Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 20174 „Ég sagði við Regínu fyrir ekki svo löngu síðan að hún væri í drauma- starfinu mínu sem ég vildi gjarnan takast á við einhvern tímann á lífs- leiðinni. Þá grunaði mig ekki að stutt væri í að draumurinn yrði að veruleika,“ segir Sævar Freyr Þrá- insson sem í gær var ráðinn bæj- arstjóri Akraneskaupstaðar. Sævar, sem er 45 ára, er uppalinn Skaga- maður og býr á Akranesi ásamt eig- inkonu sinni Hafdísi Hafsteinsdótt- ur geislafræðingi og þremur börn- um. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og sest í bæjarstjórastól- inn eftir veru í heimi fjarskipta en á undanförnum árum hefur hann verið forstjóri Símans og nú síðast 365 miðla. Tímaramminn passaði Sævar segir ráðninguna hafa átt sér nokkurn aðdraganda. „Það var komið að máli við mig fyrir ekki svo löngu síðan. Ég hef verið í ákveðnu verkefni sem forstjóri 365 sem hefur falist í því að selja stór- an hluta fyrirtækisins. Það hefur verið á lokametrunum að undan- förnu og lauk loks í morgun þeg- ar tilkynnt var um samruna 365 við Vodafone. Það má því segja að sá tímarammi sem var markaður í for- stjórastóli 365 hafi passað við það að taka við sem bæjarstjóri,“ segir Sævar sem leit á úrið sitt að þessum orðum slepptum. „Ég hef störf eft- ir 18 mínútur, þannig að þetta pass- ar ágætlega. Þetta leggst mjög vel í mig,“ bætir hann við þegar blaða- maður Skessuhorns ræddi við hann eftir hádegið í gær. Ráðning Sæv- ars hjá Akraneskaupstað er út yf- irstandandi kjörtímabil, til vorsins 2018. Sævar kveðst taka með sér góða reynslu úr atvinnulífinu og lítur með eftirvæntingu til þess að vinna með heimamönnum. „Ég tel mig vera ágætan í mannlegum sam- skiptum sem ég vona að nýtist vel í að vinna með starfsfólki Akranes- kaupstaðar og íbúum bæjarins. Því er mikil tilhlökkun hjá mér fyrir framtíðinni.“ Víðtæk reynsla Sævar hefur komið víða við í sam- félaginu á Akranesi á undanförnum árum og tekið að sér ýmis trúnað- arstörf. „Ég sat í atvinnumálanefnd Akraneskaupstaðar um hríð þar sem markmið okkar var að efla atvinnu- lífið í bænum. Þá var ég í stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar og kom að skipulagsbreytingum hjá sjóðnum sem fólust í því að rekstur hans færðist til Lífeyrissjóðs sveit- arfélaganna. Síðustu ár hef ég verið varaformaður Knattspyrnufélags ÍA og einnig gegnt sama embætti hjá Vesturlandsvaktinni, Hollvinasam- tökum Heilbrigðisstofnunar Vest- urlands. Ég get nefnt sem dæmi að hjá ÍA höfum við lagt áherslu á að byggja upp kjarna heimamanna hjá kvenna- og karlaliðum félagsins sem hefur skilað góðum árangri. Starf okkar hjá Vesturlandsvaktinni hefur að sama skapi hjálpað til við að treysta stöðu heilbrigðisstofn- unarinnar með ýmsum gjöfum. Það hefur verið mjög gefandi að taka þátt í þessum störfum, kynnast nýju fólki og efla samfélagið,“ segir Sæv- ar sem er óflokksbundinn og kemur til starfa með stuðningi allra kjör- inna fulltrúa í bæjarstjórn. „Síðan má ekki gleyma Club 71 sem ég hef tekið virkan þátt í. Það hefur verið mjög gaman að taka þátt í þeim fé- lagsskap. Ég er þakklátur traustinu sem bæjarfulltrúar sýna mér með ráðningunni. Í gegnum tíðina hefur fólk úr öllum flokkum leitað til mín og treyst fyrir ýmsum verkefnum. Mér finnst það ágæt meðmæli.“ Samfélag í sókn Sævar hefur mikla trúa á Akra- nesi sem hann telur búa yfir mikl- um sóknartækifærum. „Akranes er frábært samfélag sem einkenn- ist af samstöðu og samheldni. Hér blasa tækifærin við. Innviðir sam- félagsins eru góðir og er grunnur- inn traustur fyrir frekari uppbygg- ingu. Grunnur atvinnulífsins er líka sterkur og vil ég leggja mitt af mörkum til að styðja við fyrirtækin sem eru starfandi í bænum og laða að fleiri fyrirtæki, til dæmis í þekk- ingariðnaði, og búa þannig til fleiri störf. Bærinn hefur verið að styrkja sig á undanförnum árum og hefur íbúum fjölgað. Það skiptir máli að halda sókninni áfram,“ segir Sævar að endingu. hlh Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.835 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.457. Rafræn áskrift kostar 2.226 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.058 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Heiðar Lind Hansson hlh@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Emilía Ottesen emilia@skessuhorn.is Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Er offjölgun? Íslandsbanki kynnti í síðustu viku gagnlega skýrslu um íslenska ferðaþjón- ustu, stöðu og horfur. Gott innlegg í umræðu sem greinilega þarf að eiga sér stað um atvinnugrein sem vaxið hefur hraðar en dæmi eru um. Nú er svo komið að vaxtarverkirnir í ferðaþjónustu eru áberandi og jafnvel farn- ir að skaða orðspor greinarinnar í huga hins venjulega Íslendingsins, sem kannski hefur takmarkaðan áhuga á ferðaþjónustu. Kallar ástandið því á aðgerðir stjórnmálamanna sem fram til þessa hafa látið viðvaranir um þró- unina sem vind um eyru þjóta, í besta falli látið skrifa um hana skýrslu. Spáð er að 2,3 milljónir ferðamanna sæki landið heim á þessu ári og verð- ur það enn á ný fjölgun frá síðasta ári, að þessu sinni um 30% og enn eitt metið. Því er jafnframt spáð að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönn- um verði um 560 milljarðar króna, eða sem nemur um 45% af gjaldeyris- tekjum þjóðarbúsins. Það er því beinlínis fjarstæðukennt þegar reynt er að halda því fram að ekki séu til peningar til að byggja upp nothæfar samgöng- ur víðsvegar um landið. Hver ferðamaður skilaði á síðasta ári 202 þúsund krónum í beinhörðum tekjur til þjóðarbúsins. Þessir ferðamenn eru ekki hingað komnir til að berja augum útþvældar lundabúðir í miðbæ Reykja- víkur, heldur koma til landsins til að fara út fyrir höfuðborgina og sjá fal- legt landslag og upplifa sögu og menningu þessa lands. Í ljósi þess skil ég vel ólund landsbyggðarfólks yfir því að þær smánarlega litlu fjárveitingar sem fara áttu í uppbyggingu vega skuli skornar burt með einu pennastriki í Stjórnarráðinu. Menn hljóta því að spyrja: „Í hvað fara þessar tekjur ríkis- sjóðs?“ Gistiþjónusta nemur ríflega fimmtungi heildarútgjalda hvers ferða- manns. Hlutfallslega fleiri þeirra velja nú að gista í íbúðarhúsi, orlofshúsi eða í heimagistingu. Áætluð fjölgun hótelherbergja á þessu ári nemur ein- ungis um þriðjungi af áætlaðri þörf. Það jákvæða er að það mun bæta nýt- ingu hótelherbergja á landsbyggðinni, en ókosturinn sá að enn mun aukast gistiframboð hins svokallaða deilihagkerfis. Ferðamenn munu því fleiri velja að sofa í vegaköntum í bílum sem iðnaðarmenn hafa fram til þessa notað til að flytja sagir og skrúfur á milli staða. Þá mun vilji fasteignaeig- enda einnig aukast til að leigja frekar ferðafólki íbúðir sínar en almenningi. Ef fram fer sem horfið verður íbúðarhúsnæði hér á landi setið af þremur til fjórum kynslóðum, því unga fólkið hefur ekki efni á að flytja að heiman og íbúðarhúsnæði fyrir það er hvort sem er ekki til. Í Reykjavík hefur ein- hverra hluta vegna ekki verið minna byggt af íbúðum síðan á stríðsárum! Þetta er vandi Íslendinga í hnotskurn og kallar auðvitað fram ergelsi í garð ferðaþjónustunnar af því stjórnvöld og greinin sjálf hefur ekki undan að byggja upp innviðina og skapa þann lagaramma sem þarf til að allir geti lifað í sátt. Skýrsluhöfundar Íslandsbanka telja að um 2.000 íbúðir á höfuð- borgarsvæðinu séu leigðar út í gegnum Airbnb og fjölgaði þeim um 116% frá árinu á undan. Airbnb íbúðum á skrá fjölgaði um 509 á árinu en full- gerðum nýjum íbúðum á markaði fjölgaði ekki nema um 399 á sama tíma. Halló! Á sama tíma og ég gleðst yfir því að Íslendingar hafi á svipstundu náð að dreifa eggjum í fleiri körfur atvinnulífsins, óttast ég afleiðingar þess að of- vöxtur ferðaþjónustunnar sé um of farinn að bitna á almenningi. Slíkt mun hafa nákvæmlega sömu afleiðingar og ef veiðiheimildir í fiski eru langt um- fram veiðiþol fiskistofna. Hættan er sú að við uppskerum neikvæðni í garð ferðaþjónustu og slíkt munu ferðamennirnir einnig skynja. Þegar fleiri af- leiðingar skorts á innviðauppbyggingu fara að koma í ljós vandast málið því enn. Miðað við hættumerkin sem blasa við í núverandi ástandi tel ég tví- benta gleði felast í spá um 30% fleiri ferðamenn á þessu ári. Við erum ein- faldlega ekki undir slíka fjölgun búin, hvort sem litið er til samgöngukerfis- ins, gistimöguleika, afþreyingar, verndundar náttúru eða annarra þátta. Magnús Magnússon Leiðari Er kominn í draumastarfið Sævar Freyr Þráinsson er nýr bæjarstjóri á Akranesi Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri á Akranesi. Framleiðendur sjónvarpsþáttarað- arinnar Biggest Loser hafa ákveðið að næsta þáttaröð verði tekin upp í Borgarfirði og verður heimili kepp- enda á Bifröst. Þetta er í fjórða skipti sem upptökur fara fram en hingað til hafa þættirnir verið teknir upp á Ásbrú í Reykjanesbæ. Að sögn Jóns Hauks Jenssonar leikstjóra hjá Saga Film, sem fram- leiðir þættina, eru bundnar miklar vonir við Borgarfjörðinn. „Við ætlum að nýta umhverfið eins og við getum og er stefnan sú að fara í þrautir á svæðinu um kring. Það er sama hvert maður snýr í Borgarfirði. Þar eru fal- legir tökustaðir,“ segir Jón Haukur en Biggest Loser er sýnt í Sjónvarpi Símans og hefur á liðnum árum feng- ið mikið áhorf. Jón segir að þættirnir muni hafa annað yfirbragð í ár því tökur hefjast strax í vor. „Hingað til hafa upptök- ur farið fram að hausti og svo hefur þátturinn farið í sýningar í upphafi árs. Stefnan nú er sú að hefja sýning- ar strax í haust,“ segir Jón. Sem fyrr verða þátttakendur tólf talsins en Jón áætlar að um 30 manns muni starfa við upptökurnar. „Við erum að velja keppendur þessa dagana og vonumst til að klára valið fljótlega. Stefnan er sú að hefja upptökur í apríl.“ hlh Biggest Loser í Borgarfjörðinn Borgarfjörðurinn verður vettvangur Biggest Loser í vor.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.