Skessuhorn - 01.06.2016, Síða 74
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201674
Nýja stjórnmálaaflið Viðreisn var
formlega stofnað í Hörpunni í
Reykjavík í síðustu viku. Fundurinn
var vel sóttur en hann sátu um 400
manns. Grunnstefnumið voru sam-
þykkt og stjórn kjörin.
Eftirfarandi voru kjörin í stjórn
Viðreisnar sem situr fram að aðal-
fundi í haust: Benedikt Jóhannes-
son stærðfræðingur var kjörinn for-
maður. Ásamt honum voru eftirtalin
kjörin: Ásdís Rafnar lögfræðingur;
Bjarni Halldór Janusson háskóla-
nemi; Daði Már Kristófersson hag-
fræðingur; Geir Finnsson markaðs-
stjóri; Georg Brynjarsson hagfræð-
ingur; Hulda Herjólfsdóttir Skogl-
and alþjóðastjórnmálafræðing-
ur; Jenný Guðrún Jónsdóttir kenn-
ari; Jón Steindór Valdimarsson lög-
fræðingur; Jóna Sólveig Elínardótt-
ir alþjóðastjórnmálafræðingur; Jór-
unn Frímannsdótti, hjúkrunarfræð-
ingur; Katrín Kristjana Hjartar-
dóttir stjórnmálafræðingur; Sigur-
jón Arnórsson viðskiptafræðingur;
Vilmundur Jósepsson fv. formaður
Samtaka atvinnulífsins og Þórunn
Benediktsdóttur framkvæmdastjóri
hjúkrunar HSS. mm/fréttatilk.
Formlega búið að stofna Viðreisn
Svipmynd frá stofnfundi Viðreisnar.
Síðastliðinn miðvikudag áttu eldri
borgarar í Hvalfjarðarsveit heim-
boð í gamla íbúðarhúsið á Hvíta-
nesi. Jafnframt var þetta síðasti
hittingur hópsins fyrir sumar-
leyfi. Þær Margrét Magnúsdótt-
ir á Hvítanesi og Ása Helgadótt-
ir á Heynesi hafa skipulagt félags-
starf eldri borgara í sveitarfélaginu
í vetur, en Ása er jafnframt for-
maður fjölskyldunefndar. Starf-
semin er enn að mótast en þær
eru sammála um að fólk hafi verið
áhugasamt og almennur vilji sé til
að halda því áfram í haust. Komið
hefur verið saman í samkomuhús-
inu í Fannahlíð í hverjum mán-
uði á opnu húsi og þar hafa verið
haldin þorrablót. Fólkið sjálft hef-
ur síðan séð um skemmtiatriði og
afþreyingu og má þar m.a. nefna
upplestur, harmonikkuleik og frá-
sagnir frá æskujólum. Einnig hef-
ur verið staðið fyrir fræðslu á sviði
heilsueflingar, um hættur í heima-
húsum auk þess sem forsvarsmenn
frá sveitarfélaginu og skólanum
hafa haldið erindi. Framkvæði að
því að hóa eldri borgurum saman
kemur frá fjölskyldunefnd Hval-
fjarðarsveitar. „Þetta samstarf hef-
ur verið okkur afskaplega ánægju-
legt og gefandi fyrir okkur öll sem
komið höfum að því. Það er líka
jákvætt að nú kynnast íbúar bet-
ur en það kom í ljós að eldra fólk
þekkti jafnvel ekki sveitunga sína
fyrr en þetta samstarf hófst. Það
byggir á því að Hvalfjarðarsveit
samanstendur af fjórum sveita-
hreppum þar sem samstarf var ekki
mikið á öllum sviðum fyrir sam-
einingu,“ segir Ása. Hún segir að
þegar starf eldri borgara hefjist í
haust sé meðal annars á döfinni að
heimsækja leikskólabörn í Skýja-
borg og miðla í þeim heimsókn-
um fræðslu milli kynslóða. „Eldra
fólk gæti til dæmis sagt börnunum
frá leikföngum úr þeirra æsku, les-
ið fyrir þau eða hvaðeina annað,“
segir Ása.
Í heimsókninni í Hvítanes í síð-
ustu viku sagði Margrét Magnús-
dóttir frá gamla steinhlaðna hús-
inu sem gert hefur verið upp lista-
vel. Saga þess er býsna merkileg
en verður ekki rakin hér að öðru
leyti en því að húsið var byggt um
næstsíðustu aldamót og er ytra
byrði þess friðað. Húsið var end-
urgert og tók það verk mörg ár en
lauk að mestu á síðasta áratug. Það
er heimilisfólkið á Hvítanesi sem
hefur borið hita og þunga af því
verki en með aðstoð færustu iðn-
aðarmanna.
mm
Félagsstarf eldri borgara í Hvalfjarðarsveit
Hópur frá félagsstarfi eldri borgara í Hvalfjarðarsveit á tröppunum við gamla húsið á Hvítanesi.
Gestir njóta kaffiveitinga í heimboðinu í síðustu viku.
Aldursforsetinn í félagsskapnum er Vilborg Kristófersdóttir á Læk.