Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201626 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn www.optimar.is Miðhraun 2 210 Garðabær Sími 587 1300 optimar@optimar.is Tryggir gæðin alla leið! Mjög mikilvægt er að kæla aflann hratt fyrstu klukkustundirnar eftir veiði, það lengir geymsluþol verulega. Notkun ísþykknis er góð aðferð til að ná hámarkskælihraða því flotmikið og fínkristallað ísþykkni umlykur allt hráefnið og orkuyfirfærslan er því gríðarlega hröð. Þessi hraða orkuyfir- færsla hamlar bakteríu- og örveruvexti og hámarksgæði aflans eru tryggð. 16 14 12 10 8 6 4 2 0 -2 0 1 2 3 4 5 6 Hefðbundinn ís Ísþykkni H it as ti g ( °C ) Tími: (klst.) NIÐURKÆLING Á ÝSU! Óskum sjómönnum til hamingju með daginn Áhöfnin á netabátnum Bárði SH hefur vakið athygli þeirra sem fylgjast með sjávarútvegi. Það var því ekki úr vegi að taka smá bryggjuspjall við skipstjóra og út- gerðarmann Bárðar SH, Pétur Pétursson, þegar hann og áhöfn bátsins voru að landa í Ólafsvík í vikunni sem leið. Pétur segir að þessi vertíð hafi verið létt til sjó- sóknar og að einmuna blíða hafi einkennt hana. „Ég man ekki eftir betri tíð eins og hefur verið í ár,“ sagði Pétur og bætti því við að hann muni jafn- framt ekki eftir annarri eins ótíð og var í fyrra. „Aflabrögð hafa ver- ið meiri vegna góðs tíðarfars og meiri afli í hvert net en áður,“ seg- ir Pétur. Hafa þeir landað mest 43 tonnum yfir einn dag í tveimur löndunum. Pétur segir það betra að landa tvisvar vegna plássleysis. „Því við viljum hafa allan aflann í körum. Við erum með fá net í sjó, þetta 30 til 45 net, en samt sem áður er aflinn að nálgast 1.300 tonn frá áramótum.“ Það verður að teljast mikill afli á ekki stærri bát en Bárði sem er 29,9 tonn að stærð. Meðalþyngdin á þorskinum er 11,4 kíló. Aðeins þrír menn eru í áhöfn Bárðar og að sögn Péturs er bætt við lausamanni þegar afl- inn er mikill. „Við höfum landað afla okkar á Fiskmarkaði Íslands og erum einnig í föstum viðskipt- um við Valafell í Ólafsvík og Þórs- nes í Stykkishólmi,“ segir Pétur. Að lokum segist hann vera bjart- sýnn á kvótaaukningu vegna vax- andi fiskgengdar á Íslandsmiðum. af Góð og létt vertíð á Bárði SH Bárður SH vel lestaður. Áhöfnin á Bárði SH. Sæbjörn Ágúst Svavarsson og feðgarnir og alnafnarnir Pétur og Péturssynir. Pétur Pétursson skipstjóri að landa góðum afla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.