Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 37

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 37 SK ES SU H O R N 2 01 7 Sumarstarfsmenn í áhaldahús Borgarbyggðar 2017 Borgarbyggð auglýsir eftir sumarstarfsmönnum í áhaldahús Borgarbyggðar. Starfstími er á tímabilinu frá 15. maí 2017 - 15. september 2017. Helstu verkefni: Vinna við umhirðu og grasslátt á opnum svæðum. Önnur tilfallandi verkefni áhaldahúss. Hæfniskröfur Krafist er stundvísi, ástundunar og dugnaðar. Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptium. Bílpróf og vinnuvélaréttindi kostur. Lágmarksaldur 18 ára. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100%. Umsóknarfrestur er til og með 28. mars n.k. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ámundi Sigurðsson, verkstjóri áhaldahúss Borgarbyggðar sími 892 5678. Umsóknir ásamt starfsferilskrá og kynningarbréfi skulu sendar til gudrunh@borgarbyggd.is. SK ES SU H O R N 2 01 7 Unnið er á vöktum við framleiðslu á lífrænt vottuðu mjöli. Gerðar eru strangar kröfur um öryggi og gæði. Réttindi og hæfni til að nota vinnuvélar eru kostur. Störfin geta hentað hvort sem er konum eða körlum á öllum aldri. Um Þörungarverksmiðjuna Þörungaverksmiðjan rekur þurrkverksmiðju á Reykhólum, þar sem þang og þari eru þurrkuð í mjöl í háum gæðaflokki. Bæði framsleiðsla og hráefnisöflun fyrirtækisins hafa lífræna vottun. Meginhluti framleiðslunnar er seldur á erlendum mörkuðum, þar sem hún er m.a. nýtt í framleiðslu í lyfja- og snyrtivöruiðnaði auk framleiðslu á fóðurbæti, áburði og fleiru. Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30–17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími 580 3900 I fastus.is Veit á vandaða lausn Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d’Or Iceland fastus.is Fastus býður upp á vandað lín s.s. handklæði, þvottastykki og baðmottur, vönduð 250 þráða sængur- og koddaver fyrir hótel, ferðaþjónustur og heilbrigðisstofnanir á sanngjörnu verði. Kíktu á úrvalið í verslun okkar og í vefverslun fastus.is MJÚKT OG VANDAÐ LÍN FYRIR ÞIG OG ÞÍNA GESTI á baðherberginu. „Í stað þess að kaupa baðinnréttingu þá keyptum við bara stofuskáp sem okkur þykir fallegur og settum hann inn á bað,“ segir Hrefna. „Það þurfti örlítið að snikka við hann, saga aðeins af honum og sníða til svo hann myndi passa. En það var lítil vinna,“ bætir Palli við. „Það skemmir náttúrulega ekki fyrir okkur að Palli er smiður. Hann er vinnudýrið í þessum fram- kvæmdum og kann til verka,“ seg- ir Hrefna og lítur á eiginmanninn. „Já, ég bjarga mér alveg,“ svarar hann, lítillátur. Hyggja á frekari framkvæmdir „En til að geta farið svona ódýr- ari leið þá þurftum við líka stund- um að vera dálítið séð. Til dæmis að kaupa stofuskáp á baðið í stað- inn fyrir baðinnréttingu. Síðan lögðum við líka nýtt parket á hluta hússins, ofan á gólfefnið sem fyr- ir var. Vorum búin að finna parket sem okkur fannst fallegt en það var frekar dýrt. Við fórum á fleiri staði og fundum að lokum annars staðar mjög sambærilegt parket en marg- falt ódýrara,“ segir Hrefna. „En við völdum líka að gera þetta svona því það stendur til að fara í frekari framkvæmdir eftir nokkur ár. Það væri ekkert vit í því að endurnýja fyrir hálfan handlegginn núna og svo aftur eftir fimm ár,“ segir hún. „Það hefði til dæmis alveg mátt flota gólfin upp á nýtt, en núna var ekki tíminn til þess. Mig lang- ar einhvern tímann að brjóta upp gólfin og setja gólfhita og svona. Þegar sá tími kemur, þá væri allt í lagi að kaupa gólfefni sem á að end- ast í áratugi,“ segir Palli. „Við gáf- um okkur ekki tíma í stórar fram- kvæmdir núna, en það er líka gott að bíða með að snúa öllu á hvolf þangað til við erum allavega búin að búa hérna í smá tíma og höfum aðeins fengið að kynnast húsinu,“ segir Hrefna. „Já, maður hefur oft heyrt af fólki sem kaupir hús, skipt- ir öllu út áður en það flytur inn en kemst síðan að því eftir smá tíma að það fílar ekki það sem það var að gera og líður ekki nógu vel heima hjá sér,“ segir Palli. Hús með mikla sál Meðal framkvæmda sem eru á framtíðarplaninu er til dæm- is að brjóta niður vegg í eldhús- inu og opna fram í stofuna, skipta um teppi í stiganum og opna fyrir glugga sem búið er að loka fyrir. „Súðin á efri hæðinni er rosalega falleg, gluggarnir með skandínav- ísku yfirbragði og klædd að inn- an með grisju sem er síðan mál- að. Mér finnst það koma mjög vel út og vil halda henni þar en hugsa að ég myndi ekki vilja vinna meira með svona grisjur. Til dæm- is er sams konar grisja á veggnum í stofunni þar sem glugganum hefur verið lokað. Hún verður fjarlægð þegar við opnum fyrir gluggann. Mér finnst þetta ekki passa nógu vel í stofunni og það er mjög erf- itt að mála á svona grisjur,“ seg- ir Hrefna. „Síðan eigum við eftir að taka þvottahúsið í gegn og laga aðeins í bílskúrnum og fleira sem verður að bíða betri tíma,“ seg- ir Palli. „En hvað sem við gerum þá þykir okkur mikilvægt að halda í anda hússins. Það er byggt 1956, hefur mikla sál og við viljum halda í hana en lífga upp á það sem fyrir var,“ segja Hrefna og Palli að lok- um. kgk/ Ljósm. úr einkasafni Hrefnu Dan. Baðherbergið fyrir breytingar. Baðherbergið eftir breytingar. ÖLL ALMENN VERKTAKASTARFSEMI Eiríkur J. Ingólfsson ehf. S ke ss uh or n 20 13

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.