Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 7

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 7 Dagskrá Írskra vetrardaga á Akranesi Fimmtudaginn 16. mars 14:00-18:00 Gamli Skaginn, ljósmyndasýning, Café Kaja Kirkjubraut 54 18:00-20:00 Ronja Ræningjadóttir, Bíóhöllin á Akranesi Föstudaginn 17. mars (St. Patricks Day) 09:00-12:00 Írska tónlistarkonan Elaine Ní Cuana heimsækir leikskóla kaupstaðarins og kynnir írska tónlist og hljóðfæri fyrir börnunum 13:00-18:00 Gamli Skaginn, ljósmyndasýning, Café Kaja Kirkjubraut 54 17:00-18:30 Keltnesk arfleið á Vesturlandi, opnun í Guðnýjarstofu í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum 18:00-20:00 Ronja Ræningjadóttir, Bíóhöllin á Akranesi 20:00-22:00 Útgáfutónleikar Slitinna strengja í Tónbergi Laugardagurinn 18. mars 12:00-17:00 Keltnesk arfleið á Vesturlandi, Guðnýjarstofu í Safnaskála Byggðasafnsins í Görðum 14:00-16:00 Ronja Ræningjadóttir, Bíóhöllin á Akranesi 18:00-20:00 Ronja Ræningjadóttir, Bíóhöllin á Akranesi 20:00-22:00 Útgáfutónleikar Slitinna strengja í Tónbergi 23:59- SÁLIN á Skaganum, dansleikur á Gamla Kaupfélaginu Auk þess verða írskar bókmenntir í öndvegi á Bókasafni Akraness. Skagamenn og aðrir landsmenn eru hvattir til að gera sér dagamun og njóta spennandi viðburða. SK ES SU H O R N 2 01 7 SK ES SU H O R N 2 01 7 Skipulagsauglýsingar Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt á 153. fundi þann 09. mar 2017, að auglýsa eftirfarandi skipulög: Into the Glacier - Lýsing á breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Fyrirhugað er að breyta Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 -2022. Tillagan er sett fram á uppdrætti og með greinargerð dags. 17. febrúar 2017 og felur m. a. í sér að landnotkun verður breytt í verslunar-og þjónustusvæði á um 13 hektara svæði sem skilgreint er í gildandi aðalskipulagi Borgarbyggðar sem frístundabyggð nr. F128 í landi Húsafells II og III. Gert er ráð fyrir að á svæðinu verði þjónusta við ferðamenn sem fara í ísgöngin á Langjökli, ásamt því að þjónusta frístundabyggðina á nærliggjandi svæðum í framtíðinni. Tillagan er auglýst í samræmi við 30. grein Skipulagslaga nr. 123/2010. Skriflegum ábendingum vegna lýsingar á breytingu á aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022, ef einhverjar eru, skal komið á framfæri í bréfi eða í tölvupósti við umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, í Ráðhúsi Borgar- byggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi, borgarbyggd@borgarbyggd.is eigi síðar en miðvikudaginn 12. apríl 2017. Lýsing liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar og er aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar – www.borgarbyggd.is. Umhverfis- og skipulagssvið Borgarbyggðar, borgarbyggd@borgarbyggd.is veitir fúslega nánari upplýsingar, sé þess óskað. LAVA-Hótel Varmaland - Breyting á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 – 2022 Sveitarstjórn samþykkir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Borgarbyggðar 2010 - 2022 breyting á landnotkun á svæði fyrir þjónustustofnanir Þ6, til auglýsingar. Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 2. mars 2017 og felur í sér að á Varmalandi verði skilgreint svæði fyrir verslun og þjónustu S8 á 6.404 fermetra reit sem nær til lóðar gamla Hús- mæðraskólans. Tillagan verði auglýst í samræmi við 1. málsgrein 31. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagstillaga liggur frammi í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14 í Borgarnesi frá 17. mars 2017 til 28. apríl 2017 og verður einnig aðgengileg á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is. Hverjum þeim aðila sem hagsmuna á að gæta, er gefinn kostur á að gera athugasemd við tillögu. Athugasemdir og ábendingar skulu vera skriflegar og berast í síðasta lagi 28. apríl 2017 í Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, 310 Borgarnesi eða á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is. Nú hafa 187 bæjarfélög í 16 lönd- um myndað samtök gamalla Hansa- bæja. Sveitarfélög þessi eiga þann sameiginlega menningarsögulega bakgrunn að hafa verið Hansabæir á miðöldum. Hansasambandið var bandalag verslunarborga, aðallega í Norður-Þýskalandi, sem tókst að koma á einokun í verslun á Eystra- salti og um alla Norður-Evrópu. Í byrjun 15. aldar fóru þýskir Hansa kaupmenn að versla við Ísland og á 16. öld voru þeir búnir að taka yfir mest öll viðskipti við landið. Þetta tímabil er þekkt sem Þýska öldin í Íslandssögunni. Stykkishólmsbær hefur verið í samstarfi við þessi samtök sem einn af hinum gömlu Hansa versl- unarstöðum. Nú er verið að setja upp nýtt Hansa bókasafn í Hansa- bænum Tikhvin í Rússlandi, sem er um 180 km austur frá St. Pét- ursborg. Af því tilefni var óskað eftir íslenskum bókum um Stykk- ishólm frá bæjarstjóranum Sturlu Böðvarssyni. Vel var tekið í þá beiðni og bækurnar voru sendar af stað. Nýverið barst svo þakk- arbréf frá fulltrúum Tikhvin hér- aðs. Þar kemur fram að vel hefur verið tekið í hugmyndina að koma upp Hansa bókasafni í Tikhvin og söfnunin heldur áfram. Fleiri bæir eru farnir að tengjast verkefninu og senda gögn til Tikhvin. Bóka- safnið kemur til með að segja frá fjölþjóðlegri sögu og menningu þessara bæja. mm Stykkishólmur í sam- tökum gamalla Hansabæja Á myndinni má sjá starfsmenn bókasafnsins Taffy í Tikhvin með bókagjöfina frá Stykkishólmi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.