Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 57

Skessuhorn - 01.06.2016, Blaðsíða 57
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 57 Horft yfir liðið ár og litið til þess nýjaSjómannadagurinn bátasmiðirnir aðallega sinnt við- haldi. „Það fer illa saman að vera með sýningarsal og smíðaverkstæði við hliðina á. En ef okkur tæk- ist að reisa skemmu þá væri það ef til vill hægt,“ segir Hafliði og bæt- ir því við að hugmyndir hafi ver- ið uppi um slíkt. „Við eigum gam- alt flugskýli sem við tókum í sundur og fluttum hingað frá Patreksfirði. Okkur aftur á móti gengur illa að fá peninga til að geta ráðist í að reisa það. En það leysist vonandi með tíð og tíma,“ segir hann. Elsta vélin frá 1934 Þangað til gera áhugamenn um bátasafnið sér gömlu mjólkurstöðina á Reykhólum að góðu. Neðri hæð hússins var tekin í gegn í vetur eft- ir að safnið fékk að gjöf tvo gáma af gömlum bátavélum. Hafði Þórhall- ur Matthíasson frá Akureyri safnað vélunum en ákvað að gefa bátasafn- inu þær. „Það komu hér í haust tveir treilerar fullir af gömlum vélum, ná- lægt því hundrað gamlar bátavélar. Sumar þeirra eru gangfærar, aðr- ar líta vel út en fara ekki í gang en mætti vel gera fínar og stilla upp til sýningar. Enn aðrar eru svo afar illa farnar,“ segir Hafliði og bendir á gamla sprungna Albin vél. Elsta bátavélin sem hægt er að segja til um með vissu er sænsk, Saab frá 1934. Önnur vél er þó talin eldri, frá þriðja áratugnum, en ekki hægt að segja til um með vissu. Til stendur að koma þeim fyrir í sýning- arsal í kjallaranum í sumar. Kenjóttar fyrstu vélarnar Umræða um vélagjöfina leiðir okk- ur að vélbátavæðingu íslenska flot- ans við upphaf síðustu aldar. „Árið 1902 var í fyrsta sinn sett vél í bát á Íslandi. Það var báturinn Stanley á Ísafirði. Guðmundur Berg- steinsson í Flatey held ég að hafi síð- an fyrstur manna hér á landi keypt vélbát sem smíðaður var sem slíkur. Svo er það upp úr 1920 að vélbát- ar fara að verða algengari á Breiða- firði og á aðeins tíu árum fer ára- og seglbátum verulega fækkandi,“ segir Hafliði. Hann segir að vélbátavæð- ingin hafi gengið ótrúlega greiðlega fyrir sig. „Menn byrjuðu auðvitað á því að setja vélar í árabáta og ráku sig á ýmislegt þar. Það hentaði ekki að setja vélarnar beint í og menn átt- uðu sig fljótlega á því að bátunum þyrfti að breyta. Afturstefnið þurfti að smíða upp á nýtt,“ segir Hafliði og minnist báts sem smíðaður var á æskustöðvum hans í Hvallátrum árið 1930. „Það er fyrsti báturinn sem við eignumst sem er smíðaður sem vélbátur. Hann ber þess merki að hafa verið sá fyrsti. Pabbi hafði þá lært hjá Valdimar Ólafssyni, föður Aðalsteins Valdimarssonar sem ég nefndi hér áðan. Sá prófaði sig mik- ið áfram við smíði vélbáta áður en hann féll frá 1939, þegar pabbi var 16 ára. Fyrstu bátarnir sem pabbi smíðaði eru síðan nauðalíkir bát- unum hans Valdimars. Þessi þróun fór ekki fram á teikniborðinu held- ur voru bátarnir smíðaðir og próf- aðir. En menn voru ótrúlega fljótir að læra á þetta,“ segir Hafliði. Hann bætir því við að við upphaf vélbáta- aldarinnar hafi menn einnig rekið sig á það að vélarnar væru óáreiðan- legar. „Fyrst um sinn var vélbátun- um aldrei siglt öðruvísi en að segl- ið væri haft með í för. Í þeim voru heldur frumstæðar bensínvélar sem voru heldur „kenjóttar“ eins og menn orðuðu það. Ég man til dæm- is eftir hlunnindabátnum sem var heima í Hvallátrum. Afi sigldi hon- um aldrei nema seglið væri haft um borð,” segir hann og brosir. Þekkingunni bjargað Aðspurður segir Hafliði að kom- andi verkefni bátasafnsins, utan opnunarinnar um mánaðamótin, verði áframhaldandi söfnun og við- hald bátanna. „Við reynum svolítið að leggja eftir því að finna báta eftir sem flesta smiði. Það er nefnilega til mjög mikið af bátum sem eru heil- ir en ekki nothæfir. Þeir yrðu ágæt- is sýningagripir þegar búið væri að lappa upp á útlit þeirra. Stefnan er að gera meira af því á næstunni að mála báta og gera þá fína svo hægt sé að sýna þá, en ekkert endilega reyna að setja þá alla á flot,“ seg- ir hann. Þeir bátar sem nú þegar líta vel út og eru til sýnis munu að sjálf- sögðu verða það áfram. Þar á meðal má nefna vélbátinn Draupni BA-40 sem fluttur var vestur á Reykhóla síðasta haust. Hann hafði þá stað- ið á Safnasvæðinu í Görðum á Akranesi um tveggja áratuga skeið en var talið betur borgið í hönd- um bátasmiðanna á Reykhólum. Þar hefur verið varðveitt þekking á trébátasmíði Íslendinga og sum- ir vilja ganga svo langt að segja að henni hafi verið bjargað með til- komu safnsins. Trébátasmíði var að mestu aflögð á Íslandi um 1980, aðeins einn og einn bátur smíðað- ur eftir það. Því vilja margir meina að með tilkomu safnsins og skrá- setningu verklagsins með áður- nefndri kvikmynd, hafi þekking- unni verið bjargað. Hafliði vill þó ekkert fullyrða um slíkt. En þeir bátasmiðirnir hafa einnig miðl- að þekkingu sinni. Undanfarin ár hafa verið haldin námskeið í smíði súðbyrðinga í samstarfi við Iðu fræðslusetur. „Jú, síðustu ár höf- um við leiðbeint um 70 nemendum á bátasmíðanámskeiðum. Afrakst- ur þeirra námskeiða er súðbyrðing- ur sem sjósettur var í Kópavogi nú í byrjun maí og hefur fengið nafn- ið Öxney,“ segir Hafliði. Mun það vera fyrsti íslenski súðbyrðingurinn sem sjósettur er í áratugi. „Sturla Jóhannsson frá Öxney á Breiðafirði keypti bátinn og ætlar að nota hann sem hefðbundinn hlunnindabát úti í Öxney,“ segir Hafliði ánægður að lokum. kgk Frystigámar / Sala og leiga 10 / 20 og 40 ft. Seljum einnig og leigjum gámahús, geymslugáma og salernishús í ýmsum stærðum og gerðum. Bjóðum sérlausnir, sniðnar að þörfum viðskiptavina. Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Sími 568 0100 www.stolpigamar.isHafðu samband! Víkurhvarf 5 Stærð palls 2,55 x 8,60 m Verð kr. 1.890.000,- með virðisaukaskatti Weckman flatvagnar / löndunarvagnar Vagnar 6,5 - 17 tonn. Verðdæmi: 8 tonn kr. 1.250.000,- með virðisaukaskatti. 12 tonn kr. 1.590.000,- með virðisaukaskatti. Weckman sturtuvagnar Víkurhvarf 5 S K E S S U H O R N 2 01 2 Draupnir var fluttur vestur á Reykhóla síðasta haust frá safnasvæðinu í Görðum á Akranesi. Stendur hann við hlið Farsæls fyrir utan húsnæði bátasafnsins. Báðir voru þeir smíðaðir af Aðalsteini Eyjólfi Aðalsteinssyni frá Hvallátrum, föður Hafliða. Bakvið bátasafnið stendur Bjarmi SH 207 í eigu Hjalta Hafþórssonar á Reykhólum. Bjarmi er níu brúttólestir, súðbyrtur og hekkbyggður furu- og eikar- þilfarsbátur, smíðaður árið 1961. Er hann með stærri súðbyrðingum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.