Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 42

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 42
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 201742 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Auk þess birtum við lausn á kross- gátu síðustu viku. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvu- pósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (póst- leggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni; „Pétrísk íslensk orða- bók með alfræðiívafi,“ eftir sr. Pétur Þorsteinsson. Alls bárust 35 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Öldungur.“ Vinningshafi er Þórunn Erla Sighvats, Dalsflöt 9, 300 Akranes. Óregla Vein Op á ís Himinn Venur Tónn Áhald Næði Létt Vafi Stúlka Gorgeir Manar Titill Gripur Fát Finnur leið Trítl 1001 Virðir Ýra Hafrót Seytla Kurr 5 3 Frjáls Stefna Uppsát Fimm Kroppa 8 Mjöður Drykkur Oflæti Runa Slá Óhóf Dráttar- dýr Tvíhlj. Þegar 9 Sam- hljóðar Nögl Hefur Spónn Sveigur Hérað Frægð Á fæti 1 Deig Hlassið Tvíhlj Áburður Ógilda Fag Kvabba Titill Bardagi Reik Veisla Sefar Stikar Ís Ái Mjöður Vermir Leðja Mynd- un Dreifir Ísl.st. Fis 6 4 Kyn Málm- þynna Sog Tónn Egnir Fang Tvíhlj. Gamall Spunn- in Snið Þófar Rauf Æðir Korn Sjó Tónn Skortur Leyfist Sérhlj. Afl 2 Öf.tvíhl. Grjót Grípa 9 Spjald Titill Tók 7 Dræsa Orðstír Endir Reykur Sonur Mið Geisla- baugur Skír Samhlj. Tunna Rödd Sk.st. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 Æ K A R F T A K I B R E L L U R F A R Æ R A A U F A U T I L U K T T U S K A S K Á L S K A R P A R R Ó T T L F N Y K U R K E I L A H A Y L N A N A K I N B A R L Y G N A S A F N A B L Æ R G N Á N Æ R U G A R R I I D L S Á R R I G S A F R I L L A F É L A T U R U Ó A A N G A N P Ú L A R S N Ú R A L U N D M L L A N G A R Æ S I R Ö N D D R Ó A R M U R A Ö R Ó A R T R É Ó N A Æ F Ð A R K I N N T A G L E R N U R K Ó Ó B U R A Ó N A R A A Á N I Ú R R A N N Ó Ð U R Ö L D U N G U RL A U S N Ú R S ÍÐ A S T A B L A Ð I Þar sem ég er alveg að verða 103 ára, vantar bara 30 ár upp á, vil ég búa við þægindi og öryggi eins og þann lúxus sem er hér á Þjóðbraut- inni. Það eru sextán verslanir, bank- ar og önnur þjónustufyrirtæki í fimm mínútna göngufæri frá hús- inu. Ef um stærri innkaup er að ræða getur maður ekið niður í bílakjallara að lyftunni og sett vörurnar í inn- kaupakerru og trillað því beint upp í íbúð. Í bílakjallaranum er þvotta- og bónaðstaða fyrir bíla allra íbúa húss- ins. Þvottahús er á hverri hæð með tveimur þvottavélum og þurrkur- um sem húsið á og sér um viðhald á, góð aðstaða til að brjóta saman tauið. Það er líka gert ráð fyrir því að hver og einn geti verið með sína vél í sameiginlegu þvottahúsi. Það er mikill kostur að vera laus við þessi tæki úr íbúðinni. Þrif á allri sam- eign sjá verktakar um nema í þvotta- húsum. Það eru sex íbúðir á hverri hæð. Hljóðeinangrun er mjög góð í húsinu og heyrist aldrei neitt á milli íbúða eða þegar gengið er um, þetta er eins og í einbýli. Íbúðirnar og hús- ið allt er hjólastóla-vænt sem kallað er. Í desember síðastliðnum var gerð könnun hjá búsetu- og leigufélög- um á suðvesturhorni landsins hver kostnaðurinn væri á mánuði og kom Þjóðbrautin best út í þeim saman- burði. En sú sölu- tregða sem hefur verið hér er fyrst og fremst kerfis- og stjórnsýslulegs eðlis sem búið er að taka á. Frá því í nóvember hafa selst fjórar íbúðir og góðar horfur eru með sölu á búseturétti á þeim sem falar verða á næstunni. Búmenn hsf. eiga húsið og á því hvílir lán hjá Íbúðalánsjóði, bú- seturétthafar borga leigu sem er í raun afborgun af því mánaðarlega. Á Þjóðbrautinni var búseturéttar- gjaldið 10% af byggingarkostnaði og eftirstöðvar til 50 ára. Búsetu- rétthafi eignast aldrei íbúðina, að- eins í öruggri leigu svo lengi sem hann greiðir. Í búsetugjaldi hvers mánaðar er; afborgun af láni, fasteignagjald, vatns- og holræsagjald, viðhaldssjóð- ur, hústrygging, hiti, þjónustugjald og rekstrasjóður húsfélagsins Þjóð- braut 1. Árið 2016 var búsetugjaldið (húsaleigan) fyrir 102 fermetra íbúð án bílastæðis í kjallara 124.395 kr. á mánuði miðað við fullar vaxtabætur, það gerist varla betra. Aðalsteinn Sigurgeirsson Höf. er stjórnarmaður Búmanna hsf. Akralind 4 Kópavogi. Vegna fyrirspurna um búsetu að Þjóðbraut 1 á Akranesi Pennagrein Það hefur verið líf og fjör á Brákar- hlíð í Borgarnesi undanfarna daga. Á föstudaginn hélt Lionsklúbbur- inn Agla skemmtikvöld í hátítar- salnum. Vel var mætt á samkom- una. Þar komu gestir og fluttu gam- anmál og fræðslu bæði í bundnu og óbundnu máli. Á laugardag- inn komu síðan í heimsókn kon- ur úr Kvenfélagi Hvítársíðu. Buðu þær bæði upp á skemmtidagskrá og myndarlegt kaffihlaðborð að auki. Meðfylgjandi myndir eru frá báð- um þessum viðburðum. mm Gestkvæmt í Brákarhlíð Karlakórinn Kátir karlar í Reykja- vík hefur þá sérstöðu að vera lík- lega sá karlakór sem er með hæstan meðalaldur kórfélaga á Íslandi, eða 77 ár. Tveir félagar eru 90 ára og eldri. Margir kórfélagar hafa lang- an söngferil í öðrum kórum. Ekkert bæjarfélag utan Reykjavíkur á jafn mikil ítök í kórnum og Akranes. Af 40 skráðum kórfélögum hafa átta félagar tengsl við Akranes. Þeir eru annað hvort fæddir þar eða hafa búið þar um tíma. Á meðfylgjandi mynd frá hægri eru: Svavar Sigurðsson, sem ekur vikulega ofan af Skaga til kóræf- inga, næstur er Þórður Júlíusson, þá Ingi Garðar Magnússon, Sigurð- ur Ingi Georgsson, Einar Einars- son, Arnar Sigurðsson, Aðalsteinn Örnólfsson (átti nýlega 90 ára af- mæli) og Þráinn Þorvaldsson. Þeir Þórður, Sigurður, Einar og Þráinn eru fermingarbræður fæddir 1944. Þeir félagar í hópnum sem fæddir eru á Akranesi tengjast ákveðnum húsum. Svavar í Sandgerði, Siggi á Setbergi, Einar á Melstað, Doddi á Grund, Ingi frá Stóru-Fellsöxl og Þráinn í Kletti. Kórinn æfir nú af krafti fyrir söngskemmtun sem haldin verð- ur 28. apríl í Grensáskirkju. Söng- skemmtunin er haldin í samstarfi við kór Félags eldri borgara í Reykjavík. Söngstjóri beggja kór- anna er Gylfi Gunnarsson. þþ Kór með sterk tengsl við Akranes

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.