Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 20176
Vígja nýju
reiðskemmuna
STYKKISH: Síðdegis næst-
komandi laugardag verður
ný reiðskemma hestamanna í
Stykkishólmi formlega vígð.
Það er Hesteigendafélag
Stykkishólms sem hefur veg
og vanda að byggingunni.
Skemman er byggð úr eining-
um frá Límtré Vírneti í Borg-
arnesi, líkt og tvær aðrar reið-
skemmur sem í vetur hafa ver-
ið byggðar á Snæfellsnesi.
-mm
Hraðakstur og
ýmis verkefni
lögreglu
VESTURLAND: Átta um-
ferðaróhöpp voru tilkynnt til
Lögreglunnar á Vesturlandi
í liðinni viku og voru nokkr-
ir fluttir á heilbrigðisstofnanir
til skoðunar vegna eymsla, en
enginn talinn alvarlega slasað-
ur. Þá voru afskipti höfð af 25
ökumönnum vegna hraðakst-
urs og mældist sá sem hrað-
ast ók á 149 km/klst. þar sem
hámarkshraði er 90 km/klst.
Má sá hinn sami búast við sekt
upp á 130 þúsund krónur, eins
mánaðar ökuleyfissviptingu og
fær að auki þrjá punkta í öku-
ferilsskrá. Tvö ökutæki reynd-
ust ótryggð og voru skrán-
ingarmerki fjarlægð og eins
og aðrar vikur þá komu upp
nokkur mál þar sem erlend-
ir ferðamenn lentu í ógöng-
um vegna færðar. Tveir öku-
menn voru teknir úr umferð
vegna gruns um að aka und-
ir áhrifum, er annar grunaður
um ölvun við akstur en hinn
um að hafa ekið undir áhrifum
fíkniefna. Tekin voru sýni til
rannsóknar úr ökumönnunum
og þeim sleppt að því loknu.
Lögregla hafði einnig afskipti
af ellefu stærri ökutækjum
vegna eftirlits með stærð og
þyngd, aksturs og hvíldartíma
og frágangi á farmi. -grþ
Stjórnvöld standi
við fyrirheitin
REYKHÓLAHR: Mik-
il óánægja er með niður-
skurð til vegabóta víða um
land eftir fyrirheit um aukið
fé til vegamála sem samþykkt
voru í endurskoðaðri samgön-
guáætlun í haust. Íbúar hafa
víða mótmælt niðurskurði til
vegamála harðlega og safnað
undirskriftalistum og jafnvel
tekið upp á því að loka þjóð-
veginum í mótmælaskyni, eins
og gert var austur í Berufirði
fyrir skemmstu. Sveitarstjórn-
armenn hafa sömuleiðis mót-
mælt niðurskurðaráformum
stjórnvalda og krafist þess að
staðið verði við það sem sam-
þykkt var í samgönguáætlun
í haust. Sveitarstjórn Reyk-
hólahrepps hefur nú álykt-
að um niðurskurð til vega-
bóta í Gufuldalssveit, en ekki
hefur verið tekið frá fjármagn
vegna vegagerðarinnar. Mats-
skýrsla Vegagerðarinnar er nú
í matsferli hjá Skipulagsstofn-
un. Þegar álit stofnunarinn-
ar birtist verður hægt að af-
greiða framkvæmdaleyfi sveit-
arstjórnar og síðan tekur við
eins mánaðar kærufrestur. Að
honum loknum ætti að vera
hægt að hefjast handa, ber-
ist engin kæra. Þykir stjórn-
endum Reykhólahrepps ótækt
að óvissa ríki um fjármögn-
un, loksins þegar útlit var fyr-
ir að hægt yrði að hefja fram-
kvæmdir. „Sveitarstjórn Reyk-
hólahrepps krefst þess að stað-
ið verði að fullu við þau fyr-
irheit sem gefin eru í ný-
samþykktri samgönguáætl-
un Alþingis. Það er óásætt-
anlegt eftir áralanga baráttu,
að núna þegar loksins hill-
ir undir að framkvæmdir geti
hafist við þjóðveg 60 í Gufu-
dalssveit, skuli óvissa ríkja um
fjármögnun verksins,“ segir í
ályktun sveitarstjórnar Reyk-
hólahrepps. -kgk
Guðrún
Hafsteinsdóttir
endurkjörin
LANDIÐ: Á aðalfundi Sam-
taka iðnaðarins síðastlið-
inn fimmtudagin var Guð-
rún Hafsteinsdóttir í Kjörís
endurkjörin formaður SI með
91% greiddra atkvæða. Guð-
rún verður formaður Samtaka
iðnaðarins fram til Iðnþings
2018. Alls gáfu átta kost á sér
til almennrar stjórnarsetu og
var kosið um fjögur sæti. Þeir
sem setjast í stjórn til næstu
tveggja ára eru Katrín Pét-
ursdóttir í Lýsi, Lárus Andri
Jónsson í Rafþjónustunni,
Ragnar Guðmundsson for-
stjóri Norðuráls og Sigurður
R. Ragnarsson hjá ÍAV. Fyrir í
stjórn Samtaka iðnaðarins eru
Agnes Ósk Guðjónsdóttir GK
snyrtistofu, Árni Sigurjónsson
frá Marel, Guðrún Jónsdóttir
Héðni, Egill Jónsson hjá Öss-
uri og Eyjólfur Árni Rafnsson
frá eignarhaldsfélaginu Birtu.
-mm
Slökkvilið Borgarbyggðar var síð-
astliðinn fimmtudag kallað að
borstað Orkuveitu Reykjavíkur
vestan við Rauðsgil, í landi Stein-
dórsstaða í Reykholtsdal. Þar log-
aði eldur í loftpressu sem bor-
menn Trölla, frá Ræktunarsam-
bandi Flóa og Skeiða, nota við
starf sitt. Slökkvistarf gekk greið-
lega en loftpressan er talin ónýt. Á
þessum stað á sér stað borun eftir
meira neysluvatni til að veita inn á
Reykholtsdalsveitu vegna aukinn-
ar eftirspurnar eftir vatni. Vegna
mögulegs spilliefnaleka á vatns-
verndarsvæðinu var mokað upp
jarðvegi undir brunastaðnum og
efninu ekið til urðunar í Fíflholt-
um.
mm/ Ljósm. bhs.
Undanfarna daga hefur loðnu-
frysting staðið sem hæst í vinnslu
HB Granda á Akranesi. Eftir að
hrygnan hefur verið skorin þarf að
hreinsa og drena hrognin eins og
kallað er, áður en þau eru fryst. Við
þá aðgerð skolast alltaf lítilsháttar
af hrognum með og berst út í frá-
rennslislagnirnar og safnast upp við
úthlaupið í fjöruborðinu við Breið-
ina. Fuglinn hefur nýtt sér þetta og
setið að sannkallaðri kavíarveislu í
fjöruborðinu. Næsta flóð hreinsar
svo leyfarnar upp og ber það sem
fuglinn ekki nýtir út á sjó. Með-
fylgjandi mynd var tekin eftir há-
degi á sunnudaginn.
mm/ Ljósm. gó
Kavíarveisla í fjöruborðinu
Eldur kom upp í loftpressu
Fremst á mynd
er fyrri af
tveimur nýjum
borholum við
Rauðsgilið.
Eldur slökktur í
loftpressunni.