Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201728 „Það koma ekki sérstaklega góð- ar tilfinningar upp í hugann þegar ég rifja upp ferminguna mína. Ég var veik á fermingardaginn,“ segir Borgnesingurinn Áslaug Þorvalds- dóttir í léttum tón um sína fermingu. Hún fæddist árið 1957 og fermdist í Borgarneskirkju á skírdag 1971 hjá sr. Leó Júlíussyni þáverandi presti á Borg. „Undirbúningurinn var þann- ig að bekkurinn fór upp í kirkju og hlýddi á tölu sr. Leó um kverið. Mér fannst þetta lítið spennandi en þó lærði maður trúarjátninguna. Á þessum tíma gengu fermingarbörn ekki til altaris í fermingunni sjálfri heldur nokkrum dögum fyrir sjálfan fermingardaginn. Ég var veik þegar altarisgangan fór fram. Þetta gerði það að verkum að ég fór ekki til alt- aris fyrr en Logi elsti sonur minn fermdist 1992,“ segir Áslaug. „Ég var ekki búinn að ná mér almenni- lega þegar fermingardagurinn rann upp. Ég entist þó í gegnum athöfn- ina og náði byrjun veislunnar. Hún fór fram á Hótel Borgarnesi í efri salnum þar sem gamli Hótelbarinn var. Ég varð hins vegar frá að hverfa og var komin upp í rúm með hita áður en majónesið á brauðtertunni var orðið gult.“ Áslaug segir að foreldrar sínir hafi lagt mikið í ferminguna. „Við fórum til dæmis í tvær ferðir til Reykjavíkur. Í þeirri fyrri var keypt dress á mig í konubúð. Keyptur var kjóll sem var vatteraður að neðan og ljósgræn kápa. Þetta var tísk- an í þá daga. Seinna mér bjó ég til hlýja flík á Loga minn úr vattering- unni í kjólnum. Seinni ferðin var farin nokkru eftir ferminguna en þá fór ég í myndatöku. Þá var hárið að sjálfsögðu lagað til aftur.“ Heit- asta fermingargjöfin á þessum tíma var kasettu upptökutæki með hljóð- nema og leyndist slíkur gripur í ein- um pakkanum. „Með þessu var hægt með að safna öllum góðu lögunum sem spiluð voru í útvarpinu. Maður beið því með græjuna eftir þættin- um Lög unga fólksins á gömlu guf- unni en það var eiginlega eini þátt- urinn sem spilaði lög sem eitthvað vit var í. Hljóðnemanum var þá stillt upp við hátalarann og svo var tekið upp. Verst var hins vegar þegar lög voru afkynnt í miðju lagi, það eyði- lagði alveg upptökuna.“ grþ/hlh/sm/jse/af/tfk Mattías Arnar Þorgrímsson, skip- stjóri hjá Sæferðum í Stykkishólmi, varð þrítugur í byrjun þessa árs. Fréttaritari settist niður með Matt- íasi sem rifjaði upp fermingardag- inn og veisluna sem var haldin úti á sjó. Mattías man ekki annað að stefnan hafi alltaf verið tekin á að fermast. „Sko, það voru náttúrulega allir aðrir að fermast og svo voru pakkarnir ekkert að skemma fyrir held ég,“ segir Mattías sem fermd- ist í Stykkishólmskirkju um hvíta- sunnuhelgina árið 2001. Veislan var síður en svo með hefðbundnu sniði hjá Hólmaranum hressa. „Veislan var haldin um borð í Særúnu, eyja- siglingabát Sæferða hérna í Hólm- inum. Virkilega skemmtilegt og öðruvísi, það var farið í smá sigl- ingu og var þá megin partur veisl- unnar haldinn úti á sjó. Þetta voru eitthvað í kringum 80-90 manns sem komu í siglinguna.“ Aðspurð- ur um veitingar í veislunni segist hann muna sérstaklega eftir forrétt- inum. „Ég hafði beðið um steiktar lundabringur með perum, rifsberj- um og gráðostasósu, fáránlega gott. En svo var það bara heimalagað allt saman, ef ég man rétt þá vorum við með lambalæri, hamborgarhrygg og kjúkling svo í aðalrétt.“ Mattías tók sjálfur virkan þátt í undirbún- ingi fyrir veisluna en viðurkennir þó að hans nánustu hafi átt mest- an heiðurinn og bætir við að það sé alltaf mikil stemning í kringum svona lagað hjá fjölskyldunni. Hljómflutningsgræjurnar sem Mattías fékk frá foreldrum sínum eru honum enn í fersku minni. „Ég man eftir því að hafa fengið svaka- legar hljómflutningsgræjur eins og voru í tísku á þessum tíma, held þær séu enn til einhversstaðar. Á þessum tíma hlustaði ég mest á Í svörtum fötum og eftir þessa gjöf fengu ná- grannarnir að hlusta með mér,“ segir Mattías og hlær dátt. Þegar fréttarit- ari spyr hvort eitthvað sé sérstaklega eftirminnilegt frá fermingardeginum stendur ekki á svari. „Mér var byrj- að að vaxa skegg á þessum tíma, var kominn með alveg þokkalegan höku- topp og ég man vel eftir rimmunni sem ég þurfti að taka við mömmu þar sem ég vildi skarta toppnum. En hún tók það ekki í mál og eins og svo oft áður þá vinna mömmurnar og ég rakaði hann af. Kannski sem bet- ur fer, svona eftir á séð.“ Aðspurð- ur hvort fermingin hafi markað ein- hver kaflaskil í lífi hans svarar Mattí- as í gríntón: „Já, ég man sérstaklega eftir því daginn eftir þegar ég vakn- aði og fann bara hvernig ég var orð- inn maður, en ekki krakkinn sem ég hafði verið þangað til. Nei smá grín, ég man nú ekki eftir að þetta hafi verið nein svaðaleg kaflaskil að því leytinu til, nei.“ Skjöldur Orri Skjaldarson er fæddur árið 1974 og því eru að verða komin 29 ár síðan hann fermdist í Hjarðar- holtskirkju í Dölum. Skjöldur hafði verið á spítala stóran hluta úr vetri og fram á sumarið vegna slæms fót- brots og því var fermingin haldin síðla sumars, þann 8. ágúst 1988. Fyrir Skjöld var það ekki vandamál að fermast einn: „Svona athyglis- sjúkur maður eins og ég, það var ekkert að því. Ég var alveg slakur. Og með prest eins og Jens Vidfeld Jensen þá getur maður ekki ver- ið stressaður, maðurinn er algjör snillingur,“ segir Skjöldur. „En það besta við spítaladvölina fyrr um vet- urinn var samt að ég slapp alveg við fermingarfræðsluna,“ segir Skjöld- ur með eilítið glott á vör. Skjöldur var ennþá bundinn tveimur hækjum þegar hann fermdist en fór nú samt til altaris: „Ég hökti einhvern veg- inn á hækjunum en ég hef örugg- lega ekki kropið, mig minnir að ég hafi setið,“ rifjar Skjöldur upp. Aðspurður hvort hann muni eftir fermingarfötunum er Skjöldur fljót- ur til svars: „Ó, já! Eigum við nokk- uð að ræða það? Þetta var 1988, hvít jakkaföt með axlapúðum og allur pakkinn. Ég á þau örugglega ennþá heima hjá mömmu en ég hef hins vegar aldrei farið í þau síðan. Þetta þótti voða flott á sínum tíma, ég var svaka flottur og með ljósar stríp- ur.“ Fermingarveislan var haldin á æskuheimili Skjaldar á Sunnubraut í Búðardal og Skjöldur segir að í minningunni hafi þessi dagur verið á allan hátt skemmtilegur. „Það var ekkert mál að fá alla vinina í veisl- una því það var enginn annar að fermast á þessum tíma. Mig minn- ir að Gunnar Björnsson kokkur hafi séð um matinn og það hljóta að hafa verið kökur líka,“ segir Skjöld- ur. Þegar Skjöldur lá á spítalanum fékk hann margar fermingargjafir fyrirfram sem hann gat notað þar, t.d. sjónvarp. „Mér finnst eins og ég hafi ekkert fengið rosalega mikið af gjöfum á fermingardaginn en ég fékk feikigott hross frá foreldrum mínum. Það var mikil kynbótameri, Rispa frá Búðardal. Peningagjafir voru ekki svona miklar eins og þær eru í dag. Ég á ennþá gestabókina og helling af heillaóskaskeytum,“ segir Skjöldur. Skjöldur vill meina að fermingargjafirnar hafi verið stór hluti af því að vilja fermast. „Fyrir mér getur vel verið til guð en hvað hann heitir skiptir mig ekki máli, hvort það sé Guð, Allah eða eitt- hvað annað. Þótt maður segist ekki trúa á neitt þá reynist það nú samt þannig þegar á reynir,“ segir hann. Skjöldur fór í hefðbundna ferming- armyndatöku en hann hefur ekki alltaf verið mjög hrifinn af þessum myndum. „Í dag hefði ég frekar viljað frjálslegri myndatöku,“ segir Skjöldur, þokkalega kátur með að fá að opinbera eina af fermingar- myndunum á síðu Skessuhorns. Fermdist á hækjum Harkaðist í gegnum athöfnina Fermingarveisla á sjó Mattías Arnar Þorgrímsson fermdist árið 2001. Ljósm. jse. Matthías Arnar á fermingardaginn. Skjöldur Orri Skjaldarson fermdist árið 1988. Ljósm. sm. Skjöldu Orri á fermingardaginn. Áslaug Þorvaldsdóttir. Ljósm. hlh. Fermingarmyndin af Áslaugu. Fermingarbörn liðinna ára í máli og myndum - Framhald

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.