Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 44

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 44
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201744 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Sprautu- og bifreiðaverkstæði Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti Þjónustum öll tryggingafélög Borgarness www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Almennar bílaviðgerðir Rúðuskipti Smurþjónusta Stjörnuviðgerðir á framrúðu Dekkjaskipti og viðgerðir Tölvulestur Sólvellir 5 – Grundarfjörður – s: 438-6933 – kbbilav@simnet.is Opnunartími 8-12 og 13-17 – Verið velkomin Oft er maður spurður. Sem betur fer hafa verið miklar umræður og skoð- anaskipti um aðstöðu fyrir félagsstarf og afþreyingu þriðju kynslóðarinnar á Akranesi og nágrenni. Það er mín skoðun að það væri mikið framfara- skref að eiga samstarf við Golfklúbb- inn Leyni um uppbyggingu og rekstur frístundahúss. Það væri skaði og tjón fyrir alla afþreyingu og félagslíf 60+ hér á svæðinu, ef því samstarfi væri hafnað. FEBAN væri þar með að taka forystu og starfa í anda þess sem lög félagsins gera ráð fyrir. Slíkt samstarf væri einstakt á landsvísu og öðrum til eftirbreytni. Það hefur ekkert að gera með skyldur sveitarfélaga varðandi lögbundna þjónustu við aldraða og ör- yrkja og þjónustumiðstöð eins og tal- að er um í lögum um málefni aldraða. Stjórn FEBAN hefur fjallað um þessi mál, nánast á öllum fundum sín- um í vetur og þann 2. mars sl. voru gerðar eftirfarandi samþykktir: „Stjórn FEBAN er í forsvari fyrir tæplega 700 manna félag, þ.e. tæplega 10% af íbúum Akraness og nágrenn- is og er fjölmennasta félagið hér um slóðir. Við erum þó þess meðvituð að þátttaka félaga í félagsstarfi mætti vera meiri, en það getur verið spurn- ing um, hvort kemur á undan áhug- inn eða aðstaðan til að viðhafa félags- lega virkni.“ Stjórn FEBAN vill af gefnum til- efnum, minna á að þann 26. mars 2014 var undirritaður samningur um kaup á húsnæði að Dalbraut 6, en í bókum bæjarins þar um kemur fram að: „Húsnæðið er hugsað sem þjón- ustumiðstöð fyrir eldri borgara sem bæði getur rúmað félagsstarf og við- burði af ýmsu tagi fyrir þennan ört stækkandi hóp auk þess sem starf með eldri borgurum á vegum Akranes- kaupstaðar verður þar til húsa.“ Þeirri ákvörðum bæjarstjórnar um þjónustumiðstöð hefur ekki verið hnekkt. Það er tilhlökkun í okkar huga að sjá þá framkvæmd raungerast. Bú- umst við því fyrr en seinna. Lengi hafa verið umræður og við- ræður um betri aðstöðu sem sæmdi bæjarfélagi af stærðargráðu sem Akra- neskaupstaður er og hjá sveitarfélög- unum báðum á starfssvæði félagsins, í þeim efnum sem þau sannarlega eru og sem við íbúarnir megum vera stolt af. Félaginu barst bréf frá Golfklúbbn- um Leyni þann 11. janúar 2017 um félagsaðstöðu. Í nefndu bréfi golf- klúbbsins kemur m.a. fram að; „GL hefur átt í viðræðum við Akranes- kaupstað um samstarf og stuðning um verkefnið og miðar þeim viðræð- um ágætlega áfram og er stefnt að því að framkvæmdir hefjist á þessu ári og húsnæðið verði tekið í notkun á vormánuðum árs- ins 2018 að öllu óbreyttu. Stjórn GL vill bjóða stjórn FEBAN til viðræðna um aðkomu að verkefninu og mögu- legt samstarf um rekstur húsnæðisins sem fyrirhugað er að byggja á skil- greindum byggingarreit þar sem nú- verandi golfskáli er staðsettur.“ Stjórnin fagnar uppbyggingar- vilja golfklúbbsins og telur þær fram- kvæmdir horfa til mikilla bóta fyrir hag samfélagsins og allt frístundastarf á Akranesi og ekki síst fyrir eldri borg- ara, þar sem að gert er ráð fyrir stækk- un hússins frá fyrri hugmyndum. Þar er átt við 200 m2 stækkun frá upphaf- legum teikningum, eingöngu vegna hugsanlegs samstarfs við FEBAN. Stjórn félagsins vill hvetja til fyrirhug- aðrar uppbyggingar og lýsir vilja sín- um til að gera samkomulag um nýt- ingu hússins. Að byggja upp annars vegar þjón- ustumiðstöð fyrir aldraða og öryrkja og hins vegar klúbbhús golfklúbbsins, sem nýtist sem frístundahús fyrir íbúa bæjarins og ekki síst eldri virðulega borgara, er alls ekki ósamrýmanlegt. Þegar um að ræða ört stækkandi hóp, hinnar svokölluðu þriðju kyn- slóðar, þarf að tryggja að sá hópur viðhafi virkni og félagsskap. Við sem samfélag, höfum efni á að bjóða þess- um aldurshópi upp á hið allra besta. Hann hefur að hluta, ásamt gengnum kynslóðum, skapað núverandi auð. Við hvetjum alla til að horfa til lengri framtíðar og standa saman að uppbyggingu samfélagsins, jákvæð, bjartsýn og bær til að njóta lífsins. „FEBAN ER FRAMTÍÐIN.“ Og þá var einnig gerð eftirfarandi samþykkt um þjónustumiðstöð aldr- aðra og öryrkja. „Stjórn FEBAN vill koma því á framfæri að fjöldi félagsmanna FEB- AN hefur sett sig í samband við stjórnina og er mjög óánægður með framgöngu bæjaryfirvalda er varðar hátíðleg loforð um innréttingu á hús- næði Dalbraut 6 fyrir aldraða og ör- yrkja. Kynnt hefur verið nýtt skipu- lag, þar sem að gert er ráð fyrir að rífa skuli það hús, til að byggja nýja þjón- ustumiðstöð aldraðra og öryrkja í ein- hverri óljósri framtíð á þessum stað. Það geta eldri borgarar ekki sætt sig við og vilja að staðið verði við gefin fyrirheit og það sem fyrst.“ Þannig að það er alltaf eitthvað að frétta. Jóhannes Finnur Halldórsson Höf. er form. stjórnar FEBAN. „Er eitthvað að frétta Jóhannes?“ Pennagrein Fyrir sautján árum heilsaði mér ný öld með símtali. Það var Gísli Ein- arsson, þá búsettur á Lundi II, sem átti fyrsta símtal aldarinnar til mín. Eftir að hafa afsakað að hringja í mig á nýarsdag bar hann upp er- indið og óskaði eftir að ég leik- stýrði Íslandsklukkunni í Lundar- reykjadal. Ekki vissi ég hvar dalinn væri að finna en á þessum tíma var herra Google ekki enn tekinn til starfa svo að við ákváðum því að funda á miðri leið. Þrátt fyrir að þekkja Gísla ekki neitt tók ég sénsinn og féllst á að við hittumst á mótel Venusi. Þar átum sveitta hamborg- ara og spjölluðum um Laxness og leiksýningar. Eftir að hafa hand- salað samning hófst öllu meira áhættuatriði en að hitta ókunn- ugan mann á mótel Venusi, nefni- lega að setjast upp í bíl með téð- um manni og aka með honum upp í Lundarreykjadal. Strax í þess- ari bílferð sá ég að maðurinn var þúsundþjalasmiður þar sem hann kveikti sér í sígarettu, skipti um geisladiska, rúllaði niður rúðum og hélt sér á veginum á sömu sek- úndunni á hraða sem hvaða form- úluökuþór væri stolltur af. Ég fékk inni á Skarði II og átti góða granna á báðar hendur þessa tvo mánuði sem ég dvaldi þar. Skemmst er frá því að segja að mér var afskaplega vel tekið í dalnum. Þrátt fyrir ýmsar skrýtnar hug- myndir sem frá mér komu, og ekki lá alltaf í augum uppi hvernig skyldi útfæra, voru allir boðnir og búnir að leggja sitt af mörkum svo að sýningin yrði að veruleika og sem best. Og Íslandsklukkan fór á svið og vakti lukku. Ég þurfti því ekki að hugsa mig lengi um þegar í lok síðasta árs ég fékk fyrirspurn frá leikdeild Umf. Dagrenningar hvort ég vildi koma og leikstýra. Nú er það Hafið eftir Ólaf Hauk Símonarson sem um tutt- ugu manna hópur hefur undan- farna tvo mánuð unnið hörðum höndum að koma á fjalirnar. Sem fyrr einkennir verk- og vinnugleði Lunddælinga. Hvaða atvinnuleik- hús gæti verið stolt af sköpunar- og framkvæmdaorkunni sem ein- kennt hefur vinnuferlið. Hér eru verkin frekar unnin en að tala um þau og engin verkáætlun lendir í nefnd í Lundarreykjadal. Sviðs- mynd og áhorfendapallar hafa ver- ið smíðaðir, búningar saumaðir og munir og erfðagóss fengið að láni úr fleiri en einni sókn. Og leik- arar hafa ekki eingöngu lært sinn texta heldur sýnt hugrekki og þor í sköpun sinni með því að stíga út fyrir sinn eigin þægindaramma og inn í ramma verksins þar sem fjölskyldumynd Þórðar útgerðar- manns er kannski ekki alveg jafn slétt og felld og virðist á yfirborð- inu. Við hlökkum til að sjá ykkur í Brautartungu. Næstu sýningar verða fimmtu- daginn 16. og föstudaginn 17. mars og hefjast þær klukkan 20:30. Miða má panta í símum: 892 9687 og 868 7996. Halla Margrét Jóhannesdóttir, leikstjóri Ljósmyndir: Þór Þorsteinsson. Frá Íslandsklukku til Hafsins Pennagrein

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.