Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 29

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 29 Landsbankinn landsbankinn.i s 410 4000 Spara u og vi hvetjum ig áfram Landsbankinn grei ir 6.000 kr. mótframlag egar fermingarbörn leggja 30.000 kr. e a meira inn á Framtí argrunn e a í ver - bréfasjó . Ef bá ir kostir eru n ttir leggur Landsbankinn ví til 12.000 kr. í mótframlag. annig viljum vi hvetja til sparna ar. landsbankinn .is4 10 4000Landsbankinn JÓ N SS O N & L E’ M A CK S • j l .is • SÍ A Spurningin „Hvers vegna valdir þú að fermast?“ (Spurt á Akranesi) Árni Salvar Heimisson: „Því mér finnst þetta áhugavert og langaði að styrkja trú mína á Jesú.“ Guðmunda Freyja Guðráðs- dóttir: „Af því að ég trúi á Guð.“ Friðbert Óskar Þorsteinsson: „Það er bara allt svo skemmti- legt við þetta.“ Sólrún Lilja Finnbogadóttir: „Til að staðfesta trú mína á Jesú.“ Þuríður Ingibjörg Tryggvadóttir er fædd árið 1939 og er búsett á dvalar- heimilinu Jaðri í Ólafsvík. Skessuhorn hitti hana að máli og bað hana að rifja upp fermingardaginn sinn. „Já, ég man þann dag eins og hann hafi verið í gær,“ sagði Þuríður kampakát. „Ég var fermd þann 10. júní árið 1954 á Borg á Mýrum, af séra Leó Gunnars- syni,“ rifjar hún upp. Hún segist þó ekki muna hversu mörg börn fermd- ust þann dag en segir að þau ferm- ingarbörnin hafi verið mörg. Ferm- ingarveislan sjálf var síðan haldin í heimahúsi, líkt og tíðkaðist á þess- um tíma. „Veislan var haldin á heim- ili mínu sem var á Syðri - Haukadal og voru aðeins mínir nánustu í veisl- unni. Hálfsystir mín, Unnur Ólafs- dóttir, sá um veisluna og bakaði hún gómsætar kökur.“ Þuríður man vel hvað hún fékk í fermingargjöf. „Ég fékk 250 krónur í fermingargjöf og bókina „Ung og saklaus,“ sem ég á enn.“ Auk þess fékk Þuríður fjögur fermingarkort. „Ég hef alltaf þurft að vinna fyrir mínu,“ segir Þuríður og þykir henni að börn nú til dags fái alltof miklar og verðmætar gjafir í fermingargjöf. Hún segir að ef börn kunni betur að meta hlutina, fái þau ekki of mikið. „Núna dunda ég mér við að prjóna föt fyrir Rauða krossinn og finnst gaman að geta glatt aðra,“ segir hin lífsglaða Þuríður. Að lokum segir hún að þrátt fyrir að vera orðin 77 ára gömul, geymi hún vel barnið í sér og lífsgleðina. Fékk 250 krónur í fermingargjöf Fermingarbörn liðinna ára í máli og myndum - Framhald

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.