Skessuhorn


Skessuhorn - 01.06.2016, Side 6

Skessuhorn - 01.06.2016, Side 6
MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 20166 Níu verða á framboðs- listanum BESSASTAÐIR: Innanrík- isráðuneytið hefur gefið út auglýsingu um hverjir verði í framboði til kjörs forseta Ís- lands 25. júní næstkomandi. Níu verða í kjöri en eitt fram- boð var dæmt ógilt þar sem skorti á fjölda meðmælenda. Forsetaframbjóðendur verða: Andri Snær Magnason, Ást- þór Magnússon, Davíð Odds- son, Elísabet Kristín Jökuls- dóttir, Guðni Th. Jóhannes- son, Guðrún Margrét Páls- dóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir og Sturla Jónsson. -mm Níu sóttu um að stýra TOSKA AKRANES: Umsóknarfrest- ur um stöðu skólastjóra Tón- listarskólans á Akranesi rann út 12. maí síðastliðinn. Níu manns sóttu um starfið: Alex- andra Chernyshova, Birg- ir Baldursson, Birgir Þóris- son, Daníel Arason, Gest- ur Guðnason, Guðbjörg Leifsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson, Ragnar Jónsson og Sveinn Sigurbjörnsson. Þessa dagana er verið að vinna úr umsóknunum. Bæjarstjórn mun síðan taka ákvörðun um ráðningu skjólastjóra tónlist- arskólans í júní, að fenginni tillögu skóla- og frístundaráðs bæjarins. Frá þessu er greint á vef Akraneskaupstaðar. -kgk Í útkall vegna hjartveiks manns HVALFJ: Síðdegis á mánu- daginn voru björgunar- sveitir Landsbjargar á Vest- urlandi kallaðar út vegna hjartveiks manns við fossinn Glym í Hvalfirði. Kenndi hann sér meins á göngu við fossinn og var haft sam- band við Neyðarlínuna. Að- stæður voru metnar erfiðar og sýnt að bera þyrfti hinn sjúka langan veg niður að bílastæðunum. Þyrla Land- helgisgæslu var því kölluð út og tók hún manninn um borð og flutti á Landspítal- ann til aðhlynningar. -mm Gæðingamót Faxa og Skugga BORGARNES: Gæð- ingamót hestamannafélag- anna Faxa og Skugga verður haldið í Borgarnesi laugar- daginn 4. júní. Keppt verð- ur í barnaflokki, unglinga- flokki, ungmennaflokki, B flokki gæðinga og A flokki. Einnig í 150 m. skeiði ef þátttaka næst og verður tímataka handvirk. „Mót- ið er einvörðungu ætlað félagsmönnum og hestum Faxa og Skugga. Skráning er í gegnum Sportfeng og er Skuggi mótshaldari. Skrán- ingargjöld eru kr. 2.500 kr. í ungmennaflokki, A og B flokki og í 150 m. skeiði en 1.500 kr. í barna - og ung- lingaflokki. Skráningu lýkur kl. 23:59 í kvöld, miðviku- daginn 1. júní. Upplýsing- ar og aðstoð ef þarf í síma 898-4569 eða kristgis@sim- net.is,“ segir í fréttatilkynn- ingu frá mótanefnd Faxa og Skugga. -mm Rýmka reglur um matvæla- vinnslur LANDIÐ: Matvælastofnun vill vekja athygli á drögum að reglugerð um lítil mat- vælafyrirtæki og hefðbund- in matvæli. Þessi reglugerð- ardrög eru nú til kynning- ar á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyt- is. „Markmiðið með nýrri reglugerð er að auðvelda sláturhúsum, fiskmörkuðum og litlum matvælafyrirtækj- um að uppfylla kröfur í holl- ustuhátta- og eftirlitsreglu- gerðum. Þetta er gert með því að slá af ítrustu kröfum þannig að áfram sé hægt að nota hefðbundnar aðferðir á öllum stigum framleiðslu, vinnslu eða dreifingar mat- væla. Enn fremur á reglu- gerðin að leiðbeina litlum matvælafyrirtækjum varð- andi byggingar, skipulag og búnað ákveðinna starfs- stöðva. Á vef atvinnuveg- aráðuneytis er hægt að lesa um reglugerðardrögin. Þar kemur fram að veittur er frestur til 16. júní nk. til að koma athugasemdum varð- andi drögin á framfæri við ráðuneytið. -mm Lagafrumvarp Ólaf- ar Nordal innanríkisráð- herra um stofnun milli- dómstigs var samþykkt á Alþingi síðastliðinn fimmtudag. Með breyt- ingunum verður til nýr áfrýjunardómstóll, Lands- réttur. Mun hann hafa að- setur í Reykjavík. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. janúar 2018. Verður því sú grundvallarbreyting á íslenskri réttarskipan að stað tveggja dómstiga áður verða dómstigin í landinu þrjú; héraðs- dómstólar, Landsréttur og Hæsti- réttur. Sameiginleg stjórnsýsla dóm- stiganna þriggja verður færð und- ir nýja sjálfstæða stjórnsýslustofn- un; Dómstólasýsluna. Segir á vef Al- þingis að stjórnsýsla dómstólanna sé þar með efld og sjálfstæði þeirra styrkt. „Millidómstiginu er ætl- að að koma til móts við alþjóðleg- ar kröfur um milliliðalausa sönnun- arfærslu, létta álagi af Hæstarétti og tryggja að honum sé betur fært að sinna hlutverki sínu sem fordæm- isgefandi dómstóll,“ segir á vef Al- þingis. Samhliða stofnun millidóm- stigs verður dómurum Hæstaréttar fækkað um tvo, úr níu í sjö og fimm dómarar hverju sinni munu taka þátt í meðferð mála. Dómurum við hér- aðsdómstóla landsins verður fjölgað úr 38 í 42. Áætlað er að útgjöld ríkis- sjóðs aukist um 506 milljónir króna á ársgrundvelli frá fjárlögum 2016 vegna stofnunar millidómstigs. Mikil réttarbót Þá var einnig samþykkt frumvarp um meðferð einkamála og sakamála. Þar er gert ráð fyrir að meginregl- unni um milliliðalausa sönnunar- byrði verði betur fylgt fyrir Lands- rétti en unnt er sam- kvæmt gildandi lögum um Hæstarétt, hvort heldur í einkamálum eða sakamál- um. „Stofnun Landsréttar felur í sér mikla réttarbót en með honum er tryggð milliliðalaus sönnunar- færsla á tveimur dóms- stigum,“ segir á vef innan- ríkisráðuneytisins. Í frum- varpinu felst að hinn al- menni áfrýjunarréttur í einkamálum verði styttur úr þrem- ur mánuðum í fjórar vikur. Er það sambærilegt við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Heimildir til að áfrýja héraðsdómi í einkamáli beint til Hæstaréttar verða tiltölu- lega þröngar, en sannarlega til stað- ar, verði þörf á skjótri niðurstöðu í máli. Áfrýjun á dómum Landsrétt- ar til Hæstaréttar verða í öllum til- vikum háð leyfi Hæstaréttar. Lagt er til að kæruheimildir til hæsta- réttar verði fáar. Áætlað að útgjöld ríkissjóðs vegna tilkomu millidóm- stigs aukist um 109,7 milljónir á árs- grundvelli frá fjárlögum 2016, árin 2018–2021. kgk Millidómstig verður til á Íslandi Þegar blaðamaður var staddur í Borgarnesi á miðvikudag brá hann sér inn fyrir dyr bensínstöðvar Olís til að greiða fyrir eldsneyti á blaðfákinn og kaupa blek í penn- ann, sem eins og allir vita er mátt- ugri en sverðið. Blasti þá við hon- um að framkvæmdir stóðu yfir inn- anstokks á bensínstöðinni. Vegg- urinn að bakvið afgreiðsluborð- ið hafði verið fjarlægður að hluta og plast verið hengt fyrir. Þórð- ur Jónsson stöðvarstjóri upplýsti blaðamann um að þar fyrir innan væri verið að stækka og bæta grill og eldhús stöðvarinnar. Enn frem- ur sagði hann að til stæði að lengja afgreiðsluborðið inn í stöðina í átt að ganginum, en þegar er búið að breyta því lítið eitt. Átti Þórður von á því að breytingum og endur- bótum á stöðinni yrði að fullu lok- ið í þessari viku. kgk Smávægilegar breytingar á afgreiðslustöð Olís í Borgarnesi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.