Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 74

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 74
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201674 Nýja stjórnmálaaflið Viðreisn var formlega stofnað í Hörpunni í Reykjavík í síðustu viku. Fundurinn var vel sóttur en hann sátu um 400 manns. Grunnstefnumið voru sam- þykkt og stjórn kjörin. Eftirfarandi voru kjörin í stjórn Viðreisnar sem situr fram að aðal- fundi í haust: Benedikt Jóhannes- son stærðfræðingur var kjörinn for- maður. Ásamt honum voru eftirtalin kjörin: Ásdís Rafnar lögfræðingur; Bjarni Halldór Janusson háskóla- nemi; Daði Már Kristófersson hag- fræðingur; Geir Finnsson markaðs- stjóri; Georg Brynjarsson hagfræð- ingur; Hulda Herjólfsdóttir Skogl- and alþjóðastjórnmálafræðing- ur; Jenný Guðrún Jónsdóttir kenn- ari; Jón Steindór Valdimarsson lög- fræðingur; Jóna Sólveig Elínardótt- ir alþjóðastjórnmálafræðingur; Jór- unn Frímannsdótti, hjúkrunarfræð- ingur; Katrín Kristjana Hjartar- dóttir stjórnmálafræðingur; Sigur- jón Arnórsson viðskiptafræðingur; Vilmundur Jósepsson fv. formaður Samtaka atvinnulífsins og Þórunn Benediktsdóttur framkvæmdastjóri hjúkrunar HSS. mm/fréttatilk. Formlega búið að stofna Viðreisn Svipmynd frá stofnfundi Viðreisnar. Síðastliðinn miðvikudag áttu eldri borgarar í Hvalfjarðarsveit heim- boð í gamla íbúðarhúsið á Hvíta- nesi. Jafnframt var þetta síðasti hittingur hópsins fyrir sumar- leyfi. Þær Margrét Magnúsdótt- ir á Hvítanesi og Ása Helgadótt- ir á Heynesi hafa skipulagt félags- starf eldri borgara í sveitarfélaginu í vetur, en Ása er jafnframt for- maður fjölskyldunefndar. Starf- semin er enn að mótast en þær eru sammála um að fólk hafi verið áhugasamt og almennur vilji sé til að halda því áfram í haust. Komið hefur verið saman í samkomuhús- inu í Fannahlíð í hverjum mán- uði á opnu húsi og þar hafa verið haldin þorrablót. Fólkið sjálft hef- ur síðan séð um skemmtiatriði og afþreyingu og má þar m.a. nefna upplestur, harmonikkuleik og frá- sagnir frá æskujólum. Einnig hef- ur verið staðið fyrir fræðslu á sviði heilsueflingar, um hættur í heima- húsum auk þess sem forsvarsmenn frá sveitarfélaginu og skólanum hafa haldið erindi. Framkvæði að því að hóa eldri borgurum saman kemur frá fjölskyldunefnd Hval- fjarðarsveitar. „Þetta samstarf hef- ur verið okkur afskaplega ánægju- legt og gefandi fyrir okkur öll sem komið höfum að því. Það er líka jákvætt að nú kynnast íbúar bet- ur en það kom í ljós að eldra fólk þekkti jafnvel ekki sveitunga sína fyrr en þetta samstarf hófst. Það byggir á því að Hvalfjarðarsveit samanstendur af fjórum sveita- hreppum þar sem samstarf var ekki mikið á öllum sviðum fyrir sam- einingu,“ segir Ása. Hún segir að þegar starf eldri borgara hefjist í haust sé meðal annars á döfinni að heimsækja leikskólabörn í Skýja- borg og miðla í þeim heimsókn- um fræðslu milli kynslóða. „Eldra fólk gæti til dæmis sagt börnunum frá leikföngum úr þeirra æsku, les- ið fyrir þau eða hvaðeina annað,“ segir Ása. Í heimsókninni í Hvítanes í síð- ustu viku sagði Margrét Magnús- dóttir frá gamla steinhlaðna hús- inu sem gert hefur verið upp lista- vel. Saga þess er býsna merkileg en verður ekki rakin hér að öðru leyti en því að húsið var byggt um næstsíðustu aldamót og er ytra byrði þess friðað. Húsið var end- urgert og tók það verk mörg ár en lauk að mestu á síðasta áratug. Það er heimilisfólkið á Hvítanesi sem hefur borið hita og þunga af því verki en með aðstoð færustu iðn- aðarmanna. mm Félagsstarf eldri borgara í Hvalfjarðarsveit Hópur frá félagsstarfi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit á tröppunum við gamla húsið á Hvítanesi. Gestir njóta kaffiveitinga í heimboðinu í síðustu viku. Aldursforsetinn í félagsskapnum er Vilborg Kristófersdóttir á Læk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.