Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 11. tbl. 20. árg. 15. mars 2017 - kr. 750 í lausasölu H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA –  1 6 -3 0 6 7 Greiðslumat á � mínútum fyrir viðskiptavini allra banka Nú geta allir gert fullgilt greiðslumat á arionbanki.is og fengið nákvæma mynd af greiðslugetu sinni með nokkrum smellum. Kynntu þér þessa spennandi nýjung Fluconazol ratiopharm Fæst án lyfseðils Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Verkir í liðum? Opið frá kl. 11:00 til 17:00 Matarmarkaður Búrsins í Hörpu um helgina www.skessuhorn.is Minnum á fríar smáauglýsingar á vef Skessuhorns Gamalt máltæki segir að öskudagur eigi sér átján bræður. Þá er átt við að veðrið þann dag verði með svipuðu sniði dagana á eftir. Að þessu sinni hefur það gengið eftir. Hæglátt og gott veður hefur einkennt veðráttuna líkt og sjálfan öskudaginn, nær allan þennan mánuð. Margir nýta góðviðrið til heilsusamlegrar útiveru. Þeirra á meðal eru hestamenn á Akranesi sem fóru í Góugleði, skemmtireið frá Æðarodda og inn í þéttbýlið á Akranesi, á laugardaginn. Ferðin var í og með farin í tilefni þess að 11. maí í vor fagna félagsmenn í hestamannafélaginu Dreyra 70 ára afmæli félagsins. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Um næstu helgi verða fyrstu almennu ferming- arathafnirnar á Vestur- landi á þessu ári þegar fermt verður í Hvamms- kirkju í Dölum og á Akranesi. Tæplega tvö- hundruð ungmenni fermast í landshlutan- um að þessu sinni og velja þau ýmis trúarlega fermingarfræðsu og at- höfn eða borgaralega. Í Skessuhorni í dag fylgir með 20 síðna sérblað þar sem þessara tíma- móta í lífi unga fólks- ins er minnst. Rætt er við fermingarbörn fyrr og nú um stóra dag- inn. Þá er ýmis annar fróðleikur sem teng- ist tímamótunum. Síðast en ekki síst er listi yfir þau ferm- ingarbörn á Vestur- landi þar sem búið er að taka ákvarðanir um tíma og stað. Auk venjubundinn- ar dreifingar er blaðið sent til ferm- ingarbarnanna sjálfra með kveðju frá Skessuhorni. mm Fermingar á næsta leiti Sævar Frey Þráinsson tók í gær við starfi bæjarstjóra Akraneskaupstað- ar. Bæjarstjórn tók á lokuðum fundi í lok síðasta mánaðar samhljóða ákvörðun um að ganga til samninga við hann um að taka við starfinu. Sævar Freyr hefur verið forstjóri 365 miðla frá árinu 2014 en tilkynnt var í Kauphöllinni í gærmorgun að Vodafone hefði gengið frá sam- komulagi um kaup á rekstri ljós- vaka- og fjarskiptarekstri 365 ásamt fréttavefnum visir.is. Samhliða sam- runanum lét Sævar af störfum þar. Hann tekur nú við starfi bæjarstjóra af Regínu Ásvaldsdóttur sem nýver- ið var ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sævar Freyr er viðskiptafræðing- ur að mennt og hefur langa og far- sæla reynslu af stjórnun upplýsinga- tæknifyrirtækja. Hann starfaði sem forstöðumaður og framkvæmda- stjóri hjá Símanum um margra ára skeið þar sem hann bar meðal ann- ars ábyrgð á þróun, sölu, markaðs- málum, vörustjórnun, viðskiptastýr- ingu og gagnalausnum. Hann varð forstjóri Símans 2007 og gegndi því starfi þar til hann tók við forstjóra- stöðu hjá 365 miðlum. Sævar á sæti í framkvæmdastjórn viðskiptaráðs og hefur gengt stjórnarformennsku meðal annars hjá fyrirtækjunum Sensa og On-Waves og átt sæti í stjórnum fjölmargra fyrirtækja sem tengjast fjarskiptamálum og hug- búnaði. Sævar Freyr er giftur Hafdísi Hannesdóttur geislafræðingi og eiga þau þrjú börn á aldrinum 13 til 21 árs. Sjá spjall við Sævar Frey á bls. 4. mm Sævar Freyr ráðinn bæjarstjóri á Akranesi Sævar Freyr Þráinsson er nýr bæjarstjóri á Akranesi. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.