Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20162 Sjómannadagurinn er haldinn hátíðlegur sunnudaginn 5. júní næstkomandi. Af því tilefni er boðið til hátíðardagskrár víða um Vesturland um helgina. Dagskrána má sjá í sérstöku Sjómannadagsblaði sem fylgir Skessuhorni vikunnar. Á morgun er spáð sunnanátt, 5-10 m/s og dálítilli vætu vestast á landinu en annars hægri vestlægri eða breytilegri átt og björtu með köflum. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast inn til sveita. Hægviðri eða hafgola og víða léttskýj- að á föstudag og laugardag en líkur á þoku- lofti við sjávarsíðuna. Áfram hlýtt í veðri. Á sunnudag og mánudag er útlit fyrir hæga breytilega átt eða hafgolu. Skýjað með köfl- um eða bjartviðri en líkur á síðdegisskúr- um. Hiti 10 til 17 stig. Já, sumarið er komið elskurnar! Í síðustu viku var spurt á vef Skessuhorns: „Hvernig er þín sokkamenning?“ Yfirgnæf- andi meirihluti, eða 59 prósent, sögðust allt- af ganga í samstæðum sokkum. „Allir mínir sokkar eru eins,“ sögðu 16% og „engin regla á þessu“ sögðu 14%. „Nota sokka af sitt- hvorri sort,“ sögðu 7% og 4% ganga aldrei í sokkum. Í næstu viku er spurt: Í framhaldi af spurningunni um sokkana, fýsir okkur að vita: Hvorn skóinn reimar þú fyrst á þig? Fiskveiðar eru ein af stærstu atvinnugrein- um þjóðarinnar. Sjómenn hafa í aldanna rás haldið til hafs og oft lagt líf sitt að veði til að draga björg í bú. Sjómenn og fjölskyldur þeirra eru Vestlendingar vikunnar. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar Afhenti gestabækur úr vitanum AKRANES: Í vikunni sem leið var Héraðsskjalasafni Akraness afhentar gestabækur sem gest- ir Akranesvita hafa ritað nöfn sín í frá 24. mars 2012. Gesta- bækurnar eru framtak Hilm- ars Sigvaldasonar vitavarðar en hann opnaði sjálfur vitann fyrir gesti fyrir fjórum árum og hefur verið sívaxandi straumur fólks í hann síðan. Bækurnar eru 20 talsins og hafa í kringum 25 þúsund gestir skrifað í þær. Að sögn Hilmars hafa þó mun fleiri heimsótt vitann og er 21. bókin langt komin. Akranesviti verð- ur opinn fyrir gesti alla daga í sumar á milli klukkan 10 og 16. Alla virka daga verða haldnir tvennir stuttir tónleikar klukk- an 14, þar sem nemendur Tón- listarskólans á Akranesi koma fram. Á meðfylgjandi mynd er Hilmar Sigvaldason að afhenda Gerði Jóhönnu Jóhannsdóttur héraðsskjalaverði gestabækurn- ar tuttugu. -grþ Straumlaust eina nótt í næstu viku BORGARFJ: Aðfararnótt þriðjudagsins 7. júní næstkom- andi frá miðnætti til kl. 07:00 verður straumlaust um gjörvall- an Borgarfjörð norðan Skarðs- heiðar. Það mun vera óhjá- kvæmilegt vegna vinnu í að- veitustöð rafmagns við Vatns- hamra í Andakíl. „Straumleys- ið nær til alls dreifikerfis Rarik norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borg- arfjörð, Mýrasýslu og þar með allt þéttbýlið svo sem Borg- arnes, Bifröst og Hvanneyri. Varavélar verða keyrðar og er ekki gert ráð fyrir að til straum- leysis komi á Snæfellsnesi. Landsnet ráðgerir að vinna á flutningslínukerfi sínu á Snæ- fellsnesi dagana 8.-10. júní og á ekki að koma til straumleysis hjá notendum þar sem varavél- ar verða keyrðar meðan á þeirri vinnu stendur,“ segir í tilkynn- ingu frá Rarik. -mm KYNNTU ÞÉR LANDSINS MESTA ÚRVAL AF HELLUM OG GARÐEININGUM Sendum vörur um land allt. Hafðu samband í síma 412 5050 eða á sala@bmvalla.is. bmvalla.is PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 62 20 1 Á fimmtudaginn í liðinni viku var Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Höfða á Akranesi formlega afhent nýtt hjól. Það gerir íbúum Höfða nú kleift að fara í hjólatúra með sjálf- boðaliðum sem taka að sér að stjórna hjólunum. Hjólið kostaði 800.000 krónur og voru það Lionsklúbbur- inn Eðna, Slysavarnadeildin Líf og Andrea Björnsdóttir á Eystri-Leir- árgörðum sem söfnuðu fyrir hjól- inu, ásamt því að hluti kaupverðsins safnaðist með frjálsum framlögum í bauka sem settir voru upp innanhúss á Höfða. Konur úr Lionsklúbbnum Eðnu afhentu Kjartani Kjartanssyni, framkvæmdarstjóra Höfða, lykl- ana að hjólinu og fulltrúar frá Slysa- varnafélaginu Líf komu og gáfu fjóra hjálma. Að lokinni afhendingu hjólsins í síðustu viku var viðstödd- um boðið upp á kaffi og meðlæti. Þar sem hjólið er heldur óhefð- bundið og ætlað til að flytja farþega þurfa þeir sem stýra því að sækja námskeið. Að sögn Elísabetar Ragn- arsdóttur, sjúkraþjálfara á Höfða, hafa nú þegar 15 sjálfboðaliðar farið á námskeið, bæði þeir sem vilja ein- göngu hjóla með eigin aðstandend- ur og aðrir sem eru tilbúnir að hjóla með hvern sem er. arg Kjartan Kjartansson framkvæmdarstjóri á Höfða, fulltrúar frá Lionsklúbbunum Eðnu og Slysavarnadeildinni Líf við afhendingu á hjólinu. Íbúum á Höfða gefið veglegt hjól Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rann- sóknar sem unnin var fyrir Kokka- landsliðið af Gallup þá telja Íslend- ingar að lambakjöt sé þjóðarréttur Íslendinga. Nærri 74% landsmanna álíta að lambakjöt og lambakjöts- réttir séu þjóðarréttur Íslendinga. Rannsóknin var netkönnun fram- kvæmd á tímabilinu 22. mars til 1. apríl 2016. Úrtakið í könnuninni var 1418 manns á öllu landinu, 833 svör- uðu eða 58,7%. Það sem var nefnt á eftir lambakjötsréttum var fiskur/ýsa með 5,9%, pylsa með 5,5% en 2,1% nefndu pizzu. Hafliði Halldórsson, forseti klúbbs Matreiðslumanna og liðsmaður í Kokkalandsliðinu, segir: „Ég er mjög ánægður að það sé á hreinu hver þjóðarréttur Íslendinga er. En það felast jafnframt tækifæri í þessu fyr- ir íslenska matreiðslumenn og mat- armenningu okkar sem reiðir sig á hágæða íslenskt hráefni. Lambakjöt er úrvalshráefni og einstakt á heims- vísu hvað varðar hreinleika og bragð. Ég ólst upp við lambið í minni æsku í sveitinni og þekki vel hversu ein- stakt það er og jafnframt mikið eld- að á mínu heimili.“ mm Lambakjöt er þjóðarréttur Íslendinga Skemmtiferðaskipið Le Boreal mun koma við á Akranesi 30. júlí á næsta ári. Þetta eru tíðindi fyrir ferðaþjónustu á svæðinu þar sem Le Boreal verður jafnframt fyrsta skemmtiferðaskipið sem á viðkomu á Akranesi. Skipið er nýlegt, smíðað árið 2010, er 142 metrar að lengd og 18 metra breitt. Það leggur upp úr miklum lúxus fyrir farþega. Áhöfn skipsins telur 139 manns en skipið tekur allt að 264 farþega. Skagamenn gætu átt von á fregnum af fleiri komum skemmtiferðaskipa því samkvæmt frétt Faxaflóahafna hefur skipafélagið Variety Cruises einnig lýst yfir áhuga á að stoppa á Akranesi á næsta ári. bþb Skemmtiferðaskip til Akranes á næsta ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.