Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 60

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 60
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201660 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Óskum sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með sjómannadaginn „Það var í aprílmánuði sem við byrjuðum að sækja þang,“ segir Örn Sveinsson, skipstjóri á Gretti BA-39, skipi Þörungaverksmiðj- unnar á Reykhólum. „Við ætluðum að byrja mjög snemma mánaðarins en það teygist í tímanum þegar farið er í slippinn og eitt og annað. Kran- inn var mjög erfiður við okkur, tók langan tíma að fara yfir tjakkana og þess háttar. Þetta var svoleiðis negl- ingsfast að ég hef aldrei vitað annað eins. Það var því ekki byrjað fyrr en um miðjan apríl,“ segir Örn. Skip- stjórinn segir að veður hafi verið skaplegt frá því þangvertíðin hófst. „Það hafa ekki verið miklar frátaf- ir út af veðri. Sláttumennirnir hafa verið seigir að finna skjól. Það hefur því ekkert stopp komið í verksmiðj- unni sem er nú bara vel af verki stað- ið. Þeir eru aðeins með þrjá pramma en allir þaulvanir og það hefur geng- ið alveg ágætlega að slá,“ segir Örn. Hann bætir því við að þar beri einn- ig að þakka góðu viðhaldi tækja og búnaðar. „Prammarnir voru teknir mjög vel í gegn síðasta vetur. Það er nú bara þannig að ef tækin eru tek- in almennilega í gegn að þá geng- ur þetta. Það er bráðnauðsynlegt að gera það, annað kemur bara í bakið á mönnum síðar, ef viðhaldinu er ekki sinnt almennilega.“ Mikið frjó í þanginu Örn segir að við upphaf vertíðarinn- ar hafi þang verið sótt að Skálanesi og aðeins að Bæjarnesi. Því næst hafi þangskurðarmenn fært sig inn í Kvígindisfjörð. „Þeir eru nýbyrj- aðir núna að slá á Skarðsströndinni, við Heinaberg og þar í nágrenninu. Það hefur gengið mjög vel þar, langt síðan svæðið var slegið og helling- ur af þangi,“ segir Örn. Hann á von á því að á næstunni fari sláttumenn- irnir að fikra sig inn með Skarðs- ströndinni. Frjótíminn svokallaði sé genginn í garð og Örn segir að búast megi við að nú taki að hægjast á allri fram- leiðslu þar til því lýkur um miðjan júní. „Eftir miðjan maí fór að verða vart við frjó í þanginu. Þessa dag- ana sjáum við mikið frjó í blöðr- um þangsins og það á eftir að aukast fram yfir mánaðarmót áður en fer að draga úr því um miðjan júní,“ segir Örn. Þegar frjó er í þang- inu verður það margfalt þyngra og þurrkun gengur hægar í verksmiðj- unni. „Þetta er miklu lélegra hráefni og maður veltir því fyrir sér hvort það væri ekki bara skynsamlegt að senda alla í sumarfrí meðan frjótím- inn gengur yfir,“ segir hann léttur í bragði. „En síðan eftir að frjótíma- bilið gengur yfir kemur slítímabil og mikið slí í þanginu. Eftir miðj- an ágúst er þetta allt saman horfið, þangið hreint og fínt og eitthvert besta hráefni sem við finnum,“ seg- ir Örn og bætir því við að þau gæði haldist svo lengi sem hægt er að slá fram á haustið. „Það er best ef hægt er að lengja tímabilið í báða endana því þá er besta þangið, það er léleg- ast yfir hásumarið. Best væri að geta slegið langt fram á haust og byrj- að mjög snemma að vori. En það er frostið sem skammtar okkur tímann, það er ekki hægt að slá í frosti,“ seg- ir skipstjórinn. Forréttindi að sigla um Breiðafjörð Grettir tekur að sögn Arnar 360-370 tonn af þangi fulllestaður. Það eru yfir hundrað þangpokar. Örn læt- ur vel af skipinu. „Kraninn er öfl- ugur og skipið er alveg klettstöð- ugt þegar við erum að hífa pok- ana upp úr sjó,“ segir Örn. „Eini gallinn er að hann er djúpristur. Það voru settir tveir auka kilir svo hann myndi ekki leggjast á hliðina ef ske kynni að fjaraði undan hon- um. En þeir gera það aftur á móti að hann er rosalega stöðugur,“ segir skipstjórinn og kann því vel að sigla Gretti um Breiðafjörðinn. „Mér líkar mjög vel. Þetta er ein- hver albesta sjómennska sem mað- ur kemst í og passar akkúrat fyr- ir karla eins og mig áður en þeir eru settir í úreldingu,“ segir Örn og hlær við. „Svo er þetta líka svo fallegt svæði. Það eru forréttindi að fá að ferðast um hérna,“ bætir hann við að lokum. kgk „Þetta er einhver albesta sjómennska sem maður kemst í“ - segir Örn Sveinsson, skipstjóri á Gretti BA-39 Þanginu landað á Reykhólum. Pokarnir eru opnaðir á vagn og síðan er ekið með þangið á hráefnisplan Þörungaverksmiðjunnar. Grettir var að leggja að bryggju á Reykhólum þegar blaðamann bar að garði í síðustu viku. Örn Sveinsson skipstjóri sagði að nokkuð hafi vantað upp á að skipið hafi verið fulllestað í þessari ferð. Örn Sveinsson, skipstjóri á Gretti BA-39, skipi Þörungaverksmiðjunnar á Reykhólum. Ljósm. úr safni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.