Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 56

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 56
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201656 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhól- um er eina bátasafn landsins. Því var komið á fót árið 2006 og verður því tíu ára á þessu ári. Hafliði Aðal- steinsson bátasmiður frá Hvallátr- um á Breiðafirði hefur verið einn af forystumönnum þess nánast frá upphafi. Hann var snemma farinn að aðstoða föður sinn, Aðalstein Eyjólf Aðalsteinsson, við smíði báta og ákvað síðar að leggja fagið fyr- ir sig og nema bátasmíði við Iðn- skólann í Reykjavík. „Ég var allt- af ákveðinn í að læra einhverja smíði. Það voru hæg heimatökin í bátasmíðinni því pabbi var læri- meistarinn minn. Ég var byrjaður að vinna með honum um leið og ég gat loftað verkfærunum, hand- langa, halda við og hjálpa til,” seg- ir Hafliði í samtali við Skessuhorn. „Bátasmíði er mjög skemmtileg. Þó ég hafi hætt á tímabili og lært húsa- smíði þá blundaði þetta alltaf í mér og áhuginn vaknaði aftur að fullu þegar Bátasafnið var stofnað fyrir tíu árum síðan,“ segir hann. Eins og gengur á stofnun safns- ins sína forsögu. „Aðalsteinn Valdi- marsson, var upphafsmaður að stofnun áhugafélags um Bátasafn á Reykhólum. Þar áður hafði pabbi gengið með þessa hugmynd í koll- inum. Tók til dæmis gamlan tein- æring, Egil, sem hafði legið lengi á hvolfi heima í Hvallátrum og gerði upp að gamni sínu eftir að hann fór á eftirlaun,“ segir Hafliði. „En Steini kom þessari hugmynd á skrið árin eftir aldamót og fljótlega kom ég inn í þetta með honum. Okk- ur var strax vel tekið á Reykhólum og því ákveðið að hafa safnið hér,“ bætir hann við. Ólíkt annarri smíði Aðspurður segir Hafliði bátasmíði gerólíka annarri smíði og að mörgu að huga. Verandi húsasmíðameist- ari tekur hann dæmi til samanburð- ar. „Í húsasmíðinni eru á að giska 98 prósent af öllum línum bein- ar. En beinar línur þekkjast varla í bátasmíði. Þar að auki þarf báta- smiðurinn að teikna innréttingar í bátinn og gera ráð fyrir vélinni, ef báturinn á að vera vélbátur. Svo það er heilmikil hönnun í þessu fagi líka,” segir hann og bætir við að þess vegna hafi einmitt verið lögð mikil áhersla á teikningu í nám- inu. Nú fer hönnunin fram í tölv- um en hann kveðst aldrei hafa lært á teikniforritin. „Þess vegna er allt- af spennandi að sjá útkomuna, fyrst þegar búið er að smíða skrokkinn, að sjá hvernig tókst til. Síðan er líka spennandi að sjá þegar báturinn er settur á flot. Fyrr er ekki hægt að sjá hvernig til tókst. Nema auðvi- tað að teiknað sé í tölvu, þá er hægt að láta tölvuna „sjósetja“ bátinn. En ég kann ekki að teikna með tölvu og er ekki mikill tölvumaður, nota hana meira sem heimilistæki,“ seg- ir Hafliði. Nýsmíðin míglak Ákveðið var við upphaf safnsins að kvikmynda smíði súðbyrðings með gamla laginu. Það var Ásdís Thor- oddsen kvikmyndagerðarkona, sem þá hafði áður verið safnstjóri á Hnjóti, sem átti hugmyndina að því. Úr varð fjögurra klukkustunda kennslumyndband í smíði súð- byrðings og einnig heimildarmynd sem sýnd var víða um Norðurlönd. „Heimildarmyndin gerði heilmikið fyrir þetta verkefni og vakti athygli á safninu,“ segir Hafliði. Smíðin gekk þó ekki snuðrulaust fyrir sig, enda hafði smíði súðbyrðinga nær lagst af í landinu. „Þegar við byrj- uðum höfðum við ekki smíðað bát í sextán ár. Smíði þessa báts, Vin- fasts, tók okkur milli fimm og sex hundruð vinnustundir og við gerð- um fullt af vitleysum. Við vorum allir dálítið ryðgaðir. En bátinn kláruðum við með seglum og öllu, sjósettum og sigldum honum,“ seg- ir hann og brosir. „Báturinn var allur smíðaður úr rekavið sem við fengum norður á Ströndum. Við gerðum til dæmis þau mistök að byrja að smíða úr viðnum nýsögu- ðum og það var ekki gott. Viður- inn hafði því ekki fengið að þorna almennilega áður en smíði hófst. Í stað þess þornaði hann á meðan við vorum að smíða og það varð til þess að hann míglak þegar við settum hann á flot,” segir Hafliði og hlær. „En það var gaman að vinna með rekaviðinn. Hann er ókantskorinn og það eru beygjur í honum. Þær er hægt að nýta sér við smíðina. En mér skilst reyndar að í gamla daga hafi rekaviðurinn mest verið notað- ur í máttarviði bátanna, það er að segja böndin, kjölinn og umgjörð- ina en borðin hafi verið flutt inn,“ segir hann. Breiðfirska lagið Oft er talað um báta sem smíðað- ir voru við Breiðafjörð á árum áður að þeir séu með breiðfirsku lagi. Sagt er að breiðfirska lagið sé það lag sem minnst hafi breyst frá því á víkingaöld. „Helsta einkenni breið- firska lagsins er að stefnið er lotið og nær lengra innundir bátinn en þekkist frá bátum annars staðar af landinu,” útskýrir Hafliði. „Menn eru nú ekki á eitt sáttir um ástæður þess að þessi smíði þróaðist hér við Breiðafjörðinn, en það er auðveld- ara að sigla og venda þessum bát- um en öðrum,“ segir hann. „En ég tel einnig að þetta hafi þróast vegna þess að menn voru alltaf að lenda bátunum uppi í fjöru. Ef stefnið er lotið og nær langt innundir bátinn geta menn siglt bátnum lengra upp í fjöruna og komið niður á þurrt að framan,“ bætir hann við. Til sam- anburðar nefnir hann að á söndun- um á Suðausturlandi hafi bátar alla jafna verið nær flatbotna og menn hafi hallað þeim á hlið við lending- ar. Hann segir breiðfirsku súðbyrð- ingana enn fremur hafa verið mjög létta. Ástæða þess sé sú að munur á flóði og fjöru sé á sjötta metra við Breiðafjörðinn. Menn gátu því lent í því að þurfa að draga eða bera bátana nokkrar vegalengdir og þá hafi bátarnir ekki mátt vera mjög þungir. „Lagið á bátunum hefur bara þróast eftir aðstæðum á hverj- um stað og er því ólíkt eftir lands- hlutum,“ segir Hafliði. Vel á þriðja tug báta Þegar blaðamann bar að garði síð- astliðinn föstudag var verið að und- irbúa opnun Bátasafnsins á Reyk- hólum. Dagurinn og helgin átti að fara í að tæma sýningarsalinn og raða bátunum upp. Stóð til að opna dyr safnsins í dag, 1. júní. Alls eru fimm bátar inni á safninu, þrír úti og síðan 20 í geymslu í misjöfnu ástandi. „Þetta eru alls konar bátar í enn misjafnara ástandi. Seglbát- ar, vélbátar og litlar áraskektur. Alls erum við því með vel á þriðja tug báta en aðeins þriðji parturinn er í nógu góðu ástandi til að hægt sé að bjóða fólki að skoða,“ segir Haf- liði. Helstu verkefni forsprakka safns- ins hafa verið viðhald og viðgerð- ir gamalla báta. Síðan fyrsti bátur- inn, Vinfastur, var smíðaður hafa Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður ræðir um Bátasafn Breiðafjarðar: „Þegar við byrjuðum höfðum við ekki smíðað bát í sextán ár“ Hafliði Aðalsteinsson bátasmiður frá Hvallátrum á Breiðafirði. Hér situr hann um borð í bátnum Friðþjófi á Bátasafni Breiða- fjarðar á Reykhólum. Hafliði segir blaðamanni frá súðbyrðingnum Kópi, hangir á vegg bátasafnsins. Kópur var notaður sem hlunnindabátur á Reykhólum frá því snemma á sjötta áratugnum og allt þar til hann varð ónýtur fyrir um áratug síðan. Hallsteinsnessbáturinn er tveggja manna far með breiðfirska laginu. Hann var smíðaður á Hallsteinsnesi árið 1934 af Þorbergi Ólafssyni og var notaður sem hlunnindabátur. Báturinn er nú hluti af báta- og hlunnindasýningunni á Reykhólum. Síðastliðið haust fékk Bátasafn Breiðafjarðar vélasafn Þórhalls Matthíassonar að gjöf, alls um hundrað bátavélar. Hér má sjá hluta þeirra. Stendur til að koma þeim fyrir í rekkum á neðri hæð bátasafnsins og hafa þar til sýnis. Hafliði sýnir hvar sjór hefur sprengt gamla Albin vél. Seltan úr sjónum getur myndað útfellingu. Þá þenst málmurinn út og kælihluti vélarinnar springur á endanum, jafnvel löngu eftir að hætt er að nota vélarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.