Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201624 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Hjónin Helgi Sigurmonsson og Þóra Kristín Magnúsdóttir búa á bænum Hraunsmúla í Staðar- sveit. Þau hafa átt smábátinn Haf- dísi frá árinu 1991 og róið á hon- um síðan meðfram búskapnum. „Við erum kartöflubændur og tók- um okkur hlé frá veiðunum í byrj- un maí meðan við settum kartöfl- urnar niður,“ segir Þóra Kristín sem jafnframt tekur fram að Helgi sé skipstjórinn. Kvótinn á bátnum er um 20 tonn að sögn Helga og segir hann að ljómandi góð veiði hafi verið í apríl. „Þetta var vænn fiskur hérna rétt undan Arnarstapa en svo eftir að við byrjuðum aftur um miðjan maí hefur heldur dreg- ið úr þessu. Það er aðeins lengra að sækja og lengri tíma þarf til að fá í bátinn. Við erum núna hálfnuð með kvótann og klárum hann von- andi í júní.“ Var alltaf sjóveik á Akraborginni Þegar talað var við þau hjón á bryggjunni á Arnarstapa seinni hlutann í maí voru þau nýkomin að landi með rúm 900 kíló. „Það er allt í lagi með þennan afla fyr- ir fullorðið fólk,“ segir Helgi og hlær. Þóra Kristín tekur undir það. „Þetta er bara gaman og sérstak- lega tilbreytingin að fara á sjó er góð. Það hefur verið þurr og góð tíð þannig að við gátum sett nið- ur kartöflurnar strax í byrjun maí og farið á sjóinn aftur. Nú snúum við okkur að fullu aftur að sjónum. Við vorum bara hérna út af Dag- verðaránni enda förum við aldrei langt,“ segir Þóra sem ekki hafði stundað sjómennsku áður en þau keyptu bátinn fyrir 25 árum. „Nei, ég hafði aldrei stundað sjó og var alltaf sjóveik á Akraborginni. Sjó- mennskan er hins vegar í blóð- inu því afar mínir voru báðir sjó- menn,“ segir Þóra Kristín ánægð með dagsverkið. hb Kartöflubændur og sjómenn úr Staðarsveitinni Hafdís SH, bátur hjónanna úr Staðarsveitinni, kemur að landi á Arnarstapa. Þau Helgi og Þóra Kristín um borð í Hafdísi. Ljósm. af. Við kartöfluupptöku á Hraunsmúla fyrir um áratug síðan. Ljósm. úr safni Skessuhorns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.