Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201712 Um þessar mundir er unnið hörð- um höndum að því að breyta gamla Húsmæðraskólanum á Varmalandi í hótel sem áætlað er að opnað verði í sumar. Skessuhorn var á ferðinni í Borgarfirði á dögunum og ræddi við Bjarna Þór Ólafsson, verkefnis- og byggingarstjóra og Hauk Birgisson, rekstrarstjóra Hótels Varmalands, um framkvæmdina. „Hér er verið að breyta gömlu skólabyggingunni í 60 herbergja hótel. Fyrst og fremst er verið að vinna í húsinu að innan. Haldið verður í gamlan stíl hússins og útlit þess að utan verður meira og minna alveg eins og Guðjón Samú- elsson teiknaði það á sínum tíma. Vinnan felst því fyrst og fremst í því að brjóta niður veggi, styrkja gólf og smíða ný herbergi auk þess sem töluvert mikið hefur þurft að saga vegna þess að verið er að skipta um allar lagnir, bæði raflagnir og pípu- lagnir. Þá verður sett lyfta í húsið, eitthvað sem var ekki fyrir og er það töluverð framkvæmd,“ segir Bjarni. „Eins og alltaf þegar verið er að breyta gömlum húsum þá reka menn sig á eitthvað óvænt. Lítið er til af teikningum. Við höfum til dæmis lent í því að vera byrjaðir að saga fyrir nýjum hurðum að her- bergjum að lent þá inn í gömlum hurðargötum sem einhvern tímann var lokað, en aldrei gerð teikning af breytingunni. Sömuleiðis var lítið vitað um ástand lagna. Þess vegna töldum við vænlegast að skipta ein- faldlega um allar lagnir,“ bætir hann við. Til þess að koma nýjum lögn- um fyrir hefur mikið þurft að saga úr gólfinu á jarðhæð hússins. Steyp- unni er síðan mokað með gröfu af smæstu gerð upp á skúffu á annarri lítill vél og síðan ekið út. „Vélarnar eru mjög litlar en þær þurfa hrein- lega að geta ekið í gegnum hurð- arop. Þess vegna er þetta seinlegt verk en það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi,“ segir Bjarni. Heimamenn koma sterkir inn Um þessar mundir eru um 20 menn að störfum að Varmalandi. „En þeim hefur farið fjölgandi undan- farið og mun fjölga enn frekar. Mik- ið til eru þetta iðnaðarmenn úr ná- grenninu, enda marga góða slíka að finna hér í kring,“ segir Bjarni. „Það er mikilvægt að vinna svona verkefni í sátt við íbúa í sveitinni. Fá til liðs við sig þá góðu iðnaðarmenn sem eru hér í nágrenninu og halda fram- kvæmdasvæðinu snyrtilegu,“ bætir Haukur við. Sagan í hávegum höfð Bjarni og Haukur segja að við hönn- un hótelsins hafi verið ákveðið að tengja sögu hússins við væntanlegt hótel. „Herbergin munu til dæm- is heita eftir bæjarnöfnum úr ná- grenninu og þá munu stærri her- bergin heita eftir þeim skólastýr- um sem voru hér á sínum tíma. Þá höfum við hugsað okkur að hafa til sýnis ýmsa muni sem hér eru til og tengjast sögu skólans, til dæm- is þvottarullur og -rúllur,“ segir Bjarni. „En þema hótelsins verð- ur hraunið. Hönnun gerir til dæmis ráð fyrir því að í loftinu á herbergj- um verði innfelling með svartri línu og „hraunflæði“ í gegnum allt hús- ið,“ segir Haukur. „Utandyra verður lagt upp með mjög látlausa lýsingu. Það verður sem sagt ekki uppýst og á ekki að vera of áberandi heldur falla inn í þetta fallega umhverfi hér á Varmalandi. Hófleg lýsing gerir gestum líka kleift að upplifa norður- ljósin með auðveldum hætti,“ bætir hann við. Aðgengi fyrir alla Á jarðhæð verður bar, móttaka og salur og þaðan verður gengt út á útisvæðið á bakvið húsið. Herberg- in verða þrenns konar; hefðbund- in twin-herbergi, fjölskylduher- bergi ætluð hjónum með tvö börn og síðan nokkur stærri deluxe her- bergi fyrir einstaklinga eða pör. „Hér verða sex herbergi með að- gengi fyrir fatlaða. Í þeim er aðeins rýmri inngangur og baðherbergi, svo hægt sé að snúa við og athafna sig í hjólastól,“ segir Bjarni. „Svona eiga hlutirnir bara að vera, það eiga allir að hafa jafnan aðgang að hót- elinu. Þess vegna erum við líka að bæta við lyftu. Það er ekki hægt að bjóða fólki í hjólastól upp á það árið 2017 að vera búið að tékka sig inn á hótel og svo bara „úps, stigi“ og það kemst ekki svo glatt upp á herbergi. Það þarf að vera aðgengi fyrir alla svo allir upplifi sig velkomna,“ bæt- ir hann við. Skipulag svæðisins í auglýsingu Aðalskipulagsbreyting og deili- skipulag fyrir Varmaland er um þessar mundir í formlegu auglýsing- arferli. Áður var ekki til deiliskipu- lag fyrir svæðið, en á þeirri tillögu sem er í auglýsingu núna er gert ráð fyrir viðbyggingu vegna hót- elsins. Mun í henni verða móttaka og salur. „Þegar farið var að kanna hvernig best væri að nýta húsið sem hótel þá fannst mönnum strax að það kallaði á sal, sem væri hægt að nýta sem matsal og morgunverð- arsal og eins móttöku. Þannig sal hafði húsið ekki. Því var farið í það að hanna viðbyggingu,“ segir Hauk- ur. Þar sem ekkert deiliskipulag er í gildi á Varmalandi eru verktökum hins vegar sniðnar ákveðnar skorð- ur. „Við förum auðvitað ekki í fram- kvæmdir að utan á meðan svæðið er ekki skipulagt,“ segir Bjarni. „En við vonumst bara til að skipulagsferlið gangi snurðulaust fyrir sig og við getum hafið framkvæmdir að utan sem fyrst,“ bætir hann við. Sænskir bakhjarlar Sænska ferðaskrifstofan Vulkanresor stendur að stærstum hluta að baki framkvæmdinni. „Það er fyrirtæki með áratugareynslu í ferðaþjónustu. Til dæmis skipuleggur ferðaskrif- stofan ferðir til Íslands fyrir milli tíu og tólf þúsund skandínavíska ferða- menn árlega. Forsvarsmenn þessa fyrirtækis sjá hér á Varmalandi tæki- færi til að vera með spennandi og notalegan gististað sem hluta af sín- um ferðum,“ segir Haukur. „Stað- setningin er góð og eitt af því sem þessir aðilar horfa til. Hér er margt að skoða í kring og spennandi af- þreyingarmöguleikar, til dæmis Víðgelmir, Ísgöngin í Langjökli og Hraunfossar svo aðeins örfáir stað- ir séu nefndir,“ segir hann, en bætir því við að Hótel Varmaland sé vit- anlega ekki aðeins ætlað viðskipta- vinum Vulkanresor. „Hótelið er að sjálfsögðu hugsað fyrir alla mark- hópa, ekki aðeins þá sem ferðast með Vulkan og ekki aðeins erlenda ferðamenn heldur líka Íslendinga. Innlendi markhópurinn er mjög spennandi að mörgu leyti og gæti orðið alveg jafn spennandi að þróa hann og erlenda markhópinn. Þar kemur saga hússins aftur mjög sterk inn,“ segir Haukur. Stefnt að opnun í sumar En hvenær stendur til að opna hót- elið á Varmalandi? „Við stefnum að því að reyna að opna um mitt sum- ar,“ segja Bjarni og Haukur. „En við erum ekki með fasta dagsetningu sem við vinnum út frá. Það er svo- lítið erfitt að segja til um það fyrr en skipulagsferlinu er lokið því fyrr getum við ekki farið í framkvæmd- ir að utan. Við getum betur sagt til um mögulegan opnunardag seinna í vor þegar því ferli er lokið,“ seg- ir Bjarni. „En við erum bara bjart- sýnir á að það gangi allt saman vel og keyrum framkvæmdir innanhúss áfram á meðan, vinnum dag frá degi með þeim góðu mönnum sem við höfum fengið í verkið. Þegar búið verður að opna erum við sömuleið- is bjartsýnir á að reksturinn gangi vel. Þetta hótel mun hafa alla burði til að verða eftirsótt og gott hótel, á góðum stað í fallegu umhverfi þar sem komið verður til móts við þarfir gestanna í einu og öllu,“ segja Bjarni og Haukur að lokum. kgk Húsmæðraskólinn á Varmalandi verður hótel - breytingar á gamla skólahúsinu í fullum gangi og þar verður 60 herbergja hótel Gamla húsmæðraskólahúsið á Varmalandi, séð frá veginum. Bjarni Þór Ólafsson, verkefnis- og byggingarstjóri. Það er ekki á hverjum degi sem gröfur sjást innandyra. Marga veggi hefur þurft að brjóta niður og saga í gólfið til að geta skipt um lagnir í húsinu. Steypunni þarf að koma út og þá þurfa tækin að vera lítil og lipur og helst að vera hægt að aka þeim í gegnum hurðarop. Hnulli smiður og Jan pípari voru glaðbeittir þegar Skessuhorn bar að garði. Framkvæmdir í fullum gangi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.