Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 53

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 53
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 53 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Fiskurinn leitar ekki að þér Sævar segir miklar breytingar hafa orðið á þessum 37 árum sem hann hefur verið til sjós. Vinnuaðstað- an hafi batnað til muna, áður hafi til að mynda allt verið blóðgað á dekki. Þá hafi veiðarfærin batnað og neta- vinnan snarminnkað. Handfærin hafa einnig tekið byltingum og Sæv- ar segir mikinn mun á því að fara úr nánast handsnúnum rúllum yfir í að þurfa bara að ýta á takka og hirða fiskinn af línunni. „Maður væri enda sjálfsagt ekk- ert í þessu enn í dag ef maður væri með sömu vinnuskilyrðin og voru þegar maður byrjaði. Það er alveg á hreinu.“ En eitthvað er þó eins, ekki satt? Það þarf enn að finna fiskinn, eru menn ekki misfisknir? „Maður spekúlerar bara hvar á að prófa, en þetta snýst nú aðallega um að prófa. Maður á að fara eftir því sem kemur upp í kollinn. Það er yfirleitt eitthvað sem segir manni að maður eigi að fara eftir sannfæringu sinni, það hefur mér alltaf reynst best. Þó enginn bátur sé búinn að vera á svæðinu, þýðir það ekki að það sé enginn fiskur þar. Svo er ég nátt- úrulega fullkomlega meðvitaður um að maður þarf að hafa fyrir þessu, af því að maður þarf að leita að fiskin- um. Það hvarflar ekki að fiskinum að leita að þér. Það þýðir ekki að fara út á mið á skak og renna og láta bara reka í fjóra tíma, nema það sé fiskur. Maður sá stundum dálítið mikið af því, en það eru þá aðallega menn sem voru ekki með reynslu af sjó, eða kannski á öðr- um forsendum í þessu, kannski bara að gamni sínu. Ég hafði hins vegar ekki þolinmæði til að stoppa nema nokkrar mínút- ur á hverjum stað, þá var ég farinn að leita. Og fæ svo kannski mokfisk á fimmtánda staðnum sem ég stoppa. Þá eru kannski liðnir 4-5 tímar, en þá fær maður bara skammtinn þar. Ég var í fyrsta skipti í vetur skip- stjóri á línu og gekk bara mjög vel. Það var prýðisgangur alveg hreint. Þeir segja að Strandamaðurinn sé al- veg kolgöldróttur og það sé ekkert að marka hann“ Sjómaður meðan ég get Sævar er laghentur og smíðar mikið heima fyrir, til dæmis mublur í garð- inn. Þá eiga þau hjónin sumarbústað í Húsafelli og þar dyttir hann að. Hann segir gott að fara þangað og hvíla sig, þá hugsi hann ekki um sjóinn á með- an. Annars sé hann sífellt með hug- ann við sjóinn. En er hann alltaf að horfa út á sjó og spá í gæftir? „Nei, nei, ég nú hættur því. En ég hugsa samt mikið um þetta. Ég á fé- laga sem er að róa núna á kvóta og hringdi nú í hann í gær til að spyrja út í fiskeríið. Og fyrir þremur dög- um. Aðeins til að lifa í gegnum hann á meðan ég má ekki róa sjálfur. Og mér líður rosa vel að heyra að hann fiski vel. Ég samgleðst öðrum svo inni- lega þegar gengur vel. Það er oft smá keppni á milli manna, ekkert al- varlegt. En það á ekkert að þurfa á strandveiðum, það eru bara allir að reyna að ná skammtinum og ég er fyrst og fremst að keppa við sjálf- an mig. Þetta er bara áskorun fyrir mig, að ná þessu. Í fyrra fannst mér ég vera svolítið linur, þá fór ég ekki í fimm róðra út af brælu. Ég einsetti mér það í vor að róa harðar í sum- ar og ég er búinn að fara alla túrana núna í maí. Það voru ekki margir bátar hér í Breiðafirði sem fóru alla róðrana. Ég ætla bara að vera sjómaður á meðan ég vinn. Á meðan ég get. Ég minnka þá bara við mig og vinn minna,“ segir Sævar að endingu. kóp/ Ljósm. tfk. Til hamingju sjómenn! Arion banki óskar sjómönnum, fjölskyldum þeirra og okkur öllum, sem njótum góðs af störfum þeirra, gleðilegs sjómannadags. Hann var heldur betur myndarleg- ur þessi þorskur sem Þorgeir Guð- mundsson skipstjóri og útgerðar- maður Þyts MB-10 lyftir þarna upp fyrir myndatöku hjá Alfons Finns- syni. „Ætli hann hafi ekki ver- ið 25-30 kíló þessi,“ sagði Þorgeir þegar hann var inntur eftir þyngd fiskisins en talsvert af slíkum bolta- þorskum hefur komið á land á Arn- arstapa í vor. Þorgeir segist hafa róið frá Arn- arstapa á hverju vori síðan 1985 og alltaf á sama bátnum. „Ég er að vísu búin að breyta honum talsvert á þessum tíma en að uppistöðu er þetta sami báturinn.“ Hann segir veiðina hafa verið með besta móti á Stapanum þetta vorið en Þorgeir er með um 30 tonna þorskígildis- tonna kvóta á bátnum. „Ég er svona hálfnaður með kvótann og hef sum- arið til að klára.“ Bátur Þorgeirs er skráður með heimahöfn í Borgar- nesi en þar bjó hann lengi og starf- aði hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, m.a. við akstur mjólkurbíla. hb Stórþorskur á færin hjá fyrrum mjólkurbílstjóra Þessi mynd var tekin síðari hluta aprílmánðar í vor þegar Sævar var að leggja lokahönd á að undirbúa strandveiðibát sinn Sif SH-132 fyrir strandveiðarnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.