Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 40
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201740
Björgunarsveitin Ok í Borgar-
firði var stofnum 18. febrúar 1967.
Sveitin hélt upp á 50 ára afmælið
sitt á laugardaginn. Opið hús og
kaffisamsæti var í félagsheimilinu
Brún í Bæjarsveit þar sem á annað
hundrað gestir mættu og samfögn-
uðu með björgunarsveitarfólki.
Meðal gesta voru ellefu af stofn-
félögum sveitarinnar. Þar voru fé-
laginu færðar gjafir frá Skorradals-
hreppi og Borgarbyggð, Slysa-
varnafélaginu Landsbjörgu og
öðrum björgunarsveitum á Svæði
4; þ.e. Björgunarfélagi Akraness,
Björgunarsveitinni Brák og Björg-
unarsveitinni Heiðari.
Þór Þorsteinsson er formaður
Oks. Hann segir að nú séu 38 fé-
lagar á útkallsskrá sveitarinnar en
að auki eru 47 á heildarútkallslista
þegar „stóra kallið kemur.“ Sveit-
in er ágætlega tækjum búin en að-
setur hennar er í Þorsteinsbúð í
Reykholti. Þór segir að áherslur
sveitarinnar séu nokkuð hefð-
bundnar. „Við erum þó lituð af því
að hafa Langjökul í bakgarðinum
á starfssvæði okkar. Reyndar höf-
um við satt best að segja talsverð-
ar áhyggjur af þeim mikla ferða-
mannastraumi sem er upp á jök-
ulinn og erum meðvituð um að
sú starfsemi mun ekki geta geng-
ið áfallalaust fyrir sig,“ segir Þór.
Hann vill koma á framfæri þökk-
um sveitarinnar fyrir góðar gjafir
og kveðjur til þeirra sem heimsóttu
félagið á þessum tímamótum.
mm
Haldið upp á fimmtíu ára afmæli Björgunarsveitarinnar Oks
Ellefu stofnfélagar mættu á hátíðarfundinn. Efri röð frá vinstri:
Snorri Jóhannesson, Davíð Pétursson, Jón Blöndal, Guðmundur
Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Sveinn Víkingur og Guð-
mundur Þorsteinsson. Neðri röð f.v. Meinhard Berg, Bjarni
Skarphéðinsson, Birgi Jónsson og Sveinn Björnsson. Ljósm. bhs.
Þór Þorsteinsson og Þorsteinn Bjarki Pétursson á tali við gesti
frá Landbjörgu. Annar frá hægri er Smári Sigurðsson formaður
stjórnar Landsbjargar. Ljósm. mm.
Engin góð veisla án kvenfélagskvenna. Þær sáu um veisluborðið
konur í Kvenfélaginu 19. júní. Ljósm. mm.
Hér er verið að skoða dróna björgunarsveitarinnar, nýjasta
björgunartækið. Ljósm. bhs.
Jóhann Pjetur Jónsson, Snorri Jóhannesson, Helgi Björnsson og Jón
Svanberg Hjartarson. Ljósm, bhs.
Hluti af tækjaflota Björgunarsveitarinnar Oks. Ljósm. mm.
Ráðstefnuhlé Vitbrigða Vestur-
lands var haldið í þriðja skipti laug-
ardaginn 11. mars síðastliðinn á
Hótel Bifröst í Borgarfirði. Nokk-
ur áhersla var lögð á listviðburði og
hátíðir í erindum fyrirlesara þetta
árið. En eins og nafnið gefur til
kynna er mikil áhersla lögð á að nóg
sé af hléum inn á milli fyrirlestra því
það er þá sem fólk fer að tala saman
og nýjar hugmyndir verða til.
Að loknu ávarpi Sigursteins Sig-
urðssonar, formanns VV, fékk
Njörður Sigurjónsson, kennari á
Bifröst, orðið. Hann var á sama tíma
að halda upp á afmæli eiginkonu
sinnar og því fengum við af hon-
um rafræna útgáfu sem kom ljóm-
andi vel fyrir. Njörður sagði okkur
frá námi í menninga og mennta-
stjórnun í Háskólanum á Bifröst. Í
kjölfarið tók Hróðný Kristjánsdótt-
ir, nemandi í áðurnefndu námi, við
keflinu. Hrósaði hún náminu mik-
ið og sagði okkur frá lokaverkefni
hennar um gistivinnustofur sem sí-
fellt er að fjölga um heim allan. Um
er að ræða dvalarstaði með vinnu-
aðstöðu fyrir listamenn til að vinna
að hugðarefnum sínum. Hún velti
bæði fyrir sér auknum árangri lista-
manna við að skipta um umhverfi
og kynnast öðrum í sömu sporum
sem og mögulegan ávinning á sam-
félagið í næsta nágrenni við gisti-
vinnustofurnar.
Logi Bjarnason myndlistarmaður
sagði okkur síðan frá áhugaverðri
dvöl hans í Suður-Kóreu á síðasta
ári. Þar var hann, í eins konar gisti-
vinnustofu, ásamt tugum listamanna
frá Evrópu og Kóreu að vinna að
listaverkum fyrir sýningu í almenn-
ingsgarði í borg nærri norður-kór-
esku landamærunum. Á eftir því al-
þjóðlega erindi flutti Geir Konráð
uppfinningamaður og leikari okk-
ur aftur til gamla Íslands með því
að segja okkur þjóðsögur, vopnað-
ur gæruskinni og staf. Það var brot
úr verkinu Svartigaldur sem hann
hefur þróað. Í verkinu fléttar hann
saman ýmsar þjóðsögur og er sýn-
ingin nú sýnd á Söguloftinu í Land-
námssetrinu bæði á íslensku og
ensku.
Sigþóra Óðinsdóttir er hluti af
hóp í Borgarfirði sem skipulagði
listahátíðina Plan B Art Festival í
Borgarnesi síðasta sumar í fyrsta
skipti með það að markmiði að
færa nútímalist nær fólki. Viðburðir
voru margir og á nokkrum stöðum
í Borgarnesi og nágrenni, oftar en
ekki í rýmum sem hingað til hafa
ekki verið þekkt sem sýningarstaðir.
Eftir mikla vinnu og skipulag tókst
hátíðin ljómandi vel og var vel sótt
bæði af heimafólki og öðrum. Þess
má geta að skipulag næstu Plan B
hátíðarinnar er þegar hafin og er
áætluð í ágúst 2017.
Þar næst fór Kári Viðarsson, eig-
andi Frystiklefans og leikari, yfir
sögu fyrirtækis síns og m.a. glímuna
við höfuðborgarmenningardraug-
inn sem virðist ekki síður vera erf-
iður viðureignar en Glámur forð-
um. En Kári er heljarmenni ekki
síður en Grettir sjálfur og hefur náð
að skapa frjóan jarðveg fyrir list-
viðburði í Rifi sem slá öll aðsókn-
armet. Galdurinn, segir Kári, er að
hafa heimamenn með sér í liði og
miða viðburði við þeirra þarfir, aðr-
ir gestir muni svo fylgja í kjölfarið.
Önnur hátíð var haldin á Vestur-
landi í fyrsta sinn á síðasta ári en það
var hryllingsmyndahátíðin Frostbi-
ter á Akranesi. Við fengum aðstand-
endur sýningarinnar, hjónin og
kvikmyndagerðafólkið Ársæl Rafn
Erlingsson og Lovísu Láru Hall-
dórsdóttur, til að segja okkur frá að-
draganda hennar og fyrirkomulagi.
Mikill fjöldi stuttmynda og kvik-
mynda í fullri lengd barst til sýn-
ingar á hátíðina og dómnefnd var
til að velja bestu myndirnar. Það er
líka gaman að segja frá því að önn-
ur slík hátíð er á dagskrá hjá þeim
hjónum næsta vetur enda er aldrei
að vita hvenær það kemur sér vel að
vita hvernig á að drepa uppvakn-
inga. Áætlað var að Stefán Magn-
ússon, forsvarsmaður Eistnaflugs,
myndi deila visku sinni með Vest-
lendingum en hann forfallaðist því
miður vegna veikinda en það varð
bara til þess að við lengdum hléin
aðeins.
Ekki var samt öll von úti því sann-
arlega fengum við visku úr austri frá
hans hátign Prins Póló, öðru nafni
Svavar Eysteinsson. Hann, ásamt
konu sinni Berglindi Häsler, stend-
ur að frumkvöðla- og nýsköpunar-
fyrirtækinu Havarí. Fyrir nokkrum
árum fluttu þau úr höfuðborginni á
Karlsstaði í Berufirði. Þau eru með
mörg járn í eldinum, stunda sauð-
fjárbúskap, framleiða grænmet-
is pylsur, sem kallast Bulsur, rækta
kartöflur og gulrófur og búa til úr
þeim þurrkað snakk. Nú hafa þau
einnig innréttað fjósið sem kaffihús
og skemmtistað þar sem hægt er að
hýsa hvers konar listviðburði. Svav-
ar átti lokaorð þessa Ráðstefnuhlés
og var tími til kominn að arka út í
sólina.
Vegna fjölda áskorana tók Kári
Viðarsson gítarinn með niður í
Paradísarlaut og flutti þar frumsam-
ið efni. Þar á eftir fór hluti hópsins
í sund í Varmalandslaug áður en við
snerum aftur í frábæran kvöldverð á
Hótel Bifröst. Eftir matinn horfð-
um við á stutta heimildarmynd um
listsköpun í Borgarnesi, Pourquoi
pas Borgarnes eftir Michelle Bird
og félaga. Margir félagsmenn VV
eru einyrkjar og því er Ráðstefnu-
hléið árshátíð fyrir marga þeirra
og kærkomið tækifæri til að ræða
við aðra í sömu sporum, þó ekki
sé nema bara um skattskýrsluna.
Við í stjórninni viljum þakka öllum
sem lögðu hönd á plóginn fyrir vel
heppnaða ráðstefnu; starfsfólki á
Hótel Bifröst, Borgarbyggð, Upp-
byggingasjóði Vesturlands, öllum
fyrirlesurunum fyrir góð erindi og
ekki síst gestum sem gerðu það að
verkum að jákvæðni ríkti í öllu.
Sigrún Elíasdóttir.
Þriðja Ráðstefnuhlé Vitbrigðanna
Kári Viðarsson tekur lagið í
Paradísarlaut.
Geir Konráð sagnamaður.