Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 35
Aðalfundur
Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og
blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga
laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15
Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð
Mjólka kynnir vörur sínar
Kynning á hreinsiefnum frá Kemi
Kynning og tilboð á Kerckhaert
járningavörum, umboðsmaður
á staðnum, býður upp á ís
* Vetrarskeifurnar með
breiða teininum komnar *
Tískusýning á vetrarfatnaði,
tilboð á fatnaði frá 66°N
10 - 50 % afsláttur af völdum vörum
í versluninni
Royal Canin, glaðningur fylgir
öllum pokum af hunda-og kattamat.
Umboðsmaður á staðnum
Kaffi og rjómaterta
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
Aðalfundur Kaupféla s Borgfirði ga
verður haldinn að Hótel Borgarnesi
fimmtudaginn 23. mars 2017 og hefst kl. 20:30
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum
félagsins.
2. Önnur mál.
Skv. 14. gr. samþykkta KB þá hafa allir félagsmenn aðgang að
fulltrúafundum og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.
Borgarnesi, 9. mars 2017
Stjórn Kaupfélags Borgfirðinga.
Viðbygging og endurbætur á
Grunnskólanum í Borgarnesi
Kynningarfundur 20. mars kl. 20.00 í Hjálmakletti.
Boðað er til opins íbúafundar með hönnuði viðbyggingar við Grunn-
skólann í Borgarnesi. Einnig verða endurbætur á núverandi húsnæði
kynntar. Undirbúningur er hafinn að byggingu mötuneytis og salar í
viðbyggingu við skólann. Einnig verður ráðist í verulegar endurbætur á
núverandi húsnæði á næstu árum.
Orri Árnason arkitekt við Zeppelin
arkitektastofu kynnir fyrirhugaðar
framkvæmdir og situr fyrir svörum.
Sveitarstjórn Borgarbyggðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
7
„Þetta er búinn að vera yndislegur
tími. Nú er nýr kafli hafinn hérna
í nýja miðbænum,“ segir Ingileif
Aðalheiður Gunnarsdóttir (Heiða)
hárgreiðslumeistari í Borgarnesi.
Heiða flutti stofuna sína, Hár-
greiðslustofuna Heiðu, um síð-
ustu áramót á heimili sitt að Kjart-
ansgötu 29. Þá hafði hún klippt
og greitt í 40 ár í gamla bænum í
Borgarnesi.
„Ég byrjaði að klippa árið 1977
þá 19 ára gömul hjá Hárgreiðslu-
stofunni Eddu sem var til húsa að
Skúlagötu 13. Blómasetrið er þar í
dag. Stofan var í eigu Eddu Hin-
riksdóttur hárgreiðslumeistara en
hún var lærimeistari minn. Við
vorum tvær sem byrjuðum að læra
hjá Eddu; ég og Sigurlaug Braga-
dóttir, og svo var Hjördís Karls-
dóttir á sama stað með snyrtistofu.
Þarna var því hægt að fá allsherjar
snyrtingu sem konum hér á svæð-
inu þótti nú ekki leiðinlegt,“ seg-
ir Heiða í léttum tón. „Ég kaupi
síðan stofuna af Eddu í júní árið
1980 og opna Hárgreiðslustofuna
Heiðu á sama stað.“
Góður andi í Arabíu
„Ég var tæpt ár á Skúlagötu því í
október 1981 flutti ég stofuna á
jarðhæðina í Egilsgötu 10 eða Ar-
abíu eins og húsið er kallað. Þar
var ég þangað til að ég flutti hing-
að á Kjartansgötuna.“ Arabía er
með elstu húsum í Borgarnesi en
það var reist af Ara Þórðarsyni
kaupmanni árið 1906. Sagan seg-
ir að óreiða einkenndi umsvif Ara
og því fóru Borgnesingar að upp-
nefna húsið Arabíu. Heiða segir
góðan anda að finna í húsinu.
„Húsið á sér langa sögu og var
ýmis starfsemi þar á undan mér. Á
fyrri hluta síðustu aldar var Bjarni
Guðjónsson kaupmaður frá Hvít-
stöðum á Mýrum með litla versl-
un þarna sem hét Bjarnabúð. Síðar
var þarna verslunin Stjarnan sem
seldi hljómplötur og húsbúnað og
skrifstofa Sjúkrasamlagsins ásamt
skjalageymslu lögreglunnar. Mér
leið alltaf vel í Arabíu. Þar sveif
góður andi yfir vötnum,“ segir
Heiða sem kveðst hafa tekið and-
ann með sér á nýja staðinn. „Hann
fylgdi mér að sjálfsögðu þegar
hann vissi að ég var að flytja.“
Breytilegir
tískustraumar
Heiða hefur upplifað ýmsa tísku-
strauma frá því að hún byrjaði að
munda skærin. „Fyrstu árin komu
margar konur til mín vikulega í
lagningu. Það var ekki tekið ann-
að í mál en að hafa lúkkið í lagi og
því áttu sumar þeirra fastan tíma.
Þetta voru frábærar manneskjur
sem voru góðar vinkonur mínar.
Nefna mætti Doddu í Koti (Þór-
dísi Fjeldsted í Ferjukoti), Lúllu
Bjarna (Freyju Bjarnadóttur), Bebí
(Elísabet Níelsdóttur) og Bínu
(Jakobínu Hallsdóttur). Tískan er
skemmtilegt fyrirbæri og breyt-
ist í allar áttir. Ég má til með að
nefna eina eftirminnilega klipp-
ingu en það var þegar konur vildu
vera með svokallað afríkuperm-
anent. Þetta var í kringum 1990.
Þá þurfti að blása hárið og greiða
á ákveðin máta og því var í nógu
að stússast.“
Sinnir fjórum ættliðum
Heiða kveðst hafa notið hvers
dags í starfi. „Ég er búin að kynn-
ast frábæru fólki í gegnum tíðina
í starfi. Margir kúnnar eru góðir
vinir mínir og oft er spjallað um
heima og geima í stólnum. Sumir
hafa meira að segja treyst mér fyr-
ir sínum hugðarefnum hverju sinni
og þykir mér alltaf vænt um þegar
fólk sýnir mér traust og trúnað,“
segir hún.
Dæmi eru um að meðal við-
skiptavina séu heilu ættliðirnir.
„Í dag er ég til dæmis að klippa
hárið á fulltrúum fjögurra ættliða
í sömu fjölskyldunni. Þannig að
hér kemur fólk í klippingu á öllum
aldri,“ bætir hún við. „Konur eru í
meirihluta kúnnahópsins, en síðan
er myndarlegur hópur karla sem
kemur til mín líka.“
Hið nýja rakarahorn
Margir muna eftir Rakarastofu
Hauks Gíslasonar rakara sem hann
starfrækti á horni Egilsgötu og
Borgarbrautar um áratugaskeið í
gamla bænum í Borgarnesi. Horn-
ið var því stundum kallað Rakara-
hornið. Heiða segir í kímni að nú
sé nýtt rakarahorn orðið til í nýja
miðbæ Borgnesinga því húsið
hennar stendur á horni Kjartans-
götu og Kveldúlfsgötu.
„Ég er búinn að upplifa miklar
breytingar síðan ég byrjaði. Nefna
mætti aðstæður verslunar og þjón-
ustu í Borgarnesi. Haukur var til
dæmis lengi vel eini rakarinn en
nú eru stofurnar alls sex. Þjón-
ustuframboð hefur líka aukist og
eru hér snyrtistofur, nuddstofur
og margt fleira. Síðan er það stóra
breytingin um aldamótin 2000
þegar Kaupfélagið flytur starfsemi
sína úr Egilsgötu og í Hyrnutorg
við Borgarbraut sem er hér rétt hjá
mér. Síðan þá hefur uppbyggingin
verið ör í næsta nágrenni og er
nýjasta viðbótin hótelið sem nú er
í byggingu á gamla Essó planinu,
beint á móti húsinu mínu,“ seg-
ir Heiða sem hlakkar til að taka á
móti viðskiptavinum á nýjum stað.
„Þegar litið er yfir farinn veg er
ekkert sem getur komið í staðinn
fyrir farsæl mannleg samskipti. Líf-
ið og lukkan byggist á því. Hvað er
lífið annað en næsti maður,“ spyr
Heiða að lokum sem hrósar happi
yfir því að hafa auðnast að starf-
rækja stofuna sína á undanförnum
áratugum. hlh
Á nýju rakarahorni eftir tæp 40 ár í gamla bænum
Rætt við Ingileif Aðalheiði Gunnarsdóttur hárgreiðslumeistara í Borgarnesi
Ingileif Aðalheiður Gunnarsdóttir (Heiða) á nýja staðnum með Áslaugu Þorvaldsdóttur vinkonu sína í stólnum góða.
Hið nýja rakarahorn í Borgarnesi á horni Kjartansgötu og Kveldúlfsgötu.
Húsið Arabía (lengst til vinstri) er í gamla bænum í Borgarnesi.