Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 201644 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn Breki Bjarnason rekur fyrirtækið Sæfrost í Búðardal ásamt feðgunum Baldri Þóri Gíslasyni og Gísla Bald- urssyni. Breki er frá Auðshaugi á Barðaströnd og er alinn upp við sjó- inn en á þrettánda ári byrjaði hann að róa með föður sínum þar sem hann var á handfærum. Tuttugu og tveggja ára gamall fór hann sjálfur að stunda grásleppuveiðar á bátnum sínum Stormi og á öðru ári var unn- usta hans, Guðrún Andrea Einars- dóttir, orðin háseti hjá honum. Unnusta, móðir og tvær systur hásetar „Guðrún kemur úr Borgarfirð- inum og hafði varla séð sjó,“ seg- ir Breki lítið eitt glottandi og kitl- ar þar með hláturtaugar fréttarit- ara. „Ég hef aldrei haft karlkyns há- seta um borð hjá mér, Guðrún hef- ur oft sinnt því hlutverki og svo litla systir mín Vera Sól,“ bætir Breki við. „Foreldrar mínir gera út tvo báta frá Brjánslæk og þar eru móðir mín og hin systir mín, Rán, hásetar. Það eru því fjórar konur á sama bænum sem fara á grásleppu og sinna hlutverki háseta á sjó,“ segir Breki ángæður með sínar konur. Vaxandi starfsemi Breki gerir út frá Brjánslæk á Barðaströnd líkt og foreldrar hans en vinnslan kemur öll í Sæfrost í Búðardal. Samstarfsélagarnir Bald- ur og Gísli gera sameiginlega út frá Skarðsstöð í Dölum og flyst þeirra afli einnig til vinnslu í Búðardal. „Þegar við fórum af stað með fyrirtækið var alltaf markmiðið að taka fleiri báta en okkar og vinnum við fyrir aðra í verktöku. Við laus- frystum makríl og seljum til út- flutnings. Grásleppan var fyrst bara frá okkar bátum en starfsemin hef- ur bara fara vaxandi og við fáum í auknum mæli grásleppu frá öðr- um bátum. Við erum með ágæt- is samstarfssamninga og fryst- um t.d. lax frá Arnarlaxi á Bíldu- dal og Fjarðarlaxi á Patreksfirði.“ Það er til marks um vaxandi starf- semi að Sæfrost er nú farið að gefa nokkur sumarstörf í Búðardal og þykir það vinsælt meðal ungra námsmanna að ráða sig í fiskvinnsl- una í sumarfríinu. Einnig er eitt- hvað um að bændur hafi nýtt sér möguleika á aukavinnu í Sæfrosti. Breki telur að starfsemin hjá Sæ- frosti hafi haft áhrif á verðmyndun í vor en í upphafi vertíðar var Sæ- frost að bjóða um 15% hærra verð en aðrir lögðu upp með en síð- an hafi það verið jafnað að þeirra verði. „Mér þykir eðlilega dálít- ið sérstakt að stórir kaupendur geti hækkað sig skyndilega í verðum ef aðrir borga betur,“ segir Breki. „Ég geri sjálfur út á tvo báta; Storm BA og Ísöld BA, og var með um 60 tonn í fyrra. Við í Sæ- frosti höfum náð sölusamningi við stóran kavíarframleiðanda í Svíð- þjóð og erum því með öruggar söl- ur sem er ekki sjálfgefið í dag. All- ir sem hafa lagt upp grásleppu hjá okkur hafa verið ánægðir enda höf- um við getað staðið við það sem við segjum og ekki þurft að lækka verð eins og menn hafa verið að lenda í. Eðlilega voru menn hikandi við að leggja upp hjá okkur í fyrstu en eru farnir að treysta okkur enda er þetta fjórða starfsárið og sölur tryggar.“ Sláturhúsið bauð upp á tækifæri Þegar Breki flutti ásamt unnustu sinni í Búðardal stóð sláturhúsið tómt og sóttust Sæfrostsfélagar eft- ir því að fá aðstöðu þar fyrir vinnsl- una. Sláturhúsið þótti góður kostur enda með góða aðstöðu fyrir fryst- ingar. „Áður en ég flutti í Búðardal var ég við byggingarvinnu á Reykja- víkursvæðinu. Eftir hrunið flúði ég út á land og þar sem við Baldur fé- lagi minn sáum tækifæri í Búðardal settumst við Guðrún þar að og hún kláraði sitt nám í fjarnámi.“ Guðrún er nú kennaramenntuð og starfar í Auðarskóla í Búðardal en Breka hefur tekist vel til með að laða hana að sjónum en undanfarin sumur hefur hún haldið beint vest- ur að skóla loknum og í stöðu há- seta hjá Breka. sm Fiskvinnsla í sláturhúsinu í Búðardal „Það er til marks um vaxandi starfsemi að Sæfrost er nú farið að gefa nokkur sumarstörf í Búðardal og þykir það vinsælt meðal ungra námsmanna að ráða sig í fiskvinnsluna í sumarfríinu.“ Brugðið á leik. Guðrún Andrea háseti á Stormi BA. Ljósm. gae. Breki Bjarnason rekur fyrirtækið Sæfrost í Búðardal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.