Skessuhorn


Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 43

Skessuhorn - 15.03.2017, Blaðsíða 43
MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 2017 43 Pennagrein Nú þegar síðustu leikmenn Íslands- meistara ÍA árið 1951 eru fallnir frá langar mig að rifja upp minningar mínar um þetta lið sem mér finnst vera merkilegasta knattspyrnulið Ís- lands fyrr og síðar. Ég var reyndar ekki nema tveggja ára strákpjakk- ur í Reykjavík þegar ÍA varð fyrsta liðið utan Reykjavíkur til að vinna Íslandsmótið, samt finnst mér ég hafa upplifað þessi merku tímamót í knattspyrnusögunni svo margt hef ég heyrt og lesið um þau. Árið 1951 er á ýmsan hátt tíma- mótaár í íslenskri knattspyrnu. Þar komu Akurnesingar mikið við sögu. Knattspyrnan á Íslandi breyttist. Nýr leikstíll var innleiddur af Akur- nesingum. Á þessu ári vann íslenska landsliðið einn sinn fræknasta sigur þegar það lagði sænska landsliðið 4 – 3. Í byrjunarliðinu voru tveir Ak- urnesingar, þeir Ríkharður Jónsson og Þórður Þórðarson. Auk þess kom Guðjón Finnbogason inn á í leikn- um og Helgi Daníelsson var vara- markvörður. Eins og frægt er skoraði Ríkharður öll mörkin fjögur fyrir Ís- land í þessum sögulega sigri. Á árinu unnu Akurnesingar Íslandsmótið, fyrstir liða af landsbyggðinni og gáfu þar með Reykjavíkurliðunum, sem höfðu einokað Íslandsmótið allt frá upphafsárinu 1912, langt nef. Valinn maður í hverju rúmi Þetta lið var á margan hátt ein- stakt. Það var valinn maður í hverju rúmi. Aðalmaðurinn á bak við lið- ið var Ríkharður Jónsson (lands- liðsmaður 1947 – 1965). Hann var besti leikmaðurinn, að margra mati sá besti sem Ísland hefur átt. Hann var þjálfari liðsins, nýkominn heim frá Þýskalandi þar sem hann æfði um skeið og sótti þjálfaranámskeið. Þar fékk hann nýjar hugmyndir um hvernig ætti að æfa og spila fót- bolta. Þessar hugmyndir urðu að veruleika undir hans stjórn með frá- bærum árangri. Hann var auðvitað ekki einn. Á Akranesi voru ótrúlega margir góðir fótboltamenn á þess- um tíma. Tveir léku með landslið- inu árið 1951 og enn fleiri áttu eft- ir að spila fyrir Íslands hönd í fjölda- mörg ár og mynda kjarnann í lands- liðinu allan 6. áratuginn. Í ÍA-liðinu sem varð Íslandsmeistari voru auk Ríkharðs eftirtaldir: Þórður Þórð- arson (landsliðsmaður 1951 – 1958), einn albesti senter sem hefur spilað fyrir Akranes og Ísland, grjótharður og fylginn sér. Guðjón Finnbogason (landsliðsmaður 1953 – 1958), sjén- tilmaðurinn á miðjunni með afburða leikskilning. Sveinn Teitsson (lands- liðsmaður 1953 – 1964), þindarlaus baráttujaxl, alltaf með gamanyrði og bros á vör. Halldór Sigurbjörns- son¸ Donni, (landsliðsmaður 1954 – 1957), með fágæta boltatækni, elsk- aði að plata og „setja hann“ í vink- ilinn. Dagbjartur Hannesson (lands- liðsmaður 1953 – 1954) varnar- jaxl og Pétur Georgsson (landsliðs- maður 1953 – 1954), sterkur fram- línumaður. Auk landsliðsmannanna léku með liðinu þeir Guðmundur Jónsson, Jakob Sigurðsson, Jón S. Jónsson, Kristján Pálsson, Magnús Kristjánsson, Ólafur Vilhjálmsson og Sveinn Benediktsson. Allir góðir knattspyrnumenn og mikilvægir fyr- ir liðið. Sterkir í framlínunni Þetta lið kom með nýjan, ferskan blæ í knattspyrnuna. Strax í fyrsta leik mótsins þegar liðið gjörsigraði ríkjandi Íslandsmeistara KR 5-2 var ljóst að eitthvað nýtt var að gerast í fótboltanum. Mig langar að vitna í það sem Þjóðviljinn sagði um leik- inn, en það var lengi vel mikið að marka Þjóðviljann, ekki síst það sem skrifað var um fótbolta í því ágæta blaði. Það var Frímann Helgason Valsari og landsliðsmaður sem sá um íþróttaskrifin. Hann skrifaði m.a. eftirfarandi um leikinn: „Það var með nokkurri eftir- væntingu, að menn fjölmenntu til þessa leiks. Fólk varð ekki fyrir von- brigðum, því að Akurnesingar gerðu hvorki meira né minna en 5 mörk á 45 mínútum, öll óverjandi. Leik- ur Akurnesinga var oft mjög góður, stuttur samleikur, meiri en maður á að venjast og spyrnur nákvæm- ari. Það var mikill hraði í leik þeirra og mikill vafi að nokkur framlína Reykjavíkurfélaganna sé skipuð eins jafnsterkum leikmönnum.“ Þarna var tónninn gefinn og gull- öld knattspyrnunnar á Akranesi haf- in. Allt þetta fyrir hendi í litlu bæjarfélagi Ég hef velt því fyrir mér hvað það var sem varð til þess að þetta gerð- ist. Ég tel að þarna hafi spilað sam- an allir þeir þættir sem þurfa að vera til staðar svo árangur náist. Það er í rauninni stórmerkilegt að allt það sem til þurfti skuli hafa ver- ið fyrir hendi í svona litlu bæjar- félagi eins og Akranes var á þess- um tíma. Í fyrsta lagi var hér hópur mjög góðra knattspyrnumanna sem stóðu vel saman og þeir vissu að til að ná árangri þurfti að leggja hart að sér. Menn voru vanir því í hinu dag- lega lífi. Í öðru lagi voru hér mjög dugmiklir forystumenn. Í þriðja lagi var áhuginn og samstaðan í bænum mjög mikil og hafði örugglega hvetj- andi áhrif. Það er ótrúlegt að hugsa til þess að þegar Íslandsbikarinn var í höfn hafi verið nokkur hundruð Ak- urnesingar á vellinum til að fagna sigrinum og enn fleiri á bryggjunni þegar liðið kom með bikarinn heim. Í fjórða lagi var stuðningurinn sem leikmennirnir fengu hjá eiginkon- um sínum mikilvægur, þeirra þátt- ur í velgengninni á vellinum hefur sennilega aldrei verið fullþakkaður. Í fimmta lagi var ný þekking sótt til útlanda og hún nýtt með góðum ár- angri. Allt þetta var til staðar og allt það starf sem var unnið, var unnið í sjálfboðavinnu að loknum löngum vinnudegi, það hefur líklega aldrei hvarflað að neinum að ætlast til þess að fá borgað fyrir að vera í fótbolta eða stússast í kringum hann, líklega hafa flestir borgað með sér. Landbyggðin öll fagnaði Sigurinn á Íslandsmótinu 1951 var ekki bara sigur Akurnesinga, það má öruggt telja að öll landsbyggðin hafi fagnað, þarna hafði Reykjavíkur- veldið verið lagt að velli. Þessi sigur var mikil hvatning fyrir fólk um land allt. Þarna var sýnt fram á það svart á hvítu að litlir staðir úti á landi áttu ýmsa möguleika þrátt fyrir fámenni. Þessi sigur og allir sigrarnir sem komu á eftir höfðu líka áhrif á litla stráka sem voru að leika sér í fótbolta um land allt, líka í Reykjavík. Eins og ég gat um hér að framan var ég ekki nema tveggja ára þeg- ar sigurinn vannst 1951 og missti þar af leiðandi af þessum merkis- atburði. Karl faðir minn varð hins vegar vitni að þessu og hreifst mjög. Hann var úr Dölunum og kunni auðvitað ekkert í fótbolta, en hann hafði mikinn áhuga á íþrótt- inni og hélt auðvitað með Akur- nesingum, þeir voru hans menn. Þegar ég óx úr grasi fékk ég að fara á völlinn með pabba, gamla góða Melavöllinn, það var mikil upplif- un. Og auðvitað fórum við bara á leiki þar sem Akurnesingar voru að keppa og hrópuðum „Áfram Akra- nes!“ Seinna gerðist ég Frammari en var samt alltaf hrifinn af Akur- nesingum og hélt með þeim, nema þegar þeir spiluðu á móti Fram. Það var ekkert sérstaklega merki- legt að vera Frammari, en svo upp- götvaði maður að Rikki hafði verið í Fram, það var flott. „Pant vera Rikki“ Á þessum árum byrjaði sumar- ið með bæjarkeppni í fótbolta: Reykjavík – Akranes. Það voru skemmtilegir leikir, alltaf sólskin og ég hélt með Akranesi. Þegar ég lít til baka og rifja leikina upp þá held ég að Akranes hafi alltaf unn- ið. Eftir leikina var maður kominn í ógurlegt stuð til að fara í fótbolta og þegar heim var komið var skipt í lið og svo var rifist um hver væri hver, þeir sem voru frekastir voru fyrstir að velja: „Ég er Rikki“, „ég er Þórður“, „ég er Donni“, svona gekk þetta þar til allir voru orðn- ir einhver og þá var hægt að byrja á leiknum. Ég man aldrei eftir að neinn hafi viljað vera annað en Ak- urnesingur. Svona virkaði ÍA-liðið á litla Reykjavíkurstráka sem léku sér í fótbolta og þá er nú auðvelt að ímynda sér hvaða goðsagnir þeir voru úti á landi. Þau voru margvísleg áhrifin sem Íslandsmeistaratitillinn 1951 hafði. Mestu áhrifin hafði hann þó á þró- un knattspyrnunnar á Akranesi. Allar götur síðan 1951 hefur hlut- ur Akraness í íslenskri knattspyrnu verið mikill. Það hafa að vísu bæði verið hæðir og lægðir en hæðirn- ar hafa verið miklu fleiri. Íslands- meistararnir 1951 ruddu brautina og sýndu gott fordæmi og þó það séu liðin 66 ár frá fyrsta titlinum veit ég að þeir sem eru í fótbolt- anum í dag geta sitthvað af þessu liði lært. Almennum íþrótta- áhuga að þakka Lengi vel voru aðalliðin á Íslandi ÍA og KR. Þeir voru margir stór- leikirnir sem þessi lið léku á 6. ára- tugnum og fram á þann sjöunda. Aðalmaðurinn í KR-liðinu á þess- um árum var Ellert Schram, fyrr- verandi formaður KSÍ. Mér finnst mjög viðeigandi að ljúka þessari grein með því að vitna í viðtal við Ellert sem birtist í bókinni Skaga- menn skoruðu mörkin, en þar seg- ir hann m.a.: „Þegar til þess er tekið að Akra- nes er hvorki stór bær né fjöl- mennur er það ævintýri líkast, að knattspyrnulið staðarins geti gert kröfu til stöðugrar forystu og sigra í knattspyrnunni. Samt þykir öllum sjálfsagt, að Akranes sé í fremstu röð. Ár eftir ár, áratug eftir áratug, tefla Skagamenn fram framúrskar- andi liði og snjöllum einstakling- um. Skýringanna er meðal ann- ars að leita í miklum og almenn- um íþróttaáhuga á Akranesi, þeirri rækt sem lögð er við þjálfun og stjórnun knattspyrnumála í pláss- inu. En aðalskýringin er þó sú, að eftir að gullaldarliðið frá 1951 gerði garðinn frægan, hefur mark- ið verið sett hátt og kröfurnar eru aldrei aðrar en þær að vera bestir, sigursælir og efstir. Annað kemur ekki til greina á Skaganum.“ Megi minningin um gullaldarliðið frá 1951 lifa lengi enn. Hörður Ó. Helgason Í minningu Íslandsmeistara ÍA árið 1951 Fyrstu Íslandsmeistarar Skagamanna 1951. Nú hafa þeir allir kvatt. Aftari röð frá vinstri: Kristján Pálsson, Jón S. Jónsson, Pétur Georgsson, Þórður Þórðarson, Dag- bjartur Hannesson, Ríkharður Jónsson fyrirliði og þjálfari, Guðmundur Jónsson og Halldór Sigurbjörnsson. Fremri röð frá vinstri: Sveinn Teitsson, Sveinn Benediktsson, Jakob Sigurðsson, Magnús Kristjánsson, Ólafur Vilhjálmsson, sem þjálfaði liðið um veturinn eða þar til Ríkharður kom heim, og Guðjón Finnbogason. Ljósm. Ólafur Árnason. Hörður Ó Helgason.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.