Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 49

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 49
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 49 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn 5 Akrýlútimálning á stein Þakmálning Gluggamálning Eldvarnarmálning Steinsílanmálning á múrkerfi og stein Viðarvörn fyrir íslenskar aðsæður Harðviðarolía á sólpalla og klæðningar Silikatmálning HÁGÆÐA MÁLNINGAREFNI FRÁ SÉREFNI SérEfni ehf Síðumúli 22, 108 Reykjavík. Sími 5170404. www.serefni.is Hágæða harðviðarolía á sólpalla og veggi Vörn gegn gráma og flögnun. Einstök á allar tegundir af harðvið og furupanel. Njóttu þess að vera á fallegum palli í sumar. Pallahreinsir, pallaolía, viðarvörn - vörn gegn gráma og fúa. fyrir eftir Haukur Randversson er ánægð- ur með gang strandveiðanna og hefur alltaf náð skammtinum sem er 770 kíló upp úr sjó. „Jú, ég er sáttur við aflann en fiskverð mætti vera hærra, meðalverðið hjá mér er 260 krónur en ég vildi sjá 50 til 60 króna hækkun, vegna þess hve fiskurinn er stór og góður.“ Haukur rær á bátnum Jökli SH og í haust var báturinn í miklum breytingum og var meðal annars skutlengdur og settur hefðbund- inn skrúfubúnaður í hann og segist Haukur vera mjög sáttur við þess- ar breytingar og hefur nú meira vinnupláss. Haukur segist ósátt- ur við strandveiðikerfið, telur það bjóða hættunni heim eins og sást nýverið þegar einn maður fórst. „Þetta er keppniskerfi og menn sækja sjóinn í s n a r v i t l a u s u m veðrum. Ég vil sjá að menn fái tíu daga til veiða og velji sjálfur sína daga með tilliti til veðurs, svo ekki sé verið að djöfl- ast út í snarvit- lausum veðrum. Eins og kerfið er núna þá djöfl- ast menn út í eitt. Fari ég til dæm- is ekki út þá taka einhverjir aðrir pottinn og ég sit uppi án tekna,“ segir Haukur að loknum. af Telur kerfið bjóða hættunni heim Haukur að innbyrða góðan þorsk og einn vænan ufsa. ið af stórfiski áður. Oft hefur ver- ið gott en aldrei þessu líkt. Þetta er ekki bara svona í dragnótina því það er alveg sama sagan í netin.“ Frið- rik segir að einn róðurinn hafi tekið fimm tíma frá því þeir fóru á dekk og fóru af stað í land með öll kör full en þeir taki aldrei meiri afla en kemst fyrir í körunum. Kristján segir oft hafa verið góðan afla áður en meira sótt á netunum. „Ég man einu sinni eftir 600 tonnum á einum mánuði á Hamrasvaninum fyrir tíma kvótans. Þá lagði ég alltaf í sömu lænuna og fékk 50-60 tonn á dag í tíu trossur. Það þykir ekki mikið í dag. Þeir eru bara með örfáar trossur í dag og látið liggja í nokkra klukkutíma. Meira að segja eru menn oft að róa með hálf- ónýt net. Það þýddi ekkert áður fyrr þá þurftu netin að vera góð og liggja nóttina. Þetta sýnir bara hve mikill fiskur er í sjónum í dag,“ segir Krist- ján. Bankinn ætlaði að hirða allt Um borð í Matthíasi er fimm manna áhöfn og allir úr sömu fjölskyld- unni nema fyrsti vélstjóri. Kristján er skipstjórinn, Garðar stýrimað- ur og Friðrik annar vélstjóri, syn- ir skipstjórans og tengdasonur skip- stjórans, Kristinn Reynir Eiðsson er kokkur. Vélstjórinn er svo sá eini sem er utan fjölskyldunnar og heit- ir Guðjón Árnason. Strákarnir segja ekkert mál að vera á sjó með pabba. Hann sé fínn karlinn og allt gangi vel. „Þetta er auðvitað enginn vandi þegar svona fáa daga þarf að róa,“ segir Friðrik og hlær. Þeir Garðar eru sammála um að samkomulag- ið sé fínt um borð. Útgerðin hefur þó ekki bara verið dans á rósum þótt vel hafi fiskast síðustu árin. Kristján segist hafa þurft að fækka í áhöfn- inni niður í fjóra eftir hrunið þegar bankarnir hafi ætlað að hirða af sér allt með ólöglegum gjaldeyrislán- um. „Þeir hafa ekki einu sinni beðið afsökunar á þessu þessir menn. Við náðum að þrauka en sum fyrirtæk- in hirtu þeir og virðast komast upp með það þótt lánin hafi verið ólög- leg. Það var skömm að því hvernig þessir menn gátu hagað sér. Svo kom að því að fara í neyðarúrræði þegar bankarnir ætluðu að hirða allt og létu mann selja allt sem hægt var að selja. Ég varð að fækka um tvo í áhöfninni en svo gat ég ekki orðið verið eins mikið á dekki og þá bættum við ein- um í áhöfnina aftur og tengdasonur- inn kom um borð.“ Kristján er harð- ur þegar hann talar um framgöngu bankanna gagnvart litlu fjölskyldu- útgerðarfyrirtækjunum á Snæfells- nesi og um leið má greina sárrindi hans með framkomu peningamann- anna og ósanngirni gagnvart þeim. Hann er þó bjartsýnn á framtíð út- gerðarinnar og segir strákana taka við þessu þegar hann hætti sem fari að styttast í. Þó sé margt óljóst um framtíð lítilla útgerða en þannig hafi það þó verið oft áður. hb Garðar Kristjánsson stýrimaður með myndarlegan þorsk á bryggjunni í Rifi. Ljósm. af.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.