Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20166 Níu verða á framboðs- listanum BESSASTAÐIR: Innanrík- isráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um hverjir verði í framboði til kjörs forseta Ís- lands 25. júní næstkomandi. Níu verða í kjöri en eitt fram- boð var dæmt ógilt þar sem skorti á fjölda meðmælenda. Forsetaframbjóðendur verða: Andri Snær Magnason, Ást- þór Magnússon, Davíð Odds- son, Elísabet Kristín Jökuls- dóttir, Guðni Th. Jóhannes- son, Guðrún Margrét Páls- dóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson. -mm Níu sóttu um að stýra TOSKA AKRANES: Umsóknarfrest- ur um stöðu skólastjóra Tón- listarskólans á Akranesi rann út 12. maí síðastliðinn. Níu manns sóttu um starfið: Alex- andra Chernyshova, Birg- ir Baldursson, Birgir Þóris- son, Daníel Arason, Gest- ur Guðnason, Guðbjörg Leifsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Ragnar Jónsson og Sveinn Sigurbjörnsson. Þessa dagana er verið að vinna úr umsóknunum. Bæjarstjórn mun síðan taka ákvörðun um ráðningu skjólastjóra tónlist- arskólans í júní, að fenginni tillögu skóla- og frístundaráðs bæjarins. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. -kgk Í útkall vegna hjartveiks manns HVALFJ: Síðdegis á mánu- daginn voru björgunar- sveitir Landsbjargar á Vest- urlandi kallaðar út vegna hjartveiks manns við fossinn Glym í Hvalfirði. Kenndi hann sér meins á göngu við fossinn og var haft sam- band við Neyðarlínuna. Að- stæður voru metnar erfiðar og sýnt að bera þyrfti hinn sjúka langan veg niður að bílastæðunum. Þyrla Land- helgisgæslu var því kölluð út og tók hún manninn um borð og flutti á Landspítal- ann til aðhlynningar. -mm Gæðingamót Faxa og Skugga BORGARNES: Gæð- ingamót hestamannafélag- anna Faxa og Skugga verður haldið í Borgarnesi laugar- daginn 4. júní. Keppt verð- ur í barnaflokki, unglinga- flokki, ungmennaflokki, B flokki gæðinga og A flokki. Einnig í 150 m. skeiði ef þátttaka næst og verður tímataka handvirk. „Mót- ið er einvörðungu ætlað félagsmönnum og hestum Faxa og Skugga. Skráning er í gegnum Sportfeng og er Skuggi mótshaldari. Skrán- ingargjöld eru kr. 2.500 kr. í ungmennaflokki, A og B flokki og í 150 m. skeiði en 1.500 kr. í barna - og ung- lingaflokki. Skráningu lýkur kl. 23:59 í kvöld, miðviku- daginn 1. júní. Upplýsing- ar og aðstoð ef þarf í síma 898-4569 eða kristgis@sim- net.is,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá mótanefnd Faxa og Skugga. -mm Rýmka reglur um matvæla- vinnslur LANDIÐ: Matvælastofnun vill vekja athygli á drögum að reglugerð um lítil mat- vælafyrirtæki og hefðbund- in matvæli. Þessi reglugerð- ardrög eru nú til kynning- ar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- is. „Markmiðið með nýrri reglugerð er að auðvelda sláturhúsum, fiskmörkuðum og litlum matvælafyrirtækj- um að uppfylla kröfur í holl- ustuhátta- og eftirlitsreglu- gerðum. Þetta er gert með því að slá af ítrustu kröfum þannig að áfram sé hægt að nota hefðbundnar aðferðir á öllum stigum framleiðslu, vinnslu eða dreifingar mat- væla. Enn fremur á reglu- gerðin að leiðbeina litlum matvælafyrirtækjum varð- andi byggingar, skipulag og búnað ákveðinna starfs- stöðva. Á vef atvinnuveg- aráðuneytis er hægt að lesa um reglugerðardrögin. Þar kemur fram að veittur er frestur til 16. júní nk. til að koma athugasemdum varð- andi drögin á framfæri við ráðuneytið. -mm Lagafrumvarp Ólaf- ar Nordal innanríkisráð- herra um stofnun milli- dómstigs var samþykkt á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. Með breyt- ingunum verður til nýr áfrýjunardómstóll, Lands- réttur. Mun hann hafa að- setur í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2018. Verður því sú grundvallarbreyting á íslenskri réttarskipan að stað tveggja dómstiga áður verða dómstigin í landinu þrjú; héraðs- dómstólar, Landsréttur og Hæsti- réttur. Sameiginleg stjórnsýsla dóm- stiganna þriggja verður færð und- ir nýja sjálfstæða stjórnsýslustofn- un; Dómstólasýsluna. Segir á vef Al- þingis að stjórnsýsla dómstólanna sé þar með efld og sjálfstæði þeirra styrkt. „Millidómstiginu er ætl- að að koma til móts við alþjóðleg- ar kröfur um milliliðalausa sönnun- arfærslu, létta álagi af Hæstarétti og tryggja að honum sé betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæm- isgefandi dómstóll,“ segir á vef Al- þingis. Samhliða stofnun millidóm- stigs verður dómurum Hæstaréttar fækkað um tvo, úr níu í sjö og fimm dómarar hverju sinni munu taka þátt í meðferð mála. Dómurum við hér- aðsdómstóla landsins verður fjölgað úr 38 í 42. Áætlað er að útgjöld ríkis- sjóðs aukist um 506 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016 vegna stofnunar millidómstigs. Mikil réttarbót Þá var einnig samþykkt frumvarp um meðferð einkamála og sakamála. Þar er gert ráð fyrir að meginregl- unni um milliliðalausa sönnunar- byrði verði betur fylgt fyrir Lands- rétti en unnt er sam- kvæmt gildandi lögum um Hæstarétt, hvort heldur í einkamálum eða sakamál- um. „Stofnun Landsréttar felur í sér mikla réttarbót en með honum er tryggð milliliðalaus sönnunar- færsla á tveimur dóms- stigum,“ segir á vef innan- ríkisráðuneytisins. Í frum- varpinu felst að hinn al- menni áfrýjunarréttur í einkamálum verði styttur úr þrem- ur mánuðum í fjórar vikur. Er það sambærilegt við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Heimildir til að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstaréttar verða tiltölu- lega þröngar, en sannarlega til stað- ar, verði þörf á skjótri niðurstöðu í máli. Áfrýjun á dómum Landsrétt- ar til Hæstaréttar verða í öllum til- vikum háð leyfi Hæstaréttar. Lagt er til að kæruheimildir til hæsta- réttar verði fáar. Áætlað að útgjöld ríkissjóðs vegna tilkomu millidóm- stigs aukist um 109,7 milljónir á árs- grundvelli frá fjárlögum 2016, árin 2018–2021. kgk Millidómstig verður til á Íslandi Þegar blaðamaður var staddur í Borgarnesi á miðvikudag brá hann sér inn fyrir dyr bensínstöðvar Olís til að greiða fyrir eldsneyti á blaðfákinn og kaupa blek í penn- ann, sem eins og allir vita er mátt- ugri en sverðið. Blasti þá við hon- um að framkvæmdir stóðu yfir inn- anstokks á bensínstöðinni. Vegg- urinn að bakvið afgreiðsluborð- ið hafði verið fjarlægður að hluta og plast verið hengt fyrir. Þórð- ur Jónsson stöðvarstjóri upplýsti blaðamann um að þar fyrir innan væri verið að stækka og bæta grill og eldhús stöðvarinnar. Enn frem- ur sagði hann að til stæði að lengja afgreiðsluborðið inn í stöðina í átt að ganginum, en þegar er búið að breyta því lítið eitt. Átti Þórður von á því að breytingum og endur- bótum á stöðinni yrði að fullu lok- ið í þessari viku. kgk Smávægilegar breytingar á afgreiðslustöð Olís í Borgarnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.