örlagaríka dag. „Það er nú það sem enginn veit. Þetta var á Halamiðunum og ágæt- is veður. Við vorum búnir að sitja þarna tvo tíma á vaktinni, gaml- ir og reyndir sjómenn, og urð- um ekki varir við nokkra óeðlilega hreyfingu á skipinu. Ekki neitt. Svo átti að fara að hífa og ég kem upp í brú og segi við stýrimann sem er að hífa: „Hvað er að ske? Af hverju hallar skipið svona mikið?“ „Ég bara skil þetta ekki, þetta er bara að fara á hliðina,“ svaraði hann. Báturinn byrjaði bara allt í einu að halla aðeins, bara rólega í bak og stýrimaðurinn hættir að hífa og ræsir út mannskapinn. Hann sér að báturinn hallar meira og skýtur út öðrum bátnum, sem stjórnað var í brúnni, en hinn var handvirkur. Það er allt saman ræst út og mað- ur fer að tína björgunargallana úr skápnum. Þetta var lítið og þröngt og erfitt um vik þegar allir voru að reyna að komast í gallana. Það endaði með því að við kom- um hinum bátnum aldrei út, hall- inn var orðinn svo mikill. Hann var stjórnborðsmegin og skipið var far- ið að halla svo mikið í bak að það endaði með því að hann datt inn og fótbraut einn. Hann var hins vegar kominn í gallann og flaut, þó hann gæti ekki bjargað sér sjálfur. Þetta gerðist á örfáum mínút- um, tveimur, þremur, fjórum. Þeg- ar ég var búinn að tína alla gallana út og var að reyna að koma bátnum út við annan mann, þá er allt orð- ið stappað þarna. Ég sá að bátur- inn var dottinn inn og er að byrja að blása sig upp, en þá er skipið bara komið alveg á síðuna. Einn þeirra kom upp og kláraði að klæða sig í gallann á síðunni og hlóp aft- ur eftir síðunni og stökk þar í sjó- inn til að komast í bátinn sem búið var að skjóta út, en hann hafði blás- ið sig upp. Báturinn sem datt inn var að blása sig upp rétt hjá okk- ur og ég gat stokkið af landfern- unni og rekkverkinu uppi á brúnni, þá var skipið alveg komið á hliðina. Ég gat rétt stokkið á bátinn og hin- ir syntu að honum og kröfluðu sig inn í hann.“ Jón segir að þetta hafi allt gerst svo snöggt að þakið á blásna bátn- um var ekki blásið upp þegar hann stökk fyrst á hann. „Þeir eru nú ekki lengi að blása sig upp þess- ir bátar. Sá sem fótbrotnaði komst aldrei í bátinn, hann var bara ósjálf- bjarga í sjónum. Það var svo mikið drasl þarna í kring og tveir þeirra sem fórust hafa sennilega fest sig í einhverju drasli. Einn komst aldrei upp úr skipinu, hann lokaðist inni niðri.“ Björgunarbátinn rak frá og lenti ekki í kjölsoginu, en þeir sáu í kjöl- inn á Krossnesinu áður en það hvarf alveg. Stýrimaðurinn hafði náð að senda út neyðarkall og Guðbjörg frá Ísafirði og Sléttanes frá Þingeyri brugðust við og björg- uðu mönnunum. Áfram á sjónum Áföll af þessu dagi hefðu gert ein- hverja afhuga sjómennskunni, en Jón segir að það hafi aldrei komið til greina. Kringumstæður slyssins ráði að einhverju leyti þar um. „Þetta var mikið áfall, mikið áfall. Sumir sem lenda í svona áfalli hætta þá til sjós og maður hefur stundum verið spurður hvort manni líði ekki illa ef það er vitlaust veður. Ég segi þá að veður komi þessu ekkert við. Það var ágætt veður þegar Kross- nesið fórst, fjögur, fimm vindstig og allt í lagi. Vitlaust veður minnir því ekkert á þetta. Það er því ekkert sem minnir mann á þetta beint, þar sem þetta var svo sérstakt. Þeir sögðu skipstjórarnir á hinum togurunum, sem fóru að leita eftir hinum tveim- ur, að þetta væri ekki eðlilegt. All- ur fiskur var í togarakössum, þarna voru engin kör. En þarna var svo mikið af slægðum fiski á floti, innan um tóma kassa og dót, að þeir sögðu að það benti allt til þess að botninn hefði brotnað.“ Sóttu Klakk Eftir sjórétti vegna slyssins fór Jón fyrst á rækjubát um tíma. Þeg- ar frystihúsið ákvað að kaupa ann- an togara, Klakk frá Vestmannaeyj- um, fóru flestallir sem lifað höfðu Krossnesslysið af til Eyja að sækja hann. „Ég var á honum frá 1992 til 2001, en þá var Fiskiðjan á Sauð- árkróki búin að kaupa meirihlut- ann í frystihúsinu hérna. Þeir ætl- uðu að ráða skipstjóra að norðan og þá vissi maður að þeir myndu koma með sinn mannskap með sér. Þeir sem höfðu tekið við Klakknum fóru í að kaupa 50 tonna bát, Valdimar. Þeir báðu mig að koma um borð til þeirra og vera stýrimaður svo ann- ar þeirra gæti alltaf verið í fríi. Þeir keyptu síðan stærri bát. Ætlaði ekki að verða antík um borð Rætt við Jón Snorrason í Grundarfirði sem lifað hefur tímana tvenna á sjó Jón var rúma hálfa öld á sjónum, meðal annars á Sóley. Þegar hann hætti, hætti hann hins vegar endanlega og segir að kvótinn hans hafi verið algjörlega búinn og hann hafi aldrei langað að taka annan túr. Ljósm. tfk. Þau Jón og Selma voru heiðruð á sjómannadaginn 2010 í Grundarfirði. Ljósm. bsg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.