Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 31 Á leið í knattspyrnu- skóla Bobby Charlton Þórunn Sara Arnarsdóttir fermist í Borgarneskirkju á pálmasunnudag, 9. apríl. Hún segir fermingarund- irbúninginn hafa gengið vel. „Við byrjuðum síðasta haust í ferm- ingarfræðslu hjá Þorbirni Hlyni. Fræðslan hefur farið fram í safnað- arheimili Borgarneskirkju og höf- um við hist einu sinni í viku. Fyr- ir áramót fórum við síðan í ferð í Vatnaskóg og gistum eina nótt. Þetta var skemmtileg ferð þar sem boðið var upp á ýmsa fræðslu,“ seg- ir Þórunn en önnur fræðsluferð er líka á döfinni í Reykholt fljótlega. „Það er þó bara einn dagur en von- andi verður það skemmtileg ferð.“ Þórunn kveðst fermast út af hefð- inni en flestir í hennar árgangi í Borgarnesi ætlar að fermast. Hún tekur þátt í undirbúningi fyrir fermingarveisluna með foreldrum sínum, þeim Guðjóni Arnari Sig- urðssyni og Ragnhildi Hallgríms- dóttur, og er skipulagningin kom- in vel á veg. „Veislan verður heima hjá mér. Það eru um 50 manns á gestalistanum. Við ætlum að bjóða upp á mat og verður hamborgar- hryggur eldaður.“ Svo vill til að Þórunn er búinn að fá fermingargjöfina frá foreldrum sínum sem er ekki af verri endan- um. „Þau gáfu mér ferð í fótbolta- skóla Bobby Charlton í Manches- ter í Bretlandi og er ég mjög glöð með gjöfina. Ég æfi fótbolta með Skallagrími og hef mikinn áhuga á íþróttinni. Þess vegna er ég mjög spennt fyrir ferðinni sem verður í lok júlí,“ segir Þórunn að lokum. Sushi og kökur í fermingarveislunni Birta Sigþórsdóttir nemandi í Grunnskólanum í Stykkishólmi fermist í Stykkishólmskirkju þann 23. apríl næstkomandi. Birta er full af tilhlökkun fyrir ferming- ardeginum. „Ég trúi á guð og svo fermdist bróðir minn líka,“ svar- ar Birta aðspurð um hversvegna hún ákvað að láta ferma sig. Veisl- an hjá Birtu verður haldin á Hót- el Stykkishólmi. „Ég er að halda veislu með frænku minni þannig að það verða örugglega svolítið marg- ir,“ segir Birta sem ætlar að bjóða upp á sushi og kökur í veislunni. „Mér finnst sushi bara svo gott. Ég ætla samt að hafa pottrétt líka til vara, það eru kannski ekki allir sem borða sushi. Hótelið sér um veit- ingarnar en við verðum örugglega með eitthvað heimabakað.“ Birta tekur virkan þátt í undirbúningn- um og segir mikið þurfa að skipu- leggja. Hún hefur ekki hugmynd um hvað hún fær í fermingargjöf en viðurkennir að hún væri nú al- veg til í nýja tölvu eða rúm, annars yrði hún ánægð með hvað sem er. Fermingardagurinn sjálfur er þétt skipulagður og nóg að gera fyrir athöfnina. „Ég fer á Hárstofuna í greiðslu og svo fer ég í pínu förð- un sem vinkona mín sér um. Eftir athöfnina fer ég í myndatöku með frænku minni áður en veislan byrj- ar,“ segir Birta. Fötin hafa reynst mörgum mikill höfuðverkur á dög- um sem þessum en það virtist ekki eiga við Birtu „Ég er löngu búin að velja fötin, það var ekkert mál. Ég gerði það í haust.“ Tvær utanlandsferðir í fermingargjöf Elvar Áki Ingason er nemandi við Grunnskólann í Stykkishólmi. Hann fermist í Stykkishólmskirkju um hvítasunnuna. Elvar ákvað að láta ferma sig til staðfesting- ar á trú sinni. Veisluna ætlar hann hins vegar að halda í Reykjavík þar sem megnið af ættingjum hans býr þar. Veitingarnar hafa ekki ver- ið ákveðnar en þó finnst honum súpa koma sterklega til greina. Veislan verður haldin daginn eft- ir fermingu og reiknar Elvar með 100-150 gestum. Aðspurður hvort hann taki sjálfur þátt í undirbún- ingi fyrir veisluna svarar Elvar: „Já, örugglega eitthvað. Ég raða kannski stólum og svona.“ Eft- ir athöfnina sjálfa ætlar hann þó að bjóða nánustu fjölskyldu í smá kaffiboð í Hólminum. Elvar er sonur Inga Þórs þjálfara Snæfells og hefur, líkt og faðir hans, brenn- andi áhuga á körfubolta. Hann veit að hann fær tvær utanlandsferð- ir í fermingargjöf. Aðra þeirra fær hann að gjöf frá foreldum sínum, ferð til Finnlands á EM í körfu- knattleik. En með honum í för verða bróðir hans og faðir. „Hin utanlandsferðin er frá ömmu, hún á að koma á óvart.“ Þegar Elvar er spurður hvað hann dreymi um að fá í fermingargjöf er fátt sem kemur upp í hugann, þó peningur kæmi sér alltaf vel. Elvar er hin ró- legasti yfir þessu öllu saman, ferm- ingardaginn sjálfan hefur hann lít- ið skipulagt og fötin á hann eftir að kaupa. „Við förum núna á næst- unni og kaupum föt,“ segir hann og bætir við að hann ætli að fá sér jakkaföt. Líklegast verða hefð- bundnir spariskór ekki fyrir val- inu, Elvar vill frekar skó sem nýt- ast betur og segir líklegt að hann fái sér Jordan skó. grþ/sm/tfk/jse/hlh/af Þórunn Sara Arnarsdóttir fékk ferð í fótboltaskóla Bobby Charlton frá for- eldrum sínum í fermingargjöf. Ljósm. hlh. Birta Sigþórs- dóttir er löngu búin að velja fermingarfötin. Ljósm. jse. Elvar Áki Ingason fermist í Stykkishólms- kirkju en veislan verður haldin í Reykjavík þar sem meirihluti ættingja hans býr. Ljósm. jse. #GOSHCOPENHAGEN #MAKEYOURIMPRESSION #URBANNATURE Join us @goshcopenhagen | www.goshcopenhagen.com BEAUTY SILHOUETTES MAKE YOUR I M P R E S S I O N #BEAUTIFULYOU & NO NORMS FOR A URBAN NATURE CCC STICKS · Mikil þekja · Mjúk og jöfn áferð ·Svitaholur verða minna áberandi · Endist lengi á húðinni · Án ilmefna og parabena · Án parabena · Mattir · Djúpir litir · Haldast lengi á vörunum NÝTT

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.